Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 eftir Trausta Ólofsson MATVINNUNGUM af mölinni hefur fækkað í sveitum landsins á undanförnum árum. Fyrir fáum áratugum var það mjög algengt að börn og unglingar úr borginni og stærri bæjum færu í sveitina strax og skóla lauk á vorin og kæmu ekki aftur fyrr en skólabjallan hringdi á nýjan leik að hausti. Þeir hörðustu voru fram yfír réttir hvað sem skólastjórar og kennarar sögðu. Launin voru oft ekki há. Sumir voru bara matvinnungar en aðrir fengu svolítið kaup, stundum í formi fjáreignar sem skilaði eigendum sínum innleggi í sláturhúsið á haustin. Þannig áttu mörg borgarbörn og bæjarunglingar sinn inneignarreikning í kaupfélaginu við hliðina á gildum bændum. Nú er öldin önnur. Tæknivædd bú nútímans þurfa ekki á vinnufúsum höndum barna og unglinga að halda í sama mæli og áður var. Búunum hefur fækkað mjög og kvóti verið settur á framleiðsluna. Á sumum sveitabýlum er hefðinni þó haldið við og unglingar úr kaupstöðum fengnir til starfa á annatímum. Á þess- um bæjum virðist algengt að sömu unglingarnir komi ár eftir ár. Fyrstu árin létta þeir undir við störfin og læra að umgangast dýr og vélar. Með auknum þroska og áræði er þeim treyst fyrir ábyrgðarmeiri störfum. Af stuttri við- kynningu við sex bæjarunglinga sem vinna sveitastörf í sumar að dæma þá er það draumur kaupafólksins að telj- ast fullgildir vinnumenn, fá að aka dráttarvélinni og vera trúað fyrir mjöltum í fyjósi. Sumum viðmælenda okkar er treyst fyrir þessum ábyrgðarmiklu störfum, aðrir sinna fremur mýkri störfum sem ekki krefjast síður ábyrgðar. Barnagæsla er gjaman eitt aðalstarf ungra kaupstaðar- stúlkna fyrsta sumarið sem þær koma á sveitabæina en starfssviðið víkkar ótrúlega fljótt. Líkt og verkahringur kaupafólksins er ólíkur frá einum sveitabæ til annars þá eru launin heldur ekki ákvörðuð með sama hætti alls stað- ar. Eitt eiga þau þó sameiginlegt, krakkamir sem við kynntumst á sveitabæjum jafnt nyrðra sem syðra, þau vom ánægð með sveitadvölina og húsbændurnir vom hæstánægðir með þau og verk þeirra. Vinnumenn og vinnukonur i sveit segja f rá störf um sínum og kjörum Morgunblaðið/Golli Elvar og hesturínn Skuggi, en hann er einn fimm hesta sem Elvar á. Heyjar handa hestunum ELVAR Jónsteinsson verður 15 ára í haust. Hann á heima á Akureyri og þetta er þríðja sum- arið sem hann er vinnumaður hjá ömmu sinni og afa. Þau heita Hanna Jóhannesdóttir og Þór Hjaltason og búa félagsbúi ásamt tveimur sonum sínum á Akri í Eyjafjarðarsveit. Áður var Elvar gagnkunnugur á bænum og dvaldi þar oft en var þá ekki ráðinn sem vinnumaður. Á Akrí eru í kríngum 30 iqjólkandi kýr, 100 kindur og nokkuð af hross- um, bæði folaldsmerum og reið- hestum. Elvar segir að hann vakni alla morgna um áttaleytið, jafnt um helgar sem aðra daga því að í sveitinni séu engir algerir frí- dagar. Fyrsta verk Elvars á daginh er að fara í morguníj'ósið. Hann kveðst ekki þurfa að sækja kýmar á morgnana því að afi sinn sjái yfirleitt um það. Að mjöltunum loknum taka við ýmis störf. „Á vorin er oft girðingavinna og þegar heyskapurinn byrjar þá er ég á dráttarvélum," segir Elvar. „Héma er hirt með heyhleðsluvögn- um og heyinu komið fyrir i hlöð- unni með heydreifikerfi. Ég hef ekki unnið annað á vélum en að snúa og garða upp, en seinna kem ég til með að slá og þess háttar." Þór afi Elvars segir að það sé vitaskuld mikil ábyrgð sem fylgi því að vinna á vélum í sveit en unglingar sem séu þar hagvanir læri smám saman að axla þá ábyrgð. Hann segir að aðalatriðið sé að unglingamir geri sér grein fyrir því hvað þeir eru með í hönd- unum þegar þeir eru komnir upp í dráttarvél. Margir vandalausir unglingar hafa verið í sumarvinnu á Akri og Þór segir að þar hafi aldrei komið upp nein vandræði með þá. „Þetta hefur verið ágætt fólk upp til hópa,“ segir hann. „Sumir þessir unglingar hafa bund- ið tryggð við okkur og halda áfram að koma hingað þó að vinnu- mennskunni ljúki.“ Elvar á fimm hesta og er mikið með þá i hagagöngu á Akri. „Ég legg á flesta daga nema það sé mjög leiðinlegt veður,“ segir hann. „Oftast fer ég í útreiðar eftir kvöld- mjaltir. Þá er verkum yfirleitt lokið nema á meðan heyskapurinn stend- ur yfir.“ Um launin segir Elvar að þau fái hann ekki greidd í peningum. „Ég fæ eins mikið hey handa hestunum og ég þarf, bensín á fjórhjólið og á haustin fæ ég kjöt sem ég legg til heima,“ segir hann og kveðst vera hæstánægður með kjörin. € i c i i « r Langar ad prófa traktorinn KRISTBJÖRG Viðarsdóttir réði sig fyrst að Skáldstöðum í Eyjafjarðarsveit í gegnum sam- eiginlega vini móður sinnar og Signýjar Aðalsteinsdóttur hús- freyju á Skáldstöðum. Krist- björg er 14 ára og á heima í Reykjavík. Þetta er þríðja sum- arið sem hún er á Skáldstöðum. Bóndinn þar heitir Armann Hólm Skjaldarson og þau Signý eiga 4 börn, þriggja ára, níu, ellefu og sautján ára. ♦ Eg kom hingað fyrst bara til að passa, langaði til að prófa hvemig það væri“, segir Kristbjörg, „en svo hefur þetta þróast þannig að ég er farin að vera í mörgum fleiri verkum. Eig- inlega hef ég breyst úr bamapíu í vinnukonu.“ Á Skáldstöðum eru 22 kýr, 19 kindur og svolítið af hestum. Krist- björg fer í fjós á kvöldin, þrífur þá júgrin á kúnum áður en þær eru mjólkaðar, gefur kálfunum og verkar Qósið að loknum mjöltun- um. „Ég hef ekki verið neitt á vélum og stundum langar mig til þess að prófa traktorinn", segir Kristbjörg. „Annars er ég meira í inniverkum, passa mikið yngsta strákinn sem heitir Haukur Hólm, tek til í húsinu, ryksuga, hengi út þvottinn." Signý á Skáldstöðum segist bara hafa gaman af því að taka að- komukrakka og aldrei hafa orðið Morgunblaðið/Golli Krístbjörgf segist hafa breyst úr bamapíu í vinnukonu á Skáldstöðum. fyrir því að stelpur sem hjá henni hafi verið hafi ekki unað sér. „Auð- vitað kemur fyrir að þau bregðast ekki eins fljótt við því sem maður biður þau um og maður helst vildi“,segir Signý, „en þá þarf bara að útskýra fyrir þeim hlutina og þá læra þau að taka ábyrgð á því sem þeim er treyst til.“ Kristbjörg segir að það hafi ekki verið talað um neitt ákveðið kaup fyrir sig í sumar en hún búist við því að fá borgað í haust. „Fyrsta sumarið mitt fékk ég svolítinn pen- ing þegar ég fór heim“, segir hún, „og svolítið meira í fyrra. Ég var ekkert óánægð með það sem ég fékk." „Stelpumar sem koma hing- að vandalausar verða fljótt næst- um eins og einn af fjölskyldunni“, segir Signý. „Ef við förum eitthvað þá fá þær vasapeninga eins og okkar krakkar." Kristbjörg segir að sér hafi líkað ágætlega á Skáldstöðum og það sé gaman að vera í sveitinni. Hún kveðst ekki sakna Reykjavíkur neitt á sumrin og geta vel hugsað sér að setjast að í sveit þegar hún verður orðin fullorðin. i c -+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.