Morgunblaðið - 08.08.1993, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.08.1993, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 mr i París W&4 100 sœti 16. - 23. september Skoðunarferð um borgina gla&væru vi2> Signu. Litið vib ó listasöfnum. Tískusýning, gönguferðir um Paris, vinsmökkun, fariö ó útimarkaði, tónleikaferðir, sigling á Signu og frábær veitingahús heimsótt. Hagstæð afsláttartilboð í DISNEY WORLD. Dvalið á hinu frábæra íbúðahóteli HOME PLAZZA. Verð aðeins €Mí ,11 ■ I/ kr. 10 mánaða ra&greiðslur! Innifalið: Morgunverður, flugvallaskattar, skoðunarferð, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. E.s. Ekki gleyma öllu hinu: Signubökkum, Eiffelturninum og heimsins bestu verslunum, listamönnum götunnar, kaffihúsunum og heillandi mannlífinu, ásamt næturlífinu og rómantikinni. Sala farmiða: Söluskrifstofa Hótel Esju, sími: 690100 - fax: 686905 Upplýsingar og bókun í síma: 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 - 18) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Fararstjórn: Sigmar B. Hauksson Nánari upplýsingar: FARKLÚBBUR VISA UPPLÝSINGA- OG ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9, 1 1 2 Reykjavík Sími: 91-671700, fax: 91-673462 Katrín Gunnarsdóttir sem afgreiddi strokufangana tvo á Reykjavíkurfiugvelli Feeney með úttroðið veski af dollurum Sög-ðust þurfa að ná skipi í Færeyjum „ÞEIR komu hingað inn rétt fyrir klukkan átta og sögðust hafa misst af Flugleiðavélinni til Færeyja. Þeir sögðust vera að missa af skipi sem þeir þyrftu að ná í Færeyjum og leigðu vél frá okkur og borgðuðu í reiðufé," sagði Katrín Gunnarsdóttir starfsmaður íslandsflugs á Reykja- víkurflugvelli í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun um tildrög þess að strokufangarnir Donald M. Feeney og Jón Gestur Olafsson leigðu vél frá fyrirtækinu til að fljúga með sig til Færeyja. I afgreiðslu íslandsflugs voru þá um 100 erlendir ferðamenn á leið með 5 flugvélum í skoðunarferðir til Eyja og því miklar annir á staðnum. Katrín sagði að starfsfólk í flugaf- greiðslunni hefðu ekki áttað sig á því að um Feeney væri að ræða fyrr en skömmu eftir að vélin fór á loft og lögreglumenn mættu á staðinn með myndir af strokuföngunum. Greiddi í reiðufé Að sögn Katrínar tafðist brottför vélarinnar um 10 mínútur vegna þess að ganga þurfti frá því að Feen- ey og Jón Gestur Ólafsson fengu aðra vélina á leigu eftir að til Vest- mannaeyja væri komið til að fljúga með sig til Færeyja. Katrín sagði að Feeney hefði greitt fyrir leigu flug- vélarinnar í reiðufé með dollurum. Síðan fiugu þeir í hópi fólks til Eyja þaðan sem halda átti áfram til Fær- eyja. Vegna þoku tafðist það hins vegar að farið væri aftur á loft til Færeyja. Kostar 200-220 þúsund krónur Katrín sagði að lögreglan hefði beðið um að ekki yrði gefið upp hve mikið fé hefði verið greitt fyrir leigu- vélina en aðspurð sagði hún að mað- ur sem gengi inn af götunni og leigði flugvél til Færeyja þyrfti að greiða fyrir 200-220 þúsund krónur. „Það var mikið að gera hjá okkur og við þekktum ekki Feeney fyrr en lögregla kom til okkar fljótlega eftir að flugvélin fór í loftið, og sýndi okkur myndir af strokuföngunum. Þá áttuðum við okkur á því hver hann væri,“ sagði Katrín. Hvað segirðu, strauk hann? „Hvað segirðu, strauk hann úr fangelsinu?“ sagði Judy Feeney eig- inkona Donalds M. Feeneys og fram- kvæmdastjóri fyrirtækis þeirra CTU, þegar Morgunblaðið hringdi heim til hennar í Fayetteville í N-Karolínu í Bandaríkjunum í gærmorgun, bæn- um sem kallaður hefur verið Rambo- ville vegna þess hve margir fyrrver- andi hermenn, sérsveitarmenn, lög- reglumenn og lífverðir búa þar. Aðspurð kvaðst Judy ekkert hafa vitað um áform eiginmanns síns og var greinilega mjög brugðið þegar blaðamaður tjáði henni að maður hennar hefði strokið og verið hand- tekinn í Vestmannaeyjum. Hún kvaðst vilja beina þeim til- mælum til íslenskra stjórnvalda að maður hennar yrði látinn laus og honum leyft að fara heim. „Þetta er góður maður sem hefur, engin lög brotið og hann þarf að fá að fara heim til fjölskyldu sinnar,“ sagði hún. „Ég bið þess að Guð opni augu Islendinga í þessu máli.“ „Þeir komu í sjoppuna til mín og Feeney keypti sér einnota myndavél. Hann var með úttroðið veski af doll- urum. Hinn fékk sér kaffi,“ sagði Inga Bernódusdóttir, starfsmaður á flugstöðinni í Vestmannaeyjum, um samskipti sín við strokufangana meðan þeir stöldruðu við í Eyjum. Hún sagði að þeir tveir hefðu kom- ið inn í flugstöðina í stórum hópi ferðafólks en þegar aðrir hefðu veirð famir í skoðunarferðir hefðu þeir tveir orðið eftir og verið að bíða eftir brott- för leiguvélarinnar. Hún sagði að þeir hefðu verið rólegir og setið sam- an við borð í salnum þegar lögreglan kom inn og þá gefist upp án mótþróa. ,Eg áttaði mig ekki á því hver Feeney væri fyrr en lögreglan var búin að handtaka þá og setja þá í handjárn," sagði Inga sem aðspurð kvaðst þá hafa þekkt manninn af fréttafiutningi af „barnsránsmálinu“ svokallaða frá því í vetur. Þess má geta að Feeney hefur rakað af sér skeggið sem hann var með þegar mál hans voru mest til umijöllunar í vetur. Strokufangarnir tveir fóru í flug- vél frá íslandsflugi, sem Halldór Árnason flugmaður stjórnaði, frá Reykjavík til Eyja og frágengið var að hann héldi áfram með þá til Fær- eyja eftir millilendingu í Vestmanna- eyjum, þar sem setja skyldi út þá ferðamenn sem voru að fara í skoð- unarferðir um Eyjarnar. Halldór og starfsfólk íslandsflugs fengu vísbendingar um að hugsan- lega væru strokufangar á ferð um það leyti sem vélin lenti í Vestmanna- eyjum og kvaðst Halldór hafa verið beðinn um að tefja ferðina þangað til búið væri að kanna málið. Það var auðvelt, þar sem ekki voru komn- ar upplýsingar um flugveður þegar lögreglan var komin á flugstöðina og búin að handtaka fangana. Halldór kvaðst þó ekki hafa veitt mönnunum athygli og aðspurður taldi hann að þeir hefðu komið með tveimur vélum frá Reykjavík til Eyja en vísaði á íslandsflug í Reykjavík um nánari upplýsingar um ferðatil- högunina. Samkvæmt upplýsingum Islandsflugs voru mennirnir báðir í hópi ferðafólksins um borð í Beec- hcraft-vél Halldórs á leið til Eyja. Sprengdu lás á útgöngndyiTini DONALD Feeney og Jón Gestur Ólafsson sem struku í fyrrinótt úr fangelsinu á Litla Hrauni voru hafðir í haldi á sama gangi byggingarinnar. Gústaf Lilliendahl, forstöðumaður fangelsisins, telur líklegra en ekki að mennirnir hafi sammælst um strokið. Mennirnir sprengdu upp lás á útidyrum fangelsisins. Gústaf sagði að öryggismál í fangelsinu væru afar ófullnægjandi og ótalmargir þættir mættu betur fara, bæði hvað varðaði bygging- una sjálfa og skipulagningu vinnu starfsmanna. Klefar fanganna voru ekki hlið við hlið en Gústaf sagði að ekki hefði verið langt á milli þeirra. „Þeir hafa sprengt upp lás og kom- ist út um rimla á útgöngudyrum. Það er ekki hægt að tímasetja ná- kvæmlega hvenær þeir hafa brotist út. Þeir voru báðir til staðar þegar fangar voru lokaðir inni í gær- kvöldi [fyrrakvöld] og síðan vantar þá þegar klefar voru opnaðir í morgun. Við höfum ekki haft spurnir af mannaferðum fyrir utan fangelsið á þessu tímabili ennþá,“ sagði Gústaf. Ýmsir leiðir til að fela peninga Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig á því hefði staðið að annar fanganna hefði verið með fullar hendur fjár þegar hann var handtekinn. Fangar hefðu ýmsa möguleika á því að fela peninga innan fangelsisins. Gústaf sagði að mennirnir hefðu verið það sem kallast góðir fangar og fór ekki mikið fyrir þeim í fang- elsinu. „Eftir fund sem haldinn var sl. miðvikudag var ákveðið að taka á mörgum ákveðnum þáttum í starfsemi fangelsisins en það er greinilegt að það er mun fleira en þar komst til tals sem þarf að gera. Það er spurning hvort ekki þurfi aukna gæslu og fleiri starfsmenn en umfram allt betra skipulag á vinnu þeirra starfsmanna sem nú þegar eru á vöktum,“ sagði Gústaf. Litla Hraun getur rúmað 52 fanga og er það að jafnaði full- nýtt. Að næturlagi vinna þar fjórir fangaverðir og að degi til vinna sex manns inni í húsinu og sami fjöldi utan hússins. ÓRKIN 5007-277-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.