Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 félk f fréttum BRESTIR Brúður Drakúlu í skilnaði Leikkonan unga, Winona Ryder, sem hefur vakið töluverða at- hygli í seinni tíð, ekki síst í stórhlut- verki í stórmyndinni „Drakúla", hefur sagt skilið við sambýlismann sinn til þó nokkurra ára. Sá heitir Johnny Depp og var lengi vel talinn mikið leikaraefni, en lítið hefur heyrst frá honum í seinni tíð. Alla tíð hafa þau verið svo til óaðskiljan- leg. Nýr maður í lífí leikkonunnar ungu er heldur sjúskaður þunga- rokkssöngvari að nafni David Pim- er. Sá þenur raddböndin með hljóm- sveitinni „Soul Asylum" og herma fregnir að hann hafi sagt skilið við sambýliskonu sína til ellefu ára til þess að taka saman við ungfrú Ryder. Winona Ryder og rokkarinn David Pimer. Nú er 65 milljóna ára bið á enda. Vinsælasta mynd allra tíma. STEHEN 8PIELBERG iynd ....^ HASÍCÓLABIO SAMmíúm sAMmiém B í Ó B 0 R G I N B í Ó H Ö L L I N Sýnd kl. 2.30,5/7,9 og) 1.30. Sýndkl. 1.30,4,6.30,9 og 11.30. Sýnd kl. 2.30,5,7,9 og 11.30. Bönnuð börnum innan 10 ára en getur valdið ótta hjá börnum upp að 12 ára aldri. Wyman, eiginkonan Suzanne t.h. og Gina Lollobrigida. MATUR Fjögnrra ára afmæli ótt Bill Wyman sé kominn á „eftirlaun" í rokkbransanum, þ.e.a.s. hættur bassaplokki hjá Roll- ing Stones, þýðir það engan veginn að hann sé sestur í helgan stein. Hann lét til að mynda ekki langa stund líða frá því að hann skildi við stúlkuna Mandy Smith uns hann giftist stórglæsilegu fyrrum módeli að nafni Suzanne. Fyrir fjórum árum opnaði hann veitingastað í vesturhluta Lundúna og nafnið er sannarlega kunnuglegt, „Sticky Fingérs" sem er auðvitað skírskot- un til einnar af frægustu breiðskíf- um Stones. Fyrir skömmu átti veitingastað- urinn fjögurra ára afmæli og þykir hafa plumað sig betur en reiknað var með. Wyman selur einkum það sem Bandaríkjamenn kalla ,junk food“ sem hefur verið útlagt sem skítafæði á íslensku, þ.e.a.s. ham- borgarar, franskar, kjúklingabitar og svoleiðis. í fyrstu þóttu gæði skítafæðisins ekki upp á marga fiska og flaut staðurinn þá út á nafnið og eigandann. í seinni tíð hefur veitingastaðurinn hins vegar fengið glimrandi dóma í blöðum og pésum. Það var fjölmenni á fjög- urra ára afmæli „Sticky Fingers" og meðal gesta var ítalska leikkon- an og kynbomban klassíska Gina Lollobrigida. VAXMYND Skiptar skoðanir Rokkarinn Jon Bon Jovi upplifði það á dögunum, að „Rock Circus", vaxmyndasafn sem sér- hæfir sig í popp- og rokkstjörnum, afhjúpaði vaxmynd af sér við hátíð- lega athöfn. Að sjálfsögðu var Bon Jovi sjálfum boðið ásamt nánustu ættingjum og vinum. Kappinn var agndofa andspænis sjálfum sér og sagði með ólíkindum hversu vel listamönnunum hefði tekist upp. „Þeir eru meira að segja með freknurnar allar á réttum stað og best gæti ég trúað að hárin undir handleggjunum séu rétt að tölu. En það er kannski ekki svo undarlegt þegar að er gáð, að ég var í nærri þriggja klukkustunda mælingum hjá þeim,“ segir Bon Jovi. Hann gat þess einnig, að menn væru ekki á eitt sáttir, tvær vinkonur hans teldu rassinn á vax- myndinni „of siginn" og móðir hans og eiginkona teldu vaxmyndina af sér vera helmingsblöndu á milli tor- tímandans og líks! Hvor er hvor? H9LL9WQ D\SfQ D\SúQ D\SÚO DISKÓTEKARAR ALLI BERGÁS - GÍSLI SVEINN HOLLYWOOD/SIGTÚN RIFJA UPP GAMLAR RISPUR IíOTEIj (gJiAND MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR I S: 687111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.