Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 15

Morgunblaðið - 08.08.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 15 að Jóhanna leit að venju í pósthólf- ið sitt í upphafi vinnudags. Þar fann hún lítinn miða sem á stóð: — Hvernig væri að rækta lín?“ Undir þetta skrifaði Bjami Guð- __ mundsson, deildarstjóri búvísinda- deildar staðarins. Nokkrar skipulagðar tilraunir hafa verið gerðar með línrækt hér á landi með ágætum árangri. Plönturnar hafa náð fullri hæð en ekki þroskað fræ. Bjama fannst tilvalið að nýta þekkingu og I reynslu Magnúsar Óskarssonar, tilraunastjóra matjurtaræktunar á Hvanneyri, en hann ræktaði og rykkti lín þar árið 1956. Eftir nokkra umhugsun vora Jóhanna og Magnús sannfærð um ágæti hugmyndarinnar. Það varð úr að pöntuð voru þtjú afbrigði af fræum frá Svíþjóð og tvö frá Hollandi. Engir styrkir fengust fyrir verk- efnið, það byggðist á sjálfboða- vinnu og áhuga þeirra sem að því stóðu að því undanteknu að Magn- ús gat. samræmt það starfi sínu. Akveðið var að gera tilraunir með það að markmiði að finna út hvaða líntegundir dafna best við veðurskilyrðin á Hvanneyri og hvernig áburðargjöf hentar til að línið verði sem hæst og jafnast. Lín vex vel í röku lofti og nokkuð . vindasömu veðri en ekki mjög * köldu. Tilgangurinn er að athuga hvort hægt sé að þróa línrækt sem aukabúgrein á íslandi. Jóhanna segir að þá sé hugmyndin að Hvanneyringar verði færir um að gefa þeim ráð sem kunna að hafa áhuga á að rækta lín. Línið mætti til dæmis nota til að styrkja papp- ír í eggjabakka og í listvefnað. Til línsins var sáð 9. maí 1992 í um það bil 100 fermetra reit. Magnús Óskarsson stjórnaði verk- inu og tók að sér umhirðu þess yfir sumarið. Línið náði 60-80 sentimetra hæð, blómgaðist og myndaði fræ sem þó náðu ekki að þroskast. í byrjun september vár líninu f, rykkt. Mest af því var bundið upp í bindi sem var raðað upp í skrýfi þannig að rætur námu við jörð og I bindin látin halla saman að ofan. " Þannig var línið látið þorna. Þegar bindin voru þurr voru þau tekin og lögð í um 15 °C heitt vatnsbað í fiskkari og látin feygjast eða rotna þar í hálfan mánuð. Þá fúna stráin svo að hægt er að ná þeim utan af líntrefjunum. Að því loknu voru línbindin skoluð til að stöðva rotnunina, bundin í vendi og látin þorna. Við feyginguna kemur ólykt af líninu vegna smjörsýru sem rot- gerlarnir gefa frá sér. Fnykurinn hverfur þegar línið þornar og vinnslan heldur áfram. Vinnudagur á Hvanneyri Þegar hér var komið sögu hafði Jóhanna samband við þá sem hún s vissi að höfðu áhuga á tilraunun- um og boðaði til vinnudags á Hvanneyri seint i október. Þannig ^ æxlaðist það að konurnar með lin- ræktunaráhugann hittust á Hvanneyri. Að lokinni kynningu hélt hópur- inn út í gróðurhús þar sem línið var í þurrki. Það stóð til að gera það spunahæft fyrir kvöldið. Fyrst þurfti að leysa skraufþurrt línið úr vöndunum svo hægt væri að bráka það. í gamla daga gat verið vandasamt að þurrka línið nógu vel. Að sögn Ingibjargar Styrgerð- ar var ekki fátítt að Svíar kveiktu í kofum þeim sem línið var þurrk- að í fyrir brákun. Svo duglega var kynt þar inni. Við brákun eru línstráin brotin |í utan af líntrefjunum. Áslaug út- vegaði línbrák sem er útbúin úr tveimur samsíða bálkum sem | spýta á hjörum gengur niður á milli. Línið er lagt milli spýtunnar og bálksins. Spýtan er svo hreyfð | snöggt upp og niður þannig að stráin brotna og í ljós koma gljá- andi línþræðir sem geta verið allt að einn metri á lengd. Jóhanna leysir skraufþurrt lín úr vöndum. Jóhanna og Helga bráka lín. Línhestar tilbúnir fyrir spuna. Hér er verið að þysta lín. Áslaug dregur línið í gengum grófan kamb. Eftir brákunina sat nokkuð eft- ir af viðarkenndum strábútum sem þurfti að slá eða þysta burt. Ás- laug útvegaði einnig áhöld til þess, sveðjulaga spaða úr tré og sér- staka fjöl. Hún sýndi nú þeim sem ekki kunnu til verka hvernig ætti að bera sig að. Hún hélt línvendi í annarri hendi en beitti hinni til að slá á vöndinn með spaðanum þar til enginn strábútur var sjáan- legur í líninu. Loks var línið kembt með kömb- um sem era nokkuð frábragðnir ullarkömbum. Gaddar kambanna era langir og oddhvassir og er notaður einn kambur í einu. Kon- urnar í hópnum reyndu handtökin hver af annarri. Þær tóku með annarri hendi um vönd af líni og drógu hann varlega gegnum kambinn sem var festur á borð. HelsLá að kemba lín þannig á fleiri en einum kambi, byija á grófum kambi og enda á fínum. Að lokum stóð hópurinn með fallega línhesta í höndunum en lín- hestar nefnast hespurnar sem út- búnar eru úr óspunnum línþráðum. Fanný bar þá saman við línhesta sem hún kom með frá Svíþjóð og sýndist línið í þeim svipað. Öllum í hópnum bar saman um að árang- urinn væri góður. Úr þessu líni mætti spinna fínan þráð og vefa fallegan dúk. Spáð í framtíðina Meðan á vinnunni stóð var skrafað og skeggrætt um lín, nota- gildi þess og möguleika á íslandi. Hadda telur að það komi ekki að sök þótt plönturnar nái ekki að þroska fræ hér á landi. Reyndar fæst fínni þráður úr líni sem er rykkt áður en það nær fullum þroska. Það má kaupa fræ erlend- is frá á hverju ári til að sá. Hadda segir að í Norður-Svíþjóð sé hefð fyrir linrækt þó að þar blómstri það ekki eða myndi fræ. í gamla daga fór fólk þaðan með - lín suður til Stokkhólms, um langa og hættulega stigu þar sem ræn- ingjar voru á hveiju strái. Fyrir hluta af líninu sem selt var í borg- inni voru keypt ný fræ til sáningar í heimahögunum. Línræktarhérað- in í Norður-Svíþjóð voru rík eins og silfurskreyttir þjóðbúningar þaðan bera vott um. Áslaug segir að fólk megi ekki halda að línrækt geti nokkurn tím- ann orðið sjálfstæð búgrein. Ein- ungis sé um að ræða mögulegt innlegg í heimilisiðnað í smærri stíl. Sjálf hefur hún áhuga á að athuga hvernig íslenskt lín stendur sig til dæmis sem uppistaða í vef. Þær Jóhanna hugsa sér að vinna saman þannig að Jóhanna _spinni og blandi saman við ull en Áslaug prófi hvernig þráðurinn reynist í vef. Jóhanna og aðrir sem að tilraun- unum á Hvanneyri standa vilja fara sér hægt og taka eitt skref í einu. Magnús er ánægður með árangurinn af þessari byijun. Sumarið 1993 era reynd 10 af- brigði á 225 fermetrum. Ræktunin er lykilatriði og alveg undir henni komið hvernig til tekst með af- ganginn. Tilraunirnar eru hluti af kandídatsverkefni Mævu um lín- rækt á íslandi. Hópurinn sem hittist á Hvann- eyri vegna sameiginlegs áhuga fyrir línrækt kvaddist ánægður með dagsverkið. í hugum sumra vöknuðu vonir um að áður en langt um liði yrði hægt að efna til lín- ræktardaga á Hvanneyri. Þar myndi hittast stór hópur af fólki sem hefði áhuga á að kynna sér línrækt og þar sem væri hægt að skoða hluti og klæði úr ilmandi íslensku líni. Á opnu húsi hjá Bændaskólan- um á Hvanneyri nk. sunnudag, 15. ágúst verður kynnt öll starfsemi á vegum skólans, og verður þar meðal annars hægt að fá nasasjón af línrækt og vinnslu þess, og kannski getur það orðið fyrsta skrefið að skipulegum línrækt- ardögum. Saga línræktar á íslandi Á landnámsöld mun línræktun hafa verið nokkuð algeng í norðanverðri Evrópu. íslenskir fornmenn sem klæddust fatnaði úr líni hafa líklega reynt að rækta það hér. Vísbendingar um það gefa fornminjar, línfrjó í jarðlögum, skráðar heimildir og fáein örnefni. Línrækt virðist þó aldrei hafa náð fótfestu hér. Þrátt fyrir það sýna ýmsar tilraunir sem gerðar hafa verið vott um að lín getur þrifist hér. 1752-1757: í ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar segir frá línræktartilraun- um að Móeiðarhvoli í Rangár- vallasýslu. Fiðrik konungur V. sendi hingað 15 bændafjölskyld- ur frá Noregi og Jótlandi útbún- ar með nauðsynleg jarðvinnu- verkfæri og að öllu leyti kostaðar úr konungssjóði. Fjölskyldurnar áttu að búa hér um hríð og gera tilraunir með akuryrkju. Sáð var hör og hampi og náði hvoru tveggja nokkrum þroska. 1775-1777: í ferðalýsingum grasafræðingsins Ólafs Ólafs- sonar, sem nefndur var Olavíus, er lítillega minnst á línræktartil- raunir á norðurlandi. 1789: í bókinni „íslandsleið- angur Stanleys 1789“ segir Ja- mes Wright, læknir og grasa- fræðingur, frá því að á Bessa- stöðum vaxi hör, hafrar og bygg. Hörinn hafi aldrei bragðist en nái ekki að þroska fræ. 1945-1947: Sveinn Björnsson, forseti, hvatti til þess að aftur yrði hafin línrækt að Bessastöð- um. Hann lét frú Rakel P. Þor- leifsson í té 500 fermetra skika á Bessastöðum til línræktar. Hún hafði ræktað lín að Blátúni við Kaplaskjólsveg frá árinu 1935 og unnið úr því fyrir sjálfa sig. Árið 1939 hafði hún fengið styrk til að kynna sér línrækt í Dan- mörku. Línið á Bessastöðum spratt vel tvö fyrstu sumrin sem til- raunirnar stóðu yfir en miður það þriðja. í tilefni af endurbótum á Bessastaðakirkju lét Sveinn Björnsson, forseti, gera altaris- klæði úr líninu. Dúkurinn var ofinn af blindu fólki í Danmörku en hannaður og ísaumaður af Unni Ólafsdóttur, listakonu. Ísaumslínið var Blátúnslín sem frú Rakel hafði spunnið. Sveinn Björnsson lét auk þess útbúa tvo aðra dúka. Annan átti hann sjálfur en hinn gaf hann frú Rakel. Jarl Jónsson, sonur hennar, færði frú Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta, þann dúk árið 1990. Sýnishorn af líni Ra- kelar voru á garðyrkjusýningu árið 1941 og landbúnaðarsýn- ingu árið 1947. 1952-1955: Sturla Friðriks- son, erfðafræðingur gerði til- raunir með línrækt og sendi sýni til Svíþjóðar sem fengu góða dóma. 1956-1957: Magnús Óskars- son, tilraunastjóri matjurtarækt- unar á Hvanneyri, ræktaði lín tvö sumur í röð. Línið var sent til Danmerkur þar sem það fékk sæmilega dóma. Eftir það fer litlum sögum af skipulögðum tilraunum með lín- rækt á íslandi þar til nú. Þó hafa nokkrir einstaklingar rækt- að lín sér til gamans eins og fram kemur í meðfylgjandi grein. Stuðst við: Áslaug Sverrisdóttir (1982). Lít- ið eitt um línrækt. Hugur og hönd, rit heimilisiðnaðarfélags íslands. 49-53. Sturla Friðriks- son (1982): Línakrar á Bergþórs- hvoli. Úr Eldur er í norðri. Af- mælisrit helgað Sigurði Þórar- inssyni sjötugum 8. janúar 1982 (bls. 409 -413). Reykjavík: Sögu- félag. Ymis vinnslu- stigílínrækt Sáning: Sá þarf strax og frost fer úr jörð og orðið er nægilega þurrt til að vinna akurinn. Á Hvanneyri var hægt að sá í byij- un maí. Það fer eftir því hversu vel viðrar og hve snemma er hægt að sá hve fljótt línið blómg- ast, en yfirleitt gerist það ekki fyrr en síðla sumars. Blómin geta verið hvít, bleik eða blá eftir afbrigðum. Þau standa í fáeina daga en þyrlast síðan burt með vindinum. Uppskera: Hér á landi þekk- ist ekki að lín nái að þroska fræ svo að um fræhirðingu er ekki að ræða. Á Hvanneyri var hirt í byijun september en þurra og góða daga þarf til þess. Líninu er rykkt upp með rótum en ekki skorið. Gripið er með annarri hendi um vönd af líni og honum kippt upp úr moldinni. Vöndun- um er safnað saman í hendina þar til vænt knippi er fengið. Ræturnar eru jafnaðar með því að slá undir þær með lófunum og moldin hreinsuð af þeim. Síð- an er línstrái brugðið utan um. Línið er þurrkað úti í nokkra daga og fullþurrkað undir þaki ef með þarf. Að feygja lín: Línstráin eru látin fúna að vissu marki til að hægt sé að ná líntrefjunum úr þeim. Þetta er hægt að gera á tvennan hátt. Annars vegar í vatnsbaði og hins vegar á gra- svelli. Vegna veðurfars á íslandi er feyging á jörð síður vænleg til árangurs. Á Hvanneyri var línið lagt í fiskikar með um 15 °C heitu vatni í hálfan mánuð. Eftir það þarf að skola línið vel til að stöðva rotnunina og loks láta það þorna. Að bráka lín: Vöndur af líni er tekinn og fúin stráin brotin utan af líntrefjunum meðfyiar til gerðu verkfæri. Brotin stráin eru dustuð úr vendinum eins og hægt er. Að þysta lín: Brot af stráum sem sitja í líninu eftir brákun eru barin og skafin burt. Að kemba lín: Línið er kembt á einum kambi í einu. Kambarn- ir era misgrófir með löngum, oddhvössum göddum. Byijað er á grófum kambi og síðan kembt á fínni kömbum þar til línið er létt, glansandi og tilbúið fyrir spuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.