Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 27 Þuríður Jónsdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi — Minning Fædd 13. maí 1914 Dáin 6. ágTist 1993 Þann 6. ágúst síðastliðinn lést í Sundabúðum í Vopnafirði Þuríður Jónsdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi. Þuríður var dóttir hjónanna Jóns Ólafssonar og Matthildar Magnús- dóttur sem bjuggu á Læknesstöðum um fjörutíu ára skeið og var næst- yngst ellefu barna þeirra hjóna. Þau eru nú öll látin nema Tryggvi sem býr á dvalarheimilinu Nausti á Þórs- höfn. Þuríður ólst upp í foreldrahúsum á Læknesstöðum og varð snemma að taka til hendi við öll þau fjöl- þættu störf sem vinna þurfti á mannmörgu heimili. Um annan skóla en skóla lífsins var vart að ræða enda lítt til siðs í þá daga að stúlkur væru látnar ganga mennta- veg. En auk hefðbundins farskóla- náms aflaði Þuríður sér þekkingar og einstakrar færni í saumaskap auk organleiks. Hún varð annáluð saumakona og stundaði þá iðju með annasömu heimilishaldi um langt skeið. Hún var þeirrar tegundar saumakvenna sem með útsjónar- semi, nýtni og listfengi gera skart- klæði úr nánast engu. Ung eignað- ist hún orgel og tileinkaði sér nótna- lestur. Því miður urðu þær stundir sem Þuríður gat varið til hljóðfæra- leiks stopular því önn hversdagsins var hörð en hún naut þeirra stunda einkum í hópa fjölskyldu sinnar og góðra gesta. Meðal heimilisfólks á Læknes- stöðum í æsku Þuríðar var Þor- steinn Ólasson frá Heiðarhöfn á Langanesi. Þorsteinn var fæddur 15. maí árið 1907, sonur hjónanna Þórunnar Gunnarsdóttur og Óla Jónssonar sem þá bjuggu í Heiðar- höfn. Tókust ástir með þeim Þor- steini og Þuríði og giftust þau og hófu búskap á Læknesstöðum árið 1935. Lítil afnot munu þau hafa haft af jörðinni og brugðu því á það ráð að flýtja að Skálum árið 1938. Á Skálúm bjuggu þau til ársins 1941 en þá fluttust þau til Þórs- hafnar eftir að tundurduflaspreng- ingar höfðu lagt heimili þeirra í rúst. Frá þeim atburði og fleirum segir Þuríður í grein sem húp ritaði í Árbók Þingeyinga 1990. Á Þórs- höfn byggðu þau Þors'teinn og Þur- íður sér hús rétt innan við þorpið og nefndu Ásgarð. Þar bjuggu þau síðan allt til þess að Þorsteinn lést 5. nóvember 1960. Eftir lát Þor- steins bjó Þuríður ein í Ásgarði fram til ársins 1968. Þeim Þorsteini varð fimm barna auðið. Þau eru: Skúli Þór, fæddur á LæknesStöðum 3. ágúst 1936. Kona hans er Hólmfríð- ur Aðalsteinsdóttir frá Laugavöllum í Reykjadal og eiga þau þrjú börn. Þórunn Marín, fædd á Læknesstöð- um 22. nóvember 1936. Maður hennar er Ámi Helgason frá Þórs- höfn og eiga þau fimm börn. Jóna Matthildur fædd á Skálum 8. sept- ember 1940. Maður hennar er Þor- bergur Jóhannsson frá Eiði á Langanesi og eiga þau fimm börn. Óli Ægir, fæddur í Skoruvík 1. desember 1941. Kona hans er Dýr- leif Kristjánsdóttir frá Syðribrekk- um á Langanesi og eiga þau fjögur börn. Jóhanna Þuríður, fædd í As- garði á Þórshöfn 13. maí 1945. Maður hennar er Óttar Einarsson frá Hermundarfelli í Þistilfirði og eiga þau þijár dætur. Árið 1968 fluttist Þuríður til Vopnafjarðar og tók upp sambúð með Þorsteini Stefánssyni á Jaðri þar á stað. Þau gengu í hjónaband 16. desember 1972 og bjuggu á Jaðri eða Hafnarbyggð 5 eins og það heitir nú á meðan bæði lifðu. Þorsteinn er fæddur á Rauðhólum í Vopnafírði 26. desember 1904. Hann hefur verið búsettur á Vopna- firði alla sína ævi og unnið flest þeirra starfa sem til hafa fallið en einkum við smíðar og byggingar. Með Þuríði Jónsdóttur er gengin merk kona. Við leiðarlok er margs að minnast frá liðnum samveru- stundum. Á þær minningar ber hvergi skugga. Það varð ekki hlut- skipti hennar að eiga yfir að ráða glæstum sölum en þar sem hún stóð fyrir heimili var hún drottning í ríki sínu. Sá heimilisbragur sem hún skapaði var sérstakur og þar sátu gestrisni og hjartahlýja í há- sæti. Móðurfaðmur hennar var hlýr og þar var ekki bara pláss fýrir börnin hennar, heldur stóð hann opinn fyrir okkur tengdabörnunm og barnabörnum. Hún naut þess að taka á móti okkur og við nutum sannarlega höfðinglegra veitinga en þó miklu fremur samvistanna við hana. Hún var hafsjór af þjóð- legum fróðleik og frásögn hennar var jafnan krydduð þeirri sérstöku kímni sem hún ein hafði yfir að ráða því að henni var einkar lagið að bregða upp spéspeglinum og hlífði þá ekki sjálfri sér fremur en öðrum. Allt var það gaman græsku- laust. Við minnumst nú með þakk- læti allra þeirra stunda sem við Hafsteinn Krist- insson - forstjóri Fæddur 11. ágúst 1933 Dáinn 18. apríl 1993 Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að ekki geti syrt, jafn sviplega og nú. Aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú. Þetta erindi úr einum erfiljóðum séra Matthíasar Jochumssonar kom upp í huga minn er ég fékk þá fregn að Hafsteinn Kristinsson væri lát- inn, „á snöggu augabragði", eins og segir hjá séra Hallgrími Péturs- syni. Þar sem Hafsteinn Kristinsson fór var bjart yfir öðlingsmanni. Lýst hefur verið í mörgum minning- argreinum yfirgripsmiklu ævistarfi hans, meðal annars sem forstjóra í eigin fyrirtæki, auk þess var hann í ýmsum nefndum og öðrum störf- um til uppbyggingar samfélagsins. Aldrei sá ég asa á forstjóranum. Ef hann leit inn til mín, mátti hann alltaf vera að því að stansa og gaf sér tíma til viðræðu, eins og ekkert væri um að vera. Eru slíkir menn sterkir að innviðum og hljóta að vera röskir mjög í verki, fyrst að hraðkrafa nútíðar nær ekki að taka vald yfír tíma þeirra og soga þá eins og ákvörðunarlaust inn í hring- iðuna, heldur stýra þeir sterklega fram hjá iðunni, hafa stjórn á öllu og gleðja samferðamennina, unga og gamla með góðu viðtali, færa með sér geisla gleðinnar. Og jafn- vel svo hjálpsamir að leggja sjálfir hönd á plóginn öðrum til liðsinnis. Þannig var Hafsteinn. Svo fylgir oss eftir í minningunni mannlífsgeislinn sem fýlgdi honum, hvort heldur í kot eða háreist hús, nú þegar sjálfur hann er horfinn oss. Ég sá í eftirmælum tengdadótt- ur hans, einmitt það sem mér kom fljótt í hug við sorgarfregnina um lát hans. Þau hafa öll misst umvefj- andi umhyggju hans. Ég vissi að hann var þannig, traustur heimilis- og fjölskyldufaðir. Ég hafði líka séð hjónin saman að verki og yngstu stúlkuna þeirra hjá þeim, þar var innileiki, gleði og sameining augljós. Hafsteinn Kristinsson var hár maður vel á sig kominn að allri samsvörun, norrænn, bjartur á hár með björt augu yfír í blátt, svip- sterkur og sviphreinn. Mér þótti alltaf sem heiðríkja íslenska vorsins væri yfir honum, í svip hans. Þau hjónin glöddu fleiri en barnabörn sín með gjöfum af vinsælli fram- leiðslu. Þau voru glaðir gjafarar. Létu margt gott af sinni velgengni leiða. Það var mikilsvert að kynnast Hafsteini og bræðrum hans og þá eigi síður þeirra ágætu eiginkonum. Börn og tengdabörn þeirra frú Laufeyjar og Hafsteins eru traust- vekjandi ungt fólk, þau sem ég hefi kynnst. Nú hefur sorgin slegið sínum dimmu tjöldum yfir alla nánustu ástvini Hafsteins. Þegar dauðinn slítur ástríkt hjónaband og leggur skugga sinn yfír heimili og börnin, þá ríkir þar sviplegur tómleiki, þótt þau öll haldist í hendur sem eftir lifa. Menn geta horft á minning- una, en inn í hennar heim getur enginn gengið, ekki fremur en að ganga þá brú, sem tunglsgeisli leggur yfir vatn undir stjörnulýstum vetrarhimni. Jesús kom i heiminn til að hugga, líkna og græða sár. Hann er rödd Guðs í heiminum, máttug hönd Guðs. Öll von um endurfundi ást- vina í eilífu lífi er byggð á orðum hans við sína lærisveina: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Hann sagði: „Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða,“ hér setur hann á oddinn það sem hann sér inn í eilífð. í sömu andrá segir hann: „Grátið með grátendum." Hann þekkir mennina og veit að enginn er sæll á þeirri stundu, sem broddur dauðans hefur snert hann með ást- vina missi. Hann veit að syrgjendur eru staddir í öðrum heimi en hvers- dagsins eða gleðinnar og grátský kunna að skyggja á huggunarorð hans, eins og dimm ský hylja sólu. Þess vegna segir hann: „Grátið með grátendum." Jesús talaði alltaf um eitt jarðlíf og upprisu mannsins, sem einstakl- ings, með þeim eiginleikum sem honum voru gefnir. Eftir orðum hans, verður bam, sem foreldrar misstu við fæðingu eða síðar, gefið þeim aftur, lifandi á landi eilífðar. þar sem „grátur og vein og kvöl er ekki framar til“. „Hið fyrra er farið og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra." Á göngunni til Emmaus voru þrír hryggir lærisveinar eftir kross- festingu Jesú. Þeir báðu ókunnugan mann sem slóst í för með þeim: „Vertu hjá oss, því að degi hallar og kvölda tekur." Og hann kom inn til að vera hjá þeim. Þeir fundu yl og huggun í návist hans. Þegar hann gjörði þakkir og braut brauð- ið, þekktu þeir hver hann var - sjálfur Jesús. Megi hann koma inn til að hugga syrgjendur og vera hjá þeim, þegar degi hallar og kvölda tekur. Innileg samúðarkveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. áttum saman, áður í Ásgarði og síðar á heimili hennar og Þorsteins Stefánssonar á Vopnafirði síðastlið- inn aldarfjórðung. Að ytra útliti var Þuríður sérstak- lega glæsileg kona. Það var yfir henni óvenjuleg reisn sem hlaut að vekja athygli hvar sem hún fór. Það var eftirminnileg sjón að sjá hana í íslenskum búningi - þar var hún sannarlega verðugur fulltrúi þeirra kynsystra sinna sem við hátíðleg tækifæri varpa af sér fjötrum hvers- dagsins og gerast álfkonur. Hún var að eðlisfari skartkona og hafði lag á því að vera alltaf fín og vel tilhöfð. Ekki sló hún heldur hendi móti heimsins lystisemdum - hafði gaman af að lyfta glasi í góðra vina hópi og grípa í spil þegar þannig stóð á. Seint á síðasta ári tók Þuríður að kenna sjúkleika af því tagi sem engin læknisráð eru við. Hún tók örlögum sínum með æðruleysi og hélt reisn sinni og virðingu fram til síðasta dags. Utför hennar fer fram í dag, laugardagir.n 14. ágúst frá Sauðaneskirkju og hlýtur hún leg í kirkjugarðinum þar að eigin ósk. Farsælu, fórnfúsu og göfugu ævistarfi er lokið. Fyrir hönd okkar tengdabarna hennar færi ég henni þökk fyrir allt og allt - sendi Þor- steini, bömum hennar og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Þuríð- ar Jónsdóttur. Óttar Einarsson. Dimmt er yfir hér í heimi, harmaskuggi daginn fól. Samt ei dvínar guðs í geimi geislaskin af lífsins sól. Bak við dauðans dimma haf degi nýjum ljómar af. (Freysteinn Gunnarsson) Það var eins og myrkur umlyki allt þegar mér var sagt að nú vær- ir. þú dáin. Ef til vill hafði ég átt von á þessu en samt varð mér þá ljóst að héðan af yrði ekkert eins og áður. Nú fengi ég aldrei framar að heimsækja þig og þiggja góðu kökurnar sem þú bakaðir. Nú myndirðu aldrei framar spila fyrir mig á orgelið og hlusta á mig syngja eins og við gerðum svo oft þegar ég var lítil. Nú færum við aldrei framar í fjöruferð og tíndum bobba eða færum í beijamó. Nú fengi ég aldrei framar sendan pakka frá þér með öllum uppáhaldskökunum mín- um. Nú fengi ég adrei framar bijóstsykursmola úr svörtu hahdt- öskunni þinni. Nú gætum við aldrei framar hlegið saman. Nú fengi ég aldrei framar að gráta við bijóst þitt. Nú tilheyrðu allar þær stundir minningunni. Minningunni um elskulega ömmu sem gaf mér ást sína og hlýju af svo miklu örlæti. Elsku amma, þakka þér allar þessar stundir sem við áttum saman. Minn- ingin um þær er huggun harmi gegn. Þá minningu geymi ég í þakklátum huga. Guð blessi þig amma mín. Þuríður Ottarsdóttir. Vikunámskeið um skáta- starfið hjá Vogabúum SKÁTAFÉLAGIÐ Vogabúar í Grafarvogi mun í næstu viku 16.-22. ágúst standa fyrir ævintýranámskeiði fyrir alla krakka á aldrinum 12-15 ára. Námskeiðið verður frá kl. 9-16 alla daga og endar með helgarútilegu. Áhersla verður lögð á útiveru, útilíf og skemmti- legan félagsskap. í fréttatilkynningu segir: „Mark- hjálp, siglingar, foringjaþjálfun, mið námskeiðsins er að krakkarnir saga skátahreyfingarinnar og önn- kynnist skátastarfi og geti starfað ur spennandi viðfangsefni. Stjóm- sem foringjar innan skátahreyfíng- andi verður Gylfi Þór Gylfason. arinnar. Meðal þess sem farið verð- Námskeiðið hefst á mánudag og ur í er rötun, eldamennska, skyndi- verður í Hamraskóla Grafarvogi.“ t Elskulegur faðir okkar, tengafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR GÍSLASON frá Lambhaga, Hjarðarholti 10, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 12. ágúst. Hrefna Sigurðardóttir, Gísli Þór Sigurðsson, Petrína Bergvinsdóttir, Ármann Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson, Adda Mariusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JARÞRÚÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR MAACK, lést miðvikudaginn 11. ágúst í Landspítalanum. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn P. Maack, Aðalheiður Maack, Óðinn Geirsson, Pétur A. Maack, Kristjana Kristjánsdóttir, Þórhailur Maack, Gyða Bárðardóttir, Gfsli Maack, Kristbjörg Áslaugsdóttir, Sigríður Maack, Már Másson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR MARKÚSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, aðfaranótt föstudagsins 13. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Karl Guðjónsson, Sjöfn Guðjónsdóttir, Þórarinn Guðjónsson, Rúnar Guðjónsson, Eygló Guðjónsdóttir, Hrefna Guðjónsdóttir, Sigrfður Guðjónsdóttir, Garðar Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.