Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Skattbyrðin
Dreifing skattseðla og fréttir um
hæstu skattgreiðendur hafa
undanfarna daga beint athygli fólks
að skattgreiðslum og skattbyrði.
Ekki verður um það deilt, að skatt-
ar eru orðnir mjög háir hér á landi,
hvort sem litið er til beinna skatta
eða óbeinna. Raunar er það um-
hugsunarefni, hve mikill hluti af
tekjum fólks fer með einum eða
öðrum hætti í ríkiskassann.
Almennir skattgreiðendur greiða
nú 41,34% af tekjum sínum í stað-
greiðsluskatta til ríkis og sveitarfé-
laga en frá þeirri upphæð dregst
þó hinn svonefndi persónuafsláttur.
Að auki greiða þeir, sem hærri
hafatekjur, 5% af þeim tekjum, sem
eru umfram ákveðið hámark. Þessi
skattbyrði hefur þyngst verulega á
undanfömum árum, þegar borið er
saman við þá skattaprósentu, sem
lagt var upp með, þegar stað-
greiðsla skatta kom til sögunnar.
Að auki er um að ræða eigna-
skatta, þegar um skattskyldar eign-
ir er að ræða. Þá greiða fasteigna-
eigendur umtalsverð fasteignagjöld
til sveitarfélaga. Bifreiðaeigendur
greiða sérstaka bifreiðaskatta til
hins opinbera.
Óbeinir skattar eru einnig háir.
Virðisaukaskatturinn munar vem-
legu í vöruverði. Að auki borgar
fólk aðflutningsgjöld og fjölmörg
önnur gjöld sem renna til hins opin-
bera, þegar um er að ræða kaup á
vöru eða þjónustu.
Það er auðvitað matsatriði hve-
nær skattbyrðin er orðin svo þung,
að ekki verði lengra gengið. Þegar
viðreisnarstjórnin tók við völdum
fyrir bráðum þremur og hálfum
áratug var skattakerfi landsmanna
þannig, að það þótti lítið athuga-
vert að stunda skattsvik. Víðtækar
skattaumbætur leiddu til þess að
mjög dró úr skattsvikum og þorri
fólks taldi eðlilegt að greiða þá
skatta, sem lög sögðu til um. í öll-
um meginatriðum hefur það viðhorf
haldizt síðan, þótt enginn vafi leiki
á því, að verulegum fjárhæðum er
skotið undan skatti og sjálfsagt
verður aldrei hægt að koma í veg
fyrir það.
Nú kreppir mjög að og_ hagur
fólks hefur versnað mjög. Á sama
tíma er ljóst, að skuldir heimila
hafa vaxið og vextir af þeim skuld-
um mjög háir. Viðleitni stjórnvalda
til þess að tryggja vaxtalækkun
hefur ekki borið árangur enn sem
komið er. Við þessar aðstæður og
í ljósi þess, hve skattheimtan er
orðin mikil, verður ekki lengra
gengið í þeim efnum. Ríkisstjómin
hlýtur að ganga til verks við fjár-
lagagerð fyrir næsta ár með því
hugarfari að frekari skattlagning
sé ekki framkvæmanleg. Verði
gengið lengra en orðið er í skatt-
lagningu má búast við að sú skoðun
ryðji sér til rúms hjá almenningi,
að skattakerfíð sé svo óréttlátt, að
skattsvik séu réttlætanleg en það
hugarfar ríkti fyrir skattaumbætur
viðreisnarstjórnarinnar fyrri.
Þess vegna er ljóst, að ijárhags-
vandi ríkissjóðs á næsta ári verður
ekki leystur með frekari skattlagn-
ingu. Þess vegna á ríkisstjórnin
ekki annan kost en ganga hart til
verks við niðurskurð útgjalda. Að
því er nú unnið í nálægum löndum.
Þær fréttir, sem bámst frá Banda-
ríkjunum í gærmorgun, sýna hversu
erfitt er að ná samstöðu um slíkan
niðurskurð en það tókst þó á Banda-
ríkjaþingi að tryggja framgang nið-
urskurðartillagna Bandaríkjafor-
seta að töluverðu leyti. í Evrópu-
löndum er stefnt að því sama. Þetta
er stærsta verkefni núverandi ríkis-
stjórnar um þessar mundir.
Það næst aldrei sá árangur, sem
sköpum skiptir við niðurskurð ríkis-
útgjalda nema dregið sé úr útgjöld-
um til þeirra þriggja málaflokka,
sem þyngst vega í ríkisútgjöldum,
sem eru heilbrigðis- og trygginga-
kerfíð, menntakerfið og landbúnað-
armál. Morgunblaðið hefur á und-
anförnum árum hvað eftir annað
hvatt til þess að tekin verði upp
víðtæk tekjutenging í heilbrigðis-
og tryggingakerfinu og að ein-
hveiju leyti í skólakerfinu. En jafn-
hliða þarf að huga að öðrum út-
gjöldum hins opinbera og kanna
möguleika á sameiningu embætta
og stofnana hér heima fyrir í því
skyni að draga úr kostnaði og draga
úr þeim útgjöldum, sem við höfum
vegna samskipta við aðrar þjóðir
og ýmis konar þátttöku í alþjóðlegu
samstarfi.
Ríkisstjórnin getur búizt við
harkalegum viðbrögðum ýmis kon-
ar hagsmunaaðila innan þings og
utan. Þingmenn stjórnarflokkanna
munu gerast talsmenn margvís-
legra hagsmuna í þeim kjördæmum,
sem þeir eru fulltrúar fyrir, og í
sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það,
en þeir verða þó að lokum að láta
þjóðarhagsmuni ráða afstöðu sinni.
Fjölmiðlar verða vettvangur fyrir
margvísleg mótmæli úr öllum átt-
um. En þennan slag verður ríkis-
stjórnin að taka. Það er ekki ann-
arra kosta völ.
HANNES
• Sigfússon tal-
ar um kóralforspil
hafsins í Dymbilv.öku
og er það varla tilvilj-
un. Öm Ólafsson not-
ar þetta orðalag úr
ljóðinu sem heiti á rit sitt um „mód-
emisma í íslenskum bókmenntum",
1992, en þar er meðalannars fjallað
um þann nýskáldskap sem lýtur
ekki „röklegu samhengi" eða ein-
kennist af „sundraðri framsetn-
ingu“ í ljóði, en það geta verið ein-
kenni expressjónisma og að sjálf-
sögðu symbólisma eða táknmynda-
stefnu og súrrealisma sem dr. Öm
vill í Lesbókargrein (febr. ’93) kalla
finngálknaða ljóðlist - og þá með
skírskotun í Málskrúðsfræði Ólafs
hvítaskálds Þórðarsonar, bróður
Sturlu, sem er líklegastur höfundur
Njálu einsog ég hef reynt að færa
rök að annars staðar hvaðsem menn
segja um þá tilgátu. En auðvitað
er margvíslegur skáldskapur annar
en sundraður og órökvís mikilvægur
þáttur nútímaskáldskapar hvaðsem
módemisma líður, enda er módem-
isminn kominn svo rækilega til ára
sinn að hann er nú hvorki óvæntur
né nýr, þótt svo hafi verið í eina
tíð, einkum áðuren hann barst til
íslands. Dr. Örn hefur það eftir
Edgar Lohner að expressjónisminn
hafí orðið tizkuhreyfing og „mikið
af því sem kallað hefur verið ex-
pressjónísk ljóð, sé því heldur aur-
ugur straumur, og meira klisju-
kenndar yfírlýsingar um skoðanir
og tilfínningar en nýsköpun, þetta
eigi því ekkert skylt við módem-
isma“. Örn Ólafsson bætir því við
að mikið af þessum skáldskap sé
ákallsljóð einsog hann kemst að
orðí, „þrungin móð, ög hefúr veríð
kallað „0 Mensch-poesie““. Hann
segir sér sýnist ótvi-
rætt að ljóð Jóhanns
Jónssonar séu af
þessu tagi og sé hann
þannig sammála því
sem Eysteinn Þor-
valdsson hafi haldið
fram í bók sinni um atómskáldin:
„Ótvíræð einkenni expressjónisma
birtast í tilfinningalegri útmálun
kvæðisins (Saknaðar) á veruleikan-
um. Hinar áköfu tilfinningar ör-
væntingar og tómleika bijótast
fram í upphrópunum og stundum í
harla sérkennilegum myndum, [t.d.
í 4. erindi].“ Dr. Örn tekur undir
það að upphrópanir séu oft áber-
andi í expressjónisma, „en svo er
vitaskuld víðar, nægir að nefna til
dæmis Sigurð frá Amarholti, Stef-
án frá Hvítadal og Davíð Stefáns-
son. En upphrópanimar vinna hér
með sérkennilegum myndum kvæð-
isins og líkingum, og fersku orða-
lagi kvæðisins. Allt dregur þetta
að sér athygli lesandans á hveijum
stað, og að því vinnur líka hrynjand-
in, allt ljóðið snýst um það að
staldra við augnablikið".
EN SNÚUM OKKUR
• aftur að Sorg.
í kvæðinu koma kempumar á
hvítum hestum einsog í 19. kapít-
ula Opinberunarbókarinnar og nú
með réttvísi. Vígvöllurinn er í hvers
manns hjarta, einsog sr. Sigurbjöm
Einarsson segir í riti sínu, Opinber-
un Jóhannesar, þarsem hann skýrir
efni ritsins og þá ekkisízt sturlunina
sem Jóhann vísar til með orðunum
„vitstola konur“.
Nú er barizt við drekann, „mynd
hins illa máttar", með guðs orði,
og djöfullinn bundinn. Dauðinn
sigraður. Nýr himinn rís, ný jörð.
Og borgin helga, Jerúsalem, stígur
niður af himni og stræti hennar úr
gulli sem gagnsætt gler.
MEÐ OPINBERUNAR-
• bókina sem heimild og til-
vísun verður þetta sérstæða tíma-
mótakvæði Jóhanns Siguijónssonar
óður til vonarinnar á vonlitlum tím-
um. Ef svo er ekki,.þá em skírskot-
anir kvæðisins útí hött. Þannig geta
frumheimildir bmgðið ljósi á ljóð
einsog annað. Og án Opinbemnar-
bókar Jóhannesar verður Sorg ekki
skilið. Né biblíulegur mælskustíll
kvæðisins.
MARGVÍSLEGUR
• ljóðrænn prósi hafði birzt á
Islandi, bæði fmmsaminn og í þýð-
ingum, áðuren Hel kom út 1919
einsog Öm Ólafsson getur um í bók
sinni, fyrsta kafla. Má þar nefna
kvæði eftir Gunnar Gunnarsson, í
myrkrinu, með talsverðu myndmáli
og allmikilli aðlögun að talmáli; rím-
laust; stuðlun óregluleg; frásögn.
„Yfirborðs-sundurleysi," segir Om
Ölafsson, og því vart módem skáld-
skapur. En samt sem áður mætti
alveg eins nefna þetta kvæði Gunn-
ars einsog hvað annað þegar talað
er um fyrsta óbundna ljóðið á ís-
lenzka tungu en því hefur vafalaust
verið tekið einsog hveiju öðm lausu
máli, eða frásögn, þegar það birtist
í Óðni 1913 og því ástæðulaust að
vera að þvarga um það á þeim tíma.
Dr. Örn segir að Þorpið sé fríljóð
„en ekki frekar módemismi en löng
frásöguljóð Stephans G. frá því um
aldamótin, en þau bregða einnig
upp augnabliksmyndum á fremur
einföldu hversdagsmáli (t.d. „Á ferð
og flugi“).“
M
(meíra næsta sunhudag)
HELGI
spjall
IREYKJAVÍKURBRÉFI11. JÚLÍ
var fjallað um umræður í Sví-.
þjóð um hrikalegt ástand í ríkis-
fjármálum og vanda velferðar-
kerfisins. Þar var vikið að því
að þessar umræður væm mun
lengra á veg komnar í Svíþjóð
en hér á landi. Sé hins vegar
litið til andfætlinga okkar Nýsjálendinga,
er óhætt að segja að þeir hafí lokið umræð-
um um kerfísvandann og séu nú byijaðir
að vinna sig út úr honum. Fyrir 20 til 30
ámm var stöðugur straumur sendinefnda
frá Nýja Sjálandi (rétt eins og frá ís-
landi) til Svíþjóðar til þess að læra hvem-
ig ætti að byggja upp velferðarríki. Nú
hefur straumurinn snúizt við og Svíar
sækja í auknum mæli fyrirmyndir til Nýja
Sjálands að því hvemig eigi að bjarga fjár-
hag þjóðarinnar út úr ógöngum velferðar-
ríkisins og reglugerðaveldisins, sem byggt
var upp að sænskri fyrirmynd.
Velferðarríki Nýsjálendinga var byggt
upp á áratugunum eftir seinna stríð. Rétt
eins og Svíar og íslendingar töldu Nýsjá-
lendingar sig hafa efni á vönduðu velferð-
arkerfi, enda bjuggu þeir við mikinn hag-
vöxt. Um það bil tveir þriðju hlutar útflutn-
ings landsins vom landbúnaðarafurðir, og
ömggir markaðir vora fyrir þær í Bret-
landi og fleiri Evrópuríkjum. Landbúnaðar-
framleiðslan jókst hröðum skrefum og
þjóðarkakan stækkaði.
Velferðarkerfíð, sem byggt var upp, líkt-
ist að mörgu leyti kerfí Norðurlanda.
Heilsugæzla og menntun var ókeypis fyrir
alla. Eftirlaunaaldur var 60 ár. Umfangs-
miklu sjúkra- og slysatryggingakerfí var
komið á laggirnar. Félagslega húsnæðis-
kerfíð var eitthvert það víðtækasta á Vest-
urlöndum og lán til íbúðakaupa niður-
greidd. Miklu fé var eytt í aðgerðir til að
halda fullri atvinnu og innlendar atvinnu-
greinar, einkum landbúnaður, voru vernd-
aðar með innflutningshöftum, boðum og
bönnum. Ríkisvaldið skipti sér í ríkum
mæli af kjarasamningum og lét af hendi
„félagsmálapakka" til að tryggja frið á
vinnumarkaði.
Hið efnahagslega áfall dundi fyrr yfír
Nýsjálendinga en Svía og íslendinga. Það
kom með olíukreppunni á áttunda áratugn-
um,. sem hélzt í hendur við markaðsbrest
fyrir landbúnaðarafurðir vegna inngöngu
Bretlands í Evrópubandalagið. Á ámnum
1975-1984 dróst hagvöxtur saman, verð-
bólgan jókst hröðum skrefum, erlendar
skuldir jukust úr 5% af þjóðarframleiðslu
í 40%, gjaldeyrisforðinn þvarr nærri því
og atvinnuleysi, sem hafði verið nærri því
ekki neitt, stóijókst. Ríkisstjóm Þjóðar-
flokksins, sem er á hægri væng nýsjá-
lenzkra stjómmála, barðist við efnahags-
vandann með verðstöðvunum og frystingu
launa. Eins og íslendingar ættu að þekkja
breyttu slíkar aðferðir litlu.
Kerfisbreyt-
ing í ríkis-
rekstri
ÁRIÐ 1984 TÓK
ný ríkisstjórn hins
vinstrisinnaða
V erkamann aflokks
við völdum á Nýja
Sjálandi undir for-
ystu Davids Lange. Fyrirfram höfðu fæst-
ir gert ráð fyrir að stjómin myndi taka
jafnharða afstöðu til vandans, sem við var
að etja, og raun varð á. Fjármálaráðherr-
ann Roger Douglas hafði forystu um stór-
fellda kerfísbreytingu í ríkisrekstri og at-
vinnulífí. Er hann var gagnrýndur fyrir
fijálshyggjustefnu, svaraði hann því til að
málið snerist ekki um hugmyndafræði,
heldur einfaldlega það hvort Nýsjálending-
ar gætu lifað efnahagsþrengingamar af.
Þjóðin hefði eytt um efni fram, efnahagslíf-
ið væri komið að endamörkum og nauðsyn-
legt væri að snúa við blaðinu.
Stjóm Verkamannaflokksins lækkaði
skatta og beitti sér fyrir stórauknu frelsi
á fjármagnsmarkaði, afnámi innflutnings-
hafta og fijálsri verðmyndun á t.d. raf-
magní og kolum til þess að reyna að ýta
undir hagvöx.t. Douglas fjármálaráðherra
setti einnig fram áætlun um aðgerðir til
að ná fram sparnaði og hagræðingu í ríkis-
rekstri. Lykilatriði í stefnu Douglas var
að skilja á milli stefnumótunar í ríkiskerf-
inu og veitingar opinberrar þjónustu og
auka þannig fjárhagsábyrgð þeirra sem
veittu þjónustuna. Þannig voru til dæmis
spítalastjómir ekki bæði látnar móta
stefnu í heilbrigðismálum og sjá um rekst-
ur spítala, heldur vora settar á fót svæðis-
bundnar heilbrigðisstjórnir, sem hafa það
hlutverk að móta stefnu og setja raunhæf
markmið um heilbrigðisþjónustu. Þessar
svæðisstjórnir fá síðan ákveðna fjárveit-
ingu frá ríkinu, sem þeim ber að nota til
að kaupa þjónustu af læknum, sjúkrahús-
um og heilsugæzlustöðvum. Heilbrigðis-
stjórnunum ber að fá þjónustuna fyrir sem
lægst verð, og þær verzla þess vegna við
þann, sem býður bezt — hvort sem það
er ríkisspítali, einkaspítali eða læknastofa.
Ríkisspítalamir eru því í samkeppni við
aðra, sem stuðlar að sparnaði og hagræð-
ingu í rekstri þeirra.
Verkamannaflokkurinn stefndi að því
að auka til muna ábyrgð stjómenda í ríkis-
kerfínu til að ná tökum á útgjaldavandan-
um. Til að ná því markmiði var æviráðning
forstjóra ríkisfyrirtækja afnumin, og þeir
ráðnir til fimm ára í senn þess í stað.
Forstjórarnir fengu þau skilaboð að þeir,
sem ekki stæðu sig, fengju að fjúka. Um
leið vora forstjóranum fengin aukin völd
í fyrirtækjum þeim og stofnunum, sem
þeir stýra, til dæmis til að verðleggja þjón-
ustuna sem innt er af hendi, til að ráða
starfsmannahaldi, semja við starfsfólk um
kaup og kjör, kaupa og selja eignir og
auka hlutafé.
Þessu fylgdi formbreyting fjölmargra
ríkisfyrirtækja. Sum voru einkavædd, til
dæmis ríkissímafélagið, en einnig var fjöl-
mörgum ríkisfyrirtækjum breytt í hlutafé-
lög, og rekstur þeirra þannig gerður sjálf-
stæður. Þessum fyrirtækjum ber að greiða
skatta og gjöld, starfa í eðlilegu samkeppn-
isumhverfí og skila hagnaði. Tekið var upp
fyrirkomulag þjónustusamninga, þannig
að ríkið kaupir þjónustu af þessum hlutafé-
lögum.
Einkavæðingarstefna stjómar Verka-
mannaflokksins olli miklum innanflokks-
deilum og leiddi til klofnings flokksins
árið 1989 er Nýi verkamannaflokkurinn
var stofnaður. Klofningsflokkurinn hefur
þó notið lítils fylgis og einkavæðingar-
áformum stjómarinnar var haldið til
streitu.
Róttækar
umbætur í
landbúnaði
UMBÆTUR
Verkamanna-
flokksstjómarinnar
í landbúnaðarkerf-
inu vora sennilega
þær róttækustu,
sem hafa átt sér stað á Vesturlöndum. Á
erfiðleikatímunum á áttunda áratugnum
var peningum dælt í nýsjálenzkan landbún-
að til að styrkja samkeppnisstöðu hans.
Til lengri tíma litið var það hins vegar
hvorki skattgreiðendum né landbúnaðinum
til góðs. Árið 1980 nutu nýsjálenzkir
bændur álíka mikilla niðurgreiðslna og
styrkja og starfsbræður þeirra í Evrópu-
bandalagsríkjunum. Verkamannaflokkur-
inn, sem hefur ævinlega notið mests fylgis
í þéttbýli, gekk hreint til verks og afnam
nærri allar niðurgreiðslur og styrki á þrem-
ur árum. Nú standa niðurgreiðslur aðeins
undir 4% af tekjum nýsjálenzkra bænda.
Afleiðing stefnu ríkisstjórnarinnar var
stórfellt tímabundið tekjutap bænda; tekj-
ur þeirra lækkuðu um tvo þriðju á árunum
1980 til 1986. Jarðir féllu í verði um helm-
ing, vegna þess að landareign veitti ekki
lengur aðgang að niðurgreiðslum frá rík-
inu. Áburðamotkun dróst saman um 55%.
Nýsjálenzkur landbúnaður er nú hins veg-
ar að byija að ná sér á strik að nýju, án
afskipta ríkisins. Það kemur á óvart að
bændum hefur þrátt fyrir þetta lítið fækk-
að frá því í byijun níunda áratugarins og
að sögn vikuritsins The Economist sýna
athuganir að þeir bændur, sem neyddust
til að hætta búskap, áttu auðveldara með
að aðlaga sig nýjum aðstæðum en búizt
hafði verjð við, j
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 7. ágúst
Stjómarskipti urðu á Nýja Sjálandi
1990, þegar Þjóðarflokkurinn, undir for-
ystu James Bolger, vann kosningasigur.
Nýja stjórnin stóð frammi fyrir miklum
óleystum vanda, þrátt fyrir hinar róttæku
breytingar Verkamannaflokksins. Spam-
aðar- og hagræðingarátakið í ríkisrekstrin-
um hafði tæplega megnað að halda fjár-
lagahallanum í horfínu, þótt væntanlega
hafi það komið í veg fyrir enn stórfelldari
hallarekstur. Orsökin var einkum sjálfvirk
útgjaldaþensla í velferðarkerfinu. Stjórn
Bolgers gekk því skrefi lengra og skerti
veralega þau velferðarréttindi, sem menn
nutu. Helzta aðferðin til þess var tekju-
tenging ýmissa opinberra bóta og styrkja,
til dæmis barnabóta, sjúkratrygginga og
styrkja til lyfjakaupa. Upphæð atvinnu-
leysisbóta var lækkuð og ellilífeyrir tekju-
tengdur, auk þess sem eftirlaunaaldurinn
var hækkaður í nokkram skrefum úr 60
áram í 65 ár. Háskólastúdentar verða nú
að greiða fyrir hluta af kostnaði við mennt-
un sína. Þær greiðslur era tengdar við
tekjur foreldra stúdentanna. Efnaðasti
þriðjungur þjóðarinnar greiðir nú að fullu
kostnað við háskólamenntun sína og heil-
brigðisþjónustu. Þeir sem minna mega sín
bera hins vegar mun minni kostnað.
Félagafrelsi
og fyrir-
tækjasamn-
ingar
í NÝRRI BÓK
eftir Svíann Lars
Jilmstad er fjallað
um þær breytingar,
sem stjórn Þjóðar-
flokksins hefur gert
á lögum og reglum
um nýsjálenzka
vinnumarkaðinn. Bókin heitir Nýja Sjáland
— frá kreppu til kerfisbreytingar (Nya
Zeeland — frán kris till systemskifte) og
er byggð á viðtölum Jilmstads við fulltrúa
aðila vinnumarkaðar og fyrirtækja á Nýja
Sjálandi í febrúar síðastliðnum. Jilmstad
segir að þótt Verkamannaflokksstjórnin
hafí staðið sig vel við að auka fijálsræði
í efnahagslífinu, hafi hún, vegna ítaka
verkalýðshreyfingarinnar í flokknum, ekki
getað tekið á vandanum, sem við var að
glíma á vinnumarkaðnum. Það hafí því
þurft stjómarskipti til að ráðast að rótum
vandamálanna, sem fólust í þunglamalegu
fyrirkomulagi heildarkjarasamninga og
miklum ríkisafskiptum af vinnumarkaðn-
um.
Fyrir tveimur áram tóku ný lög um
samninga á vinnumarkaði gildi á Nýja
Sjálandi. í þeim fólst að ríkisafskiptum
af kjarasamningum var hætt og sáttasemj-
araembætti vora lögð niður. Gert er ráð
fyrir því í lögunum að kjarasamningar séu
gerðir innan hvers og eins fyrirtækis og
heildarsamningar aflagðir. Skylduaðild að
verkalýðsfélögum var numin úr gildi og
launþegum er nú heimilt að semja um
kaup og kjör sem einstaklingar, eða þá
að fela verkalýðsfélagi eða einhveijum
öðram fulltrúa að gera samninga fyrir sína
hönd.
Fulltrúar vinnuveitenda hafa tekið nýju
löggjöfinni fagnandi. Þeir telja að hún
auki til muna sveigjanleika í starfsmanna-
haldi og stjórnun launakostnaðar. Hins
vegar leggi hún þeim sjálfum mikla ábyrgð
á herðar. Jilmstad vitnar í Alan Jones,
starfsmannastjóra Fletcher Challenge,
sem er stærsta fyrirtæki Nýja Sjálands:
„Fyrirtækjaeigendum skildist að þeir gátu
ekki lengur haldið sig til hlés. Þeir gátu
ekki komizt undan ábyrgð á launamyndun-
inni. Nú gátu þeir ekki lengur setið og
beðið eftir því að fulltrúar þeirra færa til
Wellington [höfuðborgar Nýja Sjálands]
og kæmu til baka með skipanir um að
launin ættu að hækka um x prósent, af
ástæðum sem vora hvorki auðskildar né
réttlátar."
Kannanir, sem gerðar voru eftir að lög-
in höfðu tekið gildi, sýna að af samning-
um, sem gerðir vora fyrir hönd tveggja
starfsmanna eða fleiri, höfðu verkalýðsfé-
lög haft milligöngu um 45%. í 5% tilfella
lækkuðu laun, í 23% tilvika voru þau
óbreytt, og í 65% tilfella var um launa-
hækkun að ræða. Þeim launþegum, sem
Ljósmynd/Ingibjörg
gerðu einstaklingsbundinn samning við
vinnuveitanda sinn, fjölgaði úr 28% í 52%.
Jilmstad telur að atvinnulífíð hafí notið
góðs af hinni nýju löggjöf. Fyrirtæki, sem
hafi efni á að hækka laun, geri það, en
þau sem ekki geti borið launahækkanir,
semji við starfsmenn á öðram nótum.
Þannig sé komið í veg fyrir að fyrirtæki
séu þvinguð til að taka á sig launakostn-
að, sem þau geti alls ekki borið. Jilmstad
segir að vissulega hafí verkalýðshreyfingin
mótmælt nýju lögunum af hörku. Það séu
hins vegar fyrst og fremst verkalýðsfor-
ingjarnir, sem missi spón úr aski sínum.
Þeir hafí ekki lengur tugi þúsunda laun-
þega að baki sér til að ógna vinnuveitend-
um og ríkinu, og þeir hafi ekki heldur ráð
þessara tugþúsunda í hendi sér. Hins veg-
ar hafí almennir launþegar fengið stórauk-
in áhrif á kjör sín. I stað þess að fáeinir
verkalýðsforingjar semji fyrir alla hina,
taki nú þúsundir launþega þátt í kjaravið-
ræðum. Þannig hafí lýðræðið á vinnumark-
aðnum í raun aukizt.
MARGT BENDIR
til að aðgerðir
nýsjálenzkra
stjórnvalda undan-
farinn áratug séu
farnar að skila
Pólitískt
framkvæm-
anlegt
árangri. Þannig fer fjárlagahallinn minnk-
andi, þótt ríkisstjórnin hafi ekki náð því
markmiði sínu að hafa afgang á fjárlögum
yfirstandandi fjárlagaárs. Utgjöld 'hins
opinbera hafa lækkað úr 41% af lands-
framleiðslu árið 1991 í 39,6% á síðasta
ári og spáð er að þau verði rúmlega 37%
af landsframleiðslunni á næsta ári. Verð-
bólgan er í kringum 2%, en árið 1989 var
Seölabankinn með lögum gerður sjálfstæð-
ur og óháður afskiptum stjórnmálamanna.
Lögin kveða á um að seðlabankastjórinn,
Don Brash, verði að koma verðbólgunni
niður í 0-2% fyrir árslok 1993, annars
missi hann vinnuna. Vextir fara lækkandi
og búizt er við að hagvöxtur, sem hafði
verið neikvæður árin 1986-1991, verði
3-4% árlega næstu tvö eða þijú ár.
Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru
í þeim umbótum, sem stjórnvöld á Nýja
Sjálandi hafa gripið til. Því skal ekki hald-
ið fram að Nýja Sjáland sé eitthvert póli-
tískt draumaland eða að allar þær kerfís-
breytingar, sem þar hafa verið gerðar, séu
þær einu réttu. Hins vegar sýnir þróunin
á Nýja Sjálandi undanfarinn áratug að
margar þeirra umbóta, sem bráðnauðsyn-
lega verða að koma til, hér á landi og í
fleiri löndum, til að stöðva gegndarlausa
skuldasöfnun ríkisins og leysa efnahagslíf-
ið úr viðjum kreppu, era pólitískt fram-
kvæmanlegar. Mjög mikilvægur þáttur í
því að þannig hefur tekizt til á Nýja Sjá-
landi er að stóra flokkarnir tveir, Verka-
mannaflokkurinn og Þjóðarflokkurinn, líta
vandamálin að mörgu leyti sömu augum
og era sammála um lausnir á þeim. Ríkis-
stjórnir beggja flokkanna hafa horfzt í
augu við kröfugöngur, verkföll og uppreisn
í eigin þingliði vegna óvinsælla aðgerða,
en vissan um að stjórnarandstaðan muni
taka ábyrga afstöðu hefur orðið til þess
að ekki hefur verið látið undan kröfum
hagsmunahópanna, sem telja að sér vegið.
Ýmislegt bendir reyndar til vaxandi
óánægju með stóru flokkana og bandalag
smáflokka, sem vilja snúa aftur til kerfis
ókeypis menntunar og heilsugæzlu fyrir
alla og þjóðnýta einkavædd ríkisfyrirtæki
á ný, hefur fengið allt að 38% atkvæða í
aukakosningum.
Niðurstaðan af þróuninni á Nýja Sjá-
landi er engu að síður sú að aðgerðir á
borð við afnám ríkisstyrkja í landbúnaði,
félagafrelsi og minnkun miðstýringar á
vinnumarkaði, afnám æviráðninga ríkis-
forstjóra og tekjutengingu velferðarbóta,
sem stundum virðast vera bannorð í ís-
lenzkri stjórnmálaumræðu, era fram-
kvæmdar annars staðar — og virka. Þær
eru þess vegna að minnsta kosti umræð-
unnar virði.
„Niðurstaðan af
þróuninni á Nýja
Sjálandi er engu
að síður sú að að-
gerðir á borð við
afnám ríkis-
styrkja í landbún-
aði, félagafrelsi
og minnkun mið-
stýringar á vinnu-
markaði, afnám
æviráðninga rík-
isforstjóra og
tekjutengingu
velferðarbóta,
sem stundum
virðast vera bann-
orð í íslenzkri
sljórnmálaum-
ræðu, eru fram-
kvæmdar annars
staðar — og virka.
Þær eru þess
vegna að minnsta
kosti umræðunn-
ar virði.“