Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Eflum SUS Norræn ráðstefna landslagsarkitekta Alagablettir í ís- lenskum arkitekt- úr vekja athygli Laugurvatni. FÉLAG íslenskra arkitekta hélt, dagana 5.-7. ágúst 24. norrænu ráðstefnu landslagsarkitekta á Laugarvatni. Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er haldin á Islandi en 15 ár eru nú liðin frá stofn- un félagsins. Yfirskrift ráðstefnunnar var „natur-kultur" eða lands- lag og saga og var fjöldi fyrirlestra fluttur um þetta efni. Athygli vakti að íslenskir landslagsarkitektar taka tillit til álagabletta við skipulagsgerð sína en slíkt þekktist ekki á hinum Norðurlöndunum. eftir Má Másson Sá gustur sem nú blæs um starf ungra sjálfstæðismanna í fjölmiðlum setur svartan blett á Sámbandsþing ungra sjálfstæðismanna sem fer fram pú um helgina. Á þinginu mun ungt sjálfstæðisfólk ganga til kosninga og velja sér for- ystusveit til næstu tveggja ára. Stuðningsmenn frambjóðendanna tveggja, þeirra Jónasar Fr. Jónssonar og Guðlaugs Þ. Þórðarsonar, hafa síðustu daga skipst á skeytum í fjöl- miðlum. Svo virðist sem fjölmiðafár það sem að þyrlað var upp fyrir um viku með grófum ásökunum og árás- um hafi kæft alla málefnalega um- ræðu um frambjóðenduma tvo. Stuðningsmenn Guðlaugs hafa hing- að til gert lítið af því að fjalla á málefnalegan hátt um framboð síns manns og þær stefnur og áherslur sem hann leggur til grundvallar. Miklu frekar hafa þeir blásið upp inn- anflokksátök og sviðsett kostulegan skollaleik og þannig reynt að gera framboð Jónasar Fr. tortryggilegt í augum þingfulltrúa. Á þennan hátt hafa þeir forðast samanburð á fram- bjóðendunum tveimur og flúið mál- efnalégar umræður. Slík vinnubrögð eru félagsmönnum SUS og í raun Sjálfstæðismönnum 'öllum mikið áhyggjuefni og lítt til þess fallið að styrkja stöðu flokksins. Breyttar áherslur Breiðfylkingu eins og Sambandi ungra sjálfstæðismanna getur beðið „Til þess að það megi gerast þurfa ungir sjálf- stæðismenn að velja sér sterkan forystumann sem nýtur trausts... þess vegna styð ég Jónas Fr. Jónsson.“ stórkostleg tækifæri til þess að verða leiðandi afl í íslenskri stjómmálaum- ræðu ef að rétt er á málum haldið. Fjöldahreyfing sem telur um átta þúsund félagsmenn býr yfir miklu afli og möguleikum til þess að láta til sín taka hvar sem er í þjóðfélaginu. En til þess að það megi gerast þarf breytingar til. Hugmyndir Jónasar Fr. Jónssonar um nýjar og breyttar áherslur í starfí SUS eru einmitt til þess fallnar að endurvekja fyrri styrk hreyfingarinn- ar. Jónas leggur áherslu á að stjómar- fundir SUS verði reglulega haldnir úti á landi. Með því munu tengsl hreyfingarinnar við landsbyggðina eflast gífurlega. Auk þessa leggur Jónas ríka áherslu á að haldnir verði samráðsfundir með formönnum og stjómum þeirra 38 félaga víðsvegar um landið sem mjmda SUS. SUS á að vera opin hreyfing, það sækir afl sitt til almennra félagsmanna, án þerra er SUS-skammstöfunin tóm. Það er þess vegna sem Jónas Fr. telur nauðsynlegt að opna stjómar- fundi SUS fyrir félagsmenn. Stutt er nú í tvennar kosningar, þ.e. bæjar og sveitarstjómakosningar Már Másson og kosningar til Alþingis. Þá mun mæða mjög á forystu SUS í erfíðri kosningabaráttu. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn siglir í kröppum sjó í óvin- sælu stjómarsamstarfí, veitir forystu flokksins ekki af sterkri og öflugri framvarðasveit ungs fólks. Ekki að- eins til þess að styðja hann og styrkja heldur til þess að leiðbiena honum og veita aðhald. Til þess að það megi gerast þurfa ungir sjálfstæðismenn að velja sér sterkan forystumann sem nýtur trausts bæði meðal ungs fólks og úti í atvinnulífinu, framkvæmdamann sem hefur víðtæka reynslu af félags- málum og lætur verkin tala, mann sem nær árangri. Þess vegna styð ég Jónas Fr. Jónsson. Höfundur er formaður Hugins, Félags ungra sjálfstæðismanna, í Garðabæ. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna stóð í 4 ár. Þátttaka var mjög góð að sögn Odds Hermannssonar eins af skipuleggjendum eða 7% af öll- um landslagsarkitektum á Norður- löndum utan Finnlands, alls yflr hundrað manns. í fyrirlestrum sem haldnir vora var flallað um samspil landsins og sögu þjóðarinnar frá sem flest- um sviðum, komið var inn á þjóðtr- úna, garðsöguna, sérkennin, notk- un tijágróðurs, mismunandi skipulagsáætlanir og einstök hönnunarverkefni. Að auki var flallað um landnýtingu og skipulag á nokkram viðkvæmustu stöðum landsins. Ráðstefnugestir fóra í nokkrar skoðunarferðir sem þóttu tilkomu- miklar, gafst þar gott tækifæri til að kynnast náttúrafari og mann- virkjagerð í íslensku landslagi. Er- lendu gestunum þótti náttúran yfirgnæfandi hvert sem litið var og mótandi í starfí arkitektanna. Til dæmis áttu þeir því ekki að venjast að sjá hvemig mannvirki urðu að laga sig að álfaborgum og álagablettum í landslaginu. Hópurinn var einnig viðstaddur opnun sýningar á þekktum skrúð- görðum í Reykjavík sem haldin er í Geysishúsinu í Reykjavík það sem eftir lifír sumars. Gestafyrirlesari á ráðstefnunni var Per Stahleshmidt lektor í lands- lagsarkitektúr við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan var mikil lyftistöng fyrir íslenska landslagsarkitekta sem þarna gafst. í fyrsta skipti tækifæri til að taka saman og kynna stöðu sína og aðstæður fyr- ir erlendum starfsbræðrum sínum og fyrrverandi kennuram sínum við háskólana á Norðurlöndum. - Kári. RAÐAUGi YSINGAR „Au pair“ óskast til Þýskalands í lok september til að gæta tveggja stúlkna í eitt ár. Upplýsingar í síma 96-22198 eftir kl. 20.00. Skipstjóri/stýrimaður Starfskraftur óskast til framtíðarstarfa. Um er að ræða starf í landi er hentar fyrir þá, sem reynslu hafa af skipsstjórn. Góð laun er í boði fyrir starfskraft sem hefur þann bakgrunn sem hentar starfi þessu. Upplýsingum um fyrri störf og önnur atriði sem skipta máli skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. ágúst, merktum: „HJ - 10937“. Verkfræðingur Verkfræðingur óskast til framtíðarstarfa hjá verktakafyrirtæki. Aðeins starfskraftur með 3-4 ára reynslu á framkvæmdasviði kemur til greina. Fullum trúnaði heitið um öll þau gögn sem látin eru í té. Upplýsingum um fyrir störf og önnur atriði sem skipta máli skal skila til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 21. ágúst, merktum: „HV - 10938“. íslenska Álfélagið hf. óskar að taka á leigu 2ja herbergja íbúð með húsgögnum. íbúðin er fyrir erlendan starfs- mann fyrirtækisins og er leigutími frá og með 5. september til 17. desember 1993. Æskileg staðsetning er miðbær Reykjavíkur, en aðrir staðir á höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Tilboð, merkt: „ISAL", óskast send auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 18. ágúst nk. Stórt íbúðarhúsnæði óskast á leigu í Reykjavík, helst í miðbæ eða vesturbæ, frá 1. október nk. Vinsamlegast hafið samband í síma 621797 eða 613950. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Kópavogi (Kópavogs Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982 um lyfjadreifingu, að viðtakandi lyf- söluleyfishafi kaupi allan búnað apóteksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi við- takandi leyfishafi fasteign apóteksins, en hún er kjallari og jarðhæð austurhluta byggingar- innar nr. 11, Hamraborg, þar sem apótekið er til húsa og meðfylgjandi sameign. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1994. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15. september nk. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið, 12. ágúst 1993. Uppboð Framhald uppboðs ð eftirtöldum fasteignum verður háð ð þeim sjðlfum á neðangreindum tima miðvikudaginn 18. ágúst 1993: Holtabrún 12, Bolungarvfk. Þinglýst eign Jóns V. Hálfdánarsonar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, Lögsýnar hf. og Lögmanna Höfðabakka. Kl. 14.00. Skólastígur 10, Bolungarvík. Þinglýst eign Jóns Péturssonar, eftir kröfu Lögsýnar hf. Kl. 14.15. Hreggnasi, norðurendi, efri hæð, Bolungarvík. Þinglýst eign Guð- bjarts Kristjánssonar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins og Sparisjóðs Bolungarvíkur. Kl. 14.30. Sýslumaðurihn í Bolungarvík, 13. ágúst 1993. Dans - dans 16 ára stúlku, með mikinn áhuga á dansi, vantar dansherra. Hefur dansað í mörg ár og keppt. Upplýsingar í síma 45134. SlttCi auglýsmgctr § L, Nýja I postulakirkjan, I/, islandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta sunnudag, 15. ágúst, kl. 11.00. Dieter Ceh prestur messar. Hópur frá N.P.K. í Bremen í heimsókn. Ritningarorð: ..þar sem andi Drottins er, þar er frelsi." (2. Kor. 3.17). Verið velkomln í hús Drottlnsl Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Ræöumaður G. Theodór Birgis- son. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferftir sunnudaginn 15. ágúst Kl. 08 Dagsferð til Þórsmerkur - verð kr. 2.500. Ath.: Hagstætt verð á dvöl í Þórsmörk mllll ferða. Kl. 10.30 Innstidalur-Svínahlíð - Klambragil. Gengið upp Sleggjubeinsskarð og sem leið liggur um Innsta- dal, Miðdal og Frestadal, Svína- hlíð í Klambragil. Verð kr. 1.100. Kl. 13 Grændalur- Reykjadalur. Ekið í Reykjadal og gengið um Grændal (vestur af Hveragerði). Verð kr. 1.100. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hallvoigarstig 1 • simi 614330 Dagsferðir sun. 15. ágúst Þingvailggangan 1. áfangi A) Leggjabrjótur kl. 10.30. Gengið úr Botnsdal á Bothsheiði og um Leggjabrjót að Langastíg í Almannagjá. Verð kr. 1500/1700. B) Stiflisdalur - Langistígur kl. 13.00. Gengið veröur frá Stíflis- dal á Kjósarheiði og gömlu leið- inni fylgt um Brúsastaði að Langastíg. Verð kr. 1200/1300. Brottför i ferðirnar frá BSÍ bens- ínsölu, miöar við rútu. Frítt fyrir börn 15 ára og yngri I fylgd með fullorönum. Ársrit Útivistar 1993 er komið út. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.