Morgunblaðið - 10.08.1993, Page 23

Morgunblaðið - 10.08.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 23 Albert II. nýkrýndur konungur Belgíu á tímum nýrrar stjórnskipunar í landinu Þykir lífsglaður en fullfær um að axla konungsskyldur Konungur ræðir við keisara ALBERT konungur ræðir við Akihito Japanskeisara, í erfidrykkju í konungshöllinni eftir jarðarför Baldvins, bróður Alberts, síðastliðinn laugardag. BÚIST er við að Albert II., nýkrýndur konungur Belg- íu, leiði þegna sína af sama stöðugleika og virðingu og bróðir hans, Baldvin, sem borinn var til grafar á laug- ardag, gerði. Þykir Albert hafa róast til muna frá því fyrir nokkrum áratugum er hann og kona hans Paola voru vinsælt umfjöllunar- efni slúðurblaða. Baldvin konungi og konu hans Fabiolu varð ekki barna auðið. Því var það yngri bróðir konungs, Al- bert, sem stóð næstur til ríkis- erfða. Samt kom það nokkuð á óvart þegar tilkynnt var að Albert tæki við. Almennt var við því búist að Albert, sem er 59 ára gamall, myndi þoka fyrir elsta syni sínum, Philippe. Albert hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu og álitið hefur verið að menntun og uppeldi sonar hans miðaðist við að hann tæki við af Baldvin. Góður kostur Talið er að það hafi verið ósk hins látna konungs að félli hann frá tæki bróðirinn við fremur en bróðursonurinn. Hirðin, ríkis- stjórnin og stór hluti Belgíumanna er á einu máli um Albert sé mun betur til þess fallinn að axla þá ábyrgð sem konungdómnum fylgir heldur en sonur hans sem ekki þykir nægilega þroskaður auk þess sem hann er ekki álitinn nema í meðallagi greindur. Belgískir fjöl- miðlar nefndu einnig að Philippe kynni að vilja kvænast aiþýðukonu sem myndi útiloka hann frá kon- ungdómi. Ein veigamesta skýringin á því að Albert tekur við af bróður sínum er þó líklega hve stöðugleiki er íbúum landsins mikilvægur nú þeg- ar ný stjórnskipan landsins er að festa sig í sessi þar sem Belgíu er skipt í tvo hluta eftir málsvæð- um auk þriðja hlutans, Brussel, þar sem bæði flæmska og franska eru talaðar. Þótt Albert hafi ekki sömu pólitísku reynslu og bróðir hans er hann betur heima í við- skiptaheiminum. Hann hefur haft ijölmörg verkefni með höndum sem fulltrúi lands síns á því sviði og er gjarnan nefndur sendiherra belgísks efnahagslífs. Albert var mörg ár í sjóhernum og hefur nafn- bót aðmíráls. Albert á eina systur, Josephine- Charlotte, sem giftist árið 1953 Jean stórhertoga af Lúxemborg. Æska þeirra bræðra var enginn dans á rósum. Þeir misstu móður sína í bílslysi árið 1935. í stríðinu máttu þeir þola útlegð, framsal og fangavist. En þótt Baldvin megn- aði aldrei fyllilega að komast yfír þetta erfiðleikatímabii og afsögn föður síns Leópolds III. árið 1951 varðveitti Albert lífsgleði sína. Hann hefur dálæti á hraðskreiðum mótorhjólum, bifreiðum og íþrótt- um yfirleitt. Lífsmáti hans var iðu- lega umfjöllunarefni slúðurblaða á sjötta og sjöunda áratugnum. Hinn þröngi vegur Árið 1959 kvæntist Albert Paolu Ruffo di Calabria. Það er því ítölsk kona sem nú verður drottning Belgíu á eftir Fabiolu hinni spönsku. Ef marka má belgísk dagblöð þá er Paola enginn eftir- bátur eiginmanns síns hvað lífs- þrótt snertir. Víst er að þau hjónin gengu aldrei rakleitt hinn þrönga veg sem hirðsiðir mæla fyrir um. Albert þykir hafa róast með árun- um; vinir lýsa honum sem skemmtilegum manni sem hafi fjölmörg áhugamál og sé gæddur heilbrigðri skynsemi. Upp á síð- kastið hefur lítið borið á honum opinberlega m.a. vegna heilsu- brests. Konungshjónin eiga þrjú börn. Áður er nefndur Philippe, sem er 33 ára. Astrid er næstelst og þyk- ir hún hvað bestum kostum búin kóngafólksins belgíska. Hún er gift austurrískum erkihertoga og býr í Brussel. Yngstur er Laurent sem er við nám í Bandaríkjunum. Fabiola, ekkja Baldvins, mun áfram hafa opinberu hlutverki að gegna og Belgar munu því hafa tvær drottningar ef svo má segja. Upphaf- lega var því lýst yfir að þjóðarsorg yrði landinu fram til 7. september en þá hefði Baldvin orðið 63 ára. Að beiðni ekkjunnar lauk þjóð- arsorginni í gær er Albert tók við og er það kannski táknrænt fyrir þá trú manna að veldissproti kon- ungdæmisins Belgíu sé í jafngóðum höndum og fyrr. Heimild: Frankfurter Allgew meine Zeitung og Reuter. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. J Kopavogi, simi B71800 ^ Suzuki Swift GL Sedan '90, hvítur, 5 g., ek. 43 þ. V. 700 þús. Fjörug bílaviðskipti Vantar árg. ’89-'93 á staðinn. Ekkert innigjald. Audi 80 1.8E ’89, svartur, 5 g., ek. aðeins 35 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1350 þús., sk. á ód. Daihatsu Sedan SG ’90, svartur, 5 g., ek. 45 þ. V. 710 þús. Renault Clio 1.4 RT ’91, 5 dyra, grásans, 5 g., ek. 23 þ., rafrúður, fjarst. læsingar o.fl. V. 730 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade CS ’90, hvítur, 4 g., ek. 69 þ. V. 490 þús. stgr. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 ’91, grásans, 5 g., ek. 49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1180 þús. Toyota Corolla XL Hatsback ’92, 5 dyra, sjálfsk., ek. 40 þ. V. 930 þús. MMC Colt EXE ’92, svartur, 5 g., ek. 28 þ. Fallegur bíll. V. 850 þús. Saab 90 '87, rauður, 5 g., ek. 117 þ. Góður bíll. Nýskoðaður '94. V. 480 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, grásans, 5 g., ek. 120 þ. Gott ástand. V. 1090 þús. Suzuki Sidekick JLX árg. '91, 4ra dyra., svartur, sjálfsk., ek. 52 þ., ABS bremsur, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Sem nýr. V. 1690 þús. Toyota Corolla Lift Back ’88, 5 g., ek. 79 þ. Gott eintak. V. 620 þús., sk. á ód. (eða 2 bílum). MMC Lancer '89, sjálfsk., ek. 29 þ., Ijós- blár. V. 750 þús. Góðar fréttir fyrjr væntanleaa farsímaeiaendur Motorola farsíminn seldist upp í júlí en nú er komin ný sending af þessum vinsælu farsímum. Nú getur þú eignast Motorola farsíma á frábæru verði og góðum greiðslukjörum. Pantanir óskast sóttar. MOTOROLA — traustur tengiliður PÓSTUR OG SfMI Söludeild Ármúla 27 s.: 91-636680, söludeild Kringlunni s.: 91-636690, söludeild í Kirkjustræti s.: 91-636670 og á póst- og símstöðvum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.