Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Frumvarp til lyfja- laga, læknar og apótek eftir Einar Pál Svavarson Frá því að frumvarp heilbrigðis- ráðherra til lyfjalaga var lagt fyrir Alþingi í apríl á þessu ári hefur umræða um frumvarpið verið held- ur einhliða. í kjölfar framlagningar frumvarpsins birtust nokkrar blaða- greinar og bar þar mest á sjónar- miðum apótekeara og ljrfjaheild- sala. Þeir hafa lokið upp einum munni um að fjölmargar hættur felist í frumvarpinu, verði það að lögum. Meðal annars telja þeir að lyfjaneysla muni stóraukast, apó- tekin verði að segja upp reyndum lyfjafræðingum til þess að skera niður rekstrarkostnað, þjónusta á landsbyggðinni verði lélegri og apó- tekin þurfi á næstu misserum að ganga í gegnum sömu gjaldþrota- raunir og matvörumarkaðurinn hef- ur mátt búa við. Á sumum má jafn- vel skilja að ný tegund af ungu fólki sem leggur meira upp úr hagn- aðarvoninni en faglegum sjónar- miðum, muni í ríkum mæli hefja nám í lyfjafræði. Hingað til hefur því umræða um frumvarp til lyfja- laga að verulegu leyti snúist um framtíðarsýn apótekara, en ekki þann veruleika sem núverandi lyfja- lög fæddu af sér. Veruleika sem frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi. Nýr flötur á umræðunni Skömmu fyrir síðustu mánaða- mót hóf Ríkisútvarpið umfjöllun um frumvarpið. Þungamiðja fréttarinn- ar var ásókn lyfjafræðinga í hent- ugt húsnæði fyrir lyfjaverslun, enda virðast lyfjafræðingar almennt ekki sjá sömu hættur framundan og apótekarar. Meðal annars kom fram að þrír einstaklingar hafi þegar tryggt sér húsnæði í Glæsibæ, nokkrir hafí gert fyrirspurnir í Domus Medica og margir hafí haft samband við fasteignasölur á höf- uðborgarsvæðinu til að fá ráðlegg- ingu um staðsetningu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að iyfjafræðingar skoði þann möguleika að stofnsetja lyfja- verslun. Sérstaklega í ljósi þess að ein veigamesta breytingin á lyíja- lögunum snýst einmitt um breyt- ingu á eignarhaldi og rekstrarfyrir- komulagi lyfjaverslana. Verði frum- varpið samþykkt verður það ekki lengur háð sérstöku leyfi frá heil- brigðisráðherra að setja á stofn lyfjaverslun. Það geta allir gert að uppfylltum ákveðnum faglegum skilyrðum. Við upphaf fréttarinnar virtist umfjöllun um frumvarpið ætla að taka á sig nýja mynd þar sem fjall- að væri um annað en afstöðu og áhyggjur apótekara. En þegar leið á fréttina var skotið inn viðtali við lyíjaheildsala og tók hann upp þráð- inn þar sem frá var horfið í mál- flutningi apótekara í vor. í viðtalinu lagði hann sérstaka áherslu á þá skoðun að lyijaneysla muni áreiðan- lega stóraukast. Fullyrðing sem er býsna sérkennileg þegar horft er til þess að afgreiðsla á lyfjum á uppruna í lyfseðli sem læknir skrif- ar vegna veikinda einstaklings. Hvernig fjölgun lyfjaverslana getur orðið til þess að lyfjaneysla stórauk- ist er óskiljanlegt þar sem aðgengni að læknum breytist ekkert með frumvarpinu. Þá telur hann að rót- gróin apótek muni segja upp reynd- um lyfjafræðingum, skipta þeim út fyrir unga, óreynda og lægra laun- aða lyfjafræðinga til að lækka rekstrarkostnað. í lok fréttarinnar hefur því lítið annað komið fram en endurtekning á sjónarmiðum apótekara í málinu. í kvöldfréttum mánudaginn 2. ágúst heldur Ríkis- útvarpið áfram að fjalla um lyfíja- frumvarpið. Og í fýrsta skipti frá því að frumvarpið var lagt fram, er opinberlega fjallað um núverandi kerfi lyfjadreifingar. Með þessari frétt virtist umræðan ætla að verða málefnaleg í þeim skilningi að mörg ólík sjónarmið væru að koma fram í málinu. En raunin varð því miður önnur. Fréttin hófst á þessum orð- um: „Notkun lyfja eykst ekki þótt lyfjaverslun verði gefín frjáls, hún gæti allt eins minnkað, segja for- svarsmenn læknamiðstöðva sem eru óháðar apótekurum. Ástæðan er sögð sú að með fijálsri verslun rofna sérstök hagsmunatengsl apó- tekara og lækna sem leigja aðstöðu hjá þeim.“ Síðar í fréttinni segir: „Raddir innan heilbrigðisstéttar segja að þessir læknar séu hins vegar duglegri við að skrifa út lyf- seðla en aðrir læknar“. { kjölfarið er skotið inn viðtali við undirritaðan þar sem fram kemur sú skoðun að hjá apótekurum leigi frekar læknar sem eru líklegir til að skrifa út lyf- seðla vegna sérgreinar sinnar en Iæknar sem ekki skrifa út lyfseðla nema í mjög takmörkuðum mæli, eins og t.d. skurðlæknar. Eftir við- talið tekur fréttamaður ríkisút- varpsins við og segir: „Einar telur að lyfjanotkun muni standa í stað, og að það sé ekkert óraunhæfara að gera ráð fyrir að hún minnki en að hún aukist. Sjúkdómum á ís- landi fjölg-i ekki þótt lyijaverslun verði gefín fijáls." Afbökun Eftir þessa frétt virðist umræðan hafa færst frá því að íjalla um lyija- frumvarpið, yfír í það sem „raddir innan heilbrigðisstéttar segja“, og mér hefur verið eignað, að „læknar sem leigja hjá apótekum séu dug- legri við að skrifa út lyfseðla en aðrir læknar". Þetta gerist þrátt fýrir að í fréttinni komi glögglega fram að ég telji að lyijanotkun muni standa í stað. Svo rammt hefur kveðið að misskilningnum, að pólitískt málgagn heilbrigðisráð- herra hefur í leiðara gert kröfu um opinbera könnun á sannleiksgildi þeirrar „fullyrðingar minnar" að læknar borgi apótekum fyrir hús- næði með því að „gefa út ónauðsyn- lega marga lyfseðla“. Það á sem sagt að kanna hjá opinberum aðil- um fullyrðingu sem ég hef aldrei sett fram. Hefði ekki verið eðlilegt og sjálfsagt að ritstjóri blaðsins kannaði fyrst hvort ég hefði sett fullyrðinguna fram, áður en hann gerði í leiðara kröfu til opinberra aðila um að fullyrðingin verði könn- uð? Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef aldrei haldið því fram að læknar sem leigja húsnæði hjá apó- tekurum skrifí út ónauðsynlega lyf- seðla til að greiða fyrir húsnæði, og er ekki hluti af þeim „röddum innan heilbrigðisstéttar" sem eru með slíkar aðdróttanir. Það er mik- ill munur á þeirri fullyrðingu og að halda því fram að apótekarar vilji heldur leigja læknum sem eru lík- legir til að skrifa út lyfseðla vegna sérgreinar sinnar, fremur en lækn- um sem nánast aldrei skrifa út lyf- seðla. Það er fullyrðing sem ég get vel staðið við, enda staðfest af Werner Rasmusson apótekara í ágætu viðtali í morgunþætti Rásar 2 föstudaginn 6. ágúst sl. Ég get líka upplýst hér að ég hef aldrei nokkum tíma skoðað nein gögn sem gefa upplýsingar um útskriftir lyfseðla og hef ekki hugs- að mér að skoða slík gögn, enda veit ég að læknar taka siðareglur stéttar sinnar alvarlega og treysti faglegum vinnubrögðum þeirra mjög vel. Alveg óháð því hvar þeir leigja húsnæði undir starfsemi sína. Til dæmis held ég að læknar taki siðareglur mun alvarlegar sem dag- lega leiðsögn í starfí en blaða- og fréttamenn, ef marka má skrif Agnesar Bragadóttur í Morgun- blaðinu undanfarið. Þar virðist hver mega éta ókannaðar fullyrðingar upp eftir öðrum alveg gagnrýnis- laust. Þessi fullyrðing sem höfð er eftir „röddum innan heilbrigðis- stéttar“ virðist mér einmitt hafa fengið slík örlög og yfírskyggt alla aðra umræðu um lyfjafruvarpið. Áhugi fjölmiðla á nákvæmlega þessu atriði hefur komið mér aldeil- Einar Páll Svavarson „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef aldrei haldið því fram að læknar sem leigja húsnæði hjá apótekur- um skrifi út ónauðsyn- lega lyfseðla til að greiða fyrir húsnæði, og er ekki hluti af þeim „röddum innan heil- brigðisstéttar“ sem eru með slíkar aðdróttan- ir.“ is á óvart. Margir sem höfðu sam- band við mig frá íjölmiðlunum eftir viðtalið höfðu takmarkaðan áhuga á lyfjafrumvarpinu, sumum virtist jafnvel ofviða að setja sig inn í grundvallarþætti þess. Þegar ég tjáði þeim að ofangreind fullyrðing væri ekki frá mér komin og að ég hefði hvorki ástæðu né áhuga á að ræða hana, urðu þeir áhugaleysið uppmálað, þökkuðu fyrir sig og lögðu tólið á símann. Kjarni málsins Afnám einokunar á sölu lyfja er löngu tímabær aðgerð. Fyrir því liggja mörg þung rök. Ekki síst að það sé ekki forsvaranlegt, að árið 1993 sé enn til staðar kerfi þar sem einstaklingum er veittur sérstakur einokunarréttur til að stunda versl- Hvert er hlutverk undanþágu- nefndar framhaldsskóla? eftir Kristrúnu * Isaksdóttur Laugardaginn 31. júlí sl. birti Morgunblaðið grein eftir Marinó G. Njálsson undir yfírskriftinni “Ósvífni og valdníðsla undanþágunefndar" og er hún ástæða þessara skrifa. Tilefni greinar Marinós er það að ekki var í tæka tíð gengið frá ráðn- ingu hans í starf við Iðnskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár þann- ig að hann fengi mánaðarlaun sín 1. ág^úst og kennir hann undanþágu- nefnd framhaldsskóla um það og fleira. Marinó er að vonum reiður en velur að viðhafa gífuryrði og rangfærslur í fjölmiðlum í stað þess að leita skýringa eins og aðrir sem eins er ástatt um. Greinin gefur tilefni til að gera opinberlega grein fyrir ráðningamál- um framhaldsskólanna almennt, þar á meðal hlutverki og störfum undan- þágunefndar og þeim lagaramma sem hún vinnur eftir, og freista þess um leið að varpa ljósi á ástæður þess að fjölmargir leiðbeinendur við framhaldsskóla féllu út af Iaunaskrá 1. ágúst. Lögverndunarlögin og hlutverk undanþágunefndar Hinn 1. janúar 1987 gengu í gildi lög nr. 48/1986 um lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhalds- skólakennara og skólastjóra, í dag- legu tali nefnd lögverndunarlögin. Samkvæmt þessum lögum hefur enginn rétt til að nota starfsheitið framhaldsskólakennari né starfa sem siíkur hér á landi nema hafa til þess leyfí menntamálaráðherra. Kröfurnar sem menn þurfa að upp- fylla til að öðlast slíkt leyfísbréf og vera ráðnir í stöðu framhaldsskóla- kennara eru þríþættar: a) lágmarks- menntun í kennslugrein, b) 30 ein- inga nám í uppeldis- og kennslu- fræðum og c) starfsreynsla (starfs- menntakennara). Ef enginn framhaldsskólakennari sækir um auglýst starf þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar getur skóla- meistari sótt um undanþágu til að lausráða réttindalausan umsækj- anda til bráðabirgða. Hlutverk und- anþágunefndar framhaldsskóla, sem starfar samkvæmt lögum nr. 48/1986, er að úrskurða hvort veita skuli slíka undanþágu og skal hún taka tillit til menntunar umsækjand- ans, kennsluferils, starfsaldurs, starfsreynslu og umsagna. í reglu- gerð um störf nefndarinnar segir enn fremur að hún skuli kynna sér hvort skilyrðum um auglýsingar hafi verið fullnægt, þ.e. að öll laus kennslu- og stjórnunarstörf séu auglýst og þar m.a. tilgreint sérsvið starfsins svo sem aðalkennslugrein. Kennara- starf er laust ef framhaldsskóla- kennari er ékki ráðinn í það, enda eru fallin úr gildi bráðabirgðaákvæði laganna um verndun réttindalausra kennara í starfi á meðan þeir afla sér menntunar til kennsluréttinda. Samkvæmt 5. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er ríkisstofnunum skylt að auglýsa lausar stöður í Lögbirtingablaði að öllu jöfnu með fjögurra vikna fyrir- vara. Af þessu er ljóst að undan- þágunefnd framhaldsskóla er eftir- litsaðili sem á að fylgjast með því að farið sé að lögum við kennarar- áðningar í framhaldsskólum. Hún er skipuð þremur fulltrúum, einum tilnefndum af Bandalagi kennarafé- laga, einum tilnefndum af Háskóla íslands og einum skipum án tilnefn- ingar og er hann formaður. Ráðningamál framhaldsskóla Fram til skólaársins 1990-91 sá menntamálaráðuneytið um ráðn- ingamál framhaldsskóla, þ.e. aug- lýsti laus störf samkvæmt beiðni skólameistara og skólanefnda, tók við umsóknum, sendi þær skólunum til umsagnar og gekk frá manna- ráðningum að því búnu. Með breyt- ingum á lögum nr. 57/1988 um framhaldsskóla, sem gerð var 1989, voru ráðningamálin færð út til skól- anna sjálfra í samræmi við þá stefnu að draga úr miðstýringu. I upphafí fóru starfsmenn ráðuneytisins ítar- lega yfír það með skólastjórnendum hvaða skyldur þetta hefði í för með sér. Hafa þeir árlega tekið ráðninga- málin fyrir á fundum með skóla- meisturum og jafnframt sent bréf til áréttingar og ítrekunar. Svo var einnig gert í ár og ítarlegt bréf þessa efnis sent 13. maí sl. Störf undanþágunefndar sumarið 1993 Til þess að kennarar fái laun á réttum tíma í upphafí nýs skólaárs 1. ágúst þarf starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytis að hafa fengið öll gögn í hendur um miðjan júlí. Þetta vita skólameistarar og af þessu tóku nefndarmenn mið þegar þeir skipulögðu sumarfrí sitt, þ.e. þeir töldu að þeir gætu einna helst verið frá seinustu tvær vikur júlímánaðar. Um og upp úr miðjum júní fóru undanþágubeiðnir að berast fyrir alvöru. Eins og venja er til var farið vel yfir allar umsóknir, kannað hvort rétt hefði verið staðið að auglýsing- um og hvort upplýsingar vantaði. í áðurnefndu bréfi til skólameistara, dags. 13. maí, var ítrekuð beiðni um að láta allar umbeðnar upplýsingar Kristrún ísaksdóttir „Tilkynningar um sam- þykktir nefndarinnar voru sendar starfs- mannaskrifstofu fjár- málaráðuneytis jafnóð- um og sér hún til þess að laun verði greidd 6. þ.m. til þess að forða fólki frá frekari vand- ræðum.“ í té á umsóknareyðublaði um heim- ild til að ráða kennara án réttinda og tilkynnt að ófullnægjandi um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.