Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
Morgunblaðið/Sverrir
eftir Urði Gunnarsdétfur
Myndir: Sverrir Vilhelmsson
Birna Bjarnason þótti hörð í
vöminni þegar hún lék með
meistaraflokki FH í handbolta.
íþróttaáhuginn leiddi hana inn á
þá braut sem hún valdi sér fyrir
sautján árum og hefur náð svo
góðum árangri í, íþróttafræðina.
Undanfarin sautján ár hefur hún
verið búsett í Þýskalandi en
Birna er doktor í endurhæfingu
hjartasjúklinga við íþróttahá-
skólann í Köln. Hún kom nýlega
hingað til lands til að aðstoða
Dr. Heinz Liesen íþróttalækni á
ráðstefnu um þjálfun íþrótta-
manna og hún hefur áhuga á því
að kynna starfsgrein sina fyrir
íslendingum.
Birna er Hafnfírðingur, fædd árið
1955. Hún segist hafa haft áhuga
á íþróttum sem krakki og æfði í
mörg ár með FH, síðast með meist-
araflokki. Bima lauk stúdentsprófi
frá MR árið 1975 og ólíkt mörgum
nýstúdentinum, velktist hún ekki í
vafa um hvað hún vildi læra;
íþróttafræði. „Ég hafði frétt af því
að hægt væri að sérhæfa sig innan
greinarinnar og leggja áherslu á
íþróttir fyrir fatlaða. Það vakti
áhuga minn og ég sótti um og fékk
inni i íþróttaháskólanum í Köln.“
Nám við íþróttaháskólann tekur
fimm ár og samanstendur af grunn-
námi í líffræði, líffærafræði, lífeðl-
isfræði ofl. en auk þess geta nem-
endur sérhæft sig í ákveðnum
íþróttagreinum, íþróttum fyrir fatl-
aða eða endurhæfingu fyrir sjúkl-
inga. íþróttafræðingar starfa ekki
við venjulega íþróttakennslu, heldur
við þjálfun ýmiskonar og endurhæf-
íþróttafraeö-
ingurinn Birna
Bjarnason er
doktor í end-
urhaefingu
hjartasjúkl-
inga. Hún hef-
ur búiö hálfa
aevina í Þýska-
landi, fyrst viö
nám og síóan
viö störf í
Dortmund og
Köln
ingu. Þegar Bima hóf nám við
íþróttaháskólann, var verið að koma
á stofn nýrri braut, endurhæfíngu
hjartasjúklinga, og vakti hún áhuga
Birnu. Sem aukagrein tók hún
handboltann, sína gömlu grein og
hefur þjálfararéttindi í henni, sem
hún hefur ekki nýtt sér. Fyrsta
árið æfði Bima auk þess með Bay-
em Leverkusen.
„Ég vissi að endurhæfíng hjarta-
sjúklinga væri ekki til á íslandi og
valdi hana þess vegna. Þegar nám-
inu lauk, bauðst mér staða við skól-
ann, og að vinna með frumkvöðlum
fagsins. Ég þáði það, vildi verða
mér úti um reynslu í faginu áður
en ég kæmi heim.“ Starfaði Birna
að rannsóknum á áhrifum líkams-
ræktar eftir kransæðastíflu og vann
að gerð sérstakrar endurhæfingará-
ætlunar.
ílenst í Þýskalandi
Af heimferðinni varð hins vegar
ekki, árið 1985 bauð kennari Birnu
henni stöðu við íþróttalæknisfræði-
deildina í Dortmund. Þar var hún
í sex ár. „Það er ekki hlaupið að
því fyrir útlendinga að fá undan-
þágu til að fá að vinna, vinnuveit-
endur mínir stóðu i miklum bréfa-
skriftum þess vegna. Þegar ég fékk
vinnuna í Dortmund var það fyrir
tilstilli Max Adeneuer, ræðismanns
íslands og sonar Konrads Adeneu-
er.“
í Dortmund starfaði Bima við
rannsóknir og kennslu í íþrótta-
læknisfræði. Meðal verkefna henn-
ar vom rannsóknir á knattspyrnu-
mönnum þýska úrvalsdeildarliðs
Borussia Dortmund og afreks-
íþróttafólki úr öðmm íþróttagrein-
um. Markmið íþróttafræðirann-
sóknanna var að veita iðkendum
og þjálfurum ráðgjöf í þjálfun, með
hámarksárangur í huga.
Bima segir starfíð hafa reynst æ
skemmtilegra og það hafí haldið í
sig. Þá hafði hún kynnst Þjóðveija,
en hann verslar með gamla list-
muni. „Það var fyrst á giftingardag-
inn minn sem að ég áttaði mig á
því að ég færi ekki aftur heim en
þangað til taldi ég mig vera á leið
til Islands. Ég stefni þó að því að
eignast íbúð hér þegar ég verð kom-
in á eftirlaun segir hún óræð á svip.“
Staðan sem Birnu bauðst í Dort-
mund var til fjögurra ára og bund-
in því að hún skrifaði doktorsrit-
gerð. „Ég bætti við mig undirbún-
ingsnámi 1987-1988 og hóf þá rit-
gerðarvinnuna, sem ég hespaði af
á þrettán mánuðum. Ég vann öllum
stundum, átti aldrei frí um kvöld
eða helgar. Ritgerðarvinnan var
mikið átak og þegar henni lauk,
flaug ég beint heim til Islands til
að hvíla mig.“
Prófessor sá sem Bima hafði
fylgt frá Köln til Dortmund hélt nú
aftur til Kölnar og bauð Birnu stöðu
hjá sér, sem hún þáði. Nú er hún
fastráðinn kennari við íþróttahá-
skólann í Köln og vinnur að rann-
sóknum sem hún segir ef til vill
vera nægilegt efni í næstu ritgerð,
nokkurs konar framhald doktorsrit-
gerðarinnar.
íþróttafræðingurinn er að sjálf-
sögðu meðvitaður um gildi hreyf-
ingar og mataræðis. Birna fer mik-
ið í sund, skokkar, hjólar og fer á
skíði. Borðar hollan mat, mikið
grænmeti og ávexti. Best segist hún
hafa staðið sig þegar hún vann að
doktorsritgerð sinni. „Ég kemst
ekki hjá því að hugsa um hvað ég
læt ofan í mig, ekki síst þegar ég
hef verið með jafnaldra mína í end-
urhæfingu fyrir hjartasjúklinga."
Áhrif breytts mataræðis á
hj artasj úklinga
Rannsóknir Birnu í Dortmund
voru á mataræði hjartasjúklinga
með of hátt kólesteról í blóði og
tilraunir til þess að hafa áhrif á
kólesterólmagn með breyttu matar-
æði. Bima gerði rannsókn á 40
manns sem höfðu fengið kransæða-
stíflu og kannaði hvers konar matar
fólkið neytti. Að því loknu vom
reyndar mismunandi leiðir til að
hafa áhrif á mataræði þess. Helm-
ingur hópsins ræddi við næringar-
ráðgjafa sem fór í saumana á því
sem fólk borðaði, sagði því hvað
mætti betur fara og að hvaða leyti
það væri á réttri leið. Hinn helming-
urinn ræddi einnig við næringarráð-
gjafa en fékk auk þess áframhald-
andi fræðslu, hópurinn eldaði sam-
an hollan mat og ræddi málin. Eft-
ir sex vikur bar Birna saman hóp-
ana tvo. í ljós kom að ráðleggingar
næringarráðgjafans einar og sér
höfðu nær engin áhrif, en fólkið í
þeim hópi sem hafði fengið meiri
fræðslu hafði lést og kólesteról-
magn í blóði að jafnaði lækkað um
6%.
Hjartahóparnir góður kostur
Rannsókn sú sem Birna vinnur
nú að, beinist að langtímaáhrifum
fræðslu um mataræði fyrir hjarta-
sjúklinga, en þeir verða rannsakað-
ir með reglulegu millibili í þijú ár.
Bima segir að hvergi í heiminum
sé endurhæfíng hjartasjúklinga jafn
vel skipulögð og í Þýskalandi. Sjúk-
lingar eiga kost á 4-6 vikna dvöl á
endurhæfíngarhæli en nú er verið
að setja á fót göngudeild, eða svo-
kallaða „hjartahópa", fyrir þá sem
ekki eiga heimangengt. Gangi verk-
efnið vel, stendur til að koma slíkum
endurhæfingarstöðvum á fót um
allt Þýskaland.
Þeir sem taka þátt í hjartahópun-
um stunda íþróttir undir eftirliti, fá
upplýsingar um sjúkdóminn og ráð-
leggingar í sambandi við mataræði
og slökun. „Við höfum unnið að
þessu í eitt og hálft ár og teljum
að hjartahóparnir séu góður kostur
fyrir þá hjartasjúklinga sem geta
nýtt sér þá. Þeir verða til dæmis
að vera fótafærir og tiltölulega
ungir. Ég hef lítillega kynnt þetta
starf á Islandi og hef áhuga á því
að gera það enn frekar. Mér hefur
fundist gæta áhugaleysis á þessu
fagi, íslenskir krakkar sem hafa
lagt stund á það og snúið heim
hafa ekki fengið störf við það sem
þeir eru sérmenntaðir í.“
Nonna bækurnar heilla
Meðal þeirra sem Bima hefur
unnið með í Köln, er dr. Heinz Lies-
en, sem var nýlega hér á landi og
greindi frá kenningum sínum um
þjálfun. Margir segja Liesen vera
manninn á bak við síðasta heims-
meistaratitil Þjóðveija í knatt-
spyrnu en kenningar hans byggjast
m.a. á því að varast beri ofþjálfun.
Kenningar Liesens em íslendingum
ekki ókunnar, því fyrir tveimur
árum fór hópur þjálfara til Kölnar
á námskeið og fyrir tilstilli Birnu
kynnti Liesen þeim hugmyndir sín-
ar. Það vakti áhuga KSÍ sem bauð
honum hingað á áðurnefnda ráð-
stefnu. Liesen er þekktur og eftir-
sóttur fyrirlesari og ekki heiglum
hent að fá hann til að koma. „ís-
land hefur mikla töfra og það er
létt að fá fólk til að koma hingað.
Þjóðveijar á aldrinum frá fímmtugu
til rúmlega sextugs hafa sérstakan
áhuga á íslandi, því þeir lásu
Nonna-bækurnar þegar þeir voru
strákar."
Verð að komast heim
Bima hefur verið um hálfa ævina
í Þýskalandi og segir það merkilegt
hvað ísland eigi enn sterk tök í
sér. „Ég er ekki og vill ekki vera
þýskur ríkisborgari þó að ég búi í
Þýskalandi og falli það vel. Það tók
tíma að kynnast Þjóðveijunum, þeir
eru formlegir og sjálfum sér nógir.
Nú á ég góðan vinahóp í Þýska-
landi en mér er engu að síður nauð-
synlegt að koma reglulega til ís-
lands, að minnsta kosti einu sinni
á ári. Annað er ómögulegt."