Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Endur- greitt þýfi frádrátt- arbært STJÓRNVÖLD í Ástralíu ætla að veita fjárglæpamönnum skattafrárátt fyrir illa fengið fé sem þeir endurgreiða. Að sögn talsmanns þarlendra skattyfirvalda er alls ekki ætl- unin að leggja blessun yfirvalda yfir afbrot og ekki verður hægt að draga sektir eða greiddar skaðabætur frá skattskyldum tekjum. Hann sagði ennfremur að framtalsreglur um útgjöld í tengslum við starfið giltu ávallt, jafnvel þótt um glæpa- starfsemi væri að ræða. Brundtland bætir stöðuna VINSÆLDIR Verkamanna- flokks Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra í Noregi hafa aukist nokkuð í ágúst sam- kvæmt nýrri könnun, í 31,6% úr 28,4% í júní. Þingkosningar verða í landinu eftir mánuð. Faðir Jordans finnst látinn LÍK James Jordans, föður bandarísku körfuboltahetjunn- ar Michaels Jordans, fannst í gær í S-Karólínu og hafði hann verið skotinn til bana. Hans hafði verið saknað í þijár vikur. Hosokawa með 83% fylgi FERILL nýs forsætisráðherra í Japan, Morihiro Hosokawa, byijar vel því að hann hefur fylgi 83% samkvæmt nýrri könnun. Fáir kjósendur segjast þó hafa trú á því að samsteypu- stjóm hans verði langlíf. Danska krón- an lækkar GENGI dönsku krónunnar gagnvart þýska markinu lækk- aði um 6% á gjaldeyrismörkuð- um í gær. Yfirmaður seðla- bankans, Erik Hoffmayer, sagðist telja að gengið ætti eft- ir að styrkjast fljótt aftur; danskt efnahagslíf væri traust og óþarfi að grípa inn með vaxtabreytingum. Árangur í NAFTA-við- ræðum MICKEY Kantor, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í viðskipta- samningum, sagði í gær að fulltrúar Mexíkó, Kanada og Bandaríkjanna hefðu náð sam- komulagi um mikilvæg atriði, réttindi launafólks og umhverf- ismál, í viðræðum um norður- amerískt fríverslunarsvæði, NAFTA. Þingið tekur samning- inn senn til umfjöllunar. Balladur ekki í framboð EDOUARD Balladur, forsætis- ráðherra Frakklands, lýsti vfir því í gær að hann myndi hvorki bjóða sig fram við kosningar til þings Evróopubandalagsins á næsta ári né forsetakosningar 1995. Með þessu hyggst hann draga úr líkum á hörðum inn- byrðis átökum í stjórn sinni og samstarfsflokkum. Reuter Metlægð dollara íJapan RINA Makano, bankagjaldkeri, sýnir viðskiptavinum gengi Bandarikjadoll- ars gagnvart jeni eftir að dollarinn hrundi á mörkuðum í Tókýó í gær. Fór gengið niður í 101,80 jen, sem er það lægsta síðan í heimsstyijöldinni. Japanski seðlabankinn brást við, fyrst með stórfelldum dollarakaupum, en síðan kaupum á þýskum mörkum, og kom þannig í veg fyrir frekari lækkun. Samheldni tryggð með öllum ráðum - segir Borís Jeltsín, forseti Rússlands Petrozavodsk. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því yfir á fundi með leiðtogum rússneskra héraðsstjórna og sjálfstj órnarsvæða í borginni Petrozavodsk í gær að ekki kæmi til greina að samþykkja að ein- stök lýðveldi eða héruð segðu sig úr lögum við Rússland og hlytu sjálfstæði. Sagði hann samheldni Rússlands öllu skipta og væru tvær leiðir að því marki; annað hvort yrði landinu haldið saman að siðaðra manna hætti með friðsemd eða með beru valdi, einræðis- sljórn. Jeltsín sagði að það væru alvar- leg hugsanavilla ef menn héldu að hægt yrði að segja einstök héruð úr lögum við Rússland. Leiðtogar allra 88 héraða og sjálfstjórnar- svæða Rússlands að Tsjetsjeníu undanskilinni voru viðstaddir fund- inn. Tsjetsjenar hafa einhliða lýst yfir fullu sjálfstæði lýðveldisins og aðskilnaði frá Rússlandi. Á fundinum í Petrozavodsk dró Jeltsín' fram gamla hugmynd sína um að ný valdastofnun yrði sett á fót, Sambandsráðið, þar sem sætu tveir helstu leiðtogar héraðsstjórn- anna og sjálfstjórnarsvæðanna 88. „Þetta yrði samkunda sem hefði eitthvað á bak við sig, væri skilget- in, hefði raunveruleg völd. Hún gæti leyst mörg vandamál," sagði Jeltsín og lagði til að hann gæti kveðið á um stofnunina með for- setatilskipun ef héraðsstjórarnir samþykktu það. Hann virðist hins vegar hafa orðið undir á fundinum því af heimildum má ráða að hug- myndinni um nýja valdastofnun hafí verið hafnað. Rúmlega 100 farast þegar hótel hrynur Nakhon Ratchasima. Reuter. ÓTTAST er að á annað hundrað manns hafi farist er Royal Plaza hótelið í bænum Nakhon Ratchasima í Tælandi hrundi í gærmorg- un að staðartíma. Lík rúmlega 50 höfðu fundist í gær og búist var við að tala látinna ætti eftir að hækka en allt kapp var lagt á að bjarga fólki sem talið var vera á lífi. Israel færist nær bein- um viðræðum við PLO - segir fulltrúi Palestínumanna í friðarviðræðunum Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSMENN tilkynntu í gær að þeir myndu halda áfram viðræðum við samninganefnd Palestínumanna, þrátt fyrir að sjö meðlimir nefnd- arinnar hafi verið gerðir að félögum í sérstakri leiðtoganefnd PLO, Frelsissamtaka Palestínu. Shimon Peres, utanríkisráðherra Israels, sagði tilnefningu nefndarmannanna vera hálfgildings „klæki“ sem breyti engu um eðli friðarviðræðnanna í Mið-Austurlöndum. Túlkun Palestínumanna er hins vegar sú, að Israelar séu með þessu að fær- ast nær beinum viðræðum við PLO. Hanan Ashrawi, ein sjömenning- anna og fulltrúi Palestínumanna í friðarviðræðunum, sagði í gær að allt benti til þess að Israelsstjórn væri með þessu að stíga skref í átt til beinna viðræðna við PLO. Síðan Verkamannaflokkur Yitzhaks Rab- ins, forsætisráðherra, tók við völdum í ísrael fyrir rúmu ári hafa stjórn- völd smám saman dregið úr and- stöðu sinni við samskipti við PLO. Fyrri ríkisstjórn Likudflokks Yitzh- aks Shamirs var einörð í andstöð- unni og bannaði öll samskipti við frelsissamtökin, sem væru ekkert annað en hryðjuverkahópur sem vildi koma ísrael fyrir kattamef. Peres sagði í útvarpsviðtali að yfir stæðu viðræður við palestínska nefnd, og breyting á innra skipulagi hennar breytti engu. „Þetta eru sömu fulltrúarnir, sömu nöfnin,. sama fólkið. Tengslin við Túnis eru þeirra mál. Þetta eru hálfgildings klækir.“ En hann bætti við: „ísrael á ekki í viðræðum við PLO.“ Sagði hann viðræðurnar vera við nefnd Palestínumanna sem byggju á herte- knu svæðunum og væru ekki með- limir í neinum hryðjuverkasamtök- um. Palestínumenn hafa fengið boð um að friðarviðræður hefjist aftur í Washington þann 30. ágúst, og hyggjast þeir taka ákvörðun um hvort þeir mæti að höfðu samráði við aðra arabíska aðila að viðræðun- um. Björgunarmenn höfðu náð um 300 manns á lífi út úr rústunum í gær og voru flestir þeirra slasaðir. Heyrðust enn hróp innan úr rústum hótelsins sem var sjö hæðir en að- eins rúmlega ein hæð var uppistand- andi_ i gær. „Ég hélt það væri kominn jarð- skjálfti," sagði Malee Sukya kennslukona. „Fyrst sprakk rúðan og síðan brotnaði hún úr. Ég reyndi að stökkva út um gluggann en byggingin hrundi á sama augna- bliki. Allt varð svart, kolniðamyrk- ur,“ bætti hún við. Nakhon Ratchasima er 250 km norður af höfuðborginni Bangkok. Þijár ráðstefnur stóðu yfír á hótel- inu er það hrundi. Á einni voru rúm- lega 200 kennarar, 60 starfsmenn olíufyrirtækisins á annarri og þriðju ráðstefnuna sátu um 40 manns. Talið er að nokkrir útlendingar hafí verið gestir á hótelinu sem þó er úr hefðbundinni ferðamannaslóð. Húsið var upphaflega tveggja hæða en bætt hafði verið ofan á það, fyrst fjórum hæðum og er það hrundið var verið að ljúka við að reisa sjöundu hæðina. Verkfræðing- ur sem stjórnaði framkvæmdum hefur verið handtekinn. Gömul deila um fyrstu nýrnaígræðslurnar endurvakin í Danmörku F engxi mögnlegir nýrna- gjafar ekki aðhlynningu? Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVO virðist sem að fyrstu nýrnaígræðslunar í Danmörku á miðjum sjöunda áratugnum hafi verið framkvæmdar án þess að lagagrundvöll- ur væri fyrir hendi. Dönsk hjúkrunarkona hefur ásakað lækna um að hafa staðið ólöglega að verki og einnig hefur komið fram að ýms- ir hafi vitað af því. Á móti hefur verið bent á að ekki hafi verið um ólöglegar aðgerðir, heldur hafi lögin verið óljós um þessi efni á þeim tíma. í grein í danska hjúkrunarblaðinu „Sygeplejersken" segir Kirsten Han- sen hjúkrunarkona, sem vann á Árósaspítla þegar fyrstu nýrnaflutn- ingarnir fóru fram 1964, að einstök- um sjúklingum hafi ekki verið veitt öll hugsanleg aðhlynning, því þeir hafi verið álitnir mögulegir nýrna- gjafar og lyfjameðferð hefði getað komið í veg fyrir að hægt væri að nota nýru úr þeim. Sumir hafi lifað af, en með heilaskemmdir vegna þessa. Einnig hafí nýru verið fjar- lægð úr sjúklingum, sem lágu í önd- unarvél, en með starfandi hjarta og mælanlegan blóðþrýsting og ekki látnir, samkvæmt þeirri dauðaskil- greiningu, sem þá gilti. Ennfremur kemur fram í greininni að ýmsir aðilar innan heilbrigðiskerfísins hafí vitað af þessu. Ole Fjeldborg, fyrrverandi yfir- læknir á nýrnadeildinni í Árósum, tók þátt í nýmaflutningum spítalans frá upphafi. Hann segir að ekkert ólöglegt hafi verið framkvæmt við flutningana. Hins vegar hafí lækn- arnir ekki haft neinn lagalegan grundvöll fyrr en þremur árum seinna að lög um líffæraflutninga voru samþykkt og á þessu tvennu sé mikill munur. Eftir á megi sjá að ýmsir gallar hafi verið á meðferð- inni, en óhugsandi sé að hugsanleg- ir nýrnagjafar hafi liðið fyrir ónóga meðferð. Læknirinn viðurkennir hins vegar að farið hafi verið í kringum þáverandi lög um dauðamark, sem hefðu gert nýrnaflutninga ófæra. Læknamir hafi vissulega verið ákaf- ir að hjálpa sjúklingum, en ekki á kostnað annarra sjúklinga. Embættismenn hafa þegar lýst því yfir að varla verði gripið til nokk- urra rannsókna á hvernig staðið var að fyrstu nýrnaaðgerðunum. Málið er hins vegar áhugavert sem dæmi um hvað getur gerst þegar tækni- framfarir fará fram úr þeim lagalega grundvelli’ sem fyrir hendi er. Það er sérlega athyglisvert í ljósi ýmissa tæknimöguleika sem liggja til ,dæm- is í genatækni og löggjafar um þau efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.