Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 17 SJONARHORN Oflugt matvælaeftirlit - öryggisnet neytenda Flestum er að verða yóst að heilsa neytenda getur ráðist af því hve öflugt matvælaeftirlitið er á hverjum stað. Notkun íblöndunarefna í matvæli hefur aukist svo og lyfjanotkun við dýraeldi og ekki síst gerlamengun sem getur valdið illvígum matareitrunum og neytendum heilsutjóni eins og nýleg dæmi hér sanna. Það hefur því verið stefna flestra þjóða á Vesturlönd- um a.m.k. að herða allt eftirlit með framleiðslu og sölu á mat- vælum bæði á innlendri framleiðslu og innfluttri. Öflugt matvælaeftirlit Matvælaeftirlitið í Bandaríkj- unum hefur verið mun virkara en hjá flestum öðrum þjóðum og hefur það hindrað sölu og tekið úr umferð matvæli sem talið er að geti skaðað neytendur. Þar í landi er matvælaeftirlitið í hönd- um ríkisstofnunar „Fæðu og lyfjaeftirlitsins" (FDA) sem er þeirra „Hollustuvernd". Stofnun- in hefur vald til að hindra að matvæli, sem ekki standast gæð- akröfur, fari inn á Bandaríkja- markað. Stofnunin er mjög öflug og eftirliti er óhikað beitt. Úr- skurði hennar verður ekki hnekkt. í bandaríska vikublaðinu „Food Chemical News“ eru viku- lega birtar nýjustu upplýsingar sem snerta matvæli eins og reglu- gerðir, íblöndunarefni, gerlainni- hald, mengun, fóður eldisdýra, innköllun og bann á sölu mat- væla, bæði innlendrar og inn- fluttrar framleiðslu o.s.frv. Tímarit þessi eru athyglisverð, sérstaklega þeir kaflar sem fjalla um matvæli sem eftirlitið hefur komið í veg fyrir að fari inn á Bandaríkjamarkað vegna skemmda eða mengunar. Slík mál geta snert okkur beint, bæði sem matvælaframleiðendur og ekki síst sem neytendur. Framleiðsla þriðja heimsins undir innlendu vörumerki Á markaði hér er niðursoðinn túnfiskur undir innlendu vöru- merki. Á umbúðunum stendur að að hann sé pakkaður fyrir matvælafyrirtæki í Tælandi. Gef- inn er upp 4 ára geymsluþolstími eða: Best fyrir des. 1997. í júníblaði „Food Chemical News“ er tekinn fyrir innflutn- ingur á túnfiski frá Tælandi til Bandaríkjanna. Þar segir að stór hluti af þeim innfluttu matvælum sem Fæðu og lyfjaeftirliti Banda- ríkjanna setti á sölubann 1992 hafi verið vegna skemmda í nið- ursoðnum túnfíski frá Tælandi. Þar segir einnig að 72 tilfella (af 304) hafí verið vegna dælda á niðursuðudósunum. Árið 1992 var sala á tælenskum matvælum stoppuð af í 2.186 skipti, og var andvirði þeirra 102 milljónir doll- ara. Krafa um ómengaða vöru Hvað túnfiskinn varðar þá seg- ir í greininni að Tælendingar veiði ekki túnfisk sjálfír, heldur vinni þeir hann í pakkningar og komi honum á markað. Ekki kemur fram hvar hann er veidd- ur. En þeir eru sagðir hafa áhyggjur af skemmdunum og vegna ítrekaðra sölubanna hafa þeir lýst ótta um að lagt verði bann á innflutning tælenskra sjávarafurða til Bandaríkjanna. Það mun ekki standa til í bili en átak hefur verið gert til að mennta og þjálfa starfsfólk við eftirlit með framleiðslu, flutningi og sölu sjávarafurða. En þær kröfur eru gerðar til Tælendinga að þeir fylgi ákveðnum stöðlum við vinnslu og gæti þess að eng- inn óþverri (fílth) fljóti með. Tælendingar rekja helstu or- sök skemmda til ástands skipa sem flytja hráefnið. Talsmaður bandaríska matvælaeftirlitsins svarar því. Hann segir: „Það er ekki hægt að koma með lélegt hráefni í verksmjðjurnar og vænta þess að út komi gæða- vara.“ Hvert fer endursend framleiðsla? Þá kemur upp sú spuming: Hvað verður um þá gölluðu vöm sem snúið hefur verið frá banda- rískum markaði? Getur verið að hann sé seldur á „lágu verði“ þangað sem gæðakröfur em minni og eftirlit takmarkað? í verslunum hér á landi hefur verið boðið upp á ýmsar frosnar físk- og skelfisktegundir frá þriðja heiminum, greinilega úr fískirækt eins og t.d. stórar rækj- ur. Sendinefndin, sem banda- ríska Fæðu og lyfyaeftirlitið sendi í könnunarferð til Tælands, skoð- aði 11 af 18.000 eldisstöðvum sem þar era starfræktar. Það var m.a. gert vegna þess að í nokkr- um rækjuförmum, sem sendir höfðu verið til Bandaríkjanna á síðasta og þessu ári, fundust leif- ar chloramphenicol, en það er sýkalyf sem í Bandaríkjunum hefur verið flokkað undir krabba- meinsvalda. En öll matvæli sem innihalda þetta efni era fjarlægð. Sendinefndin fann ekki merki þess að lyfíð væri notað og eng- inn vildi kannast við notkun þess. Aftur á móti var í rækjuvinnslu- stöðvunum fylgst með öðrum sýklalyfjum, oxyteteracycline og oxylenic sýra, og reyndist notkun þeirra vera mjög mikil. Hvorug þessara efna eru leyfð í rækju- rækt í Bandaríkjunum. Nú í vor komu svo fulltrúar tælenskra stjórnvalda og rækjuiðnaðar til Bandaríkjanna til að kynna sér reglur um lyfjanotkun og hvaða innflutningsreglur gilda þar í landi. Innflutningsreglur þurfa að vera skýrar Skýrar reglur um innflutning matvæla veita neytendum ákveð- ið öryggi og þær gefa framleið- endum og seljendum ákveðnar línur til að fara eftir. Hér á landi virðist pottur brotinn. Sem dæmi má benda á að í verslunum hér era m.a. niðursoðnir ávextir sem hafa verið pakkaðir fyrir innlend- an söluaðila en á umbúðunum er engar upplýsingar um fram- leiðsluland að fínna. í aukefnalista sem gefinn var hér út 1988, stendur í grein 9.1. að nafn og heimilisfang framleið- enda, pökkunaraðila, dreifíngar- aðila, innflytjenda eða umboðs- aðila skuli koma fram á umbúð- unum. Heimilisfang skal gefíð upp sem bær, borg eða hérað, en auk þess er heimilt að skrá götuheiti, húsnúmer og/ eða síma á umbúðir. Þarna virðist allt pottþétt - eða þar til komið er að næstu grein 9.2. en þar stendur: Fram- leiðsluland skal koma fram á umbúðum, ef nauðsynlegt er að gefa rétta hugmynd um upprana vörannar. Raunar er furðulegt að þessi grein 9.2. skuli hafa verið sam- þykkt, því hún gengur þvert á rétt neytenda. Þessi viðbótar- grein gefur innflytjendum frjáls- ar hendur með innflutning mat- væla hvaðan sem er án þess að gefa neytendum upplýsingar um upprana vörannar. Neytendur eiga kröfu á að vita hvert framleiðsluland matvæla er Hvenær skyldi svo sú staða koma upp að neytendum er ekki nauðsynlegt að fá upplýsingar um réttan uppruna matvöra? Gæti verið að það hentaði ekki þegar náðst hafa „góðir samn- ingar“ á matvælum á lágu verði, t.d. frá löndum þriðja heimsins? Það er vel þekkt í löndum þriðja heimsins að allt eftirlit með ræktun og vinnslu matvæla er slakara en viðgengst á Vest- urlöndum. Lyfjanotkun í fiskeldi er þar meiri, og þar er einnig leyfð notkun skordýraeiturs sem löngu er búið að banna á Vestur- löndum eins og DDT. Neytendur hafa enga möguleika á vita hvort um endursenda vöru geti verið að ræða, þegar framleiðslulands er ekki getið á umbúðunum, eða hvort þar sé vara sem aðrar þjóð- ir hafí bannað sölu á, en okkar gloppóttu lög ná ekki yfir. Við skulum ekki gleyma því að fram- leiðendur sem hafa fengið fram- leiðslu sína endursenda frá einu landi, reyna að koma henni í verð í löndum þar sem slakari reglur gilda. Alþjóðavæðing matvælafyrirtækja Það sem eykur þörf á hertu matvælaeftirliti er alþjóðavæðing matvælafyrirtækja sem flytja framleiðsluna sína frá einu landi til annars og jafnvel til annarra heimsálfa þar sem kostnaður er lægri og framleiðslukröfur minni. Vörar með þekktum vöramerkj- um sem aðeins voru framleiddar í ákveðnum löndum, sem veitti þeim ákveðinn gæðastimpil, koma nú frá öllum heimsálfum þar sem framleiðslukröfur era oft gjörólíkar. Hert matvælaeftirlit eykur öryggi neytenda Öflugt matvælaeftirlit er oft eina „öryggisnetið" sem neytend- ur hafa, þegar kemur að kaupum og neyslu matvæla. Eftirlits- stofnanir sem eiga að sinna slík- um málum hafa ekki verið settar á stofn af ástæðulausu, enda hafa neytendur oft enga mögu- leika á að vita hvað getur leynst í mörgum þeim matvælum sem þeir eru að kaupa. Og það á ekki að vera hægt að leyna fyrir neyt- endum hvaðan matvælin era upprunnin. Hér þarf því að efla matvælaeftirlitið í stað þess að draga úr því. M.Þorv. jTOtóáur r a morgun ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Einsöngur Ólöf Ás- björnsdóttir. Organisti Jónas Þórir. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Prestvígsla kl. 10.30. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir tvo guð- fræðikandídata: Sigfús Ingvars- son sem ráðinn hefur verið að- stoðarprestur í Keflavíkurpresta- kalli og Þorgrím Daníelsson, sem skipaður hefur verið sóknar- prestur í Norðfjarðarprestakalli. Vígsluvottar: Sr. Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur í Kefla- vík, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari, sr. Þorleifur K. Kristmundsson, prófastur á Kol- freyjustað og lýsir hann vígslu, og sr. Jakob Á. Hjálmarsson, sem jafnframt annast altarisþjónustu. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Fjalar Sigur- jónsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. Félag fyrrverandi sóknar- presta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Jakob Hall- grímsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Tón- leikar kl. 20.30. lain Quinn kon- sertorganisti frá Bretlandi leikur á orgelið. Þriðjudag: Fyrirbæna- Guðspjall dagsins: (Lúk. 19). Jesús grætur yfir Jerúsalem guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Lesmessa kl. 11. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Ingólfur Guð- mundsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Snorri Wíum syngur einsöng. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11 í umsjá sóknar- nefndar. Organisti Kári Þormar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Guðrún Ingimarsdóttir syngur einsöng. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Biblíulest- ur í umsjá Ungs fólks með hlut- verk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. FEL.LA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Hjallakirkju syngur. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Stefán R. Gíslason. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 11. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Inga- son. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filad- elfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður G. Theodór Birgis- son. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- adg kl. 16 útisamkoma ef veður leyfir. Kl. 20 Hjálpræðissam- koma. Majorarnir Reidunn og Káre Morken tala og stjórna. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma kl. 17. Ræðumenn Solveig og Sörin Steinholm frá Færeyjum. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Mán.-fös. messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason messar. Organisti Frank Herlufsen. KEFLAVÍKURKIRKJA: Prest- vígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 10.30. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir Sigfús Baldvin Ingvason, sem ráðinn hefur verið aðstoðarprestur í Keflavíkurkirkju. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20.30. Athugið breyttan messutíma. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. HRAUNGERÐISKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 13.30. Aðalsafnaðar- fundur verður haldinn eftir guðs- þjónustuna. Kristinn Ágúst Friðf- innsson. LANDAKIRKJA: Guðsþjónusta í Landakirkju kl. 11. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Um kvöldið kl. 20.30 verður unglingastarf Landakirkju með hið árlega pizzupartý. Uppl. og skráning hjá Hreiðari. AKRANESKIRKJA: Guðsþjóns- uta kl. 11. Sr. Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ, messar. Sóknarnefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.