Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 38

Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 KNATTSPYRINJA / ÞYSKALAND EyjóKur og félagar í Stuttgart byrja gegn meisturum Bremen Endurkoma leikmanna frá Ítalíu eykur breiddina og fleiri lið blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn KEPPNI íþýsku úrvalsdeildinni íknattspyrnu hófst á ný í fyrra- dag, en meistaraslagurinn verður ídag, sunnudag, þegar hand- hafar titilsins i Bremen taka á móti sigurvegurunum ífyrra, Eyjólfi Sverrissyni og samherjum í Stuttgart. „Það er alltaf mikil spenna í fyrsta leik,“ sagði miðherji íslenska landsliðsins við Morgun- blaðið, aðspurður um komandi leik, en hann verður í byrjunarlið- inu, leikur sem varnartengiliður eins og í undanförnum æfinga- leikjum. „Þó lið komi vel undirbúin til leiks vita þau ekki almenni- lega hvar þau standa og því skiptir engu hver mótherjinn er. Þetta verður erfitt, en við byrjum á tveimur útileikjum og við ætlum að ná stigum úr þeim.“ Þýska deildin hefur styrkst, mikið síðustu mánuði og munar þar mest um endurkomu margra af Ibestu leikmönnum Eftir Þýskalands frá ítal- Steinþór íu og víðar. Stuðn- Guðbjartsson ingsmenn liðanna fagna þessari breyt- ingu, en undanfarin ár hafa þeir mátt sjá á eftir þeim bestu suður á bóginn, þar sem mun meiri pen- ingar eru í spilinu. En þar sem íjöldi erlendra leikmanna í hveiju liði er takmarkaður í hveijum leik hafa margar stjörnurnar verið í hlutverki áhorfenda hvað eftir annað. Þýsku leikmennimir hafa fengið að finna fyrir þessu eins og aðrir, en landsl- iðsmenn verða að leika reglulega til að halda landsliðssæti og því völdu margir þann kostinn að fara aftur heim — allir vilja taka þátt í að veija heimsmeistaratitilinn í Bandaríkjunum að ári. Miklar breytingar hjá Stuttgart Stuttgart fagnaði meistaratitlin- um í fyrravor, en varð í sjöunda sæti á liðnu tímabiii. Eyjólfur sagði að miklar kröfur væru ávallt gerðar til liðsins og miklar breytingar Hefðu átt sér stað en þeirra vegna væru væntingarnar enn meiri en áður. Stuttgart hefur fengið varnar- mennina Thomas Berthold frá Bay- ern Miinchen og Torsten Kracht frá Leipzig, brasilíska miðjumanninn Carlos Dunga frá Pescara og mið- heijann Axel Kruse frá Eintracht Frankfurt. Erlendu leikmennirnir eru fjórir, en aðeins þrír mega leika hveiju sinni. Eyjólfur sagði að sam- keppnin um stöður væri mikil og ekkert mætti útaf bregða. „Við er- um með 20 menn, sem gætu verið í hvaða byijunarliði deildarinnar sem er.“ Hugarfarið rétt hjá Eyjólfi Sæti í byijunarliðinu er ekki sjálfgefið og Eyjólfur hefur kynnst því vel, en tekið hverri ákvörðun varðandi sig með stóískri ró; yfir- vegun, sem eftir hefur verið tekið og þykir til fyrirmyndar. „Þetta er spurnig um hugarfarið," er haft eftir Atla Eðvaldssyni um baráttuna í atvinnumennskunni í Arsriti KR. „Eyjólfur Sverrisson er gott dæmi. Strákur úr neðri deildar liði, sem hefur lagt ótrúlega mikið á sig og kvartar aldrei. Ef hann einhverra hluta vegna er ekkl inni segir hann: Ég verð að standa mig betur." Ás- geir Sigurvinsson tekur í sama streng í viðtali við Morgunblaðið s.l. miðvikudag. Menn, sem reyni fyrir sér í atvinnumennsku verði að vera tilbúnir að leggja mikið á sig og hlusta; taka við góðum ráð- um. Ekki telja sig kunna allt og vita allt. Eyjólfur sé gott dæmi. Hann hafi lagt sig fram, hlustað á ráðleggingar og beðið eftir tæki- færinu. Þegar það kom hefði hann verið tilbúinn. Þetta viðhorf skiptir miklu,“ sagði Eyjólfur. „Aðalatriðið er að vera þolinmóður og standa sig, þeg- ar tækifæri gefst. Allir hafa fengið tækifæri í undirbúningsleikjunum, en sama liði hefur verið stillt upp í síðustu fimm leikjum. Margir beij- ast um framlínustöðumar og til dæmis er Fritz Walter á bekknum. Guido Buchwald leikur sem aftasti varnarmaður, en ef hann getur ekki leikið kemur Júgóslavinn inn og þá er einum útlendingi ofaukið. Þetta er því fljótt að breytast og ekkert er sjálfgefið." Landsliðsfyrirliðinn gaf tóninn Lothar Mattháus, fyrirliði þýska landsliðsins, ákvað að fara til Bay- ern Munchen frá Inter Milan á Ital- íu á síðasta tímabili og aðrir landar hans fylgdu í fótsporið. Dortmund fékk varnarmanninn Stefan Reuter og miðjumanninn Matthias Sammer aftur frá Ítalíu og krækti í miðheij- AFREKSIÞROTTIR ann Karlheinz Riedle fyrir nokkrum mánuðum. Bayer Leverkusen fékk Bemd Schuster frá Spáni, þar sem hann hafði leikið í nær 13 ár og Andreas Brehme gekk til liðs við Kaiserslautern eftir fimm ára feril á Italíu og Spáni. Breytingamar styrkja liðin og deildina, fleiri lið beijast um titilinn en áður. Bayern Miinchen var sigursælast þýskra liða síðasta áratug, en undanfarin tímabil hefur ekkert lið varið titil- inn. I ár er helst talið að sex lið beijist um fyrsta sætið — Werder Bremen, Bayern Munchen, Eintracht Frankfurt, Dortmund, Stuttgart og Leverkusen. Stuttgart ósigrað Bremen stillir upp nær óbreyttum leikmannahópi frá síðasta tímabili, en mikið kemur til með að mæða á leikstjórnandanum Andreas Herzog og miðheijanum Bernd Hobsch. Eyjólfur og félagar eiga erfitt verkefni fyrir höndum, en ís- lenski landsliðsmaðurinn sagði að undirbúningurin hefði gengið vel. Liðið hefði sigrað á tveimur æfinga- mótum og reyndar ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu, sem hófst í lok júní. „Þetta lítur vel út. Ég leik nú sem vamartengiliður og hef verið með í flestum leikum, en þó við höfum styrkst er sömu sögu að segja af öðmm liðum. Liðin em jafnari og það er langt og spennandi tímabil framundan." Eyjólfur Sverrlsson í landsleiknum gegn Rússum í byijun júní. Hann er miðheiji íslenska landsliðsins, en leikur nú sem vamartengiliður með Stuttgart í Þýskalandi. Rússar sjá á eftir landslids- þjálfurum í ýmsum greinum Reynt að halda í þá bestu með greiðslum, sem minna á skiptimynt annarsstaðar NIKOLAJ Lopukhov sagðifyrir skömmu stöðu sinni lausri sem aðalþjálfari karlaliðs Rússa í skíðagöngu og tók boði um að þjálfa í Suður-Kóreu. Forráða- menn skíðamála voru allt ann- að en ánægðir, skiljanlega í Ijósi þess að Vetrarólympíu- leikarnir verða í Lillehammer í Noregi eftir hálft ár, en samt kom það þeim ekki á óvart að maður með um 1.440 kr. í mán- aðarlaun i Rússlandi gæti ekki hafnað tilboði erlendis frá. Margir þjálfarar hafa yfirgefið föðurlandið að undanförnu og í kjölfar ákvörðunar Lopukhovs hafa margir áhyggjur af f ram- gangi mála og benda á að upp- bygging íþrótta í Rússlandi hafi tekið langan tíma og því sé hætta á ferðum. Nikolaj Rusak, flokksstjóri liðs Samveldis sjálfstæðra ríkja (áður Sovétríkjanna) á Ólympíuleik- unum í Barcelona fyrir ári, sagðist þá vera orðinn leiður á þessum flótta og væri jafnvel til í að mæla með góðum þjálfurum við erlenda aðila. „Brottför þessara þjálfara hræðir okkur ekki vegna þess að aðrir góð- ir eru tilbúnir að taka við,“ sagði hann. Reyndin virðist samt önnur. Vladimir Vatutin, íþróttafréttamað- ur, sagði að upplýsingar um þjálfun og skipulag steymdu óhindrað úr landi, aðferðir, sem hefði tekið ára- tugi að þróa. „Bestu þjálfararnir hverfa fyrir augunum á okkur,“ skrifaði hann í blaðið Trud.. íþróttastjömur frá fyrrum Sovét- ríkjunum hafa freistað gæfunnar erlendis undanfarin ár og þar hafa íshokkímaðurinn Alexander Mogilny og Sergej Bubka, stangarstökkvari, risið hæst. Þjálfarar hafa einnig náð eftirtektarverðum árangri erlendis samanber \alery Nepomnyashchy, sem stýrði landsliði Kamerún í átta liða úrslit á HM í knattspyrnu 1990, en straumurinn úr landi byijaði fyrst af alvöru eftir Ólympíuleikana í Barcelona. Yevgeny Gomelsky, aðalþjálfari kvennaliðsins í körfuknattleik, sem sigraði á ÓL í Barcelona, er farinn til Israel, þar sem hann þjálfar landsliðið og félagslið. Vadim Kapr- anov, aðstoðarþjálfari hans í Barc- elona, þjálfar nú í Frakklandi, en rússneska kvennaliðinu í körfubolta hefur ekki vegnað vel síðan þeir hurfu á braut og varð m.a. í sjöunda sæti á nýafstöðnu Evrópumóti. Gennady Turetsky, þjálfari Alex- anders Popovs, sem sigraði í tveimur sundgreinum á ÓL, tók upp ámóta störf í Ástralíu eftir leikana og Vyac- heslav Platonov, aðalþjálfari blak- landsliðsins, er' einnig farinn úr landi. Pyotr Vorobyov, aðalþjálfari ís- hokkíliðs Dynamos Moskvu, tók ný- lega tilboði um að starfa í Þýska- landi og aðstoðarmaður hans, Zinet- ula Bilyaletdinov, hefur hafið störf hjá Winnipeg Jets í Kanada. Svo má lengi telja, en forráða- menn íþróttamála halda ró sinni. „Okkur hefur tekist að halda í þjálf- ara okkar í helstu íþróttagreinunum, en þeir eru á meðal þeirra bestu á sínu sviði í heiminum," sagði Alex- ander Kozlovsky, varaformaður Ólympíunefndar Rússlands. „Hér áður fyrr voru 99% þjálfara Sovét- ríkjanna frá Rússlandi og flestir þeirra eru hjá okkur,“ bætti hann við og benti á fimleikaþjálfarann Leonid Arkayev máli sínu til stað- festingar, en Arkayev er einn af reyndust fimleikaþjálfurum og þjálf- aði m.a. sexfaldan ólympíumeistara, Vitaly Shcherbo frá Hvíta^Rúss- landi. Arkayev sagðist fara úr landi eftir Barcelona, en hafnaði síðan girnilegum tilboðum frá Bandaríkj- unum og Japan — vildi frekar byggja upp nýtt rússneskt lið eftir viðræður við rússneska íþróttaleiðtoga. Sömu sögu er að segja af helsta sundþjálf- aranum, Viktor Avdiyenko, sem hafnaði mörgum tilboðum erlendis frá. Kozlovsky sagði að íþróttaforyst- an hefði haldið fund með helstu þjálf- urum og tekið á málinu. „Við rædd- um vandamál þeirra og þeir vita af erfiðleikunum, sem bíða þeirra, en jafnframt er þeim ljóst að þeim verð- ur hjálpað." Varðandipeninga sagði hann að fyrirtækið Reebok, helsti stuðningsaðili rússnesku ólympíu- nefndarinnar, hefði samþykkt að styrkja suma aðalþjálfara landsins með peningagreiðslum til að þeir færu hvergi. I blöðum kom fram að um væri að ræða sjö til 36 þúsund krónur á mánuði. „Fólk erlendis hlær að þessum tölum, en í þessu landi [Rússlandi] er einn dollari peningur, en í Bandaríkjunum er dollari aðeins skiptimynt," sagði Kozlovsky.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.