Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 25 Dugnaðarfork til forystustarfa eftir Sigurbjörgu Ástu Jónsdóttur og Jakob Fal Garðarsson Þau eru mörg verkin sem bíða næstu stjómar Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem kjörin verð- ur á þingi þess á Selfossi og í Hveragerði um helgina. Ýmsar þær aðgerðir sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur þurft að grípa til hafa ekki verið til vinsælda fallnar og mæta takmörkuðum skilningi. Fylgi flokksins hefur því minnkað töluvert í öllum aldursflokkum, einnig meðal ungs fólks, og verður það að teljast áhyggjuefni þar eð stefna sjálfstæðismanna hefur ávallt fengið mikinn hljómgrunn meðal þess hóps. Eitt af mikilvæg- ustu hlutverkum nýrrar SUS- stjómar er að efla fylgi flokksins meðal ungra kjósenda, enda stutt í sveitarstjórnarkosningar og því næst Alþingiskosningar. Við undirrituð teljum Jónas Fr. Jónsson manna hæfastan til að gegna forystuhlutverki í þessu vandasama verki. Störf hans innan og utan raða Sjálfstæðisflokksins renna sterkum stoðum undir skoð- un okkar. Hæfni, reynsla og dugnaður „Við undirrituð, ásamt fjölmörgum öðrum ein- staklingum, teljum Jón- as vera þeim hæfileik- um búinn sem þarf til þess að endurnýja mátt SUS og ná aftur því fylgi meðal ungs fólks sem tapast hefur og bæta um betur.“ hygli fjölmiðla með skeleggri um- fjöllun, hvort sem um er að ræða andstöðu hans við skylduaðild að verkalýðsfélögum, gagnrýni hans á okurálagningu ATVR á innflutt- um bjór eða efasemdum hans um að skyldugreiðslur til lífeyrissjóða standist þau mannréttindi sem okkur eiga að vera tryggð í stjóm- arskránni. í þessum málum sem og öðrum er Jónas talsmaður sið- bótar og nýrra úrlausna. í Sjálfstæðisflokknum hefur Jónas starfað frá 1981 og setið Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir öll SUS-þing frá þeim tíma. Alla þessa tíð hefur hann verið virkur í málefnastarfinu, bæði sem al- mennur nefndarmaður og nefndar- Jakob Falur Garðarson formaður. Hann hefur átt sæti í stjórn SUS frá 1991 og bæði þar sem annars staðar hefur hann sýnt og sannað að hann er ekki einung- Maðurínn sem mark er tekið á Jónas gegndi störfum forseta Nemendafélags Verzlunarskólans veturinn 1985-1986 og þegar í Háskólann kom átti hann eftir að setja mark sitt á starf Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta, með afgerandi hætti. Þar sat hann í stjórn 1987-1989, fyrst sem gjaldkeri og síðar sem varaformað- ur. Sem kosningastjóri félagsins 1989 leiddi hann það til stærsta sigurs í sögu þess. Á þessum árum var hann fulltrúi í Stúdentaráði og í Háskólaráði og veturinn 1989- 1990 var hann formaður Stúdenta- ráðs. Þar komu glögglega í ljós forystuhæfileikar Jónasar. Frá því að Jónas lauk lögfræði- prófi frá Háskólanum 1992 hefur hann starfað sem lögfræðingur Verzlunarráðs íslands. Á þeim vettvangi hefur hann vakið at- eftir Bjarka Má Karlsson Ef stjómmálahreyfing á að ná árangri er henni nauðsynlegt að ná eyrum fólks þannig að mark sé á tekið. Til að svo megi vera þarf það sem frá henni kemur að vera mál- efnalegt og talsmenn hennar trú- verðugir. Mikilvægasti talsmaður stjórn- málahreyfingar er vitanlega formað- ur hennar. Miklu skiptir hvort al- menningur, fjölmiðlar og félagsmenn taki orð formannsins alvariega, ann- ars er árangurs ekki að vænta. Nú standa fyrir dyrum kosningar til formanns hjá Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Þar gefst ungum sjálfstæðismönnum kostur á að velja til forystu mann sem mark er tekið á, Jónas Fr. Jónsson, lögfræðing Verslunarráðs íslands. Jónas hefur verið áberandi í þjóð- málaumræðunni sem ábyrgur bar- áttumaður hugsjóna ungra sjálfstæð- ismanna. Blaðagreinar hans hafa vakið verðskuldaða athygli og hafa fjölmiðlar séð ástæðu til að fylgja þeim frekar eftir. Nýlegt dæmi um málefni sem fjölmiðlar hafa leitað til Jónasar með er frjáls aðild að lífeyris- sjóðum. Þá hefur Jónas vakið athylgi fyrir umfjöllun um eflingu landsbyggð- arinnar, ábyrgð einokunarfyrirtækja á borð við Póst og síma og málefni tengd EES. Hagir formanns SUS ráða miklu um það hvert viðhorf fólks er til hreyfingarinnar. Jónas Fr. hefur lok- ið sínu háskólanámi, hefur þegar öðlast mikilvæga reynslu úr atvinnu- lífinu og þekkir lífsskilyrði íslensks fjölskyldufólks af eigin raun. „Það er mikið happ fyr- ir ungt sjálfstæðisfólk að Jónas Fr. skuli bjóða sig fram til formennsku í samtökum þess.“ Það er mikið happ fyrir ungt sjálf- stæðisfólk að Jónas Fr. skuli bjóða sig fram til formennsku í samtökum þess. Hann er alvöru maður sem er hæfur til þess að koma baráttumál- um ungs sjálfstæðisfólks á framfæri og í framkvæmd. Höfundur er fyrsti varabæjarfulltrúi í Garðabæ og framkvæmdastjóri Viðskiptavakans. is opinn fyrir nýjum hugmyndum - hann er sjálfur maður nýrra hugmynda. SUS til sóknar Innan raða SUS eru nú rúmlega 8.000 manns og má því með sanni segja að hér sé um ræða afar stórt. stjómmálaafl. En til þess að afl hafi áhrif þarf að virkja það. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Við undirrituð, ásamt fjölmörg- um öðrum einstaklingum, teljum Jónas vera þeim hæfíleikum búinn sem þarf til þess að endurnýja mátt SUS og ná aftur því fylgi meðal ungs fólks sem tapast hefur og bæta um betur. Jónas býr yfír mikilli hugmyndaauðgi, ódrepandi dugnaði og ríkri sómatilfínningu, auk þess sem mannleg samskipti eru án nokkurs vafa ein af hana sterkustu hliðum. Því viljum við eindregið hvetja ungt sjálfstæðis- fólk'nær og fjær til fylkja liði um Jónas og veita honum stuðning sinn í kjöri til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sigurbjörger varamaður ístjórn SUS og fyrrverandi ritari Heimdallar og Jakob Falur er fyrrverandi formaður Fylkis, félags ungra sj&lfstæðismanna á ísafirði. Bjarki Már Karlsson EYFRIM 93 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Dagana 29.-31. maí sl. var hald- in frímerkjasýning, svonefnd lands- sýning, í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Fyrir sýningunni stóð Félag frímerkjasafnara á Akureyri, en með dyggri aðstoð eyfírzkra safn- ara á Dalvík og víða þar um sveitir. Frá undirbúningi þessarar sýn- ingar var allrækilega sagt í frí- merkjaþætti f Morgunblaðinu 14. maí sl. Verður því um sumt að vísa til þess, sem þar segir. Enda þótt þetta væri frímerkja- sýning, svokölluð landssýning, var sýnt þama ýmiss konar efni, sem á ekkert skylt við frímerkjasöfnun. Segja má, að EYFRÍM 93 hafí í reynd verið sýning safnara almennt og þar brugðið upp flestu því, sem mönnum getur dottið í hug að safna, en vitaskuld bar mest á frí- merkjum og öðru efni þeim tengt. Ekki kæmi mér samt á óvart, að hinum „óbreytta" gesti hafi fundizt jafnvel meira koma til ýmislegs þess, sem sjá mátti með veggjum sýningarhallarinnar, en frímerkj- anna sjálfra. Svo illa tókst til, að söfn ís- lenzkra safnara, sem sýndu á NORDIU 93 í Finnlandi í byijun maí, en ætluðu síðan að taka þátt í EYFRÍM 93, komu til landsins með sjópósti löngu eftir lok sýning- arinnar. Afleiðingin varð því sú, að unglingar okkar, sem áttu ágætt efni á NORDIU 93 og höfðu fengið þar góð verðlaun, og einn þeirra stórt silfur, Björgvin Ingi Ólafsson, misstu af dómum og verðlaunum fyrir söfn sín á EYFRÍM 93. Eins fór um þau tvö söfn fullorðinna, sem voru á NORDIU 1993 og áttu einn- ig að vera á sýmngunni á Akur- eyri. Annað var flugsafn Páls H. Ásgeirssonar, sem sett hafði verið í heiðursdeild, en hitt var safn af dönsku tvílitu frímerkjunum, sem þáttarhöfundur á og sett hafði ver- ið í kynningardeild. Þar sem ungir safnarar áttu dijúgan þátt í EYFRÍM 93 er eðli- legt að minnast fyrst nokkrum orð- um á söfn þeirra. Flest eru þau svonefnd mótífsöfn, enda höfðar slíkt efni örugglega mest og bezt til ungra safnara. Gunnar Garðars- son sýndi safn, sem nefnist Rán- fuglar í útrýmingarhættu. Fyrir það fékk hann gyllt silfur eða 77 stig og að auki heiðursverðlaun. Ólafur Kjartansson fékk 74 stig og stórt silfur fyrir safn, sem hann nefnir Evrópskar plöntur. — Þijú næstu söfn voru einnig mótífsöfn og fengu 69 stig og silfur. Þau áttu Daði Halldórsson, en safn hans heitir Saga flugsins, Pétur H. Ólafsson, en safn hans nefnist Seinni heims- styijöldin 1939-42, og Janne Hayr- én frá Finnlandi, sem kallar sitt safn Fuglar. Hér verða ekki önnur unglingasöfn nafngreind sérstak- lega, en segja má um mörg þeirra, að þau voru áhugaverð og einkar vel sett upp. Heiðursdeild var á EYFRÍM 93. Póststjórninni voru úthlutaðir 16 Úr sýningarsal EYFRÍM 93. rammar, en það reyndist ofrausn. Uppsetning efnisins galt þess líka verulega. — Hálfdan Helgason sýndi hér bréfspjöld í sjö römmum, en safn hans er svo þekkt, að ekki er ástæða til að fjölyrða um það. — Indriði Pálsson sýndi í þremur römmum póststimpla á íslenzkum frímerkjum 1873-1902. Þetta er hið glæsilegasta efni, enda Indriði kunnur fyrir að vanda val sitt á stimplum sem og á öðru efni eins vel og kostur er á. Sýningarnefnd fékk Indriða til þess að fara yfír þetta efni og rekja sögu stimplanna á þessu tímabili. Hlýddu margir á skýringar hans og höfðu gagn af, enda er hann geysifróður um þetta tímabil í sögu íslenzkra frímerkja og stimpla. í Samkeppnisdeild mátti sjá margvíslegt efni í 114 römmum. Skiptist það í svonefnt hefðbundið og póstsögulegt.efni og eins flug- póstefni og svo mótífefni og loks í svonefndan heilpóst. Af hefðbundna efninu er það að segja, að þar fékk Eivind Evensen frá Noregi stórt silfur fyrir safn, sem hann kallar Svalbardsmerkene. Næst í þeim flokki kom svo áhuga- vert sérsafn af 16 aura merkjum úr útgáfu tvílitu frímerkjanna dönsku, sem Thyge B. Hofmeister frá Danmörku átti. Hlaut það einn- ig stórt silfur. Stórt silfur hlaut enn fremur safn færeyskra frímerkja, sem Kai Dagfínn Nilsen frá Dan- mörku sýndi. Af íslenzkum sýnend- um í þessum flokki má nefna Óla Kristinsson, sem fékk silfur fyrir safnið ísland 1912-1944, og Sigurð P. Gestsson, sem fékk enn fremur silfur fyrir norsku pósthomsfrí- merkin. Af póstsögulegu efni fékk Frí- merkjaklúbburinn Askja á Húsavík stórt silfur fyrir skemmtilegt safn, sem nefnist Þingeyjarsýslur, póst- stimplar. í þessum flokki fékk sænskur safnari, Kjell Bengtson, silfur fyrir safn, sem kallast Fyrir tíð frímerkjanna. Þá hlaut safn Jóns Egilssonar, Hafnarfjörður, einnig silfur. Þetta söfnunarsvið er veru- lega þröngt. Jón reynir hins vegar stöðugt að draga nýtt efni að, enda þokast það heldur upp á við í verð- launastiganum. — Þá fékk nokkuð sérstætt safn í þessum flokki, sem Páil H. Ásgeirsson hefur sett saman og nefnist Verðbólgan, bronsverð- laun og auk þess heiðursverðlaun. Ekki verður annað sagt en Páll sýni verulega hugkvæmni með safni þessu, þar sem hann sýnir þróun burðargjalds og verðlags, eins og það speglast í burðargjöldum á þeim tíma, þegar verðbólgan æddi áfram í þjóðlifí íslendinga. Einungis tveir íslenzkir safnarar hafa á síðustu árum helgað sig flug- pósti og öllu því efni, sem honum tengist. Hafa þeir báðir komizt langt á sýningum, bæði hér heima og erlendis. Páll H. Ásgeirsson sýndi hér safn, sem nefnist Flug- póstsaga 1940-1960, og hlaut fyrir gyllt silfur. Þá átti hann einnig Safn flugbréfa o. fl. frá 1960, en það fékk silfrað brons. — Þorvaldur Jóhannesson sýndi svo safn, sem hann kallar Flugpóstsögu 1961- 1990, og fékk fyrir silfrað brons. Einungis eitt mótífsafn kom til dóms í Samkeppnisdeild. Það átti sænskur safnari, Lennart Daun. Nefnist það Þróun flugsins. Er safn- ið mjög skemmtilegt og fróðlegt um þetta efni, en fyrir það var gefíð stórt silfur. Að auki fékk það heiðursverðlaun. Lennart Daun sýndi einnig svo- nefndan heilpóst frá Svíþjóð og hlaut fyrir gyllt silfur. Annar safn- ari frá Svíþjóð, Hasse Brochenhuus von Löwenhielm, átti hér heilpóst frá Indlandi. Það safn fékk gyllt silfur. Þar sem rými blaðsins leyfír ekki lengri frásögn af EYFRÍM 93 verð- ur henni haldið áfram í næsta frí- merkjaþætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.