Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 25

Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 25 ekki síst Braga. Drengnum litla þótti einna best að hafa afa með sér þegar í sundlaugina var farið því fáum treysti hann betur sér til halds og trausts þegar gengið var á hólm við vatnsrennibrautina. Hélt afi honum þá fast að sér þeg- ar niður var farið og svo rann hann líka mátulega hægt niður. Bragi var alltaf boðinn og búinn, og að öllum öðrum ólöstuðum var það hann sem hjálpaði mest við uppbyggingu á fystu íbúðinni sem við Elísabet keyptum. Kvöld eftir kvöld í eina sex mánuði kom hann upp í íbúð og vann þar fram á rauðanótt. Hann var vel byrgur af verkfærum og miðlaði ríkulega af þekkingu húsbyggjandans. Ekki dvínaði elja hans þegar við keypt- um okkar seinni íbúð, þá tilbúna undir tréverk, og munum við í óko- minni framtíð geta notið handverks hans í húsakynnum okkar. Öllu því sem Bragi fékk áhuga á sinnti hann af sannri innlifun. Allir þeir hlutir sem tengdust áhugamálunum og þurfti að kaupa voru ekki keyptir í fljótfærni. Þeg- ar ljósmyndaáhuginn vaknaði las hann öll heimsins tímarit um ljós- myndavélar, áður en rétta mynda- vélin var keypt. Sömu sögu vara að segja þegar tölvuáhuginn vakn- aði og tölvan var keypt. Ekki und- irbjó hann sig síður undir ferðalög- in, t.a.m. ákváðu þau hjónin að ferðast til Austurríkis sumarið 1992. Allan veturinn á undan sat Bragi í kvöldskóla uppi í HÍ og nam þýsku, og var hann þó ekki á flæði- skeri staddur fyrir því að hann var mikill tungumálasnillingur. Bragi, það er með öllu óskiljan- legt að þú sér horfinn frá okkur, þú varst einstakur tengdafaðir og mikill vinur, þakka ég Guði að hafa fengið að njóta þeirra forrétt- inda að hafa fengið að kynnast svo stórmannlegri manngerð sem í þér bjó, ég segi það með sanni að þú ert samnefnari alls þess besta sem við munum búa að í ókominni fram- tíð. Ég kveð þig með eftirfarandi orðum, sem ég veit að þú hefði viljað kveða öllum ástvinum þínum: Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, Iyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt i gleði ykkar yfir lífinu. Rögnvaldur G. Einarsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast Braga, pabba Bjarkar vin- konu minnar. Ég átti heima á Hell- isgötunni í Hafnarfirði. Ég var svo lánsöm að Bragi, Sonja og börn fluttu þangað. Eg varð brátt ein af fjölskyldunni og tengdist henni sterkum böndum. Við stelpurnar urðum strax góðir leikfélagar. Gott andrúmsloft og hlýja ríkti á heimil- inu og var ég alltaf ein af þeim. Margar eru minningarnar sem koma upp í huga minn á þessari stundu. Man ég sérstaklega eftir því, að þegar skyggja tók á kvöldin og tími var kominn til heimferðar, beið Bragi oft í opnum eldhús- glugganum og horfði á eftir mér upp götuna. Þegar ég var komin upp á tröppurnar heima hjá mér, vinkaði ég honum og hann á móti. Það var merki um að ég væri kom- in heim. Þannig var Bragi traustur og umhyggjusamur. Nú í seinni tíð hafa leiðir okkar ekki legið eins oft saman því að Björk vinkona mín hefur búið í mörg ár erlendis og þar af leiðandi fækkaði heimsóknum mínum til Braga og Sonju. Nú síðast þegar ég fór til þeirra var það til að óska þeim til hamingju með brúðkaup Elísabetar dóttur þeirra. Ekki hvarflaði að mér þá, að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi Braga á lífi. En skjótt skipast veður í lofti. Elsku Sonja, Björk, Sjöfn, Elísa- bet, Torfi Birgir og Berglind, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ég kveð Guðmund Braga með þakklæti og hlýju. Sif Jóhannesdóttir. Sigiirður Jónsson póstmaður — Minning Fæddur 28. nóvember 1907 Dáinn 15. júní 1993 Látinn er í Reykjavík í hárri elli Sigurður Jónsson póstmaður. Síðast vann hann í pósthúsinu í Pósthús- stræti, í ein þijátíu ár. Hann gegndi þar störfum sem bréfberi og síðar póstafgreiðslumaður. Hann var hörkuduglegur, enda var hann gamall togarasjómaður og vann lengst af hjá Tryggva heitnum Ófeigssyni, þeim mikla sjósóknar- og útgerðarmanni. Síðar meir, þegar Sigurður hætti sjómennsku, var hann á heimili Tryggva við ýmis störf, enda hús- bóndinn sjaldan heima. Það var eft- ir dvöl sína hjá Tryggva, sem hann hóf störf hjá Póststofunni í Reykja- vík, leysti rrieðal annars af sem varðstjóri. Lengst af var hann á vakt hjá Jóni heitnum Pálssyni, fulltrúa í bréfberadeild. Sigurður hafði oft orð á því, að á vaktinni hans væri úrvalsfólk, enda var Jón heitinn orðlagður dugnaðarmaður og tryggur sínum. Jón hélt mikið upp á Sigurð, eins og Tryggvi Ófeigsson hafði gert, enda átti hann það skilið. Þótt úrvalsvaktin hans Jóns af- kastaði miklu, var oft glatt á hjalla og oftast var það Sigurður sem lét brandarana fjúka. Þegar Póstmiðstöðin í Ármúla er sett á stofn og mest öll starfsemi póstsins flyst þangað, ásamt hans gömu vinnufélögum, verða miklar breytingar í kjölfarið eins og gefur að skilja. Skömmu síðar fellur frá vinur hans og okkar allra, Jón Pálsson. Sigurður var nú kominn á aldur og hætti störfum skömmu síðar. Síðustu æviárin dvaldi hann á Dval- arheimilinu við Seljahlíð og var all- hress fram undir andlátið, hvað flest varðar nema sjónina sem var farin að daprast. Við, gömlu vinnufélagamir hans, kveðjum hann með söknuði og minnumst hans sem góðs félaga og vinar og vottum Steinunni og böm- um samúð okkar. Vilhjálmur K. Sigurðsson. Blömastofa Fridfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 + RAGNAR BÓASSON, 403 North Swidler Street, Orange, Kaliforniu 92669 U.S.A., lést í sjúkrahúsi í heimabæ sínum 2. ágúst 1993. Fyrir hönd eiginkonu, barna og systkina hans, Ásvaldur Andrésson. + Ástkær dóttir okkar og systir, ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR, Álfhólsvegi 75, Kópavogi, er lést 2. ágúst verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á barnaspítala Hringsins. Ellen Pálsdóttir Gunnar Kristjánsson, Aðalheiður Þorsteinsdóttir Hrefna Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR HARALDSSON kaupmaður, Dýjahlfð, Kjalarnesi, verður jarðsunginn mánudaginn 9. ágúst kl. 13.30frá Dómkirkjunni. Halldóra Hermannsdóttir, Sigrfður Pétursdóttir, Hreinn S. Hákonarson, Margeir Pétursson, Sigríður Indriðadóttir, Vigdís Pétursdóttir, Ævar Aðalsteinsson, Halldóra, Haraldur, Jóhanna, Pétur, Elísabet, Ingveldur og Eyrún. + Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁSGEIR SUMARLIÐASON, vélstjóri, Víkurbakka 4, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. ágúst kl. 10.30. nney Sumarliðadóttir, marliði Ásgeirsson, afnhildur Hallvarðsdóttir, geir Ásgeirsson, Marianne V. Andersen, Steinþór Ásgeirsson. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FJÓLA STEINGRÍMSDÓTTIR, Norðurvangi 21, Hafnarfirði, er lést 4. ágúst, verður jarðsett frá Víði- staðakirkju, Hafnarfirði, þriðjudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Helgi Sigurðsson, Helga Steingerður Sigurðardóttir, Jón Bergþór Kristinsson, Brynhildur Kristinsdóttir, Sigþór R. Kristinsson og barnabörn Kristinn Jónsson, Helga Jónsdóttir, Jóna Dís Bragadóttir, Haraldur Stefánsson, Katelijne Beerten, Snævarr Guðmundsson, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANSADÓLFHERMANN JÓNSSON, Samtúni 4, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. ágúst kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlega bent á Sjálfsbjörg. Ingibjörg Ingimundardóttir, Dagbjört Hansdóttir, Hermann Hansson, Svava Hansdóttir, Jón Hreiðar Hansson, Ester Hansdóttir, Hilmar Hansson, Agnes Jóhannsdóttir, Hrafn Ingimundarson, Sigurbjörn Sveinsson, Auðbjörg Tómasdóttir, Jóhannes Kristjánsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Jónas Baldursson, Anna Aðalsteinsdóttir, Bessi Þorsteinsson, Elín Ágústsdóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér hluttekningu við fráfall eiginmanns míns, SÆVALDAR SIGURJÓNSSONAR. Sérstaklega til Elfu-Bjarkar systurdóttur minnar og þeirra mæögna fyrir ómetanlega aðstoö. Guð blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, nær og fjær, Jóna Halldórsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.