Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 43 Gárur eftir Elínu Pálmadóttur LOKAÐI ÍSLENDINGURINN íslendingar eru svo lokaðir, • sagði í útvarpsviðtali kona sem í starfi sínu er allan daginn að umgangast fólk. Svo tók hún sig á og bætti við: eða þeir voru það. Svo almenn og sterk er þessi trú um hinn lokaða íslending, að maður verður allt- af hissa þegar erlendir ferða- menn úttala sig um viðmót ís- lendinga og segja að þeir séu einstaklega opið og hjálpsamt fólk. Raunar hefur stundum læðst að manni lúmskur grunur um að kannski sé þessi sjálfsí- mynd okkar ekki einhlít. Eða hvað? Er það lokuð þjóð, þar sem fólk auglýsir afmæli sitt í blöðum? Svarið hlýtur að vera afstætt og miðast við eitthvað. Hafið þið heyrt um aðra þjóð þar sem almennir borgarar auglýsa af- mælið sitt opinber- lega? Telst slíkt ekki frekar opinskátt? Er það lokuð þjóð, þar sem nánustu ætt- ingjar lýsa í blöðum sorg sinni við fráfall náins ættingja? Til að útiloka misskilning, er hér ekki verið að taka afstöðu til þess hvort sé betra að vera lokaður eða opinn þegar sorgin ber að dyr- um. Eða lofsvert eða ekki að tala um sínar innstu tilfínningar við sem flesta. Og auðvitað nær fólk til sem flestra í dagblaði með 50 þúsund eintaka sölu. Hvemig ætli þetta sé miðað við aðrar þjóðir? Á sjónvarpsskján- um má iðulega sjá hvernig margar Afríkuþjóðir syrgja upphátt og opinskátt þegar ein- hver fellur frá. Til dæmis í Suður-Afríku. Sama gera Kín- veijar sums staðar a.m.k., þótt lítt sjáist í sjónvarpi. í Malasíu sá ég slíka jarðarför, þar sem á undan kistunni fór hópur sem grét og hrópaði dyggðir hins látna. Varla mundum við kalla þetta lokað fólk, eða hvað? Þetta svona rétt hratt af stað hugrenningum. Kannski voru íslendingar lokað fólk, en eru það ekki lengur, eins og mátti ráða af orðum konunnar. Og e.t.v. erum við svona upp og ofan, sumir lokaðir og aðrir fyrir að flíka tilfínningum sín- um eða bera þær á torg, eins og stundum er sagt. Ætli sé ekki býsna vandgert að setja svona merkimiða á heila þjóð. Er þetta samt ekki myndin sem við gjarnan gefum af okk- ur sjálfum? Eru þeir þó ekki svo miklu skemmtilegri og þægi- legri í umgengni sem opinskátt tala um allt sem býr þeim í bijósti? Lofa manni óhikað að heyra allt sem þeim dettur í hug, gleður þá eða angrar? Flestir, nema kannski „konan mín skilur mig ekki“ mennirnir, „allir eru vondir við mig“ fólkið og „enginn kann að meta mig“ karlarnir á börunum. Enda hreint ekki víst að þeir séu svona opinskáir annars staðar. Teljast líklega líka fremur til alþjóðlegra barmanna en ímyndar einstakrar þjóðar. Hvað er raunar að marka ímynd þjóðar? Er hún ekki full af svona goðsögnum, eins og að íslendingar séu svo lokaðir? Gaman væri að vita hvort eitt- hvað er til í henni. Mér vitan- lega hefur engin könnun farið fram á því. Enda eins víst að hópur íslendinga yrði spurður hvernig þeim „fínnist“ Iandar þeirra vera. Segir þá lítið annað en hvernig við höldum að við séum eða hvernig okkur hefur verið sagt að við séum. Því hefur verið haldið fram að þeg- ar einstaklingur er alltaf að segja öðrum hvernig hann sé, hreinskilinn, heiðarlegur, skap- góður o.s.frv. geti það allt eins verið merki um að þetta sé það sem hann vilji endilega vera og gangi ekki sem best að ná. En þegar heil þjóð heldur því fram að hún sé lokuð, vill hún þá vera það? Sagt er að ljóðskáld hverrar þjóðar séu næmari á sitt fólk og skynji betur hvemig því líður en aðrir. Margir útlendingar spyija, af hveiju eru allir ykkar söngvar og öll ykkar ljóð svona dapurleg? Æði mörg eru það að minnsta kosti, lýsa lokuðum einfara eins og sívinsæl vísa Kristjáns fjailaskálds um mann- inn sem sveimar einn um eyði- sand og á hvergi heima. Eða: Engan trúan á ég vin, auðnudagar þverra. Einn ég harma, einn ég styn, einn ég tárin þerra. Einn ég gleðst, og einn ég hlæ, er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ unaðsstunda minna. Þessi íslendingur vill að minnsta kosti njóta einn og harma. Hvort hann er dæmi- gerður íslendingur verður ekki leyst úr hér. En má hugsa um það. P.s. Leggur og skel heitir al- kunn saga Jónasar Hallgríms- sonar. En það er ekki svoleiðis leggur sem nú um stundir er svo vinsæll í fréttunum. Það eru enskir leggir, sem snarast hafa inn í íslenskuna beint úr ensku máli. Jafnvel þegar fréttin er um franska keppni, eru þeir að keppa á þessum „leggnum“ eða hinum. Kúnstugra er þetta þó þegar leggimir eru komnir upp á vestfírskar heiðar - en kannski gagnlegt. Þar eru þeir orðnir þrír, og stefna hver ofan í sinn fjörðinn um göng og vegi. Þegar svo inn í fréttina bland- ast mikið flóð sem fossar fram milli leggja þessara, verður ekki vandi að sjá hvernig „að ósi skal á stemma“. Lausnina er að finna í Skáldskaparmálum, 26. kafla, ágætu vegaverkfræð- ingar! Skundið nú á bókasafnið. Fyrst kom KARATE KID Núerþaö SAMHERJAR SIDEKICKS.-SAMHERJAR Frábær fjölskyldumynd. Spcnnandi og fyndin. HASKOLABIO SÉRHÆFT S KRIFSTO FUTÆKNINÁM EHNITMIÐAÐRA ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENNSLUGREINAR: - Windows gluggakeríi - Word ritvinnsla fyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla o.fl. Verð á námskeið er 4.956,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulíflnu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er krafist. Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. ________ Tölvuskóti Reykiavíkur m BORGARTÚNl 28. 105 REyKJAUÍK. sími 616699. fax 616696 *Skuldabréf í 20 mán. (19 afborganir), vextir eru ekki innifaldir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.