Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 eftir Guðmund Guðjónsson og Guðna Einarsson. Myndskreyting Kristinn Garðorsson. SÍÐUSTU ÁRIN hefur farið saman síversnandi ástand þorskstofnsins hér við land og- auknar sleppingar laxaseiða til hafbeitar. í leit manna að skýringum á hrakförum þorsksins hafa margir staldrað við þessa staðreynd og leitt að því getum að ef til vill séu einhver tengsl þarna á milli. Sumir hafa gengið svo langt að spyrja hvort laxinn sé hreinlega að éta nýliðun þorskstofnsins. Pessi mál hefur borið á góma meðal útvegsmanna og sjómanna, til dæmis á síðasta Fiskiþingi. Þar var bent á að lítið væri vitað um áhrif fugla og laxfiska á helstu nytjastofna við landið og hvatt til aukinna rannsókna. Laxveiðar í sjó hafa verið bannaðar á íslandi allt frá árinu 1932 en nú heyrast radd- ir um að Ieyfa eigi vísindaveiðar á laxfiskum í sjó í þeim tilgangi að rannsaka fæðuval hans og áhrif á vistkerfið. Sjómenn og útgerðarmenn hafa varpað fram spumingum um hvem sess laxfiskar skipi í lífkeðju hafsins og hvaða áhrif seiðasleppingar í milljónavís hafi á aðra fiskistofna. Hilmar Rósmundsson, formaður Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, segjr sjómenn í Eyjum hafa velt því fyrir sér hvort seiðaslepp- ingar getí verið ein af ástæðunum fyrir lélegri nýliðun þorsksins. Hann bendir á að laxaseiði sem sleppt er í sjó vegi um 100 grömm, ári síðar hafí laxinn tvítug- til þrítugfaldað þyngd sína en þorskurinn þurfi mörg ár til að ná sömu þyngdar- aukningu. „Menn hafa verið for- vitnir um hvað sé inni í þessum fiski, hvað sé í maganum á honum þegar hann kemur í hafbeitarstöðvamar? Laxinn er átvagl eins og sést best á því hvað hann braggast vel.“ Á Fiskiþingum hafa þeir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Far- manna og fiskimannasambandsins, og Hjörtur Hermannsson, fyrmm stjórnarmaður í Fiskifélaginu, hvatt til að þessi mál væm rannsökuð. Guðjón A. Kristjánsson sagði í til- efni umræðna á Fiskiþingi 1992: „Við vitum ekkert um þátt laxins í fæðukeðjunni í sjónum hér við land og teljum að hann þurfi að kanna.“ Hjörtur Hermannsson er sama sinnis og telur brýnt að rann- sóknir á nytjastofnum hafsins og lífríki þess verði stórlega efldar. „Mér vitanlega liggja ekki fyrir neinar heildarniðurstöður um lifn- aðarhætti laxins í Norður-Atlants- hafi. Við höfum hvatt til þess að hafnar verði rannsóknir á laxinum, hvar hann er á veturna og hvað hann étur,“ segir Hjörtur. Hann telur þörf á kannað verði hvort lax- inn tekur fæðu frá öðram nytjafisk- um og hvort hann lifi á seiðum nytjastofna að einhveiju leyti. Hjörtur bendir á að þorskurinn týn- ist tímabundið og oft verði mis- brestur á að Grænlandsgöngur skili sér hingað. Það sé vitað sé að lax haldi sig í sjó við Grænland og því nauðsynlegt að rannsaka hvort leið- ir þessara stofna skarist með ein- hveijum hætti. „Baráttan um ætið í sjónum er svo hörð að ég tel þörf á að allar tegundir verði rannsakað- ar til að menn átti sig á heildar- myndinni," segir Hjörtur. „Ég get ómögulega fallist á að það sé glæp- ur að veiða lax í sjó í vísindaskyni. Við höldum því fram að það eigi að byggja hvalveiðistefnuna á vís- indalegum grunni, sem er laukrétt, og það sama á að gilda um lax og þorsk. Ég hef ekkert á móti sport- veiðimönnum, en þeir verða að taka tillit til sjómanna og útvegsmanna sem lifa á því sem hafið gefur.“ Tímabær umræóa Kristján Þórarinsson stofnvist- fræðingur er starfsmaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og þekkir vel umræðuna um samspil þorsksins og laxins. „Þessi spurning er mjög ofarlega á baugi meðal sjómanna og útvegsmanna, ég tel fyllilega tímabært að þetta sé rætt opinberlega,“ segir Kristján. Honum þykir ekkert skrýtið að menn velti þessu fyrir sér, átta slæmir þorskárgangar hafa komið í röð og það er erfitt að finna eitt- hvað eitt atriði sem hefur breyst frá ámnum á undan. „Við höfum ekki fengið jafnlanga röð af lélegum árgöngum frá því að mælingar hóf- ust. Astandið í sjónum hefur bæði verið gott og slæmt á tímabilinu,“ segir Kristján. Honum þykir eðlilegt að menn leiti skýringa á lélegri nýliðun, en ekki séu nein haldbær rök fyrir því að laxfiskar lifi á þorskfiskum. Ósambærilegar slofnstærðir Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur er einn sérfræðinga Hafrann- sóknastofnunar sem fylgjast með þorskstofninum. Honum þykir það langsótt skýring á lélegum viðgangi þorskstofnsins að kenna laxinum um. „Meðal árgangur þriggja ára þorsks telur um 200 milljónir þorska. Þorskseiði á svipuðu reki og laxaseiðin skipta jafnvel millj- örðum. Nokkur milljón laxaseiði sem sleppt er virka fremur léttvæg í samanburði við það,“ segir Ólafur Karvel. Hann segir að Hafrann- sóknastofnun hafí nær ekkert skoð- að samspil þorskstofnsins og laxa- stofnsins í hafinu. Ólafur segir ekki hægt að útiloka að laxinn og þorsk- urinn leiti í sömu fæðutegundir, en í ljósi munarins á stofnstærðunum séu áhrif laxaseiðanna hverfandi. „Það er erfitt að stilla málum upp með svo einföldum hætti sem þess- um. Samspilið er svo flókið og svo margir þættir sem koma við sögu. Ég sé ekki hvaða líffræðileg rök mæla með því að slepping laxaseiða hafí svona mikil áhrif á þorskinn, það væri fróðlegt að heyra þau rök,“ segir Ólafur Karvel. Hann hefur ekkert á móti því að lax sé veiddur í sjó. „Er hann eitthvað heilagri en aðrir fiskar? Þetta er vannýtt auð- lind og mér finnst sjálfsagt að nýta hana.“ Sjógönguseióin fara út á haf Konráð Þórisson fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á sjógönguseiðum, meðal annars á Snæfellsnesi. Hann segir að ekki hafi fundist þorskseiði í maga sjógönguseiða. Ekki sé loku fyrir það skotið að laxaseiðin éti eitt og eitt þorskseiði, en það geti ekki verið í stórum stíl. Konráð segir ekki fullrannsakað á hveiju laxinn lifir í sjónum, en vitað sé að hann leggi sér til munns sviflæg dýr, krabbadýr, ljósátu, sandsíli, loðnu og marflær svo nokkuð sé nefnt. Konráð er sama sinnis og Ólafur Karvel að seiðasleppingarn- ar séu svo smáar í samanburði við stærð þorskstofnsins að ólíklegt sé að þær hafi úrslitaáhrif. Konráð segir að rannsóknir á fæðunámi laxaseiðanna séu á byijunarstigi, en það sé vitað að laxaseiðin fari fljótt út á hafið og haldi sig ekki á uppeldisslóðum þorsksins. Seiðum er meðal annars sleppt í Kolgrafar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.