Morgunblaðið - 08.08.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 08.08.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 19 HÖND SÖNGVARINN, INGÓ, sem teygir sig í átt til stjarnanna. sólgleraugun og fólkið. trommarinn fljúgandi, lýkur við lagið Knocking on Heaven’s Door. VARIR mætast meðan Stefán syngur „Yfir tungl og sól,/ yfir óbyggð ból,/ yfir stjðrnurnar.“ eftir. Strákarnir á stuttermabolunum sátu við fataheng- ið, dingluðu fótunum og sungu um gervitungl. Eg olnbogaði mig gegnum þvöguna og í átt að salerninu. Þar stóðu þrír piltar, ekki meira en tvítugir, á miðju gólfinu. Tveir þeirra voru í áköfum samræðum, sem sá þriðji reyndi lengi en árangurslaust að blanda sér inn í. Deilur feðranna höfðu brotist fram; spengilegar stúlkur og kæruleysi æskunnar þurfti að víkja fyrir kindum og beitarlandi: — Ég skal bara segja þér það að þegar við byrjum að flytja okkar fé, þá er Tryggvi búinn að sleppa öllu . . . — Á ég að segja þér eitt, ha, að sko . . . — . . . búinn að sleppa öllu, sást ekki kind. — Halló! Halló! Má ég komast að, strákar. Fjórar stúlkur svifu inn og deilur feðranna fjöruðu út. Piltarnir þrír rifu upp vasapelana, réttu stúlkunum og einn þeirra danglaði í klósetthurðirnar og sagði mönnum að drífa sig svo dömurnar kæmust að. í því kom dyravörður í blárri skyrtu og með dökkt bindi, brosti bara góðlátlega yfir áköfum mótmælum pilt- anna og ýtti stúlkunum út. Hendur skýla brjóstum „FUNHEITUR," söng Stefán Hilmarsson og sumir voru vissulega heitir. Varir mættust og hendur þreif- uðu fyrir sér. Heitast var þó par á dansgólfinu, alger- lega búið að gleyma heiminum og höfðu breytt blússu hennar í trefil og það eina sem skýldi brjóstunum voru hendur hans. En þeir þreyttustu sátu á stólum eða tröppum og höfðu rétt óljósan grun um að það væri yfirleitt ball í Ýdölum. Þrítug kona í grænum kjól fékk dökkhærðan pilt til að hjálpa sér með eyrnarlokkana. „En eru þeir ekki of stórir," spurði hann. „Elskan mín, það er inn að vera með stóra eyrnalokka,“ svaraði hún, rótaði í hárinu á honum og bætti við, „Stebbi er líka inn, hann er ýktur.“ Þegar leið að lokum voru allir komnir út á dansgólf- ið sem þangað höfðu erindi. Einhverjir stóðu við úti- dyrnar og rýndu út í nóttina í þeirri von að hann eða hún færi að koma. Aðrir hímdu einir og sér með sorg- ir heimsins í andlitsdráttunum. Piltur með sigið augnaráð, fálmkenndar hreyfingar og tilviljunar- kenndar yfirlýsingar um heiminn, lífið, sveitina, stað- inn og kvenfólkið var róaður niður af dyravörðum og settur útfyrir þar sem rigningin tók við honum. Svo var ballið búið. Hljómsveitin hætt að spila. Dansgólfið stappaði og hrópaði dágóða stund, fékk eitt aukalag og síðan voru ljógin kveikt. Fólk byrjaði að tínast burt. Sumir höfðu náð sér í förunaut gegnum nóttina, og kannski aðeins lengur. Sumir voru með einhverjum sem þeir ættu ekki að vera með. Sumir voru nú bara með vinum sínum. Lögreglan stóð við afleggjarann, stöðvaði alla bíla og spjallaði við öku- menn. Loks hvarf síðasti bíllinn út í þokuna og nætur- þögnin ríkti meðan rótarar tóku hljóðfærin saman. Nokkru eftir að þokan hafði gleypt síðasta bílinn ók rúta Pláhnetunnar af stað frá Ýdölum í Aðaldal. í ÝDÖLUM, Þ I NGEY.JARSÝSLU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.