Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 Leikfélag Akureyrar Ferðin til Panama fyrsta verkefnið ÆFINGAR hefjast eftir helgi á fyrsta verkefni Leikfélags Akur- eyrar á nýbyrjuðu leikári, en það er leikritið Ferðin til Panama eftir Martin Truthmann, sem hann hefur samið upp úr sam- nefndri sögu eftir Janosch. Janosch hefur öðlast heims- frægð fyrir sögur sínar um vinina tvo, Tígrisdýrið og Björninn, og hafa þijár af bókunum um þá komið út á íslandi, þar á meðal Ferðin til Panama. Snæbjörn Arngrímsson hefur íslenskað leikritið, Ingunn Jens- dóttir er leikstjóri og er þetta fyrsta leikstjóraverkefni hennar fyrir LA, en áður hefur hún farið með hlutverk í Húsi Bernörðu Alba. Anna G. Torfadóttir gerir leikmynd, búninga og dýragervi. Með hlutverkin fara Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimis- son, Dofri Hermannsson og Anna Man'a Gunnarsdóttir, en þau tvö síðastnefndu leika nú í fyrsta sinn með Leikfélagi Akureyrar. Óvæntur frumsýningarstaður Ferðin til Panama er leikrit fyr- ir fólk eldra en fjögurra ára og er fyrirhugað að það verði sýnt á Akureyri og á leikferð um allt Norðurland. Frumsýning er fyrir- huguð seinni hluta september á óvæntum stað á Norðurlandi. Guðmimdarhús end- urbyggt í Ólafsfirði EITT af elstu húsunum í Ólafsfirði er svokallað Guðmundarhús eða Strandgata 7. Húsið var byggt af einum af frumbyggjum Ólafsfjarðar, Guðmundi Ólafssyni, útgerðarmanni á árunum 1904 til 1906. Guðmundarhús er stórt og veg- legt hús, þar bjuggu í upphafi mannmargar fjölskyldur, þar var fyrsta afgreiðsla Sparisjóðs Ólafs- fjarðar til húsa, um tíma var skóli í húsinu og prestsetur. Á síðari árum var Jjar rekið barnaheimili, Tónskóli Olafsú’arðar var þar til húsa, Karlakór Ólafsfjarðar átti húsið og nú er þar til húsa Leikfé- lag Ólafsfjarðar. Bæjarsjóður Ólafsfjarðar hefur nú ákveðið að styrkja Leikfélag Ólafsfjarðar til ao endurbyggja húsið. Veitt var til þess fé á síð- ustu fjárhagsáætlun bæjarins og í tengslum við atvinnuátaksverk- efni Atvinnuleysistryggingasjóðs var veitt fé til endurbyggingarinn- ar. Nú er verið að skipta um burð- arvið hússins, nýir gluggar koma í það á næstunni og það verður klætt með bárujárni. SB Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Guðmundarhús VERIÐ er að endurbyggja eitt af elstu húsunum í Ólafsfirði, svokall að Guðmundarhús. Afnol of íbúö í Davíöshúsi, Akureyri Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræðimönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1-6 mánaða dvöl f lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um afnot af íbúðinni árið 1994 renni út 15. september nk. Umsóknir ber að senda til: Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strandgötu 19b, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími 96-27245. Menningarfulltrúi. Morgunblaðið/Golli Lokið við listaverk ÖRN Ingi Gíslason fjöllistamaður var á ferðinni í Hrísey í vikunni, en þangað lagði hann Ieið sína til að ljúka við listaverk sem börn úr Sumar- skólanum höfðu málað á salthúsvegginn. Kalsaveður sumarsins var andsnúið útilistmálurum og notaði Örn Ingi því tækifærið sem gafst í vikunni þegar sá til sólar og lauk’ því sem eftir var, en listaverkið á salthúsveggnum er að öðru leyti alfarið nemenda Sumarskólans. Bændahátíð haldin að Laugum í Reykiadal Forseti Islands flyt- ur ávarp á hátíðinni BÚNAÐARSAMBAND S-Þing. og Héraðssamband S-Þing. hafa ákveðið að efna til bændahátiðar að Laugum í Reykjadal laugar- dagskvöldið 21. ágúst næstkomandi. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, mun ávarpa hátíðina, en á dagskrá eru kórsöngur kvennakórsins Lissýar og einsöng- ur Jóhanns Más Jóhannssonar bónda í Keflavík, Skagafirði, og Hildar Tryggvadóttur bónda á ’AKure.yri HLaugardagur 14. ágúst Grófin kl. 14 til 17, vinnu- dagar þar sem Lene, Karin, Hadda, Sunneva, Margrét og Inga bjóða fólki að kynnast og prufa ullarþófa og leir- muni. ■Sunnudagur 15. ágúst Deiglan kl. 20.30, bók- menntakvöld. Dúettinn Súkk- at spilar, Dofri Hermannsson leikari flytur einleikinn „Mín káta angist“ eftir Guðmund Andra Thorsson og fleiri. Grafíkvinnudagar á vinnu- stofu Guðmundar Ármanns í Listaskálanum standa yfír á laugardag og sunnudag. Fremstafelli í Kinn. Hagyrðingur kvöldsins verður Friðrik Stein- grímsson, Mývatnssveit, og ung- mennafélagið Efling, Reykjadal, verður með leikþátt. Þá verða þjóðdansar sem dans- hópurinn Fiðrildin, Egilsstöðum, sýnir og Harmonikufélag Þingey- inga leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. í tilefni af bændahátíð verð- ur Hótel Laugar með tilboð á gist- ingu og kvöldverði fyrir þá sem koma lengra að. Bændahátíð var einnig haldin fyrir ári að Laugum í tengslum við aðalfund Stéttarsambands bænda og tókst hún í alla staði vel, en hátíðin hefur sögulegt gildi þar sem hún var haldin árlega um langt árabil. Það var árið 1948 sem fyrsta hátíðin var haldin en hafði legið niðri um nokkurt skeið. Aðstandendur bændahátíðar- innar telja mikilvægt að bænda- fólk efli stéttarvitund sína og geri sér glaðan dag rétt eins og fólk gerir á sjómannadaginn og verka- lýðsdaginn og er því vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta, ekki bara bændur heldur og allir velunnarar bændastéttarinnar. Nánari upplýsingar um bænda- hátíðina gefa Sigurlaug Svavars- dóttir, formaður HSÞ, og Atli Vig- fússon, formaður BSSÞ. (Fréttatilkynning.) 20% dýrara að versla í nágranna- byggðum í síðustu viku var endurtekin verðkönnun sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði fyrir um mánuði síðan. Verðkönn- unin sem gerð var 5. júlí sl. var sú umfangsmesta sem félagið heL ur staðið fyrir fram til þessa. í könnuninni sem gerð var 5. ágúst var verð kannað á 200 neysluvör- um í fjórum verslunum. Verslanirnar eru KEA-Nettó, Hagkaup, Hrísalundur á Akureyri og Svarfdælabúð á Dalvík. Helsta niðurstaða könnunarinnar var sú að vörur í KEA-Nettó eru að jafnaði ódýrastar og um 7% ódýrari en í Hagkaup sem kemur næst, að því er fram kemur í frétt frá Neytenda- félaginu. Jafnframt er ljóst af könnuninni að ef Svarfdælabúð er tekin sem viðmiðun fyrir nágrannabyggðirnar við Eyjafjörð þá er um 20% dýrara að kaupa þessar 200 vörutegundir í nágrannabyggðunum en á Akur- eyri. Samtímis þessari könnun fram- kvæmdu neytendafélög víðs vegar um landið sambærilegar en minni kannanir og verður samanburður úr þeim könnunum birtur í vikunni og kemur þá í ljós hvernig verðlag er á Akureyri miðað við landið í heild. ♦ ♦ ♦-------------- Bókmennta- dagskráí Deiglunni í DEIGLUNNI verður á sunnu- dagskvöld blönduð dagskrá í formi leiksýninga, tónleika og upplesturs. Dúettinn Súkkat frá Reykjavík kemur fram í fýrsta skipti á Ákur- eyri með frumsamið efni í léttum dúr. Einleikurinn úr skáldsögunni Mín káta angist eftir Guðmund Andra Thorsson verður sýndur, en það er nýútskrifaður leikari, Dofri Hermannsson, sem flytur. Hann mun starfa hjá Leikfélagi Akureyrar næsta vetur. Viðar Eggertsson les síðan upp úr verkum Kristínar Bjarnadóttur. (Fréttetilkynning.) Teygjustökk á sunnudag AKUREYRINGUM gefst kostur á að stökkva teygjustökk á sunnu- daginn, en þá koma félagar fyrir- tæksins Gott hopp að nýju norður með útbúnað sinn. Teygjustökkið átti miklum vinsældum að fagna meðal bæjarbúa fyrr í sumar þeg- ar félagarnir voru á ferðinni. Teygjustökkið hefst kl. 14 á sunnudaginn, 15. ágúst og verður við Strandgötuna. Þegar Akur- eyringar hafa stokkið nægju sína á sunnudagskvöld verður ferðinni haldið áfram um Norðurlandi og m.a. er ætlunin að heimsækja Rauf- arhöfn, Ólafsfjörð og Siglufjörð. Messur Akureyrarkirkja. Guðsþjón- usta verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 11. fyrir há- degi. Þ. H. Glerárkirkja. Guðsþjónusta verður í Glerárkirkju n.k. sunnudagskvöld, 15. ágúst kl. 21.00. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.