Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 21

Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 21 Mikil spenna á landamærum Tadsjikistan og Afganistan Fyrsta stríð nýs Rúss- lands í uppsiglingu? MIKIL spenna hefur myndast á landamærum Tadsji- kistan og Afganistan þar sem hersveitir stjórnarinnar í Dushanbe berjast við múslimska skæruliða studda af afgönskum trúbræðrum sínum. Rússneskir hermenn eru staddir í Tadsjikistan, með stuðningi yfirvalda þar, og hafa dregist inn í átökin. Sljórnvöld í Kreml eru tvístíga í stöðunni sem gæti magnast upp í meiri- háttar átök. Styrjöldin í Afganistan er Rússum í fersku minni og almenningsálitið krefst þess að leitað verði friðsamlegrar lausnar. 13. júlí var ráðist á 12. búðir rússneskra hermanna á landamærum Tadsjikistan og Afganistan og biðu Rússam- ir mikinn ósigur. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Kreml voru að lofa hetjudáð hermanna sinna og saka afganska og tadsjikska „glæpamenn" um árásina. Orður voru veittar öllum rússnesku hermönnunum hvort sem þeir týndu lífi eða ekki. Yfirmenn í rússneska hernum eru sammála um að engar hetjudáðir hafi verið drýgðar og 19. júlí hafði Pjotr Deinikin, yfirmaður flughersins, þetta að segja um atburðinn: „Landamæraverðirnir eru gagnslausir. Þeir lifa á fornri frægð er þeir notuðu hunda til að elta uppi liðhlaupa og smyglara. Þeir höfðu fengið vitneskju um fyrirhugaða árás en gerðu engar sérstakar ráðstafan- ir heldur fóru bara að sofa. Landamæra- verðirnir eru ekki í stakk búnir til að heyja nútímastríð. Foringjar þeirra ráða ekki við aðstæður og vita ekki hvað á að gera næst.“ Óánægja herforingjanna barst til eyrna Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og 27. júlí rak hann yfirmann landamæra- sveita öryggisráðuneytisins Vladimír Slíaktin herforingja. Daginn eftir rak hann svo Viktor Barannikov öryggismála- ráðherrann sjálfan, persónulegan vin og stuðningsmann til lengri tíma. 15 þúsund manna herlið Allir rússneskir hermenn í Tadsjikistan að landamæra- vörðum meðtöldum, lúta nú stjórn Gratsjovs varnarmála- ráðherra. Liðsstyrkur hefur verið sendur þangað ásamt orrustuvélum og þyrlum. Talið er að Rússar hafi nú um 15 þúsund hermenn í Tadsjikistan. Þessar ráðstafanir geta stuðlað að jafnvægi til styttri tíma litið en frumkvæðið er í höndum andstæðinganna. Þeir geta valið stað og stund til árása en Rússarnir hafa lítið svigrúm til að svara fyrir sig. Á hveijum degi berast fréttir af skærum á landamærun- um er skæruliðar freista þess að koma inn í landið frá Afganistan. I Tadsjikistan búa rúmlega fímm milljónir manna. Land- ið liggur að Úsbekistan, Kirgisistan, Afganistan og Kína. í fýrra geisaði þar borgarstyijöld sem kostaði 20 þúsund mannslíf og hafði bein áhrif á líf hálfrar milljónar til viðbót- ar. Til valda komust gamlir kommúnistar en múslimar sem höfðu setið við stjómvölinn í samsteypustjórn flýðu margir til Afganistan. Þaðan hafa þeir síðan heijað inn í landið. Ólíkt öðrum fyrrum sovétlýðveldum hafa Tadsjikar ekki komið sér upp eigin her svo heitið geti. Rússneskir landa- mæraverðir eru staddir þar í velþóknun yfirvalda. Lýðveld- ið var, á pappírum a.m.k. talið það fátækasta í Sovétríkjun- um. Rússar hafa áhyggjur af því sem þeir telja sókn mú- slimskra bókstafstrúarmanna og ýmislegt minnir á Afgan- istan t.d. ættbálkakerfið. Múslimska andspyrnuhreyfingin í Tadsjikistan er studd af hinum íslamska flokki Afganistan undir stjórn Gúlbúdd- íns Hekmatjars, skæruliðaforingjans þekkta sem áður barð- ist gegn sovésku innrásarsveitunum. Afganskir trúbræður hafa hjálpað Tadsikum við að koma sér upp bækistöð í Kúndúse í norðurhluta Afganistan þar sem nú situr útlaga- stjórn Tadsjikistan. En meginhluti hers Hekmatjars er staddur kringum Kabúl, höfuðborg Afganistan, og berst þar við sveitir Ahmads Ahahas Masuds. Hann er upprunalega frá Tadsjikistan en styður ekki andspyrnumenn þar. Annar valdamikill herforingi, Dustum, sem ræður í norðurhluta Afganistan og einnig hlutum landamæra Úsbekistan og Tadsjikistan er líka hlutlaus. „Jíhad“ gegn vanbúnum herafla? En staðan getur breyst á skömmum tíma og Rússar hafa hótað hefndaraðgerðum vegna árása múslima á landa- mærastöðvar þeirra í Tadsjikistan. Gratsjov og fleiri hafa sagst ætla að refsa „glæpamönnunum" og heyrst hafa raddir um að ráðast ætti inn í Afganistan. Ef svo yrði gæti það leitt til þess að skæruliðar þar sameinuðust á ný í „Jíhad“, eða heilagu stríði gegn Rússum. Og rússneski herinn hefur ekki bolmagn í nýtt stríð. Meirihluti landhersins er alls ekki reiðubúinn til bar- daga. Til eru nokkrar varasveitir en þær gæti allt eins þurft að senda til annarra átakasvæða eins og Abkasíu, Ossetíu, Ingúsetíu o.s.frv. Mið-Asíu-lýðveldin, jafnvel þó þau vildu, gætu ekki aðstoðað Rússa að verulegu leyti því herir þeirra eru enn verr settir. Rússar geta ekki bætt liðsstyrk sinn í Tadsjikistan án þess að kalla til varalið, t.d. námsmenn, aðgerðir sem yrðu illa séðar í augum almennings. Á sama tíma geta tadsjisk- ir skæruliðar og afganskir trúbræður þeirra náð saman allt að 100 þúsund hermönnum. Afganir eru sjóaðir í hern- Nýtt Afganistan? RUSSNESKIR hermenn á landamærum Afganistans og Tadsjikistans. Jeltsín hefur raunar kallað þau landa- mæri Rússlands en hvort þau verða varin með tilliti til þess á eftir að koma í ljós. aði eftir styijöldina við sovéska herinn og þekkja fjallahér- uð Mið-Asíu betur en hinir ungu rússnesku hermenn. Rússar leita nú diplómatískra leiða til að leysa ástandið á landamærum Afganistan og Tadsjikistan. Jeltsin forseti hefur sent háttsetta erindreka til Kabúl og fyrrverandi sovétlýðvelda sem eiga landamæri að Tadsjikistan. Þetta eru Úsbekistan og Kirgisistan en einnig hafa stjórnvöld í Kasakstan áhyggjur af þróun mála. Rússar hafa einnig verið í Teheran, höfuðborg íran, því þeim er málið skylt. Tunga Tadsjika er mjög lík tungumáli írana og einnig er menning þeirra nátengd. Jeltsín hefur vakið athygli Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna á landamæradeilunum og hvatt til að sendir verði eftirlitsmenn á vegum þeirra. Hann vill einnig að rússnesku hermennirnir sem staddir eru í Tadsji- kistan fái hlutverk friðargæslusveita. Forsetinn hefur sett Kosirev, utanríkisráðherra, yfir málið en hann er ekki hátt skrifaður hjá rússneskum herforingjum sem saka hann um undirlægjuhátt gagnvart Vesturlöndum. Sem dæmi um hve alvarlegum augum Rússar líta á málið þá hefur Jeltsín sagt opinberlega. að landamæri Tadsjikistan séu í raun landamæri Rússlands. Hvort hér eru leifar síðustu styijald- ar Sovétríkjanna eða upphaf fyrsta stríðs hins nýja Rúss- lands á eftir að koma í ljós. BAItSVIÐ eftir Lárus Jóhannesson Saucony ATHLETIC FOOTWEAR Loksins á íslandi fást hinir margverðlaunuðu heimsþekktu Saucony hlaupa- og íþróttaskór. Heildsöludreifing Útsölustaðir Kleppsmýrarvegi 8, sími 688085

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.