Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
Landbúnaðarráðherra endurmetur stöðu Stofnlánadeildar landbúnaðarins
380 mílljónír teknar
af búvöruverði til
niðurgreiðslu vaxta
UM 380 milljóna kr. sjóðagjöld eru lögð á búvörur til að standa
undir niðurgreiðslu vaxta á útlánum Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins en hún veitir bæiidum fjárfestingarlán með 2% vöxtum. Tillögur
hafa komið fram um að lækka eða hætta alveg þessari tilfærslu
peninga og hefur Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra falið þrem-
ur mönnum að gera athugun á því hvaða áhrif það hefði fyrir
Stofnlánadeildina. Jafnframt er hann að athuga stöðu deildarinnar
vegna hugmynda um einkavæðingu Búnaðarbankans. Telur hann
helst koma til greina að gera deildina að sjálfstæðum lánasjóði,
eins og Iðnlánasjóð, og að eignarhlutur bænda í deildinni verði
metinn. „Mér finnst nauðsynlegt að endurmeta stöðu deildarinnar.
Það er til dæmis álitamál hvort það sé skynsamlegt, í Ijósi þeirrar
umræðu sem nú er í þjóðfélaginu, að matvælaframleiðslan eigi að
standa straum af því mikla útlánatapi sem orðið hefur í loðdýrarækt-
inni,“ sagði landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn
Stofnlánadeildin hefur aðstöðu í húsi Búnaðarbankans við Hlemm.
Brot af markaðsvöxtum
Stofnlánadeild landbúnaðarins tek-
- ur 2% vexti auk verðtryggingar af
fjárfestingarlánum sínum til bænda
og 5,5% vexti af lánum til vinnslu-
stöðva landbúnaðarins. Eru þetta
allt önnur vaxtakjör en aðrir sam-
bærilegir sjóðir veita lántekendum
sínum. Þannig tekur Fiskveiðasjóð-
ur 7,95% vexti auk gengistrygging-
ar af meginhluta lána sinna og 6%
af eldri lánum sem bundin eru láns-
kjaravísitölu. Og Iðnlánasjóður tek-
ur 8,95 til yfir 11% af vísitölu-
bundnum lánum og 5,5 til 8,5% af
dollaralánum, svo dæmi séu tekin.
Þama ber mikið á milli. Deildin
innheimti innan við 300 milljónir
kr. í vexti á síðasta ári af útlánum
sem voru tæplega 9 milljarðar kr.
í árslok.
Deildin tók eingöngu innlend lán
á síðasta ári. Rúmur helmingur
lánanna ber 6% fasta vexti, auk
affalla sem samsvara rúmlega 2%
ársvöxtum vegna þess að bréfin
bera lægri vexti en voru á almenn-
um markaði og eru raunvextir bréf-
anna því rúm 8%. Deildin tók líka
lán með 8,1% föstum ársvöxtum
og síðan nokkur lán með vöxtum
sem taka mið af hæstu vöxtum
samkvæmt auglýsingu Seðlabanka
íslands eða eru ákveðnum prósent-
um undir því meðaltali, voru þessi
kjör á bilinu 6,25 til 9,7% á síðasta
ári. Þetta eru allt innlánsvextir
deildarinnar og auk þeirra þarf hún
vaxtamun til að standa undir
rekstrarkostnaði og töpuðum út-
lánum.
386 milljónir í sjóðagjöld
Ljóst er því að 2% vextir deildar-
innar eru einungis brot af markaðs-
vöxtum. Mismunurinn er greiddur
af neytendum með álagi á búvöru-
verð og með gjaldi á búvöruverð
til bænda. Vextir af fjárfestingar-
lánum bænda eru því niðurgreiddir
með gjöldum á framleiðsluna sem
aðallega eru matvæli á innlendan
markað.
Þessi millifærsla, svokölluð
sjóðagjöld, námu 386 milljónum kr.
á síðasta ári. Þau skiptast þannig
að Stofnlánadeildin fékk 183,3
milljónir vegna innheimts neyt-
endagjalds og sömu fjárhæð í inn-
heimtu lánajöfnunargjaldi. Hvort
gjaldið um sig er 1% af heildsölu-
verði búvara. Auk þess fékk deildin
hluta af búnaðarmálasjóðsgjaldi
sem bændur greiða, eða 19,5 millj-
ónir kr., en búnaðarmálasjóðsgjald-
ið er í flestum tilvikum 1,5% af
búvöruverðinu til bænda og fer
aðallega í rekstur bændasamtak-
anna og til að standa undir for-
falla- og afleysingaþjónustu í sveit-
um.
Skiptar skoðanir eru um þetta
vaxtaniðurgreiðslukerfi meðal
bænda enda hefur það í för með
sér mikinn flutning peninga milli
búgreina og milli bænda. Þar er
mest áberandi tilfærsla peninga frá
matvælaframleiðslunni til loðdýra-
ræktarinnar sem er mikill baggi á
Stofnlánadeildinni og tilflutningur
peninga frá skuldlitlum bændum
til skuldugra.
Stofnlánadeildin hefur verið með
stærðarmörk á útlánum sínum
þannig að menn sem hafa verið
með sem svarar einu og hálfu vísi-
tölubúi hafa ekki fengið lán til fjár-
festinga. Það gerir það að verkum
að menn sem mikið greiða til sjóðs-
ins hafa engin lán fengið og ekki
notið vaxtaniðurgreiðslunnar.
Þetta er áberandi í alifugla- og
svínarækt. Þá hefur stjóm Stéttar-
sambands bænda vakið athygli á
að innlend framleiðsla sem er í
beinni samkeppni við innflutning,
til dæmis grænmeti sem ræktað
er þegar innflutningur er fijáls,
beri þessi gjöld en ekki innflutning-
ur.
Ýtir undir óarðbærar
fjárfestingar
Sjömannanefnd sem skipuð er
fulltrúum launþega, atvinnurek-
enda, bænda og stjórnvalda og
hefur það hlutverk að leggja fram
tillögur um stefnumörkun um hag-
ræðingu í landbúnaðarmálum skil-
aði tillögum um stofnlán í landbún-
aði í vor. í nefndarálitinu segir
m.a.: „Nefndin telur forsendur vera
brostnar fyrir niðurgreiðslu með
álagningu gjalda á innlenda bú-
vöruframleiðslu. Horfið hefur verið
frá slíkum niðurgreiðslum í öðrum
atvinnugreinum, enda ávallt hætta
á því að þær ýti undir óarðbærar
fjárfestingar." Nefndin segist hins
vegar gera sér ljóst að vegna að-
stæðna í landbúnaðinum nú og eldri
skuldbindinga verði þessari kerfís-
breytingu ekki komið á í einum
áfanga.
Nefndin lagði til að frá 1. janúar
næstkomandi verði neytenda- og
jöfnunargjaldið, sem nú er 2%,
lækkað niður í 'h% í alifugla- og
svínarækt en niður í 1% hjá öðrum
búgreinum. Búnaðarmálasjóðs-
gjaldið verði óbreytt. Frá sama
tíma hækki vextir eldri lána úr 2
í 4% og vextir nýrra lána verði 6%.
Nefndin leggur til að samhliða of-
angreindum breytingum verði
vextir í verðlagsgrundvelli búvara
endurmetnir þannig að þessi að-
gerð breyti hvorki verði til neyt-
enda né beingreiðslum úr ríkissjóði.
Þá leggur nefndin til að rekstur
Stofnlánadeildarinnar verði endur-
skoðaður og vaxtaákvarðanir end-
urmetnar með það að markmiði að
álögur á búvöruframleiðslu í þágu
deildarinnar verði lagðar af eigi
síðar en 1. janúar 1998. Loks bend-
ir hún á að rétt sé að gera Stofnl-
ánadeildina að sjálfstæðum lána-
sjóði.
Tillögur nefndarinnar um breyt-
ingar um næstu áramót þýða að
sjóðagjöld til niðurgreiðslu vaxta
verða lækkuð um meira en helming
og vextir tvöfaldaðir á eldri lánum
en þrefaldaðir á nýjum. Jafnframt
hækki afurðaverð til bænda sem
nemur lækkun sjóðagjaldanna
þannig að þeir geti greitt Stofnl-
ánadeildinni hærri vexti.
Stéttarsamband með -
Búnaðarfélag á móti
Forystumenn Stéttarsambands
bænda stóðu að tillögum sjömanna-
nefndar og stjóm Stéttarsam-
bandsins hefur ákveðið að leggja
þær fyrir aðalfund sambandsins í
haust. Stjómin mun leggja til við
fundinn að tekið verði undir þær
breytingar sem sjömannanefnd vill
gera um næstu áramót, það er að
lækka sjóðagjöldin og hækka vext-
ina. Hins vegar telur stjórnin
ótímabært að ákveða að leggja alla
vaxtaniðurgreiðslu niður 1998, rétt
sé að bíða niðurstöðu fyrirhugaðrar
endurskoðunar á rekstri Stofnlána-
deildarinnar áður en slík ákvörðun
verður tekin.
Stjórn Búnaðarfélags íslands
hefur á hinn bóginn Iýst yfír and-
stöðu við meginefni tillagnanna. í
ályktun stjómarinnar segir að ekki
séu fyrir hendi aðstæður til vem-
legrar breytingar á vöxtum af lán-
um Stofnlánadeildar eða tekju-
stofnum deildarinnar. Ljóst sé að
samdráttur í framleiðslu valdi
bændum vaxandi erfiðleikum að
standa undir fjármagnskostnaði og
þar af leiðandi sé hætta á tapi af
útlánum í ýmsum búgreinum.
Liður í samhjálp
Leifur Kr. Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Stofnlánadeildar
landbúnaðarsins, segir að breyting-
ar á Stofnlánadeildinni verði að
eiga sér langan aðdraganda ef út
í þær verði farið. Hann segir vafa-
samt að almennur búrekstur geti
staðið undir fullum vöxtum af
stofnlánum. Mikið er um að ungir
bændur taki við búskap af foreldr-
um sínum og kaupi jarðimar á til-
tölulega háu verði sem byggist á
lágum vöxtum og löngum lánum
Stofnlánadeildarinnar. Leifur segir
að breyting á núverandi fyrirkomu-
lagi myndi væntanlega hafa í för
með sér verðlækkun á jörðunum.
Og síðan sé það spuming hvort
aðrir en efnamenn geti keypt jarð-
ir. Hann segir eftirsjá í góðum og
vel hýstum jörðum úr búskap með
þeim hætti og mun hagkvæmara
að nýta þær en byggja upp á öðrum
jörðum.
Leifur segir að neytendur myndu
ekki hagnast á breytingunni, þeir
myndu greiða sama verð, en gífur-
leg tilfærsla yrði milli bænda. Leif-
ur segir að vaxtaniðurgreiðslan,
sem í meginatriðum virkaði þannig
að skuldlitlir eldri bændur sem
flestir hefðu notið vaxtaniður-
greiðslu og fengið óverðtryggð lán
á yngri árum, greiddu niður vexti
fyrir þá ungu sem staðið hefðu í
jjárfestingum síðustu árin og
þyrftu að bera fulla verðtryggingu.
Þetta væri liður í samhjálp í sveit-
unum og hann segist ekki verða
var við mikla gagnrýni.
Starfshópur metur áhrifin
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra hefur falið þremur mönnum
að gera athugun á því hvaða áhrif
tillögur sjömannanefndarinnar
hefðu á Stofnlánadeildina. Þeir eru
Sveinn Snorrason lögmaður, Guð-
jón Eyjólfsson endurskoðandi
bændasamtakanna og Tryggvi
Jónsson endurskoðandi Stofnlána-
deildarinnar. Jafnframt segist hann
vera að glöggva sig á því hver yrði
réttarstaða Stofnlánadeildarinnar
við einkavæðingu Búnaðarbank-
ans. „Þá kemur fyrst og fremst til
greina samsvarandi breyting og
orðið hefur á Iðnlánasjóði. Stofnl-
ánadeildin yrði gerð að sjálfstæðri
lánastofnun og það metið hvert sé
eigið fé bænda í deildinni á sama
hátt og gert var með Iðnlánasjóð
varðandi iðnaðinn,“ segir landbún-
aðarráðherra.
„Mér finnst nauðsynlegt að end-
urmeta stöðu deildarinnar. Það er
til dæmis álitamál hvort það sé
skynsamlegt, í ljósi þeirrar umræðu
sem nú er í þjóðfélaginu, að mat-
vælaframleiðslan eigi að standa
straum af því mikla útlánatapi sem
orðið hefur í loðdýraræktinni," seg-
ir Halldór.
Hver á Stofnlánadeildina?
Stofnlánadeild landbúnaðarins
var stofnuð 1962 með sameiningu
nokkurra lánasjóða landbúnaðarins
sem þá voru komnir í þrot. Þá voru
skuldir deildarinnar umfram eignir
33,7 milljónir. Með aðstoð ríkisins
var dæminu snúið við þannig að í
árslok 1962 var eigið fé orðið 22
milljónir. Síðan hafa ýmsar breyt-
ingar verið gerðar. Lengi greiddi
ríkissjóður sérstakt áriegt framlag
í sjóðinn en það hefur ekki verið
gert síðustu tíu árin. Stjórn Stofn-
lánadeildarinnar samanstendur af
bankaráði Búnaðarbanka íslands,
einum manni tilnefndum af Stéttar-
sambandi bænda og einum af Bún-
aðarfélagi íslands. Landbúnaðar-
ráðherra fer með yfirstjóm mála
deildarinnar. Ríkissjóður ábyrgist
allar skuidbindingar hennar og
greiðir þær ef eignir hrökkva ekki
til.
Stofnlánadeildin hefur eigið
starfsfólk en annar kostnaður er
aðallega hlutdeild í rekstrarkostn-
aði Búnaðarbankans, til dæmis
húsnæðiskostnaði og launum
starfsmanna Búnaðarbankans,
samkvæmt sérstakri skiptingu. AI-
mennur rekstrarkostnaður Stofn-
lánadeildarinnar er um 56 milljónir
kr. á ári. Þar við bætist rekstrar-
kostnaður uppboðseigna, framlag
til lífeyrisskuldbindinga og niður-
færsla hlutabréfa.
Eigið fé Stofnlánadeildarinnar
var 1.741 milljón kr. um síðustu
áramót. Árið 1980 var eigið fé
deildarinnar neikvætt en byggðist
á næstu árum upp þannig að árið
1987 var það orðið 1.800 milljónir
kr. á verðlagi 1992. En hver á
Stofnlánadeild landbúnaðarins?
Hún er byggð upp af framlögum
ríkissjóðs, bænda og neytenda og
líklegt er að allir geti þeir gert
kröfu um hlutdeild í þessari eign
ef deildin verður gerð að sjálfstæðu.
félagi. Hér verður ekki reynt að
meta rétt einstakra aðila. Það er
nokkurt reikningsdæmi, auk þess
sem taka þarf tillit til fjölmargra
matsatriða.
Áfram þörf fyrir fjárfestingu
Útlán Stofnlánadeildarinnar
hafa minnkað verulega á undan-
förnum árum. Á síðasta áratug
náðu lánveitingamar hámarki árið
1986 þegar lánaðar voru 1.150
milljónir kr. en á þeim árum var
fjárfesting í loðdýrarækt í há-
marki. í ár er áætlað að Stofnlána-
deildin veiti lán að fjárhæð 568
milljónir kr.
En er þörf fyrir fjárfestingarsjóð
í landbúnaði þegar framleiðslan
dregst stöðugt saman? Sjömanna-
nefnd svarar þeirri spurningu í
greinargerð sinni með því að ganga
út frá því að Stofnlánadeildin verði
starfrækt áfram. Hún bendir á að
í landinu séu til fjárhús sem rúma
740 þúsund fjár en ásett sauðfé
hafi í haust verið 487 þúsund. Þá
séu í notkun fjós með rúmlega 40
þúsund bása en fjöldi mjólkurkúa
rúmlega 30 þúsund. Nefndin segir
að þrátt fyrir þetta verði að gera
ráð fyrir þörf fyrir umtalsverða
fjárfestingu í mjólkurframleiðslu á
komandi árum vegna viðhalds og
hagræðingar. Þar vitnar hún til
upplýsinga um aldur fjósa, aukinna
heilbrigðiskrafna til mjólkurfram-
leiðslu o g samþjöppunar framleiðsl-
unnar. Hún telur einnig að sauðfj-
árræktin gæti færst til og skapað
þörf fyrir viðbótarfjárfestingu. í
ýmsum öðrum greinum megi gera
ráð fyrir umtalsverðri þörf fyrir
fjárfestingu vegna hagræðingar og
aukinna tæknivæðingar svo og
nýrrar atvinnustarfsemi í sveitum.
Þá kunni lánsfé vegna fjárhags-
legrar endurskipulagningar einnig
að vera umtalsvert. Stofnlánadeild-
in lánaði 300 milljónir til jarða-
kaupa á síðasta ári og telur sjö-
mannanefndin líklegt að þörfin fyr-
ir slík lán verði svipuð á næstu
árum, að minnsta kosti ef takast
eigi að tryggja eðlileg kynslóða-
skipti innan greinarinnar.
Við umræðu um nauðsyn stofn-
lána í landbúnaði velti sjömanna-
nefndin ekki upp spurningunni um
hvort hægt væri að annast þau á
jafn góðan en ódýrari hátt en
Stofnlánadeildin gerir nú, til dæm-
is með samvinnu við aðra fjárfest-
ingarlánasjóði eða færa verkefnin
alfarið inn í bankana. Starfshópur
landbúnaðaráðherra hlýtur að
þurfa að ræða þá spumingu.