Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Hví er pólitík hér svo ómerkileg? eftir Jóhann M. Hauksson í grein, sem birtist ekki alls fyrir löngn í Morgunblaðinu, fór ég nokkr- um orðum um það hversu lítilfjörleg pólitík væri hér á landi. Stjómmála- menn taka ekki á alvarlegum málum sem þarfnast úrlausnar, en hugsa þess í stað um eigin völd og velferð. Vinir þeirra ekki heldur langt und- an. í stað þess að gera hluti sem nauðsynlegir eru, skrækja pólitíkus- ar „skera niður, skera meira“, eða hlaupa til útlanda til að taka lán, og fresta vandanum þannig fyrir okkur unga fólkið og komandi kyn- slóðir. Þetta væri svo sem sök sér ef vandinn væri ekki eins og snjóflóð sem skríður niður hlíðar. Hann hleð- ur alltaf meira og meira utan á sig, og því lengur sem hann er látinn óáreittur, því alvarlegri verður hann, þar til svo er komið að hann, eins og snjóflóðið, tekur allt með sér og eyðir. Ég tel að ástæður þess að stjórn- mál hér eru lítilfjörleg séu þríþætt- ar, þar sem allir partamir hanga saman. Þær em, í fyrsta lagi, hve flokkarnir eru veikir, þá kosninga- fyrirkomulagið, og loks em stjóm- málamennimir sjálfir ekki nógu góð- ir. Flokkarnir Til að lýðræði virki vel em stjórn- málaflokkar nauðsynlegir. Þeir eiga að móta stefnu sem kjósendur geta kosið um. Flokkar verða því að mynda ákveðna stefnu, sem þeir setja fram á skýran hátt, og standa svo við hana. Það er augljóst að lýð- ræði er lítils virði ef fólk kýs menn, eða flokka, vegna þess að þeir segja eitthvað, ef þeir svo gera allt annað er á hólminn er komið eða ef þeir em allir eins. Þá eru engir raunvem- legir valkostir. Flokkar á íslandi em mjög veikir að því leyti að þeir setja ekki fram neina stefnu, eða að ekk- ert er að marka hana. Við þurfum ekki að leita langt að dæmi. Fyrir síðustu þingkosningar var nánast ekkert fjallað um eitt af þremur mikilvægustu málum íslenskra stjórnmála síðustu hálfa öld: EES- samninginn. Það var einfaldlega vegna þess að allir vora sammála um ágæti hans, nema Kvennalistinn. Síðan eftir kosningar voru allir Al- þýðubandalagsmenn og margir úr framsókn allt í einu á móti samn- ingnum, þó allir viti að fiestir þing- menn þeirra hefðu greitt atkvæði með honum ef flokkarnir hefðu kom- ist í stjórn. Kvennalistinn einn var skýrt á móti samningnum fyrir kosn- ingar, en jafnvel þar varð einn þing- maður allt í einu fylgjandi samningn- um! Stjórnmál snúast um stjórn landsins, og það sem skiptir máli fyrir kjósendur er afstaða til stjórnar landsins. Um hana er kosið. Og því er nauðsynlegt að flokkar hafi ákveðna stefnu og að þeir séu sam- kvæmir sjálfum sér. Og þetta er ómögulegt meðan flokkar em eins veikir og þeir era hér á landi. Megin ástæðan fyrir veikleika flokkanna em prófkjörin. Nú velja flokkamir ekki sjálfir frambjóðendur sína, og því geta þeir vart sagt þing- mönnum sínum til syndanna. Lausn- in er að miðstjórn hvers flokks móti stefnu flokksins og að hún ráði einn- ig hveijir verða frambjóðendur hans. Þannig t.d. hefði miðstjórn Kvenna- listans mótað þá stefnu að vera á móti EES, og ef einhver væri ekki tilbúinn til að hlíta henni, þá annað- hvort þegir viðkomandi eða gengur úr flokknum. Ég efa ekki að sú greinda og heiðarlega Ingibjörg Sól- rún hefði fremur látið reka sig úr flokknum en að þykjast vera á móti EES-samningnum, og svoleiðis á það að vera. Þá vita kjósendur að eitt- hvað er að marka það sem frambjóð- endur segja. Og þetta leiðir líka til þess að menn velja sér flokk eftir afstöðu sem þeir hafa en ekki eftir aukaatriðum, s.s. útlitseinkennum, fjölskylduhefðum eða framavonum. Onnur ástæða veikleika flokkanna er að allir flokkamir reyna að höfða til allra, til að fá sem flest atkvæði. I þeim er yfirleitt auðvelt að fmna aðila sem em andstæðrar skoðunar í stórmálum. Þetta er sérstaklega áberandi í tveimur stærstu flokkun- um. EES aftur: bæði í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum vom hópar bæði með og á móti samningnum. Meðan herinn skipti máli í pólitík hér á landi var framsókn bæði með honum og á móti. Ómögulegt er að segja hver stefna flokkanna í hinum tveimur mikilvægustu málum stjórn- málanna er: í sjávarútvegs- og land- búnaðarmálum? Og þá tala ég um Verklok í Vatnaskógi ÍÞRÓTTAHÚSIÐ í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi var klárað nú um mitt sumar með því að grænn íþróttadúkur var lagður á salar- gólfið ásamt tilheyrandi merkingum fyrir hinar fjölbreytilegustu íþróttagreinar. Á síðustu mánuðum var annað lagfært og lokið þann- ig að gerlegt er að segja að íþróttahúsið sé fullfrágengið. Byijað var á íþróttahúsinu fyrir tæplega tuttugu ámm síðan. Þótt íþróttahúsið hafi ekki verið fullklárað hefur húsið verið í stöðugri notkun hin síðustu ár fyrir sumarbúðadreng- ina fyrir alls kyns innileiki sem og einnig þegar illa hefur viðrað til úti- veru. Á aðrar vistavemr íþróttahússins er komið nýtt gólfefni og nýr stigi var settur á milli hæða. Langþráður áfangi Að sögn Ársæls Aðalbergssonar, formanns Skógarmanna, breyta þessi verklok í Vatnaskógi miklu fyrir starfsemi sumarbúðanna og menn séu að vonum ánægðir með langþráðan áfanga í sögu sumarbúð- anna. - P.Þ. raunvemlega stefnu sem þeir setja fram og standa við, en ekki það sem þeir bara segja fyrir kosningar. Kosningafyrirkomulagið Það kosningafyrirkomulag sem er hér, í Færeyjum og víðar getur verið stórhættulegt. Stjórnmála- menn verða „þjónar" síns byggðar- lags og reyna að veita því eins góða fyrirgreiðslu og hægt er án þess að huga að hag heildarinnar, sem byggðarlagið er að sjálfsögðu hluti af. Fyrirgreiðsla verður alls ráðandi. Nýlegt dæmi er að nú á samdráttar- tímum er milljónum dælt til hafnar- gerðar á Blönduósi þó prýðishöfn sé á Skagaströnd, í nokkurra kílómetra fjarlægð. Stjórnmálamenn verða „skaffarar“ síns byggðarlags, en missa allar hugsjónir og ala ekki önn fyrir heildinni. Lausnin er að gera allt landið að einu kjördæmi, þannig að Islendingar allir kjósi sama fólk- ið. Æskilegast væri að hafa „þrö- skuld“, t.d. 5%, svo flokkar þyrftu að fá lágmark 5% atkvæða til að fá mann kjörinn. Innan svona kerfis mætti jafnvel viðhalda misvægi at- kvæða, þannig að Vestfirðingur hefði enn mörgum sinnum meiri áhrif á val frambjóðenda en borgar- búi, ef mönnum fyndist það réttlátt. Stjórnmálamennirnir Ég held það hafí verið Laxness Jóhann M. Hauksson „Lausnin er að gera allt landið að einu kjör- dæmi, þannig að Islend- ingar allir kjósi sama fólkið.“ sem sagði að ef íslendingar kæmu saman í hóp til samræðna, og ein- hver slysaðist til að nefna kjarna umræðuefnisins, það sem skiptir máli, brysti flótti í mannskapinn, menn afsökuðu sig, segðu að mat- urinn biði, og flýttu sér burt. Þetta er góð lýsing; hér veigra menn sér við að tala um aðalatriði, og því miður á þetta ekki síst við um stjórn- málamenn. Síðan Vilmundur Gylfa- son var og hét hefur íslenskur stjórn- málamaður ekki hafið máls á neinu sem skiptir máli. EES-samningurinn kom hingað utan frá, þjóðarsátt til að ráða niðurlögum verðbólgunnar kom frá VSÍ og ASÍ, kvótakerfið var mótað meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi, landbúnaðarkerfið hef- ur orðið til í Bændahöllinni. Gott dæmi um það hve stjórnmálamenn ala mikla önn fyrir aukaatriðum er Kvennalistinn. Áuðvitað skiptir kyn- ferði einstaklings ekki máli hvað stjórnun landsins varðar, heldur er afstaða hans það sem máli skiptir. Er hann með EES eða á móti, vill hann kvótakerfi sjávarútvegs eða bákn landbúnaðarins, hver er skoðun hans á jafnrétti? Þetta skiptir máli. Jafnrétti kynjanna er mikilvægt í stjórnmálum, eins og jafnrétti yfir- - leitt, en fráleitt er að stofna flokk um kynferði og að velja í hann sam- kvæmt kynfærum fólks. Maður hlýtur að gera meiri kröfur til stjórnmálamanna en til annarra. Það er ábyrgðarhluti að stjórna land- inu og stjómendurnir mega ekki vera eins og hvert annað fífl. Lands- menn verða að geta treyst stjórnend- um sínum, og hvernig er hægt að treysta lagabrjótum, þeim sem mis- nota aðstöðu sína, þeim sem ljúga eða gera annan þann hlut sem al- mennt siðferði meinar venjulegu fólki? Auðvitað gætu stjórnmálamenn tekið upp á því að tala um aðalat- riði og hegða sér þannig að til fyrir- myndar sé, en einhvern veginn efast maður um að af því verði. Lausnin er þá einföld: að fá nýtt fólk. En þar sem til lítils er að skipta til þess eins að fá sömu lágkúruna yfír sig aftur, þarf að fá fólk sem getur, þorir og vill. Þjóðin þarfnast þessa. Raunar getur hún ekki leyft sér þann „munað“ lengur að hafa stjórn- mál sín í þeim skorðum sem þau hafa verið síðustu áratugi. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Vestmamiaeyja Þensla í plötuklæðningu NÝ PLÖTUKLÆÐNING á Sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Vest- mannaeyja gæti hafa skemmst þar sem þensla í plötunum virðist meiri en gert var ráð fyrir og plötunar hafa verpst. Verkið hófst sl. haust. Málið er nú í rannsókn erlendis og fæst væntanlega úr því skorið innan skamms hvað þarna hefur gerst áður en langt líður. Ekki hefur komið í ljós hvort skemmdir hafa orðið á klæðning- unni. Um er að ræða loftræsta plötu- klæðningu sem Línuhönnun hf. sá um að leggja. Að sögn Jóns Viðars Guðjónssonar tæknifræðings hjá Línuhönnun virðast plöturnar þenjast meira en gert var ráð fyrir og hefði bilið á milli þeirra hugsanlega þurft að vera meira en 7-8 mm eins og framleiðandi mælir með. Umsjónarmaður Gísli Jónsson Hér er svolítil aukageta við An-stofna, sbr. 704. þátt. Tví- myndir vom uxi og oxi. Ekki verður skýrt hér að svo stöddu hvers vegna þessar tvímyndir urðu til, en hvor tveggja merkti tarf, bola. Uxi er eldri myndin og hefur orðið lífseigari. Þegar kýr beiðir, er sagt að hún sé yxna. Þá vill hún tarf. Löngu seinna var farið að hafa orðið uxi um vanaðan tarf. Orð þessi höfðu undarlega fleirtölu, og kemur hljóðið n þar enn við sögu í þessum stofna- flokki. Uxi var í fleirtölu yxn, og auðvitað var sú orðmynd karlkyns. Skalla-Grímur lét reka heim yxn mjög marga, er hann ætlaði til höggs. Oxi var í flt. öxn, og bregður fyrir svipaðri flt. í ensku oxen. En í íslensku era til örnefni sem flestir þekkja, eins og Öxnalækur og Öxnadal- ur. Enn er þess að geta, að menn báru nöfnin Uxi eða Oxi, svona eins og Göltur, Grís, Hafur og Hrútur. Era nokkrir karlar nefndir Oxi eða Uxi í fomum bókum, og ekki man ég betur en Oxi nokkur léti reisa ágæta kirkju á Hólum í Hjaltadal. Hlymrekur handan kvað: Aldrei var Ingibjörg þéruð, en oftsinnis tekin og beruð - eða svo er mér sagt - og síst mun það skakkt, því að þá riðu hetjur um héruð. ★ Nokkuð hefur áunnist í út- varpsfréttum að hamla gegn ofnotkun orðasambandsins „miðað við fyrra ár“, eða því- líkt. Þarna fer mun betur á því að segja t.d. að veiðin hafi glæðst mikið frá því í fyrra. Hins vegar er ég enn á glóðum um að „á meðan“ ætli að ryðja burtu aðaltengingunni en. Dæmi: Norðurbandalagið fékk 40% atkvæða, á meðan Sósíalist- ar fengu 5%. Þarna á auðvitað að vera en í staðinn fyrir „á meðan“. Villan er til komin vegna vankunnáttu í ensku, eins og oft hefur verið nefnt í pistlum þessum. While þýðir ekkert síð- ur en heldur en á meðan. Þegar menn era vondir í erlendum tungumálum vita þeir ekki hve- nær þeir sletta þeim. Þetta síðasta atriði er hér ít- rekað að ósk og áskorun Guð- mundar Vignis Jósefssonar í Reykjavík, enda fullkomin ástæða til þess. ★ Þá er hér meginefni bréfs frá Stefaníu Eyjólfsdóttur í Reykja- vík. Umsjónarmaður hefur áður fjallað um efni bréfs hennar frá sínu sjónarmiði og hvatt fólk til að koma skoðun sinni á fram- færi. Þakkar umsjónarmaður Stefaníu fyrir, leggur ekki dóm á tillögur hennar nú, en vonar að fleiri láti frá _sér heyra: „Kæri Gísli. Ég fylgist með pistlum þínum um íslenskt mál í blaðið. Oft era þeir bæði fróð- legir og þörf áminning til okkar landsmanna ef við viljum varð- veita ylhýra málið og gömul vísa er aldrei of oft kveðin, segir máltækið. Fyrir nokkru var stungið upp á orðinu vistvæn og visthæf sem umhverfisvæn. Það gleður mig að fleirum finnst það fara vel í íslensku, því fyrir um það bil þremur árum skrifaði ég þá- verandi umsjónarmanni útvarps- ins með íslensku máli bréfkom, þar sem ég stakk upp á orðinu vistvæn efni eða visthæf(ar) vörur um umhverfisvænar vörar og færði þá nokkur rök því til stuðnings. Eitt orð sem skylt er hinum tveimur mætti tilnefna 705. þáttur og finnst mér það jafnvel besti kosturinn þegar að er gáð. Það er orðið vistræn(n), vistrænar vörur, beygist eins og ein- ræn(n), óumhverfisvænt væri þá óvistrænt. Það er kostur að for- skeytið „ó“ sé haft fremst í orð- inu, það veldur síður ruglingi. Nafnorðið gæti þá verið óvist- ræni(n) (kvk.). Einnig er orðið vistvanhæft nokkuð gott orð, no. yrði þá vistvanhæfni(n) (kvk.). Það getur líka stundum verið nauðsynlegt að eiga fleiri en einn valkost til að auðga málið ... Róbóti er skemmtilegt karlkynsorð beygist eins og ábóti. Einnig gæti verið gott að eiga fleiri kosta völ t.d. vél- menni(ð) sem er lýsandi um notkun, beygist eins og var- menni og hvoragkynsorð vél- kon(ið) ft. vélkon(in) sbr. íkon hjá tölvunotendum eða sem kk. orð, vélkonni. Einnig vélkló (kvk.) ft. vélklær sem er mjög lýsandi og rammíslenskt, jafnvel vélka(n), ft. vélkur, kvenkyns- orð beygist eins og stúlka. Ég hvet landsmenn eindregið til að draga góð orð upp úr fór- um sínum svo við sitjum ekki uppi með stirðbusaleg orðskrípi. Einnig mætti velja mismunandi nöfn á ólík vélmenni eftir stærð þeirra og eðli verkefna sem þau eiga að sinna.“ Þjóðrekur þaðan kvað: Það verður margt ódrýgðra dáða, þegar Drottinn er genginn til náða og menn iiggja einir og eftir því seinir að ákveða hver eigi að ráða. ★ „Slyngt yrði þér um margt, frændi, ef eigi fylgdu slysin með.“ (Þorsteinn drómundur um Gretti Asmundarson, hálfbróður sinn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.