Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Afkoma fyrirtækja Upplýsingar, sem fram hafa komið síðustu daga um afkomu einstakra fyrir- tækja á fyrri hluta ársins, benda til þess, að þrátt fyrir kreppu og samdrátt og dökk- ar horfur í þjóðarbúskapnum, sé árangur að nást í endur- skipulagningu og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Kannski má líka segja, að þessi árang- ur sé að nást, ekki þrátt fyrir kreppuna, heldur vegna henn- ar. Augljóst er, að stjórnendur fyrirtækja hafa gert verulegt átak í því að draga úr útgjöld- um í rekstri og bæta stöðu fyrirtækjanna á margvíslegan hátt. Nú í vikunni var frá því skýrt, að eitt stærsta útgerð- arfyrirtæki landsins, Grandi hf., hefði skilað rúmlega 50 milljóna króna hagnaði fyrstu 6 mánuði ársins eftir að gjald- fært hafði verið gengistap upp á 154 milljónir króna. Þetta er rekstrarárangur, sem hlýtur að vekja mikla athygli, ekki sízt vegna þess, að sjáv- arútvegsfyrirtæki á í hlut. Að vísu kemur ekki fram, hvort búið er að reikna arðgreiðslur af hlutafé, en jafnvel þótt ekki væri búið að gera ráð fyrir arðgreiðslum af hlutafé Granda, sem er mikið, breytir það ekki þeirri grundvallar- staðreynd, að þetta stóra sjávarútvegsfyrirtæki skilar jákvæðri niðurstöðu á fyrra árshelmingi. Á sama tíma og því er hald- ið fram, að sjávarútvegurinn sé í rúst, fer ekki hjá því að spurt verði, hver sé munurinn á rekstri Granda og annarra fyrirtækja í sjávarútvegi, sem ganga ver. Augljóst er, að ýmislegt stuðlar að þessari afkomu Granda, m.a. áhrif gengislækkunarinnar í nóv- ember sl. en einnig mikill afli á fyrra helmingi ársins og þá m.a. úthafskarfaveiðar, sem skip fyrirtækisins hafa stund- að. Það verður óneitanlega fróðlegt að sjá hver rekstrar- afkoma annarra stórra sjáv- arútvegsfyrirtækja hefur orð- ið á fyrri hluta ársins. Tæp- lega eru Grandamenn einir í heiminum og árangur þeirra í rekstri fyrirtækisins hlýtur að vera vísbending um, hvað hægt er að gera, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði. Þótt Eimskipafélag íslands hf. hafi verið rekið með smá- vægilegu tapi á fyrstu sex mánuðum ársins er augljóst, að veruleg umskipti hafa orð- ið í rekstri fyrirtækisins frá síðasta ári. Gengistap félags- ins var bókfært upp á rúm- lega 200 milljónir króna. Hefði það ekki komið til sög- unnar hefði orðið umtalsverð- ur hagnaður á rekstri fyrir- tækisins. Eins og áður hefur verið vikið að hér í blaðinu er álitamál, hvort bókfæra á gengistap í eitt skipti fyrir öll eða skipta því á fleiri ár miðað við árafjölda erlendra skuldbindinga fyrirtækjanna. Þetta á bæði við um Eimskip, Granda og önnur fyrirtæki. En hvað sem því álitamáli líð- ur fer ekki á milli mála, að þessi rekstrarárangur Eim- skipafélagsins byggist bæði á markvissri viðleitni til þess að draga úr útgjöldum en einnig auknum flutningum og þá fyrst og fremst útflutningi. í báðum þeim fyrirtækjum, sem hér hafa verið nefnd, hefur verið unnið skipulega að hagræðingu og endur- skipulagningu í rekstri. Það á við um fjölmörg önnur fyrir- tæki, sum þeirra birta reikn- inga sína opinberlega, önnur ekki. Sameiginlegur árangur fjölmargra einkafyrirtækja í atvinnulífinu að þessu leyti styrkir innviði þjóðarbúsins og afkomugrundvöll þjóðar- innar allrar. Þess vegna eru þetta ánægjuleg tíðindi og vísb'ending um, að ekki er allt neikvætt, sem er að ger- ast í þjóðarbúskapnum. Fleiri merki jákvæðrar þró- unar má sjá í atvinnulífinu. Mikil loðnuveiði skilar aukn- um tekjum í þjóðarbúið og styrkir stöðu þeirra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem stunda veiðar og vinnslu á loðnu. í sumum tilvikum geta loðnu- veiðarnar valdið algerum umskiptum í stöðu fyrirtækj- anna, eins og hvað eftir annað hefur gerzt á undanförnum tveimur áratugum. Þessi jákvæða þróun breyt- ir þó ekki því, að þjóðarbú- skapur okkar verður í kreppu þar til þorskveiðarnar ná sér á strik á nýjan leik. Þau sjáv- arútvegsfyrirtæki, sem byggja fyrst og fremst á þorskveiðum, munu eiga við mikla erfiðleika að etja og það sama á við um byggðarlög, sem hafa byggt afkomu sína fyrst og fremst á þorskveið- um, eins og t.d. sjávarplássin á Vestfjörðum. Veiðar íslendinga í Barentshafi Átta togarar geta afl- að nær 400 miUjona kr. Fari fimmtán togarar gæti aflaverðmætið náð milljarði króna á hálfum mánuði AFLAVERÐMÆTI þeirra átta íslensku togara sem farnir eru til veiða í Barentshafi, eða verið er að undirbúa brottför á, gæti samtals numið nær 400 milljónum króna í hverri veiðiferð. Og fari 15 íslenskir togarar til veiða á þessu hafsvæði eins og útlit er fyrir, gæti aflaverðmæti þeirra náð einum milljarði króna á hálf- um mánuði. Er þá miðað við að mikill afli fáist á stuttum tima og það að mestu 3 kg þorskur sem talinn er einn besti vinnslu- fiskurinn. Togararnir tveir frá Dóminík- anska lýðveldinu, sem veitt hafa á alþjóðlega svæðinu við Svalbarða, og landað hérlendis, eru innan við viku að fá fullfermi. Annar togar- inn, Zaandam, hefur lagt upp hjá Hraðfrystistöðinni á Þórshöfn. Jó- hann Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar segir að þeir hafí landað um 100 tonnum eftir hvem túr af 3 kg þorski og að afla- brögðin hafi verið á bilinu 20 til 50 tonn á sólarhring þegar bræla hefur ekki hamlað veiðum. Fyrir liggi að þessir togarar tveir eru ekki eins vel útbúnir að tækjum og veiðarfær- um og íslensku skipin. Um 40-70 miHjónir á skip Jóhann Jónsson segir að áætla megi að aflaverðmæti hvers íslensks skips sem veiði á þessu svæði liggi á bilinu 40 til 70 milljónir króna eftir stærð þeirra og því hvort um vinnsluskip er að ræða eða ekki. Trausti Magnússon útgerðarmað- ur togarans Otto Wathne á Seyðis- firði segir að togarinn geti lestað 400 tonn af hausskomum og fryst- um físki og að aflaverðmæti full- fermis hjá honum sé því tæplega 40 milljónir króna. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samherja sem gerir út Akureyrina segir að aflaverð- mæti fullfermis hjá togaranum geti numið rúmlega 70 milljónum króna en togarinn er með fullkomna vinnslulínu og vinnur flök um borð. Aflaverðmætið sé þó afstætt eftir því hvemig físk er verið að vinna en sá þorskur sem fæst í Barents- hafí segir Þorsteinn að sé ágætis vinnslufískur fyrir togarann. Miðað við aflabrögð Zaandam má reikna með að íslensku skipin nái fullfermi á innan við viku en hinsvegar er fjögurra sólarhringa stím á miðin þannig að hver veiði- ferð tekur um hálfan mánuð að jafn- aði. Og ef 15 íslenskir togarar fara á þessi mið eins og nú er útlit fyrir má með einföldum framreikningi gefa sér að aflaverðmæti þeirra nemi hátt í einn milljarð króna á hálfum mánuði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista Stríðir gegn grund- vallaratríðum í stefnu sljómvalda INGIBJORG Sólrún Gísladóttír, ein af þingkonum Kvennalistans, segir að hún Iíti alvarlegum augum á veiðar íslenskra togara í Barentshafi. Slíkt stríði gegn grundvallaratriðum í þeirri stefnu stjórnvalda að stunda ábyrgar fiskveiðar og hætta sé á að orðstír íslands á alþjóðavettvangi bíði hnekki. „Þessar veiðar stríða gegn þeim áformum íslendinga, og annarra, að koma á samningum um nýtingu stofna utan lögsögu strandríkja,“ segir Ingibjörg Sólrún. „í því sam- bandi má minna á ræðu sem utan- ríkisráðherra hélt á Alþingi í vetur þar sem fram voru sett þau atriði sem íslendingar leggja áherslu á í samningum af þessu tagi.“ Meðal þeirra atriði má nefna að koma á kvótum með svæðisbundinni sam- vinnu og tryggja rétt strandríkja til markaðsstofna. Ingibjörg Sólrún segir að veiðar Islendinga í Barentshafi geti leitt til þess að Norðmenn leggi fram kæru á okkur fyrir sjóræningja- veiðar. „Fari svo myndi orðstír ís- lands á alþjóðavettvangi bíða hnekki því áhrif okkar á þessum vettvangi byggjast á siðferðilegum nótum en ekki afli,“ segir Ingi- björg. Ekki bjart framundan Hvað varðar það sjónarmið út- gerðarmanna að þeir lepji dauðann úr skel hér heima og sé því nauðug- ur einn kostur að stunda þessar veiðar, segir Ingibjörg, að vissulega sé ekki bjart framundan í efna- hagsmálum íslendinga. „Við meg- um samt ekki hegða okkur eins og eitthvert þriðja heims ríki og saga niður greinina sem við sitjum á,“ segir hún. Sjávarútvegsráðherra Norðmanna Getur skaðað sam- starf þjóðanna Ósl6. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSK stjórnvöld útiloka að valdi verði beitt til að stöðva veiðar erlendra togara í Barentshafi. Lögum samkvæmt getur norska strand- gæslan ekki haft afskipti af veiðunum svo framarlega sem viðkom- andi skip heldur sig utan norskrar lögsögu. Jan Henry T. Olsen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, ítrekaði í gær í samtali við norska dagblaðið Aftenposten óánægju sína vegna fyrirhugaðara veiða islenskra fiski- skipa í Barentshafi og kvað þær geta skaðað það ágæta samstarf sem einkennt hefði samskipti Islendinga og Norðmanna á þessum vettvangi. „Það er ekki unnt að líða það að íslensk fískiskip skuli vera á leið í Barentshafíð,“ sagði norski sjávarút- vegsráðherrann og bætti við að Norðmenn væntu þess að íslensk stjórnvöld legðu sig fram um að koma í veg fyrir veiðar á þessum slóðum. „Finnist ekki lausn á þessu máli óttast ég að það kunni að hafa óæskileg áhrif á það góða samstarf sem íslendingar og Norðmenn hafa átt með sér á sviði sjávarútvegs í gegnum árin,“ sagði ráðherrann. Hann lét þess og getið að norsk stjómvöld væm nú að vinna að því fá íslendinga til að stöðva fyrirhug- aðar veiðar með lagasetningu. Norska strandgæsluskipið „Nom- en“ er á miðunum í Barentshafi en áhöfnin hefur fengið fyrirmæli um að fylgjast með ferðum fískiskipa og leggja mat á aflann. „Við munum einungis láta til okkar taka ef nauð- synlegt reynist að grípa til aðgerða til að bjarga mannslífum," sagði tals- maður strandgæslunnar, Káre Fuglevik. Hann kvaðst áhyggjufullur vegna frétta um að íslensk fískiskip hygðust hefja veiðar í Barentshafi. „Við óttumst að skapast muni ástand þar sem öll lög verði hundsuð," sagði hann. Norsku umhverfisverndarsamtök- in Bellona hafa að undanförnu hótað því að senda skip sitt Genius í „Smuguna" svonefndu í Barentshafi til að koma í veg fyrir það sem Norð- menn nefna „sjóræningaveiðar" út- lendinga. Hugmyndin var sú að koma fyrir búnaði um borð í Genius til að klippa á togvíra erlendra fiski- skipa en í gær sagði talsmaður sam- takanna að hætt hefði verið þau áform. Sagði sá hinn sami forráða- menn Bellona óttast að togararnir myndu sigla á skip samtakanna. Yfirlýsing frá sex verkalýðsfélögum Stjómvöld vömð við því að banna veiðar VERKALÝÐSFÉLÖG í sex bæjarfélögum hafa lýst yfir eindregn- um stuðningi við fiskvinnslustöðvar vegna kaupa á fiski af togur- um sem veiða á alþjóðlegum veiðisvæðum og vara stjórnvöld við að grípa inn í landanir og veiðar íslenskra togara. 1 sameiginlegri yfírlýsingu frá verkalýðsfélögunum á Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafirði, Eskifirði og Stöðvarfirði segir: „Aflasamdráttur og niðurskurður A Halldór Asgrímsson segir veiðar ekki stöðvaðar nema með lögum Eðlilegt að Islendingar fari fram á heimildir HALLDÓR Ásgrímsson þingmaður og fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra segir eðlilegt að Islendingar fari fram á veiðiheimildir í Barentshafi. Hann telur íslensk sljómvöld ekki getað stöðvað veiðar íslenskra togara á svæðinu nema með með setningu laga á Alþingi. „Lögin frá 1976 [um veiðar ís- lenskra skipa utan fiskveiðiland- helgi íslands] fela í sér að við getum stöðvað veiðarnar á grundvelli al- þjóðlegra samninga og á grundvelli samninga milli ríkjanna. Að mínu mati er það þó ekki ótvírætt að það ríki alþjóðlegur samningur í sam- bandi við Barentshafið og það er enginn samningur á milli okkar, Norðmanna og Rússa. Ég tel því að sjávarútvegsráðherra hafí ekki ótvíræða heimild til að grípa þama inn í. Ef það hefði átt að beita þess- ari heimild hefði átt að gera það strax í síðustu viku áður en skipin fóru af stað. Nú eru þau farin og þar af leiðandi er orðið of seint að mínu mati að grípa inn í,“ sagði Halldór. Norðmenn sýni skilning Hann sagði Ijóst að í uppsiglingu væru harðar deilur milli þjóðanna en þær ætti að leysa með samning- um. „Norðmenn geta ekki ætlast til þess að við stöðvum skip nema við höfum skýrar lagaheimildir til þess. Það er málefni Alþingis að afla þeirra lagaheimilda og slík lög- gjöf getur ekki tekið gildi fyrr en eftir að Alþingi kemur saman. Það er fráleitt að gefa út bráðabirgða- löggjöf um þetta mál. Ég tel það ekki samrýmast anda stjórnarskrár- innar eftir þær breytingar sem gerð- ar voru á henni. Ég minni einnig á að nýlega voru gefín út lög sem gera ráð fyrir mun meira frjálsræði í sambandi við landanir erlendra skipa.“ Halldór sagði að einnig væri unnt að ganga strax til samninga um þetta mál við Norðmenn og Rússa og ef menn vilja stöðva skipin í framhaldi af þeim samningum væru lagaheimildir til þess. „Ég tel það mjög eðlilegt að við forum fram á það að fá fískveiðiheimildir á þessu svæði. Hér er afar erfitt ástand og lítið um físk og við höfum veitt Norðmönnum hér áður fyrr veiði- heimildir í okkar lögsögu án þess að fá neitt frá þeim. Mér fínnst eðlilegt að við vitnum til þess og óskum eftir að íslendingum sé sýnd- ur skilningur í þessu ástandi." fiskveiðiheimilda að undanfömu hef- ur valdið miklum erfíðleikum og at- vinnuleysi í sjávarplássum landsins. Hráefniskaup af togurum sem stundað hafa veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi hafa því ver- ið kærkomin búbót á þessum erfiðu tímum. Ef framhald verður á þessum viðskiptum gæti það komið í veg fyrir lokun fískvinnslustöðva víða á Norður- og Austurlandi sem ella þyrftu að loka vegna hráefnisskorts. Afleiðing slíkra lokana er fjöldaat- vinnuleysi á þessum stöðum. Af- koma verkafólks og fískvinnslu- stöðva er því í húfi. Sjómannasambandið gagnrýnt Verkalýðsfélögin harma yfírlýs- ingar formanns Sjómannasambands íslands í fjölmiðlum síðustu daga um landanir þessara erlendu togara. Slíkar yfiriýsingar taka hvorki mið . af hagsmunum íslenskra sjómanna né verkafólks. Jafnframt vara félögin stjómvöld alvariega við að grípa inn í landanir og veiðar íslenskra togara á þessu alþjóðlega hafsvæði með lagasetningu. Því verði ekki trúað að íslensk stjómvöld grípi til slíkra aðgerða á sama tíma og fjöldi er- lendra togara er á veiðum víðsvegar rétt fyrir utan tvöhundmð mflna físk- veiðilögsögu íslands, þar með taldir togarar frá Noregi. Verkalýðsfélögin á Norður- og Austuriandi lýsa fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum ef veiðar íslensku og erlendu togaranna verða stöðvaðar á sama tíma og kvót- ar íslenskra fiskiskipa hafa verið stórlega skomir niður og ekkert ann- að en íjöldaatvinnuleysi blasir við í fiskveiðiplássum landsins.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um álit utanríkisráðuneytisins Ekki lagaheimildir til að banna veiðamar UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ telur að ekki séu fyrir hendi lagaheim- ildir til að banna veiðar íslenskra skipa á alþjóðlega hafsvæðinu utan við fiskveiðilögsögu Norðmanna í Barentshafi. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hafnar því að með veiðunum séu íslendingar að gerast brotlegir að þjóðarrétti eða að fjandskapast við Norðmenn. Hann segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brotið lög á þegnum sínum með því að banna þeim þessar veiðar en þau myndu hins vegar taka vel óskum Norðmanna um pólitískar viðræð- ur ef þeir óskuðu þess enda hefðu íslendingar margt að ræða við þá. „Það er skýr þjóðréttarregla að veiðar utan lögsögu ríkja á úthafínu A Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins Hæpið að grípa inn með banni Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagðist sammála því markmiði að koma ætti alþjóðlegri stjómun á úthafs- veiðar. „Ég held að slíkt þjóni hags- munum íslendinga. Hins vegar er ég ekki sannfærður um að það sé rétt afstaða hjá Þorsteini Pálssyni að við eigum einhliða að taka slíka ákvörðun, án þess að Norðmenn lýsi sig reiðubúna til að gera allt hið sama varðandi veiðar norskra skipa, til dæmis á rækju og öðrum stofnum. Mér fínnst það þess vegna hæpið hjá ríkisstjórninni að grípa inn í með banni á þessar veiðar án þess að fyrir liggi yfirlýsing norsku stjórnarinnar um að hún vilji grípa til sams konar aðgerða gagnvart norska flotanum," sagði Olafur Ragnar. Hann sagði að það gæti verið flókið að koma á alþjóðlegri skipan, en í því yrði að vera réttlæti. „Það er ekki réttlátt að banna íslenzkum skipum veiðar af þessu tagi á sama tíma og norsk skip og önnur skip komast upp með þær,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að málið hefði ekki verið rætt innan Alþýðubanda- lagsins, en það yrði gert á næstu dögum. eru öllum fijálsar. Þetta er grund- vallarregla og staðfest í hafréttar- sáttmálanum,“ sagði Jón Baldvin. „Reglan er ekki óskilyrt. Ríkjum er rétt að leita samvinnu við önnur ríki um aðgerðir sem nauðsynlegar kunna að vera til verndar hinum líf- rænu auðlindum hafsins. Jafnframt segir að ríki skuli starfa hvert með öðru að verndun og stjómun líf- rænna auðlinda á úthafssvæðum. Þessi útfærsla á fyrst og fremst við þau ríki sem hafa staðfest hann. Norðmenn eru því miður ekki aðilar að hafréttarsáttmálanum og eiga því erfitt með að vísa til hans. í annan stað er vandséð hvernig unnt er að beita þessum ákvæðum sem snúast um vernd fiskistofna. Fiskistofnar í Barentshafi eru í mikl- um uppgangi og fiskifræðilega vandséð að þar séu fiskistofnar í útrýmingarhættu. Því em ekki mikl- ar líkur á því að einhveijar veiðar íslendinga myndu breyta neinu um ástand og framgang fískistofna. Þetta er svar við fullyrðum tals- manns norska utanríkisráðuneytis- ins að íslendingar séu brotlegir að þjóðarrétti. Það er einfaldlega ekki rétt að okkar mati,“ sagði utanríkis- ráðherra. Lagaheimildir skortir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur talið sig hafa laga- heimildir til að banna veiðar íslensku skipanna í Barentshafi. Jón Baldvin sagði að um það væru eitthvað skipt- ar skoðanir hvort sjávarútvegsráð- herra væri heimilt að banna veiðar íslenskra skipa á alþjóðlegu haf- svæði á grundvelli laga frá árinu 1976 um veiðar íslenskra skipa utan fískveiðilögsögu íslands. „En það er mat utanríkisráðuneytisins og fleiri aðila í stjórnkerfínu að til þess skorti lagaheimildir, af þeirri einföldu ástæðu að til þess þurfi að vera fyr- ir hendi alþjóðasamningar eða tví- hliða samningar sem takmarka eða banna veiðar á þessu tiltekna alþjóð- lega svæði. Það er því misskilningur að það sé unnt að gagnrýna sjávarútvegs- ráðherra fyrir aðgerðarleysi. Ef hann skorti lagaheimildir gat hann ekkert aðhafst að óbreyttu,“ sagði utanríkisráðherra. Tilbúnir í pólitískar viðræður Jón Baldvin vildi einnig vísa á bug fullyrðingu lögfræðings LÍÚ að hann væri að leika einhveija hetju eða fjandskapast við Norðmenn. „Ég legg áherslu á að það er engin ástæða fyrir íslendinga að fara fram með fjandskap gegn Norð- mönnum. Samstarf við þá hefur verið óvenju gott á undanfömum árum, samanber samkomulag okkar um skiptingu loðnustofnsins og sam- starf um gerð EES-samninganna... Þvert á móti er ég reiðubúinn að ræða þessi mál við þá af sanngirni en ég vek athygli á að við getum ekki brotið lög á okkar eigin þegnum að beiðni þeirra. Málið er þess vegna í höndum Norðmanna sjálfra. Ef þeirviljaóska eftir pólitískum viðræðum við okkur verður því vel tekið enda höfum við margt við þá að ræða,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.