Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 32
oo c-oof TP,>n> , hSL-M»aiii»rrft __ 32 MORGUNBLAÐIÐ ATVIININA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 ATVIN N %MAUGL YSINGAR „ Au pair“ í Köln íslensk hjón, dansari og leikstjóri, óska eftir “au pair“ til að gæta tveggja barna, annað í leikskóla í vetur, frá og með 15. september. Upplýsingar í síma 622762. Ráðskona Ráðskonu vantar á sveitaheimili í 3-6 mán- uði eða lengur. Æskilegt að viðkomandi þekki til sveitastarfa. Reyklaust heimili. Má hafa með sér börn. Upplýsingar í síma 94-4803. Frá Grunnskólanum á Blönduósi Kennara vantar til almennrar kennslu við Grunnskólann á Blönduósi næsta skólaár. Upplýsingar veitir Páll Leó Jónsson, skóla- stjóri, vs. 95-24229 og hs. 95-24010. Frá Grunnskóla Siglufjarðar Kennara vantar að skólanum næsta vetur. Almenn kennsla. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-71686 og aðstoðarskólastjóri í síma 96-71363. Fóstrur - fóstrur Vestmannaeyjabær leitar eftir fóstrum í fullt starf á leikskólann Sóla, sem er 2ja deilda leikskóli í hjarta bæjarins. Á leikskólanum dvelja 70 börn á aldrinum 2ja til 6 ára. Okkur vantar leikskólastjóra í afleysingar- stöðu til eins árs auk yfirfóstru. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri í síma 98-11088. Félagsmálastjóri. Skrifstofu- og sendilsstarf Hof sf. (eignarhaldsfélag Hagkaups og IKEA) vill ráða starfsmann til sendiferða og á skrif- stofu. Helstu verkefni eru: - Sendiferðir. - Umsjón og ábyrgð á pósti. - Létt skrifstofustörf. Nauðsynlegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: - Hafi bíl til umráða. - Séu eldri en 20 ára. - Séu samviskusamir og nákvæmir. Umsóknum, með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, skal skila til skrif- stofustjóra, Skeifunni 15, 108 Reykjavík, fyrir 13. ágúst næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað. Ritarar Leitum að leiknum riturum á aldrinum 30-45 ára til neðangreindra starfa: 1. Stjórnunarritara hjá fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu. Sjálfstæðar bréfaskriftir á íslensku og ensku, ritvinnsla (WP) eftir diktafóni, innsláttur bókhaldsgagna o.fl. Vinnutími kl. 9-17. 2. Ritara hjá fyrirtæki í Reykjavík. Ritvinnsla (Word), gagnaskráning og ýmis tölvu- vinnsla; allt unnið í Windows-umhverfi. Vinnutími kl. 8-16. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustig 1a - 101 fíeykjavik - Simi 621355 Heilsugæslan í Reykjavík Lausar stöður (Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík) Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við heilsugæsluna í Reykjavík:. 1. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Staða aðstoðaryfiriæknis á lungna- og berklavarnadeild. Gerð er krafa um sérþekkingu í almennum lyflækningum og ofnæmislækningum auk reynslu af rannsókna- og vísindastörfum á sviði asma. Staðan veitist frá 1. nóvember nk. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 22400. Staða deildarstjóra við mæðradeild. Gerð er krafa um Ijósmóðurmenntun. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Ennfremur er laus 80% staða Ijósmóður við mæðradeild. Staðan er laus frá 1. septem- ber nk. eða síðar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur eða hjúkr- unarframkvæmdastjóri mæðradeildar í síma 22400. 2. Heilsugæslustöðin Árbæ, Hraunbæ 102 D-E Hálf staða hjúkrunarfræðings. Staðan veitist frá og með 1. september nk. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 671500. 3. Heilsugæslustöðin Efra-Breiðholti, Hraunbergi 6 Staða hjúkrunarfræðings. Staðan veitist frá og með 1. september nk. eða síðar eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 670200. 4. Heilsugæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7 Hálf staða hjúkrunarfræðings, tímabundið, frá og með 1. september til næstu áramóta. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 625070. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf sendist stjórnsýslu heilsu- gæslunnar í Reykjavík, Barónsstíg 47, 101 Reykjavík, fyrir 1. september nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást. Ennfremur er laus staða læknis við Heilsu- gæslustöð Miðbæjar, Vesturgötu 7, allan októbermánuð nk. Upplýsingar gefur yfirlæknir í síma 625070. Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla, 30.júlí 1993. Löglærður fulltrúi Laust er starf löglærðs fulltrúa við embætt- ið. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að væntanlegur fulltrúi geti hafið störf hið fyrsta. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 1993. Upplýsingar um starfið gefur undirritaður í síma 94-3733 á skrifstofutíma. ísafirði, 5. ágúst 1993. Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. Félagsráðgjafi Fangelsismálastofnun óskar eftir að ráða félagsráðgjafa eða starfsmann með sam- bærilega háskólamenntun til starfa. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fangelsismálastofnun, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir 24. ágúst. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri félagsmáladeildar stofnunarinnar, sími 623343. Félagsmálastofnun ríkisins, 5. ágúst 1993. Bílstjóri - aðstoðarmaður á lager Örtölvutækni óskar eftir að ráða starfsmann á lager. Aðalstarfssvið er útkeyrsla á vörum til viðskiptamanna. Við leitum að hressum og jákvæðum starfs- manni með góða framkomu. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálf- stætt, vera reiðubúnir til að læra eitthvað nýtt og mega gjarnan hafa nokkra reynslu á tölvusviði. Nánari upplýsingar gefur Arnlaugur Guð- mundsson. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar í Skeifunni 17. Umsóknarfrestur er til 12. ágúst nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Hjá Örtölvutækni starfa 50 einstaklingar við sölu- og þjónustu é tölvubún- aði frá viðurkenndum framleiðendum, svo sem Digital, Hewlett Packard, Microsoft, Novell, Tandon, Tulip, Synoptics, WordPerfect o.fl. M ÖRTÖLVUTÆKNI M Tölvukaup hf. • Skeifunni 17« Sími 687220 Skeljungur hf. Skeljungur hf. óskar eftir að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa á bensínstöðvar félagsins á Stór-Reykjavíkursvæðinu Bensínafgreiðsla Almenn afgreiðslustörf og þjónusta við viðskiptavini. Leitum að duglegum og samviskusömum starfsmönnum á aldrinum 17-55 ára. Stundvísi og reglusemi skilyrði. Vaktavinna. Vaktstjóri (kassamaður) Afgreiðsla í verslun og vaktumsjón. Reynsla af verslunarstörfum skilyrði. Góð framkoma, dugnaður og reglusemi áskilin. Æskilegur aldur 25-45 ára. Starfið hentar jafnt kven- fólki sem karlmönnum. Vaktavinna. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu Skeljungs hf., Suðurlandsbraut 4, 5. hæð, mánudaginn 9. ágúst og þriðjudaginn 10. ágúst frá kl. 13-16. Ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.