Morgunblaðið - 14.08.1993, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.08.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 31 Morgunblaðið/RAX ÞEIR voru nokkuð margir metrarnir á milli leikstjóra og leikenda. Fyrirsæturnar sem tóku sprettinn á þjóðveginum voru kvikmyndaðar úr þyrlu, en Fincher stjórnaði tökunum með fjarskiptatækninni. Og eins og myndin gefur til kynna hafði hann öllu meiri áhuga á því sem var að gerast á þjóðveginum, en að láta festa sjálfan sig á filmu og fékkst ekki út úr bifreiðinni tU þess. SJÓNVARPSAUGLÝSINGAR Nike-auglýsing kvik- mynduð í Hvalfirði Nokkuð hefur verið um erlenda kvikmynda- og auglýsingagerðarmenn að störfum hér í sumar og í vik- unni var leikstjórinn David Fincher við kvikmyndatökur í Hvalfirði fyrir bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike. Fincher leikstýrði kvikmynd- inni Alien III, auk þess að vera einn af helstu leikstjór- um tónlistarmyndbanda og sjónvarpsauglýsinga. Hann hefur áður stjórnað auglýs- ingum fyrir Nike, en að þessu sinni er verið að vinna röð sjónvarpsauglýsinga fyrir Evrópumarkað. Auglýsingin sem kvik- mynduð var hér er sú síðasta í þeirri röð, en hún sýnir tvær konur hlaupa eftir þjóðvegin- um í Hvalfirði. Kvikmynda- tökumar hér á landi voru gerðar í samvinnu við Saga Film hf. en aðalframleiðandi auglýsinganna er Propag- anda Films í Bandaríkjunum. COSPER COSPERiSVo Ekki stúrin, elskan. Næsta sumar skulum við biðja um íbúð með sól í eldhúsinu. Stuðbandið og Garðar 1 Aðgangseyrir kr. 800 Opið frá kl. 22-03 ----.—.—.—.—.—.— -----—.—.------------*-----^—■—.— --------/ Kópavogsbúar - nærsveitamenn Ljúfur matur, lágt verð. Harmonikan VRMM4 1 have9um ISÓS4 til kl. 03. Ilninmlmr£ 11. sinii 42166 KÓNGAFÓLK Karólína klagar mömmu Karólína sagði páfa frá leyndustu hugrenningum sínum. Inýrri bók um Karólínu prins- essu af Mónakó segir prinsessan að hún hafi ein- ungis gifst fyrri eiginmanni sín- um, franska glaumgosanum Philippe Junot, til þess að losna undan ofurvaldi móður sinnar, Grace prinsessu Kelly. Spænski blaðamaðurinn Jose Luis Roig skrifar bókina og fullyrðir að Grace hafi reynt að koma Karólínu dóttur sinni í konunglegar mægðir. Hún hafi ekki síst haft augastað á Karli ríkisarfa á Bretlandi sem tengdasyni. Samkvæmt heimildum Roigs á Karólína að hafa játað það grátandi fyrir Jó- hannesi Páli 2. páfa að hún hafi aldrei elskað Philippe Junot og hjónaband þeirra hafi því verið skelfileg mi- stök. „Ég get aðeins beðið yður fyrirgefningar af öllu mínu hjarta,“ á Karólína að hafa sagt við páfann. Ónafngreindur vinur Karólínu vitnar um það í bókinni að páfinn hafi tekið fyrirgefningarbón Karólínu með skilningi. „Páfinn komst við af tárum hennar,“ segir þessi vinur prinses- sunnar. „Hún grét sárt þeg- ar hún skriftaði fyrir honum iðrandi að hún hefði gifst manni sem foreldrar hennar hötuðu.“ í bókinni er það staðhæft að í seinni tíð sé Karólína orðin afar trúuð og því hald- ið fram að hún líti á dauða Stefanos Casiraghi síðari eiginmanns síns sem refs- ingu fyrir það að hafa óhlýðnast foreldrum sínum og lifað óguðlegu lífi með Junot. Dansbarinn í kvöld Gunni Tryggva og Þorvaldur Halldórsson skemmta í kvöld. DANSBARINN Grensásvegi 7, símar 33311-688311 Opið öll kvöld vikunnar til kl. 01 og til 03 um helgar M0NG0LIAN BARBECUE Weizman og De Niro ræða málin. HÁTÍÐ Eins og þjóðhöfðingi Fyrir skömmu var haldin mikil.og alþjóðleg kvik- myndahátíð í Jerúsalem og var hápunkturinn er kynnt var myndin „A Bronx Tale“ sem er fyrsta kvikmyndin sem stórleikarinn Robert De Niro leikstýrir. Hún verður frumsýnd í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafs í október. De Niro var heiðursgestur á hátíðinni og frægasti gest- urinn á svæðinu. Var hann meðhöndlaður sem slíkur og raunar þótti honum sjálfum næstum eins og gestgjafar hans meðhöndluðu hann eins og þjóðhöfðingja. Til dæmis óskaði nýlega kjörinn forseti ísraels, Ezer Weizman, eftir því að hitta leikarann og gekk það eftir. Sátu þeir dijúga stund á skrifstofu for- setans og ræddu bæði kvik- myndaiðnaðinn og heimsmál- in almennt, ekki síst ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. T<>nleiliíibar Vitastíg 3, sími 628585 Föstud. og laugard. Opið 21-03 HLJÓM- SVEITIN DÍSEL f/djónhstf cift/i GLEÐIGJAFAR Carl Moller - hljómborö Einar Bragi - sax Árni Scheving - bassi Einar Scheving - trommur ANDRE BACHMANN BJARNI ARA (tSU/fif MOEIÐI JÚNÍUSDÓTTUR vv \\% V'8 S/ú’/sj/as' tJaewós&on/ sÁemmtir OPIÐ FRÁ KLUKKAN 19:00 - 03:00 BINGÖ! Hefst kl. 13.30 Aðalvinningur að verðmæti ________100 bús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um 300 bús. kr. TEMPLARAHOLLIN Einksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.