Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 28
28 MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Minning Ólafur Kristjánsson verkstjórif Ólafsvík Fæddur 21. júlí 1927 Dáinn 6. ágúst 1993 Lát Ölafs Kristjánssonar, verk- stjóra, hinn 6. ágúst síðastliðinn kom ekki á óvart svo erfiða baráttu sem hann hafði háð við veikindi síðustu mánuði. Hins vegar er lát hans ótímabært og mörgum harm- ur. Ólafsvík hefur misst einn sinna bestu þegna. Hin mæta eiginkona Ólafs, Hrefna Bjamadóttir, lést fyr- ir fjómm ámm svo nú er sannar- leg'a skarð fyrir skildi. Það er ekki á neinn hallað þó að sagt sé að þau hjón væm flestum framar í félags- legum störfum í byggðarlaginu, studd hvort af öðru. Olafsvíkingar líta til baka með þökk og virðingu á útfarardegi Ólafs Kristjánssonar. Ólafur var sonur hjónanna Krist- ensu Tómasdóttur og Kristjáns Þor- steinssonar sem bjuggu í Tungu í Fróðárhreppi. Hann naut takmark- aðrar skólagöngu eins og tíðast var þá en góðar gáfur, einurð og atorka bættu honum það vel upp. Var hann hvarvetna gjaldgengur hvað sem hann tók sér fyrir hendur og öll hans framkoma bar vitni um að þar færi menntaður og traustur maður. Eftir lát föður síns stóð Ólafur fyrir búi með móður sinni til ársins 1957. Þá fluttist hann til Ólafsvíkur og gerðist verkstjóri hjá Hraðfrysti- húsi Ólafsvíkur. Með stækkun fyrir- tækisins varð hann síðar yfirverk- stjóri. Hundmð manna kynntust Ólafí sem verkstjóra og fjöldinn allur höfðu kynni af félagsmála- störfum hans svo sem fyrir hesta- menn. Sæti hans var ætíð vel skip- að. Það var ekki sitjandi sældin að stjórna stórri fískvinnslustöð fyrir 30 ámm, síst á vetrarvertíð við Breiðafjörð. Tæknin var ekki komin til sögunnar að neinu gagni, svo sem lyftarar. Samgöngur buðu heldur ekki upp á mikla möguleika til afladreifíngar. Raunar var það líka svo að þegar fyrst var farið að dreifa afla að þá heyrðust þær raddir að „ekki mætti svo koma uggi á land að ekki yrði farið að senda burtu.“ Þó stóðu jafnvel gam- almennin, konur jafnt sem karlar fram undir miðnætti og fullfrískir til kl. 3 að nóttu, hvaða dag sem var. Það er freistandi að lýsa einum minnisstæðum degi sem þó var ekki svo frábmgðinn ýmsum öðmm ver- tíðardögum. Það hafði verið hrota með hörkuafla og verið unnið nótt og dag. Flensa hafði líka verið á ferð og dregið úr afköstum. Það var kominn annar í páskum og öll ______________Brids__________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Úrslit í bridskeppni Félags eldri borgara, haldin í Risinu 5. og 8. ág- úst sl. 5. ágúst, fimmtudagur: Þór^rinn Arnason-BergurÞorvaldsson 142 Sigurleifur Guðjóns. - Bergsveinn Breiðfjörð 124 Samúel Samúelsson - Guðmundur Samúelsson 112 Meðalskor var 108. 8. ágúst, sunnudagur: Bergsveinn BreiðQörð - Kjartan Guðmundsson 108 Þorsteinn Erlingsson - Gunnþórunn Erlingsd. 106 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 94 Meðalskor var 84. Bikarkeppni Bridgesambands íslands Ólafs Láruss. Rvk. - Antons Haraldss. Ak. ' Hjólbarðahallarinnar Rvk. - Aron Þorfinnss. Rvk. Bjöm Theódórss. Rvk. - Sjóvá-Almennra Akran. H.P. Kökug. Self. - Sigfúsar Á. Ámasonar Rvk. Metró Rvk. - Landsbréfa Rvk. VÍB. Rvk. - Rúnars Magnússonar Rvk. Siguijóns Harðars. Hf. - Samvinnuferða Rvk. Tryggingamiðstöðvarinnar Rvk. - T.V.B. 16 Rvk. Sú sveit sem talin er upp á undan á heimaleik. Leikjum í þriðju umferð þarf að ljúka á síðusta lagi sunnudag- inn 5. september 1993. Minnt er á að keppnisgjald skal greiða áður en leikur er spilaður og láta vita um úrslitpins fljótt og hægt er á skrifstofu BSÍ. gólf í aðgerðarsal voru þakin slægð- um físki sem beið flökunar. Ekki voru fískikörin komin til sögunnar og því voru öll gólf í salthúsi þakin saltfískstæðum sem biðu upprifs og að húsabaki voru tugir tonna sem áttu að spyrðast og hengjast í hjalla sem voru að verða yfirfullir. Allir bátar voru á sjó að draga trossurn- ar eftir tvær nætur. Það var því von á hlaðafla með kvöldinu. En þennan morgun var ekki mik- ið hægt að snúa sér að óunna fiskin- um. Því fleira var á dagskrá. Það þurfti að skipa út freðfíski. Skipafé- íögin höfðu þá mikið dálæti á að láta byija lestun kl. 4 að morgni í Ólafsvík því að ekki var búið að setja hömlur á það. Og nú var skip við bryggjuna kl. 4 að morgni þessa helgidags. Flestir þeir karlmenn sem fullfrískir töldust voru sendir í klefa og í lest. Smalað hafði verið hópi manna úr sveitunum til viðbót- ar því mörg þúsund kassar áttu að fara. Aðeins fáeinar hendur voru við flökun og flatningu og ekki voru vélarnar. Það var því ekki stór eyða á gólfunum eftir daginn. Þegar út- skipun lauk síðdegis var svo farið að styttast í fyrstu löndun. Er ekki að orðlengja það að þegar vinnu var hætt kl. 3 um nóttina var allt svo smellfullt af físki, úti sem inni að ekki var hægt að ímynda sér hvenær sæi högg á því vatni. Ólafur var jafngeðja, en við svona aðstæður virtist jafnvel liggja best á honum. Þegar tæknin kom meira til sögunnar var svo farið að tak- marka mestu vinnu við stöðu frá kl. 8 að morgni til kl. 1 að nóttu, alla daga vikunnar. Var svo í mörg ár. Þá var farið að setja veiðibann um páska og miðla afla milli lands- hluta. Svona voru nú aðstæðumar og erfíðið á fyrstu verkstjóraárum Ólafs. Nú er þetta framlag fisk- vinnslufólksins til þjóðarbúsins grafíð og gleymt. „Nú get ég“ var einhvem tíma sagt og útgerðar- menn kosta hundruðum milljóna í frystitogara. Fiskurinn er sendur í stóram stíl í gámum óunninn til útlanda. Gamla verkaskiptingin er ekki viðurkennd og talsmaður út- gerðarmanna telur þá ekki hafa neinar skyldur við fískvinnslufólkið í landi. Stjórnmálamennirnir dansa eftir þessu. Þeir era búnir að setja öll verðmætin á skipin með kvótunum, gera fískvinnslustöðvamar verð- lausar og fóma hagsmunum verka- fólksins. Fiskvinnslustöðvarnar sem auðvitað urðu til á undan frystitog- urunum era svo hafðar til merkis um sóun í landinu. Ólafur kvæntist Hrefnu Bjarna- dóttur árið 1963. Það varð honum til mikillar gæfu og hjónaband þeirra einkenndist af ástúð og sam- heldni. Þau reistu sér hús að Skál- holti 15, prýddu það fallegum mun- um, hlýju og gestrisni hið innra og fallegum gróðri utan dyra. Þau eignuðust ekki börn saman, en fjög- ur böm Hrefnu frá fyrra hjóna- bandi eignuðust þá ástríkan stjúp- föður sem varð þeim skjól og skjöld- ur sem kynfaðir væri. Þau era Bjami, Kristín Sigríður, Álfheiður Erla og Magnús, Þórðarbörn. Einn- ig ólu þau Hrefna og Ólafur upp frá tveggja ára aldri Guðmund Jó- hannes son Kristínar Sigríðar. Barnabömin nutu ástúðar hans vel og sakna nú góðs afa. Þegar linna tók mesta álaginu í vinnunni með tæknivæðingunni fór Ólafur æ meira að sinna félagslífí og félagsstörfum. Hann var félagi í Rotaryklúbbi Ólafsvíkur og um mjög langt skeið formaður Átt- hagafélags Fróðhreppinga enda upphafsmaður að félaginu. Af mikl- um myndarskap stóð þetta tiltölu- lega fámenna félag fyrir útgáfu bókarinnar „Sjávarbyggð undir Jökli“ sem er saga Fróðárhrepps. Þá var Ólafur mikilvirkur hjá Hestamannafélaginu Snæfellingi enda mikill hestavinur og átti ágæt hross. Hann var mikil driffjöður meðal hestamanna í Ólafsvík og ber nýr reiðvöllur nafn hans. Hrefna var einnig afar dugleg félagsmála- manneskja, meðal annars um ára- bil formaður sóknarnefndar. Vora þau hjónin afar samhent í þessum efnum sem öðrum. Er hér fátt eitt nefnt af félagsstörfum þeirra. Sem fyrr segir missti Ólafur konu sína árið 1989. Þegar litið er til baka má sjá að þá tók degi að halla fyrir honum þó að aldurinn væri ekki hár. Það var svo fyrir hálfu öðra ári að hann fékk heilablóðfall. Hann barðist af harðfylgi og bjart- sýni við þá raun en fyrir nokkram vikum skall á honum annar grimm- fengur sjúkdómur. Þau tök vora hörð og óvægin og karlmennið Ólaf- ur hlaut að lúta í lægra haldi. Þó nú höggvist óðum skörð í þann hóp sem starfaði undir stjóm Ólafs á blómaskeiði HÓ era þeir fjölmargir sem riija upp bjartar minningar frá þeim tíma. Þar var oftast glatt á hjalla og vinnuandinn góður. Ólafur var góður verkstjóri og hann var gamansamur. Hann var fjallhraustur til orðs og æðis og vinafastur. Hann hafði sömu framkomu við háa sem lága og lá ekki á meiningu sinni hver sem í hlut átti. Ólafur mun ekki hafa vanist því að alheimta laun sín að kveldi dags, hvorki sem verkstjóri né í félags- störfum. En nú, þegar hann er allur er ég viss um að hans bíða ríkuleg verkalaun. Hans er gott að minnast. Helgi Kristjánsson. Enginn er í raun tilbúinn að sætta sig við fráfall ástvinar. Hugurinn reikar og margs er að minnast, en hvemig á maður að túlka tilfínningar á slíkum stundum, penninn virðist vera ákaflega þung- ur. Við fráfall Ólafs Kristjánssonar misstum við_ góðan vin og stuðn- ingsmann. Ólafur eða Óli pabbi, eins og við ávallt kölluðum hann, fékk heilablóðfall fyrir einu og hálfu ári, þannig að hann lamaðist vinstra megin. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir mann eins og hann að verða fyrir slíku áfalli, mann sem aldrei hafði orðið misdægurt; vinnu- samur og iðinn fram úr hófí. Eftir mikla hjúkrun og endurhæfingu sáum við fram á þá von að hann gæti að nokkru náð sér af þessum veikindum. Þegar í vor var hann farinn að gæla við þá hugsun að komast á hestbak í sumar, en Óli pabbi var hestamaður mikill, átti úrvals hross og allt er laut að hest- um var honum hugleikið. En vonin bregst stundum. í apríl- mánuði fékk hann illvígan sjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Var það stutt en ákaflega erfíð barátta, en eins og oft sigraði maðurinn með ljáinn. Móðir okkar fluttist með okkur ijögur börn sín til Ólafsvikur árið 1959 og vissulega vora það hennar gæfuspor. Hún hóf strax störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, en þar kynntust þau Óli pabbi. Ólafur var þar verkstjóri til margra ára. Þau giftu sig á jóladag 1963, heima hjá sóknarprestinum, séra Heimi Hjart- arsyni. Voram við systur viðstaddar athöfnina, sem var okkur mikil gleðistund, því yndislegri stund höf- um við sjaldan átt, hamingjan geisl- aði af þeim báðum. Jóladagur var upp frá því alveg sérstakur dagur innan fjölskyldunn- ar. Fjölskyldan kom alltaf saman á þeim degi á heimili þeirra og jafn- vel eftir lát móður okkar, hélt Óli pabbi þeim sið áfram. Sjálfsagt hefur verið erfítt fyrir Óla pabba að taka við unglingum á aldrinum 15-20 ára, en aldrei fundum við það. Strax vorum við eins og hans eigin börn, enda eins og áður er sagt alltaf kallaður Óli pabbi. Óli og mamma áttu engin böm saman, en hann eignaðist okk- ur, okkar börn og bamaböm. Vissulega var það mikils virði fyrir Óla pabba, enda naut hann þess að hafa okkur og bömin í návist sinni. Hjónaband mömmu og Óla var fallegt og traust, þau nutu þess að ferðast og áttu margar og fallegar minningar frá þeim stund- um. Oft hin síðari ár minntist Óli þeirra stunda á svo fallega hátt að maður hreifst af. Óli var ekki margmáll maður, hann var eins og klettur á hafi úti, þögull og traustur, en hið innra bærðust með honum djúpar tilfinn- ingar, sem komu glögglega í ljós í veikindum móður okkar fyrir 5 áram. Það var aðdáunarvert hvað hann hugsaði vel um hana. Allt vildi hann gera til að lina þjáningar hennar, allt til dauðastundar. Við fráfall móður okkar kom í ljós mað- ur með djúpar tilfínningar og ást. Sjálfsagt gætum við tíundað störf og lífsferil Óla pabba, en efst í huga okkar er þakklæti. Þakklæti fyrir góðan og traustan mann, mann sem við gátum leitað til á öllum stundum. Óla pabba söknuð við mikið, en huggun okkar er sú að mamma og hann hittist í æðri veröld og að þau vaki yfír okkur, sem eftir lifum. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Óli pabbi. Börnin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. Mig setti hljóða þegar Erla frænka mín hringdi í mig og til- kynnti mér að Óli væri dáinn. Þó að vitað hafi verið um tíma að kallið nálgaðist, þá er maður alltaf óviðbúinn. Með fátæklegum orðum vil ég kveðja vin minn Óla, sem reyndist mér svo vel þegar ég flutti til Ólafs- víkur með dætur mínar tvær, Ás- laugu og Elsu Láru. Fór ég að vinna hjá Óla, fyrst í Hraðfrystihúsi Ól- afsvíkur og síðan tók ég við rekstri Hótels Sjóbúða, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Óli var góður lærimeistari og hafði alltaf tíma til að leiðbeina mér í lífinu þegar svo bar undir. Þegar ég þurfti á góðum vini að halda þá leitaði ég Óla uppi og fann hann oft uppi í hesthúsi. Meðan hann kembdi hestana sína hlustaði hann á raunir mínar og var óspar á góð ráð. Við vorum oft ósammála án þess að rífast nokkum tímann, enda komumst við ætíð að sameiginlegri niðurstöðu. Bæði vildum við að hlut- irnir gengju hratt og örugglega fyrir sig. Það var mikilvægt fyrir mig að fínna að ég hafði alltaf stuðning Óla við þau verkefni sem ég taldi nauðsynleg í starfinu. Þess- um trúnaði vildi ég síst bregðast. Heimili Óla og Hrefnu var mér alltaf opið og þaðan stafaði hlýja og góðvild. Þetta hlýlega viðmót einkenndi öll samskipti þeirra hjóna og smitaði út frá sér. Með þessum fáu orðum vil ég þakka góðum vini samfylgdina um leið og ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Jenetta Bárðardóttir. Ólafur Kristjánsson móðurbróðir minn lést 6. ágúst síðastliðinn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Þar sem ég var Óla einkum nákominn á fyrstu æviárum mínum hefur sú mynd sem ég hef af honum mótast mjög af bernskuminningum frá Tungu í Fróðárhreppi, bænum sem Óli var oft kenndur við. í endur- minningunni kemur hann fyrir sjón- ir sem fulltrúi hinna harðgerðu kynslóða sem tókst að nytja torgæt- ar lífsbjargir þessa harðbýla lands okkar með hjálp sjálfsaga og ótrú- legrar seiglu. Qli frændi var maður athafna fremur en orða. Hann var hamhleypa til verka og lét verk sín tala fremur en ræða um þau fyrir fram eða hælast um að verklokum. Þetta má ekki skilja sem svo að Óli hafí verið einfari að upplagi. Þegar hann taldi þörf á, veitti hann góðum málefnum lið á ýmsa lund, jafnt innan skipulagðra félagasam- taka sem utan. Heimssýn Óla mótaðist af gildis- mati, sem mörgum virðist nú fara halloka fyrir nýjum viðmiðum, en hún einkenndist meðal annars af hugmyndum um göfgandi eðli vinn- unnar og næri réttlætiskennd. En þótt Óli væri ósérhlífinn og gerði jafnframt kröfur til að aðrir ynnu sín verk sómasamlega þá era mér í minni ýmis dæmi þess, að þessi harðgerði maður mátti ekkert aumt sjá ósnortinn - þá var stutt í samúð- ina og hjálparhönd rétt fram. Óli sté mikið gæfuspor er hann kvæntist Hrefnu Bjarnadóttur, en hún er öllum sem henni kynntust minnisstæð, meðal annars sakir óvenjulegrar atorku og léttrar lund- ar. Þau bjuggu öll sín hjúskaparár í Ólafsvík. Er mér líkt og mörgum öðram ofarlega í huga rausn sú og myndarbragur sem einkenndi bú- skap þeirra. Þótt Óli hafí Iengst af starfað og búið í Ólafsvík mun hann ekki síður hafa litið á sig sem Fróðhrepp- ing, en það tengist þætti í ævi- starfi hans sem mig langar að nefna sérstaklega. Það era störf hans í þágu Átthagafélags Fróðhrepp- inga, en ekki mun ofmælt að Óli og samstarfsmenn hans í því félagi hafí unnið ómetanleg verk á vegum þess og jafnvel bjargað menningar- verðmætum frá glötun. Þetta dylst engum sem hefur kynnt sér hið mikla verk um Sögu Fróðárhrepps sem kom út fyrir fímm árum síðan, og eins og fram kemur í aðfaraorð- um þeirrar bókar var þetta framlag sérstakt og einkenndist af stórhug frumkvöðlanna: „Bók þessi hefur eins og gjarnt er um mörg áþekk verk verið lengi í smíðum. Til hennar var stofnað af áhugasömum forvígismönnum Átthagafélags Fróðhreppinga eink- um ðlafi Kristjánssyni,_ Sigurði Brandssyni og Bjarna Ólafssyni. Hafa þeir með sérstakri þolinmæði, þrautseigju og af stórhug hrifið með sér þá sem settu saman texta og hafa átt í þeim rannsóknum sem era undanfari bókarinnar sem hér birtist. Áhugi á byggðasögu hefur að undanfömu leitt til þess að sveit- arfélög hafa stofnað til sagnfræði- rannsókna og liggja fyrir nokkur ágæt verk til marks um hann. Miklu fátíðara er að einstaklingar sem ekki njóta stuðningss sveitarfélags eða annarrar opinberrar fyrir- greiðslu hafi frumkvæði að ritun sögu byggðarlags síns og gefí hana út sjálfir." Þessi tilvitnun í „Sögu Fróðár- hrepps" felur ef til vill í sér eftir- mæli sem Óla hefði sjálfum þótt mest um vert. Honum var alla tíð annt um sveitina sína og Iaunaði henni atlætið ásamt fyrrnefndum samsveitungum með þessu glæsi- lega og óbrotgjarna verki sem geymir sögu hennar frá landnámi, ömefni sem vora í þann mund að hverfa í djúp gleymskunnar og ótal aðrar upplýsingar um líf og störf horfínna kynslóða. Kæri Óli, verk þín munu halda á lofti minninjgu um góðan dreng. Olafur Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.