Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1993 KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir á næstunni kvikmyndina Fire in the Sky, en hún er byggð á lífsreynslu skógarhöggsmanns í Arizona sem hugsan- lega var numinn á brott af geimverum í augsýn félaga sinna árið 1975 Brottnám eða blekking? AÐ KVÖLDI 5. nóvember árið 1975 þegar flokkur skógarhöggsmanna var á ferð í pallbíl á fáförnum fjall- vegi í skóglendi Norðaustur-Arizona sáu þeir skyndi- lega óvenjulega skært ljós á himninum. Þrátt fyrir aðvaranir vinnufélaga sinna rak forvitnin einn úr hópn- um, Travis Walton (D.B. Sweeney), til þess að yfirgefa bOinn í þeim tilgangi að kanna nánar hvað þarna var á seyði. Þegar hann var kominn út úr bílnum var hon- um skyndilega skellt til jarðar af einhveijum dularfull- um krafti, og félagar hans sem urðu skelfingu lostnir lögðu þegar á flótta. Síðar lýstu þeir öllum aðstæðum sem voru þegar Travis Walton hvarf, og greindu þeir skilmerkilega frá þessum óvæntu samskiptum sínum við geimverur; atburði sem þeir hefðu með öllu talið óhugsandi ef þeir hefðu ekki upplifað hann sjálfir. Mál þetta vakti heimsathygli á sínum tíma og skiptust menn mjög í tvö horn um hvort þarna væri á ferðinni stórkostlegt gabb þeirra félaga eða raunveruleg sam- skipti geimvera við jarðarbúa. Grunaðir RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐURINN Frank Watters, sem leikinn er af James Garner, yfirheyrir skógarhöggsmennina þegar hann er að rannsaka hvarfið á Tra- vis Walton, en hann grunar þá um að hafa komið félaga sínum fyrir kattarnef. Tortrygginn FRANK Watters ræðir við Travis Walton þegar hann kemur fram eftir að hafa verið saknað í fimm daga, en Watters telur sögu Waltons um brottnám af geimver- um vera blekkingarvef. * Ifimm daga eftir hvarf Travisar Waltons voru skógarhöggsmennimir grunaðir um að hafa myrt félaga sinn, eða allt þar til hann kom skyndilega fram á sjónarsviðið á nýjan leik. Travis var þá mjög ruglaður í ríminu og átti hann erfitt með að gera grein fyrir því hvað hafði hent hann þann tíma sem hans var saknað. Minningar hans um að hafa verið numinn á brott og verið um borð í geimskipi vöktu hins vegar heimsat- hygli og beindist kastljósið þegar í stað að smábænum Snowflake í Arizona þar sem skógarhöggsmennimir áttu heima. Fljótlega vora þeir ásakaðir um að spinna mikinn blekkingarvef varð- andi hvarf Travisar, en hins vegar gat enginn með góðu móti útilokað að þeir væra að segja sannleikann. Spumingin var einfaldlega sú hvort saga þeirra af at- burðinum væri svo lygileg að ekki geti verið um annað en sannleikann að ræða. Allar aðstæður í tengsl- um við hvarfíð á Travis Walton voru með þeim hætti að yfírvöld töldu þær með ólíkindum, en þau tóku það hins vegar ekki með í reikn- inginn að skógarhöggs- mennimir gætu hafa komið fram með einhveija þá skýr- ingu á hvarfínu sem væri sennilegri, þ.e. ef ásetning- ur þeirra væri ekki einfald- lega sá að segja sannleik- ann. Einn var þó sá sem vildi leggja trúnað á frásögn þeirra félaga, en það var lögreglumaðurinn Blake Davis (Noble Willingham), sem engu að síður lagði mikið á sig við að taka góða og gilda frásögn skógar- höggsmannanna af hinum ótrúlega atburði. Hann vissi auðvitað ekkert um það sem raunverulega gerðist, en hann þekkti þá sem hlut áttu að máli frá fornu fari og hann treysti þeim full- komlega. Engu að síður var málið þannig vaxið að Davis varð að kalla eftir aðstoð utanaðkomandi rannsókn- arlögreglumanns, Frank Watters, sem leikinn er af hinum gamalkunna James Garner. Watters er öllu vanur og stærir sig af því að vita samstundis hvort glæpur hafi verið framinn, og hann fullyrðir að hann hafi öðlast það víðtæka reynslu að hann viti samstundis hvort verið sé að beita blekking- um. Hann er þekktur fyrir að hafa leyst öll mál sem hann hefur fengist við og þegar hann er kallaður til að rannsaka hvarf Travisar Waltons kemst hann sam- stundis að þeirri niðurstöðu að félagar hans séu að ljúga. Hann getur með engu móti trúað hinni ótrúlegu frásögn þeirra og hann er staðráðinn í því að fara hvergi fyrr en hann hefur fundið lausnina á þeim glæp sem hann er sannfærður um að hafi ver- ið framinn. Leikstjóri Fire in the Sky er Robert Liberman, sem meðal annars leikstýrði myndinni Table for Five með Jon Voight í aðalhlut- verki. Hann hefur jafnframt kvikmyndaleikstjóm unnið mikið fyrir sjónvarp og unn- ið til margvíslegra verð- launa á þeim vettvangi, en meðal þátta sem hann hefur gert eru Gabriel’s Fire sem sýndir hafa verið í sjónvarpi hér á landi. hvemig maður reynir að forðast ákveðna hluti í lífí sínu, þeir virðast alltaf leita á mann aftur og aftur. Ég kaus að horfast í augu við það sem hafði gerst og er því hættur að vera í felum. Ég varð fyrir einstakri reynslu, en það hefur á eng- an hátt haft áhrif á trú mína eða skyldur né breytt eðli mínu. Ég er ennþá eins og hver annar og held áfram að lifa lífínu með fjölskyldu minni.“ Efninu kunnugur Handritshöfundur og meðframleiðandi Fire in the Sky er Tracy Tormé, sem meðal annars skrifaði hand- ritið að Spellbinder og sjón- varpsþáttunum Intruders sem fjalla um dularfull fyr- irbrigði. Hann hefur kynnt sér ítarlega ýmislegt varð- andi fljúgandi furðuhluti og geimverar og hefur hann framleitt sjónvarpsefni um þau málefni. Tormé telur Fire in the Sky vera stúdíu í því hvernig einstakur at- burður getur gjörbreytt lífi manns um ókomna framtíð einungis vegna þess að við- komandi er svo óheppinn að vera á röngum stað á röngum tíma. Þá sé myndin einnig um vináttu og tryggðarrof en einnig fyrirgefningu. Tormé heyrði fyrst um mál Waltons í útvarpi á skóiaárum sínum. Tíu áram síðar fór hann til Snowflake til að rannsaka málið og þar ræddi hann við Travis Wal- ton og aðra þá sem á sínum tíma vora viðriðnir hina dul- arfullu atburði. „Flestir mannanna höfðu ekki hist í tíu ár, en ég ræddi við þá einslega og stóðust svör þeirra við spurningum mín- um í hvívetna. Allir töldu þeir sig vera að segja sannn- leikann, en ég tel að þeir hafi hver og einn orðið fyrir áfalli vegna þess sem gerðist umrætt kvöld. Þetta var þeim hreinasta martröð." Samkvæmt íjóðmála- könnun Gallups í Bandaríkj- unum heldur einn af hveijum sjö íbúum landsins, eða 14% þjóðarinnar, því fram að hann hafí sjálfur séð fljúg- andi furðuhlut og helmingur íbúanna er ekki í vafa um að einhvern tíma muni þeir komast í snertingu við geim- verur. Tormé telur að af hveijum 100 tilkynningum um fljúgandi furðuhluti séu aðeins 3-4 sem ekki er hægt að útskýra með skírskotun til hefðbundinna vísinda. Hann telur að undanfarna hálfa öld hafí verið um fjölda slíkra tilvika að ræða og sé þarna sú ráðgáta 20. aldar- innar sem sé hvað mest mis- skilin. FÁ VITNI eru að helstu ráðgátum og kraftaverkum sem mannkynssagan greinir frá og þeir sem hafa neyðst til að greina frá fordæmislausri lífsreynslu hafa gjarnan orðið að þola bæði háðsglósur og fyrirlitn- ingu samferðamanna sinna. Árið 1975 kom skógar- höggsmaður frá Arizona fram og sagði frá furðulegri atburðarás sem hann sagði hafa hent sig og nú, tæp- lega átján árum síðar, eru enn mjög skiptar skoðanir um atburðinn. H. [vað varðar frásagnir af samskiptum manna við fljúg- andi furðuhluti og verur utan úr geimnum er þessi tiltekni atburður sá sem einna ná- kvæmast er skrásettur, auk þess sem hann hefur verið staðfestur af hópi vitna sem í engu hafa hvikað frá frá- sögn sinni. Lífsreynsla sú sem Travis Walton varð fyrir leiddi til efasemda hans um eðli lífsins þegar hann ásamt félögum sínum stóð frammi fyrir rengingum þeirra sem ekki gátu tekið frásögn þeirra góða og gilda. Travis sem kemur fram í smáhlutverki í myndinni Fire in the Sky, segir að í fyrstu hafí hann verið ævareiður þegar fólk vildi ekki trúa frásögn hans, en hann telur það ekki síst hafa stafað af því að mikið hafí verið um falsanir og lyg- ar á þessu sviði um líkt leyti og hann varð fyrir reynslu sinni. „Ég er orðinn heim- spekilegar sinnaður gagn- vart tortryggni fólks og tel hana ekki vera óeðlileg við- brögð. Þetta var ótrúlegur hlutur sem átti sér stað og það sem ergir mig er þegar fólk neitar að kanna stað- reyndir eða jafnvel líta á málið yfirleitt." Travis segist árum saman hafa reynt hvað hann gat til að flýja frá hinni óþægilegu reynslu sinni en hann hafí hins vegar aldrei getað umflúið hana. „Það er sama Skiptar skoðanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.