Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 27

Morgunblaðið - 08.08.1993, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 komu saman var hvað Pétur gaf sér góðan tíma til að sinna bömunum ýmist með því að tala við þau, spila á spil eða leika við þau. Afabörnin hafa hér mikils að sakna, en þó eru hugljúfar minningar harmi gegn. Að hverju sem Pétur tók sér fyrir hendur gekk hann með festu og dugnaði og um það ber bestan vott land þeirra á Kjalamesi, en þar keyptu þau sex hektara land árið 1966 og hóf þau þegar framræslu og ræktun tijágróðurs. Það er með ólíkindum hvað þessi landgræðslu- hjón hafa komið í verk á ekki lengri tíma, en nú em vel á legg komnar þúsundir, ég vil segja tugþúsundir, tjáplantna ásamt blómskrúði sem ber þeim fagurt vitni. Árið 1984 byggðu þau sér myndarlegt íbúðar- hús „Dýjahlíð" á landi sínu og nutu vel verunnar þar. Ekki get ég skilið svo við þessar fátæklegu línur án þess að drepa á sameiginlega gæfu sem við nutum báðir, en þar á ég við samvistir okk- ar við tengdamóður okkar, Sigríði Þorleifsdóttur, en þar bar aldrei skugga á. Sigríður, sú góða kona, bjó hjá okkur Valgerði, dóttur sinni, í 11 ár eða þar til hún fluttist til Péturs og Halldóru, dóttur sinnar. Ekki síður en ég mat Pétur hana mikils og var mikil og einlæg vin- átta með þeim. Sigríður var ættfróð í betra lagi af leikmanni að vera og féll það vel að hugðarefnum tengda- sonarins. 011 emm við innilega þakklát Pétri fyrir elskusemi hans við Sigríði því að hjá þeim átti hún gott skjól síð- ustu æfiárin en hún lést í febrúar 1973. Að lokum biðjum við Valgerður fjölskyldunni allrar blessunar. Helgi Vilhjálmsson. Góður maður er genginn og eg gaumgæfi þau ár sem eg hef þekkt han og minningarnar streyma fram um hæglátan samferðamann, kurt- eisan, nánast hlédrægan, hlýjan, kíminn, góðan og traustan vin. Pétur var fæddur í Reykjavík 3. júlí 1925, sonur hjónanna Haraldar Péturssonar og Margrétar Þormóðs- dóttur. Ungur nam hann ■ prentiðn og vann sér orð fyrir einstaka vand- virkni og gekk svo frá að ekki þurfti að bæta blýörkina. Áhugamál hans varð snemma ást á íslensku máli og landinu sem fóstraði hann, þekking á mönnunum sem landið byggðu, hvetjir þeir voru og hvaðan stofnar þeirra stóðu. Áhuga á ætt og upp- runa drakk hann í sig frá föður sín- um sem var vandvirkur ættfræðing- ur og lærifaðir Péturs í þeim fræðum sem síðar varð list Péturs. Hann kvæntist Halldóru Her- mansdóttur frá Siglufirði 16. maí 1953 og varð þeim fjögurra barna auðið og lifa þijú: Sigríður kennari, gift séra Hreini Hákonarsyni; Har- aldur, dó ungur; Margeir skákmað- ur, kvæntur Sigríði Indriðadóttur; og Vigdís læknir, gift Ævari Aðal- steinssyni og eru barnabörnin orðin sjö. Mikið ritverk liggur eftir Pétur sem var ristjóri íslenskra samtíðar- manna með öðrum 1965-1967 auk Kjósveijasögu með föður sínum, og bókar um Ólympíuleikana 1896- 1956, með mörgu. En fleiri hliðar átti maðurinn og fór ekki alltaf troðnar slóðir, eða svo fannst mér þegar Pétur festi kaup á landspildu á Kjalarnesi og hóf að ræsa fram land og rækta skóg fyrir rúmum 30 árum og lýsti sem einlægum ásetn- ingi að þar vildi hann byggja fram- tíðarheimili sitt. Allt gekk það eftir, landið var brotið með skóflu og haka, brýr byggðar og veggir hlaðnir, tré gróðursett og græðlingunum fjölg- aði jafnt og þétt án alls asa, en skil- aði dijúgum fram, allt utan venju- legs vinnutíma. Og þar kom að í Dýjahlíð reis hús mikið að vöxtum og vandað, og þangað flutti fjöl- skyldan í fyllingu tímans og naut ávaxta erfiðisins í skógivöxnum reit undir Esjuhlíðum. Frá Dýjahlíð sóttu hjónin rit- fangaverslun sína á Vesturgötu árum saman meðan heilsa leyfði og fræðimannssstörfm voru unnin í frí- stundum frá höndluninni. Að sækja hjónin heim var ávallt sérstaklega ánægjulegt, og hið friðsæla um- hverfi og hlýja í viðmóti verkaði á móti streitu samtíðarinnar. Rúm 40 ár eru liðin síðan fundum okkar bar fýrst saman er við sóttum kvonfang okkar í Staðarhólsætt á svipuðum tíma og vinátta ávallt haldist frá fyrstu fundum. Eg bið Halldóru og hennar fólki huggunar, og að minn- ingin um góðan dreng ylji þeim. Pétri óska ég góðrar heimkomu og þakka samfylgdina. Nú haga örlög svo til, að við hjón- in fáum ekki gengið með honum síð- asta spölinn, en verðum í huga með þeim öllum er þar verða og kveðja vin að ferðalokum. Hreinn Bergsveinsson. Mig langar að kveðja afa minn, Pétur Haraldsson, sem lést miðviku- daginn 28. júlí. Eg vil þakka honum fyrir allt sem hann kenndi mér og fyrir allar stund- irnar sem við vorum saman því þær voru ekki svo fáar. Alltaf gat ég komið til afa hvernig sem á stóð og í búðinni hjá afa og ömmu eyddi ég miklum tíma því þar var gott að vera. Oft fékk ég að hjálpa til við að afgreiða þegar ég var lítil og svo byijaði ég að vinna í jólafríum frá því ég var þrettán ára. Hann var mjög góður maður sem ætíð stóð við orð sín og leit ég mjög upp til hans. Ég á erfitt með að trúa því að hann sé dáinn og að við eigum aldrei eftir að spila, syngja eða gera neift saman. Það var ósjaldan sem ég var í Dýjahlíð hjá afa og ömmu, þar vor- um við úti heilu dagana við að flytja tré, gróðursetja og gera það sem þurfti. Stundum löbbuðum við upp í Esjuna, á þeirra landi, og alltaf fann afi steina eða spýtur sem hann gat notað í hleðslur eða til stuðnings tijánum sem hann og amma höfðu lagt svo mikla vinnu í. Alltaf þegar fjölskyldan hittist í Dýjahlíð eyddi afi mestum tíma sín- um með bamabörnunum úti jafnt sem inni og kunnum við öll vel að meta það. Ég var svo heppin að vera langelst og kynnast honum best af öllum barnabörnunum. Kem- ur það í minn hlut að segja þeim frá honum og er ég þakklát fyrir það hve vel og lengi ég þekkti hann. Með þessum orðum kveð ég hann og þakka honum fyrir allt og ég veit að honum líður vel. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Og meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Elsku amma, minning hans lifir og guð mun styrkja okkur í sorginni. Halldóra Sigtryggsdóttir. HEILSU (jh LINDIN NÝBÝLAVEGl 24 NV—>' SÍMI46460 Heilsupakkinn sjö s.jö • 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. • 10 tíma ljós í frábærum ljósabekkjum. • 2 mánuðir í líkamsrækt fyrir kyrrsetufólk og byrjendur. Sérstakur stuðningur fyrir þá, sem vilja leggja af • AHt þetta fyrir kr. 7.700,-. • Kjörorð okkar er vöðvabólga og stress, bless. • Nýjar perur UTSALAN ER HAFIN Kyew skó» ®«ri n**lr, er ÍþróHaskór Herraskór S*H Skóverslun Kópavogs HAMRABORG 3, SÍMI 41754 Lokað mánudaginn 9. ágúst Utsalan hefst á þriðjudaginn kl. 7.05 Ioppskórinn VELTUSUNDI • SÍMI: 3 STÓRVERSLUN - LAUGAVE6126 - SÍMI: 600926 Fagleg þjónusta ó öllum tegundum tónlistar ósamt miklu úrvali af fylgihlutum. OPIÐÁ SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 13-17 Snyrtihásid Top Class er flutt á Laugaveg 45 og verður opnað á morgun, mánudag, með kynningu á Estée Lauder og Clinic snyrtivörum. Viðskiptavinir, verið velkomnir í nýja og betri búð. Við geíúm 10% afslátt á opnunardaginn. Snyrtihúsid Top Class, Laugavegi 45, sími 12128.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.