Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 ,Éú gct ekJci talié þaðaUtupp senv haegí eraS segja um þennayt- þiL / " * Ast er... C> meint að koma fyrr eða síðar TM Reg. U.S Pat Off.—all rlflhts roserved • 1992 Los Angelos Tlmes Syndicate Mamma vildi endiiega að ég giftist lækni, en ég sá fljót- iega að það væri miklu auð- veldara að fara sjálf í lækn- isfræði Ég get reynt, en ég hef aldr- ei áður gert við tölvu HÖGNI IIREKKVfSI „þó kl'opar. bX 06 éúi rrota p'a nupur’ “ BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Greiðabílamálið og sannleiksástin Frá Sigfúsi Bjarnasyni: Hinn 27. júlí síðastliðinn átti sá atburður sér stað að lögregla stöðv- aði greiðabílstjóra í þann mund er hann ætlaði að fara að aka fjórum erlendum ljósmyndurum að Gull- fossi og Geysi. Um þetta mál hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum og er sú umfjöll- 'un því miður dæmigerð fyrir um- íjöllun um greiðabílamálið yfirleitt. Eg vil gera þetta að umræðuefni hér. Um langt árabil hefur verið deilt um verkaskiptingu á milli sendi- og leigubíla. í sumum tilfellum er það umdeilanlegt hvað teljast vöruflutn- ingar og hvað teljast fólksflutning- ar. Einnig hafa leigubílstjórar í gegnum tíðina sinnt ákveðnum teg- undum vöruflutninga, t.d. matar- sendingum og smásendingum ýmiss konar. En árið 1989 voru sett ný lög um leigubifreiðar og reglugerðir bæði um sendi- og leigubíla. Þá var tekið á þessum málum og skilgreint hvemig þessi verkaskipting ætti að vera. Leigubílstjórar urðu að fóma miklu við þessar breytingar. Þeir mega t.d. ekki fara með matarsend- ingar og aðeins flytja skjöl, bréf, HEILRÆÐI Forðist spjöll á jarðargróðri. Farið varlega með eld. Gangið vel um landið. KOMUM HEIL HEIM Víkverji skrifar Nýlega rak á fjörur Víkverja „Afsláttarbækling Hafnar- fjarðar og Garðabæjar“, sem í sjálfu sér er kannski ekki ástæða til þess að finna að, ef ekki væri fyrir frá- ganginn á honum, sem er vægast sagt hroðvirknislega unninn. í fyrsta lagi segir að „20 fyritæki“ standi að útgáfu hans og að þau hafi ákveðið að bjóða upp á afslátt í einn mánuð gegn framvísun „A- kortsins“. Síðan segir: „Þú rífur kortið úr bælingnum og framvísar því hjá viðkomandi fyrirtækjum". „Grafísk hönnun“ auglýsir í bæklingnum „Nýtt stílbragð", sem skili sér í betri árangri. Ekki veit Víkveiji, hvort það er þessi sami aðili, sem stendur að gerð afslátt- arbæklingsins, en alla vega er stíl- bragðið á enskum texta í auglýs- ingu frá Kænunni mjög sérstætt, én hann er svohljóðandi: „The restaurant- and coffeehouse Kænan is lokalised nearby the small boat harbour in Hafnarfjörður, just 10 km. from the center of Reykjavík. Bus nr. 140 leaving Lækjargata or Hlemmur to Hafnarfjörður every 20 minutes. Our fish-market is open Sundays from 11 to 16. There you kan f.eks buy fresh fish, seabird eggs, shark, kakes, bread, vegeta- bles and flowers at very good price. Live físhermen’s music. You are always most welcomen both to the market and to see, by your own eyes a usual working day at the small boat harbourin Hafnarfjörður next door to Reykjavík. “ Það skal tekið fram að letur- breytingar í þessum enska texta eru Víkverja. Þessi texti minnir dálítið á þá frægu spurningu „Hot spring river this book?“, sem gamansamir gárungar settu saman sem þýðingu á setningunni „Hver á þessa bók?“ xxx En það getur fleirum orðið á, því að Víkveiji rakst á auglýs- ingu frá Café Romance á ensku í bæklingi, sem heitir „Around Reykjavík“ og dreift hefur verið inn á öll heimili í höfuðborginni. Þar segir í texta um leið og andrúminu á þessum veitingastað er lýst stór- um stöfum: „Wher romance is in the air“. Já, prófarkalesturinn er stundum afleitur. xxx orri landsmanna fær laun sín greidd um mánaðamót og því haga menn því gjarnan svo til að þær fjárhagsskuldbindingar, sem menn gangast undir, gjaldfalli um eða rétt eftir mánaðamót. Það er því segin saga, að mánaðamót eru mikill annatími í bönkum. Víkveiji er viðskiptavinur Háa- leitisútibús Landsbanka íslands og þarf að jafnaði að fara í það útibú einu sinni í mánuði. Til þess notar hann hádegið og þá er jafnan ör- tröð viðskiptavina í bankanum, sem allir bíða eftir afgreiðslu. Rétt eftir síðustu mánaðamót var Víkveiji þessara erinda í Háaleitisútibúi og blómasendingar og neyðarsendingar fyrir sjúkrahús. Sendibílstjórar mega hins vegar aðeins flytja fylgdarmenn þeirrar vöru sem þeir flytja. Þó ekki séu allir sáttir við þessa skilgreiningu hafa menn tekið þessu vel. Það hefur almennt ríkt friður á milli sendi- og leigubílstjóra. Þó er á því sú undantekning að ein sendi- bílastöð hér í bæ stundar ólöglega fólksflutninga í stórum stíl. Margir bílar á þeirri stöð eru skráðir fólks- bflar og henta ekki til vöruflutninga og eru ekki löglegir í því skyni, samkvæmt reglugerð samgöngu- ráðuneytis. Við leigubílstjórar erum mjög óánægðir með að lögregla, stöðvi ekki þessa ólöglegu starfsemi. Samkvæmt reglugerð um sendi- bíla er óheimilt að nota fólksbíl í sendibflaaksturinn. Fyrir þetta kærði undirritaður greiðabflstjóra að morgni 27. júlí síðastliðins. Þá hafði hann áður í tvígang ekið ljós- myndurum frá sama farþegaskipi á Gullfoss og Geysir og var mættur þar í þriðja skipti. Við nokkrir leigu- bflstjórar tókum þessa ljósmyndara tali og sögðust þeir vera vinir greiðabílstjórans og að hann æki þeim ókeypis í þessa ferð. Við töld- um augljóst að það væri ekki sann- leikanum samkvæmt. Ég hringdi á lögreglu því ég vissi að þessi bfll var skráður sem fólks- bfll og kærði bílstjórann fyrir að nota fólksbíl í sendibílaakstri, sem er ekki í samræmi við reglugerð um sendibifreiðar. Lögregla kom á stað- inn og boðaði viðkomandi greiðabíl- stjóra niður á stöð í skýrslutöku. Ljósmyndaramir hins vegar tóku sitt dót og gengu að leigubfl sem þar var skammt frá í röð við skipið og hann ók á brott. Það sem ljós- myndaramir höfðu meðferðis voru nákvæmlega tvær myndavélar, ein nett myndbandsupptökuvél, þijár litlar myndavélatöskur og einn sam- anbrotinn þrífótur. í hádegisfréttum á Bylgjunni þá vom aðeins tveir gjaldkerar af fímm að störfum. Þegar Víkveiji hafði beðið í upp undir hálfa klukku- stund eftir afgreiðslu og loks kom- izt að, kvartaði hann að sjálfsögðu við gjaldkerann, sem sagði að því miður yrðu gjaldkerarnir að skipta sér niður í matmálstíma og ekkert afleysingafólk hefði fengizt í úti- búið í sumar. Því væri ástandið með þessum hætti. Þetta er auðvitað óþolandi fram- koma Landsbankans. Obbinn af þeim sem þurfa að fara í banka og eru vinnandi koma auðvitað í mat- málstímanum, því að fólk hefur þegar selt annan tíma vinnuveit- anda sínum. Því verður bankinn að sjá til þess að allar gjaldkerastúk- urnar séu mannaðar á matmálstím- um. Það er ekki hægt að láta fólk hanga meirihlutann af matartíman- um í langri biðröð í banka. Biðraða- menningin í bönkum er að slá út biðraðamenninguna í Sovétríkjun- um, sællar minningar. Þegar Víkveiji var svo loksins kominn að og hafði verið afgreidd- ur, vantaði hann ávísanahefti. Þá hófst ný bið, eftir að stúlkan þar gæti afgreitt nýtt hefti. Ef Lands- bankinn hefði númerakerfi, eins og raunar Búnaðarbankinn hefur löngu fundið upp í Kringlunni, hefði Víkveiji getað keypt heftið á meðan hann hékk í biðröðinni mest allan matartímann. Landsbankinn ætti að taka sér tak og sýna svolitla þjónustulund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.