Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993
DEILAN UM JOSE IGNACIO LOPEZ
BASKINN 8EM
KOH #/) í B06IH
íftir Steingrím Sigurgeirsson
eftir Steingrím Sigurgeirsson
DEILA bifreiðaframleiðandanna General
Motors í Bandaríkjunum og Volkswagen í
Þýskalandi vegna Baskans José Ignacio
López de Arriortúa gæti haft afdrifaríkar
afleiðingar. López, sem hafði starfað sem
innkaupasljóri hjá GM, tilkynnti fyrirtæk-
inu skyndilega þann 16. mars sl. að hann
hygðist hefja störf hjá VW sem framleiðslu-
sljóri. Ástæðuna segir hann vera vonbrigði
með að GM hefði fallið frá aformum um
að byggja upp verksmiðju í heimalandi
hans, Baskahéruðunum á Spáni. Málið var
hins vegar ekki svo einfalt. Skömmu eftir
að López, ásamt nánustu samstarfsmönnum
sínum hvarf á brott, sökuðu GM og hið
þýska dótturfyrirtæki þess Adam Opel AG
hann um að hafa numið á brott með sér til
keppinautarins gífurlegt magn upplýsinga
um framleiðslu GM/Opel og framtíðará-
form. VW svaraði þessu ásökunum fullum
hálsi en rannsóknir þýskr'a saksóknara
benda til að þær hafi ekki verið ástæðu-
lausar. Bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur einnig hafið umfangsmikla rannsókn
á málinu og lítur á þetta sem mikilvægt
prófmál varðandi iðnaðarnjósnir milli stór-
fyrirtækja. Ef í ljós kemur að GM hefur á
réttu að standa væri það hrikalegur álits-
hnekkir fyrir Volkswagen-fyrirtækið og
jafnvel þýskan iðnað í heild sinni.
BASKINN LÓPEZ
Baskinn López er sagður vera kraftaverkamaður þegar kemur að stjórnun. Þrátt fyrir að
svo virðist sem aðferðir hans séu þegar farnar að skila árangri í rekstri VW gæti svo farið
að þegar til lengri tíma er litið muni deilurnar um hann verða til að fyrirtækið verði að láta
hann hætta störfum.
að vakti mikla athygli er
López ákvað að láta af
störfum hjá Generai Motors
í mars en það var samt
ekki fyrr en þann 24. maí
sem þýska tímaritið Der
Spiegel birti viðamikla út-
tekt á því hvemig málið væri vax-
ið. Meðal þeirra gagna, sem Opel
telur að López hafi tekið með sér
til VW, eru áætlanir um smíði á
nýjum byltingarkenndum smábíi,
sem hefja á framleiðslu á síðar á
þessum áratug. Sextíu manna hóp-
ur hefur undanfarin tvö ár unnið
að hönnun bílsins, sem verður
minni en smæsta GM-bifreiðin sem
nú er framleidd, þ.e. Opel Corsa,
og hefur mikil leynd hvílt yfir vinn-
unni. Þessi bíll hefur verið kallaður
„0-car“ og stendur til að framleiða
hann í verksmiðju í Evrópu sam-
kvæmt nýju framleiðslukerfi,
Plateau 6, sem López hannaði.
Sakar GM López og samstarfs-
menn hans um að hafa skipulega
viðað að sér gögnum mánuðina
áður en þeir létu af störfum og
hefur týnt til dæmi um pantanir
þeirra á ýmsum skjölum sem í ljósi
þess er á eftir gerðist virðast æði
grunsamlegar. Eftir að rannsókn
hófst á málinu fundust gögn frá
Opel í íbúð samstarfsmanna López-
ar. Þá bendir-Generál Motors á að
Lópéz hafí setið fundi, þar sem
leynilegum upplýsingum var dreift
um næstu kynslóðir Opel-bifreiða,
jafnvel þó að hann hefði þá þegar
greinilega tekið ákvörðun um að
hefja störf hjá samkeppnisaðila.
Kraftaverkamaðurinn López
López hóf störf hjá verksmiðju
GM í Zaragoza á Spáni árið 1980
og starfaði meðal annars að þróun
fyrstu Corsa-bifreiðarinnar. Hann
tók þar eftir því að fyrirtækið lagði
gífurlega áherslu á að auka fram-
leiðni við samsetningu bifreiðanna
þrátt fyrir að samsetningar-
kostnaðurinn væri einungis 7% af
heildarkostnaði. Hann fór því í
staðinn að beina augum sínum að
utanaðkomandi kostnaðarliðum og
þrýsta á framleiðendur ýmissa
parta í bifreiðunum að lækka
kostnað. Sá árangur sem hann
náði á þessu sviði vakti athygli
yfirmanns GM í Evrópu sem þá
var Jack Smith. Smith fól López
það verkefni að draga úr kostnaði
GM alls staðar í Evrópu og er
hann var gerður að aðalforstjóra
GM árið 1992 bað hann López um
að koma með sér til Detroit í
Bandaríkjunum. Þar var Spánverj-
inn skipaður alþjóðlegur innkaupa-
stjóri fyrirtækisins. Er talið að
hann hafi sparað GM um 65 millj-
arða króna með hagstæðum samn-
ingum varðandi aðföng.
Samhliða þessu vann hann að
þróun framleiðsluferlisins Plateau
6 en samkvæmt því á samsetning
bifreiðar einungis að taka innan ■
við tíu klukkustundir.
Þáttur Piechs
Volkswagen hefur frá upphafi
vísað öllum ásökunum á hendur
López á bug og reyndi það fyrir
dómstólum að koma í veg fyrir að
Spiegel gæti haldið áfram að saka
hann um að hafa stolið upplýsing-
um. Þeirri beiðni var hins vegar
hafnað af dómstól í Hamborg um
miðjan júlí.
Ferdinand Piéch, aðalstjómandi
VW, hellti olíu á eldinn er hann
hélt blaðamannafund á miðviku-
dag í síðustu viku og sakaði sak-
sóknara um að vera hliðholla GM.
Sakaði hann bandaríska fyrirtækið
um að vera að reyna að hefna sín
á López og lýsti því yfir að engan
bilbug væri að finna á VW heldur
myndi fyrirtækið berjast áfram
með öllum tiltækum ráðum. Þá gaf
hann í skyn að Opel-fyrirtækið
væri eins konar flugumaður í við-
skiptastríði á milli bandarísks og
evrópsks bifreiðaiðnaðar.
Reiddust margir af stjómendum
stærstu fyrirtækja Þýskalands
þessu óvenjulega frumhlaupi VW-
forstjórans. „Sá sem notar orð á
borð við viðskiptastríð skaðar
hagsmuni þýsks iðnaðar á alþjóða-
vettvangi," sagði Eduard Reuter,
stjórnarformaður Daimler Benz.
Margir stjórnmálamenn létu einnig
í ljós þá skoðun að „þjóðrembu-
tónninn“ í yfirlýsingum Piech þjón-
aði ekki hagsmunum Þjóðveija.
Þess iná geta að Píech, sem er
bamabam Ferdinands Porsche,
sem á heiðurinn af VW-bjöllunni,
er austurrískur ríkisborgari.
Skömmu eftir blaðamannafund
VW-forstjórans fór líka ýmislegt
að koma í ljós sem benti til að
fyrirtækið hefði ekki fullkomlega
hreint mjöl í pokahorninu. Sak-
sóknarar í Hamborg hófu rannsókn
á hvort López og aðrir starfsmenn
VW hefðu gerst sekir um mein-
særi og orðrómur er á að kreiki
um að brátt verði lögð fram kæra
á hendur López vegna iðnaðarn-
jósna. Þá herma heimildir að hátt-
settur embættismaður í efnahags-
málaráðuneytinu í Bonn hafi hvatt
ríkisstjórn Neðra-Saxlands til að
selja tæplega 20% hlut sinn í
Volkswagen og sagt það óviðeig-
andi hversu miklum langt stjórn-
málamenn gengu í að veija fyrir-
tækið.
Hans-Wilhelm Gáb, aðstoðarfor-
stjóri GM í Evrópu, vísaði öllum
ásökunum Piéch þess efnis að
Opel væri að grafa undan þýskum
iðnaði á bug og sagði þær fáránleg-
ar. Benti hann á að fyrirtækið
hefði starfað í Þýskalandi í 130
ár og tryggði 400 þúsund Þjóðveij-
um atvinnu.
Piéch var því skyndilega kominn
í vörn og um síðustu helgi sögðu
talsmenn VW að hann hefði haft
samband við Jack Smith til að
reyna að ltoma á viöræðum milli
fyrirtækjanna. Þá átti hann að
hafa rætt við Giinther Rexrodt
efnahagsmálaráðherra um málið
en Rexrodt hefur boðist til að
gegna hlutverki sáttasemjara í
deilunni. GM vísaði hins vegar öll-
um tilbóðum um viðræður á bug.
Flótti virtist líka vera að koma
í stjórnarmenn hjá VW. Klaus
Volkert, fulltrúi starfsmanna í
stjórninni (11 stjórnarmenn af 20
eru fulltrúar verkalýðsfélaga,
starfsmanna og Jafnaðarmanna-
flokksins), sagði að ef líklegt væri
að López yrði kærður fyrir iðnaðar-
njósnir myndi hann draga til baka
stuðning sinn við hann. Til þessa
hefur stjórnin staðið einhuga á bak
við López.
López-málið hefur þegar haft
mjög slæm áhrif á ímynd
Volkswagen og í nýrri skoðana-
könnun meðal eigenda VW-bif-
reiða, sem birt var í vikublaðinu
Die Woche, kemur fram að 69%
þeirra telja ásakanirnar á hendur
López trúverðugar. Verði hann
ákærður og jafnvel sakfelldur væri
það gífurlegt áfall fyrir samsteyp-
una í ljósi hins mikla stuðnings,
sem honum hefur verið sýndur.
Þá er einnig mjög líklegt að Piéch
láti af störfum verði það lyktir
mála.
Lætin í kringum López hafa hins
vegar ekki haft slæm áhrif á gengi
hlutabréfa í VW. Þann 15. mars,
er López hætti hjá GM, var gengi
þeirra 285,5 mörk. Er Spiegel birti
úttekt sína 24. maí var gengið
312,2 mörk og í júlílok 348,2 mörk.
Eftir að boðað hafði verið til
stjórnarfundar VW í vikunni hækk-
aði gengið í 377 mörk þar sem
fjárfestar töldu líklegt að stjórnin
myndi lýsa yfir áframhaldandi
stuðningi við Piéch og López.
Breska blaðið Financial Times
bendir líka á að það sé ákveðin
kaldhæðni fólgin í því að fjárfestar
séu þrátt fyrir sannfærðir um að
hagræðingaraðgerðir Lópezar skili
árangri og að VW muni skila hagn-
aði þegar á næsta ári. Fyrirtækið
hefur verið rekið með miklu tapi á
undanförnum árum en æðstu
stjórnendur þess segja að rekstur-
inn muni verða í jafnvægi þegar í
lok þessa árs. Slíkum yfirlýsingum
er hins vegar tekið með varfærni
af verðbréfamörkuðum og telja
sérfræðingar þar óhjákvæmilegt
að um 700 milljarða halli verði á
rekstrinum á þessu ári.
Á stjórnarfundi VW á föstudag
voru lagðar fram tölur um afkomu
fyrirtækisins og kom þá fram að
tap þess fyrstu sex mánuði ársins
nam 1,6 milljörðum marka en á
sama tímabili í fyrra var 445 millj-
arða hagnaður af rekstrinum. Pi-
éch tók hins vegar fram að tapið
hefði verið 1,25 milljarðar á fyrsta
ársfjórðungnum en einungis 355
milljarðar á öðrum ársijórðungi.
Spáði hann því að hagnaður yrði
af rekstri VW á þriðja og fjórða
ársijórðungi.
Klaus Liesen, formaður
stjórnarinnar, sagði á blaðamanna-
fundi á föstudagskvöld að þennan
mikla árangur, þrátt fyrir erfitt
efnahagsástand mætti þakka sam-
starfi Piéch og Lópezar. Liesen
sagði einnig að rannsón VW á
máli Lópezar hefði ekki leitt neitt
það í ljós, sem gæfi tilefni til að
gruna hann eða einhvern sam-
starfsmanna hans um iðnaðarn-
jósnir. Hann sagði López hafa les-
ið upp yfirlýsingu á fundinum þar
sem hann staðfesti það, sem hann
hefði þegar sagt opinberlega,
nefnilega að hann hefði ekki tekið
með sér nein leynileg skjöl, er hann
hélt frá Detroit til Wolfsburg. Að
sögn Liesen var engin ákvörðun
tekin um hvort López yrði rekinn,
ef lögð yrði fram kæra af hálfu
bandarískra eða þýskra stjórn-
valda.
Á næstu mánuðum mun López-
málið væntanlega skýrast frekar.
Raunar er varla hægt að tala um
neitt „López“-mál lengur, líkt og
þýska blaðið Handelsblatt, bendir
á. Málið snýst nú fyrst og fremst
um heiður Volkswagen en ekki
Lópezar. Tímaritið Newsweek Kef-
ur það líka eftir heimiWarmönnum
innan GM að fyrirtaékið hyggist
ekki gefast upp fyrr en VW hafi
beðist afsökunar, skilað gögnunum
og rekið López.