Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Framkvæmdastjóri Seifs segir allan kola unninn hér lieima Ounnimi koli ekki fluttur út AFAR LÍTIÐ hefur verið flutt út af óunnum skarkola á þessu ári, að sögn Ævars Guðmundssonar hjá Seifi hf. Segist hann ekki skilja ummæli Kristins Kristinssonar hjá Pólar-Frost hf. í Hafnarfirði, sem fullyrðir í viðtali við Morgunblaðið í gær, að mikið magn af óunnum skarkola sé flutt út í viku hverri svo að ekki fáist koli til vinnslu. Þrjú útflutningsfyrirtæki, ísfang hf., Jón Ásbjörnsson hf. og Seifur hf., hafa flutt út all mikið af skar- kola að undanförnu en að sögn Ævars hefur aðeins verið um unn- inn fisk að ræða. Hann sagði að oft fengist viðun- andi verð fyrir óunninn kola á mörk- uðum erlendis ef hann væri stór en skarkoli sem veiðst hefði á þessu ári væri fremur smár. Þessi koli hefði þvi allur verið unninn hér heima og nær ekkert flutt út óunn- ið. Sagði hann að Pólar-Frost hf. í Hafnarfirði gæti ekki kennt útflutn- ingi um að hráefni skorti hjá fyrir- tækinu. Flugráð harmar fjaðrafok Alls ekki um ávítur að ræða, segir formaður ráðsins FLUGRÁÐ kom saman til fundar í gærmorgun vegna ummæla og athugasemda framkvæmdastjóra Loftferðaeftirlitsins og fram- kvæmdastjóra flugslysarannsókna um öryggismál í Grænlandsflugi i tíð fyrri flugrekstraraðstandenda flugfélagsins Óðins hf. en einstak- ir flugráðsmenn töldu að ummælin stönguðust á við afstöðu þeirra á síðasta fundi Flugráðs. Leifur Magnússon, formaður Flugráðs, segir aðpurður að yfirmenn flugöryggismála sem sátu fundinn hafi alls ekki verið ávítaðir af Flugráði og ekkert slíkt sé hægt að lesa út úr bókun fundarins. í henni segir m.a. að Flugráð harmi það fjaðra- fok sem orðið hafi í kjölfar afgreiðslu þess sl. þriðjudag þar sem mælt var með áætlunarleyfi til Óðins hf. milli Kulusuk og Græn- lands og að það telji mál að linni hártogun í málinu og vangaveltum sem byggist á sögusögnum. Bókun Flugráðs er svohljóð- andi: „Flugráð harmar það fjaðrafok sem orðið héfur í kjöl- far afgreiðslu þess 10. þ.m. á umsögn um áætlunarleyfi milli Kulusuk og íslands. Á þeim fundi var málið formlega afgreitt eftir ítarlega umfjöllun og mælt með leyfi til Óðins hf. flugfélags. Jón Helgason, flugrekstrar- stjóri Óðins hf. flugfélags, lauk prófi sem slíkur með ágætum hjá Loftferðaeftirlitinu og það er flugrekstrarstjóri sem ásamt tæknistjóra bera ábyrgð á örygg- ismálum flugrekenda. Loftferða- eftirlitið gerði á sínum tíma at- hugasemdir við eiginfjárstöðu Óðins hf. flugfélags vegna flug- rekstrarleyfís og meðmæli Flug- ráðs um það leyfí voru háð upp- fylltum skilyrðum. Samgönguráðuneytið hefur þegar veitt Óðni hf. flugrekstrar- leyfi til þjónustuflugs. Öðinn hf. flugfélag er nýr flugrekandi þótt flestum sé ljóst að hann byggir á reynslu fyrri flugrekanda og samböndum. Samgönguráðherra óskaði aðeins eftir umsögn um Óðinn hf. flugfélag sem áætlun- arleyfíshafa milli Kulusuk og ís- lands og sú umsögn var jákvæð með atkvæðum fjögurra flug- ráðsmanna, en einn sat hjá. Flugráð telur mál að linni hár- togunum í þessu máli og vanga- veltum sem byggjast á sögusögn- um.“ Ekki formlegt álit Þorgeir Pálsson flugmálastjóri var spurður í gær hvort þær at- hugasemdir sem yfirmenn flugör- yggismála hjá Flugmálastjórn hefðu sett fram væru ekki taldar marktækar í þessu tilviki. Þorgeir kvaðst ekki vilja tjá sig um það en sagðist vísa til yfírlýsingar sinnar sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem fram kæmi að ekki væri um formlegt álit stofnunarinnar að ræða heldur persónulegt álit við- komandi. Hvorki Grétar H. Óskarsson, framkvæmdastjóri Loftferðaeftir- litsins, né Skúli Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri flugslysarann- sókna hjá Flugmálastjórn, vildu tjá sig um þetta mál í gær. Morgunblaðið/Kristinn. Fundur í flugráði FLUGRÁÐ var kvatt saman til fundar í gær vegna ummæla og athugasemda yfirmanna flugöryggismála í tengslum við umsókn Óðins hf. um áætlunarleyfi milli Kulusuk og íslands. Atvmnumál gnmnskolakemiara Athugasemd vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Ólafi G. Einarssyni, mennta- málaráðherra: „í fréttatíma Ríkisútvarpsins þann 11. þ.m. var viðtal við for- mann Kennarasambands íslands um atvinnuleysi í kennarastétt. Vegna mjög villandi ummæla formannsins og fréttamannsins Óðins Jónssonar er eftirfarandi tekið fram: Aðhaldsaðgerðir í íjármálum á síðasta ári leiddu til fækkunar kennslustunda, eins og formaður KÍ sagði. Þá bar hins vegar ekki á atvinnuleysi í kennarastétt, enda fjölgaði grunnskólakennurum í starfí um 114 og stöðugildum um 102 milli áranna ’91/’92 og ’92/’93. Leiðbeinendum hefur fækkað milli ára, svo sem eðlilegt er og í fullu samræmi við stefnumið Kennarasambands Islands. í menntamálaráðuneytinu liggja ekki fyrir endanlegar tölur um kennararáðningar frá fræðslu- skrifstofunum fyrir næsta skólaár. Enginn sérstakur nýr niðurskurð- ur í grunnskólum er fyrirhugaður af hálfu ráðuneytisins, enda unnið eftir sömu heimildum og á síðasta skólaári. Hugsanlegt atvinnuleysi kennaramenntaðs fólks stafar því af öðrum orsökum en nýjum niður- skurði í grunnskólum. Fullyrðingar um atvinnuleysi grunnskólakennara eru vart tíma- bærar þar sem ekki hefur verið gengið endanlega frá ráðningum við alla skóla. Samkvæmt tölulegum upplýs- ingum í menntamálaráðuneytinu verður aukning á kennslumagni, starfsmagni, vikustundum og stöðugildum frá síðasta skólaári til hins næsta. Því er það rangt sem formaður Kennarasambands- ins hefur sagt að fjölgun réttinda- kennara nú helgist af því að kennslan sé minni. Ekki þótti fréttamanninum ástæða til að leita upplýsinga hjá menntamálaráðuneytinu um þetta mál. Fréttamaðurinn sagði: „Hlut- fallsleg fjölgun réttindakennara boðar þó ekki framfarabyltingu í skólamálum. Hún kemur ekki til af góðu.“ Þessi ummæli eru athyglisverð, hvort sem þau eru komin frá fréttamanninum sjálfum eða for- manni KÍ. Hingað til hefur það verið talið líklegt til að bæta kennslu og skólastarf að kennarar hefðu full réttindi. Framangreind ummæli koma því nokkuð á óvart. Auðvitað væri æskilegt að verja meira fé til menntamála. Um það þarf ekki að deila. Hitt er svo annað mál, að brýnt er að umræða um skólamál sé málefnaleg og rétt sé farið með staðreyndir. Svo var ekki í fram- angreindu viðtali." Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður Oeðlilegt að pólitískur > aðstxiðarmaður verði > ráðuneytisstjóii ÓLAFUR Ragnar Grimsson, formaður Alþýðubandalagsins, telur óeðlilegt að Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra ætli að selja aðstoðarmann sinn, Þorkel Helgason, ráðuneytisstjóra i ráðuneyti sínu til tveggja ára, í fjarveru Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra. Slíkt bijóti gegn tuttugu ára gamalli hefð. VERSLUNARMIÐSTÖÐIN Kringlan átti 6 ára afmæli í gær og í tilefni dagsins var ýmislegt um að vera. Þar á meðal spiluðu tón- listarmenn fyrir Kringlugesti sem gátu einnig virt fyrir sér risa- stór málverk eftir Tolla sem þar eru til sýnis. Flekarnir sem mynd- irnar hanga á eru um 6 fermetrar að stærð og mjög þungar. Því var brugðið á það ráð að fá kunna kraftakarla til að hífa málverkin upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/RAX Afmælishátíð í Kringlunni „Mér finnst þetta vera mjög al- varlegur gerningur. Þarna er stigið nýtt skref til að brjóta niður þær leikreglur sem menn hafa reynt að fylgja í landinu,“ sagði Ólafur Ragnar. „Fyrir rúmum tuttugu árum var komið upp því kerfi að skilja á milli embættislegrar um- sýslunar í ráðuneytunum og pólit- ískra starfa. Þess vegna fengu ráðherrarnir heimild til að velja sér pólitíska aðstoðarmenn, sem koma með þeim og fara líka með þeim.“ Áður á mörkunum Ólafur Ragnar sagðist telja að Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefði ver- ið á mörkunum í þessu máli er hann gerði Björn Friðfinnsson, sem var aðstoðarmaður hans, að ráðu- neytisstjóra árið 1989. Sama mætti segja um skipan Magnúsar Jóhannessonar, fyrrum aðstoðar- manns Eiðs Guðnasonar, fyrrver- andi umhverfisráðherra, í stöðu ráðuneytisstjóra umhverfisráðu- neytisins. „Nú stígur Sighvatur, fyrstur íslenzkra ráðherra, það skref að láta pólitískan aðstoðar- mann sinn gegna, í tímabundinni íjarvist ráðuneytisstjórans, yfir- stjóm á embættislegri hlið ráðu- neytisins. Og það ekki bara á með- an Sighvatur er ráðherra, heldur fram á næsta kjörtímabil," sagði Ólafur Ragnar. Mörður eða Már Ólafur sagði að skil milli emb- ættissýslunar og pólitískrar • stefnumótunar væru með þessu sett í graut. „Hvað hefði verið sagt ef ég hefði gert Má Guðmundsson eða Mörð Árnason að ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu og i þeir hefðu stýrt því inn á tímabil Friðriks Sophussonar?" sagði Ólaf- ur Ragnar. k ------♦ ♦ ♦ Síðustu Sum- | artónleikarí Skálholtskirkju VERK eftir tvö höfuðtónskáld Norður-Evrópu á barokktíma, Bach og Buxtehude, eru á dag- skrá síðustu Sumartónleika í Skálholtskirkju að þessu sinni. Tónlistarmenn hafa verið í Skál- holti alla vikuna að æfa undir leið- sögn bandaríska gömbuleikarans og tónlistarfræðingsins Laurence Dreyfus. Leikið er á gömul hljóð- færi eða eftirlíkingar þeirra og reynt að laga söng og leik að tíma j gömlu meistaranna. Kl. 15 á laugardag er m.a. flutt kantata Bachs, Actus tragicus, en j kl. 17 og aftur á sunnudaginn kl. 15 getur að heyra söngfúgu eftir Buxtehude og kafla úr Fiiglistinni j eftir Bach. Þetta er nítjánda ár Sumartónleikanna og aðsókn hef- ur verið með ágætum. Aðgangs- eyrir er enginn. Sjá bls. C3: „Bach og...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.