Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. AGUST 1993 23 Morgunblaðið/RAX Sælla er að gefa en henda FJÖGUR þúsund pakkar af smjörlíki, sem verslanir Bónusar gáfu viðskiptavinum sínum í gær, runnu út eins og heitar lummur. Að sögn Finns Magnússonar, verslunarstjóra í verslun Bónusar við Faxafen, var smjörlíkinu dreift jafnt á allar búðirnar, en birgðirnar voru þrotnar þegar um klukkan þrjú í gærdag í Faxa- feninu. Forráðamenn. Bónusar brugðu á það ráð að gefa smjörlíkið sem svar við ákvörðun fjármálaráðu- neytisins um álagningu vörugjalds, sem gerði verðið ósamkeppnishæft við innlenda framleiðslu. Hvölum fjölgar á Islandsmiðum Taka sífellt stærri toll af fiskistofnunum HVÖLUM fjölgar stöðugt á íslandsmiðum. Hnúfubakur hefur truflað loðnuveiðar að undanförnu og segjast sjómenn aldrei hafa séð slikan fjölda hvala á loðnuslóðinni. Hnísu hefur einnig fjölgað mjög eftir að hætt var að veiða hana en hún lifir að hluta til á bolfiski. Eftir því sem hvölum fjölgar við landið taka þeir stærri toll af fiskistofnunum. Að sögn Jóhanns Sigutjónssonar fjölgað verulega. Hrefnan hefur ijöl- sjávarlíffræðings á hvalarannsókna- breytt fæðuval í sjónum og nærist einnig á bolfiski. Jóhann sagði að fjölgun hvala við landið hlyti að taka sinn toll af fiskistofnunum. Ilvalatalning Hnúfubak var næstum útrýmt hér við land eftir aldamót þegar miklar hvalveiðar voru stundaðar við ís- land. Haitn er mjög auðveiddur þar sem hann forðast ekki skip heldur vekja þau forvitni hans. Jóhann sagði að allt benti til að nú hefði hnúfubaksstofninn náð sömu stærð og áður en veiðar hófust. Norður- Atlantshafsspendýraráðið ákvað í sumar að talning færi fram á hvala- stofnunum eftir eitt eða tvo ár og sagði Jóhann að þá fyrst kæmi ná- kvæmlega fram hversu mikið hvöl- um hefði fjölgað við landið. ucnu uciu auiiauMidbtuiuuudi ei ijuöl að fjölgað hefur í hvalastofnum við landið undanfarin ár. Hann sagði að mælingar hefðu ekki farið fram nýlega en mælingar á árunum 1987-89 hefðu sýnt að hnúfubaki fjölgaði um 10-14% á ári. 3.000 dýr Sagði Jóhann að ætla mætti að rúmlega 3.000 dýr væru við landið að sumarlagi. Hnúfubakur er um 14 metrar á lengd og allt að 40 tonn á þyngd. Jóhann sagði að hvalurinn héldi sig töluvert á loðnuslóð en lifði þó jafnframt á öðrum torfufiski og krabbasvifi. Hann sagði að veruleg fjölgun hefði orðið í öðrum hvala- stofnum síðan veiðum var hætt, þannig hefur hrefnu og steypireyð Eru þeir að fá 'ann ? Línur eru að skýrast með útkomu þessa veiðisumars. Ljóst er að ekki verður um metsumar að ræða eins og fiskifræðingar og fleiri kepptust við að spá. Raunar verður þetta trúlega mun lakara sumar heldur en í fyrra, sem reyndar var afar gott. Samt sem áður hefur gengið merkilega vel í sumar miðað við erfiða tið til veiða og sumarið til þessa stendur vel undir lýsingunni „þokkalegt" „Alveg þokkalegt..." Guðrún Þorsteinsdóttir í veiðihús- inu við Grímsá sagði, að 760 laxar væru komnir á land og tveggja daga holl sem hefði nýlokið veiði hefði veitt 40 stykki. „Þetta er al- veg þokkalegt, en ekki þó eins gott og í fyrra. Það er slatti af laxi í ánni og síðast í fyrradag urðu menn varir við nýrunna físka,“ sagði Guð- rún. Fyrir fáum döguíh veiddist 17 punda lax í Oddastaðafljóti, sá stærsti í sumar, annars hefur megn- ið af veiðinni verið eins árs lax úr sjó. Nokkrar sjóbirtingsgöngur hafa verið síðustu daga og verið góð búbót fyrir þá veiðimenn sem hafa nælt sér í físk. Þetta hafa yfirleitt verið tveggja til þriggja punda físk- ar. Erlendu veiðimennimir luku veiðum fyrir nokkru og í maðka- veislunni á eftir veiddust 150 laxar á þremur dögum. 22 pundari úr Vatnsdalsá „Eg segi bara allt ágætt, það eru komnir 492 laxar á land og þetta verður að teljast alveg þokkalega gott miðað við veðurfar og fleira,“ sagði Gylfí Ingason kokkur í Flóð- vangi við Vatns- dalsá. Fyrir nokkr- um dögum veiddi erlendur veiðimað- ur stærsta lax sumarsins úr ánni, 22 punda hæng á svarta Frances í Stekkjarhyl, sem er á efsta svæðinu. Stórlaxabaninn var í vikuholli sem fékk 108 laxa á 5 stangir. „Maðka- veislan hér byijar ekki fyrr en á þriðjudaginn,“ sagði Gylfí og hann gat þess einnig að menn teldu að tals- vert væri af laxi í ánni og stærðar- skiptingin nokkuð athyglisverð. Sam- kvæmt veiðibók- inni fyrirfínnast varla 7 til 9 punda laxar. Annars veg- ar eru þetta 4 til 6 punda fískar af báðum kynjum, síðan 10 til 14 punda hrygnur og svo hængar 14 til 22 pund. Vænir í Víðidal... Brynja Eyþórsdóttir i Tjamar- brekku við Víðidalsá sagði, að 823 laxar væm komnir á land úr Víði- dalsá og væm allir mjög sáttir við þá útkomu því skilyrði hafa öll ver- ið hin verstu í sumar. Hún nefndi sem dæmi, að morguninn 10. ágúst hefði lofthiti verið tvær gráður og vatnshitinn 4 gráður. Það hlýnaði að vísu og síðan þykknaði upp. Næstu tvo daga veiddust 52 laxar, sem sýnir hversu mikils virði hlýn- andi veður er í laxveiði. Brynja sagði laxinn hafa lengst af verið í efri þyngdarkantinum, en síðustu vik- una hefðu smálaxar komið meira inn í veiðina. Stærsti lax sumarsins var 21 pund, en all margir 15 til 20 punda laxar hafa veiðst. Lax úr Norðurá Feðgarnir Bjarni Júlíusson og Júlíus Bjarnason með fallegan lax sem þeir tóku saman í Víðines- fljóti í Norðurá fyrir nokkrum dögum. Traust forysta SUS eftir Arnar Þórisson í gær var sett þing ungra sjálf- stæðismanna á Selfossi og í Hvera- gerði. Sambandsþing er ávallt há- punktur starfsemi SUS og á sér jafnan langan aðdraganda. Svo mánuðum skiptir hefur ungt sjálf- stæðisfólk unnið að undirbúningi þessa þings. Rétt er að geta sér- staklega þeirrar miklu og óeigin- gjömu vinnu sem félögin á Sel- fossi og í Hveragerði hafa lagt á sig til þess að þingið megi verða sem glæsilegast. Málefnastarf Á SUS-þingum er hnýttur enda- hnútur á málefnastarf ungra sjálf- stæðismanna. Að þessu sinni hafa u.þ.b. 300 ungir sjálfstæðismenn tekið þátt í málefnastarfinu og er það meiri fjöldi en nokkum tíma fyrr í sögu sambandsins. Það að hafa fengið allt þetta fólk til þess að taka þátt í þessari vinnu sýnir betur en flest annað hinn breiða gmndvöll sem Sjálfstæðisflokkur- inn starfar á. Þess má geta að í ungliðahreyfíngum flestra annarra flokka landsins era vart svo marg- ir félagsmenn, hvað þá virkir fé- lagsmenn í mótun stefnu þeirra. Það hversu vel hefur gengið í málefnastarfinu að þessu sinni og hve margir hafa þar lagt hönd á plóg er fyrst og fremst einum manni að þakka, formanni sam- bandsins, Guðlaugi Þór Þórðar- syni. Hann hefur verið óþreytandi í þeirri viðleitni sinni að laða ungt fólk til þátttöku í flokksstarfínu, jafnt á suðvesturhominu sem og um allt land. Fjölgun félaga Síðastliðin tvö ár hefur orðið mikil fjölgun á félagsmönnum í félögum ungra sjálfstæðismanna um allt land. Er nú svo komið að félagar era orðnir nálægt 8.000 sem sýnir betur en flest annað styrk sambandsins. Þess má geta að enginn stjórnmálaflokkur á ís- landi utan Sjálfstæðisflokksins hefur svo marga félagsmenn. En þessi mikla fjölgun félagsmanna er ekki eitthvað sem gerist af sjálfu sér. Að mínu mati era einkum tvær ástæður fyrir fjölguninni. í fyrsta lagi skynjar ungt fólk í dag að Sjálfstæðisflokkurinn er að taka á ýmsum málum í ríkisbúskapnum sem aðrir flokkar hafa ekki haft þrek né þor til að takast á við. Ungt fólk veit að ekki er enda- Arnar Þórisson „Mjög mikilvægt er fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn að forysta ungliða- hreyfingarinnar verði í traustum höndum og til þess fallin að laða ungt fólk til fylgis við flokk- laust hægt að fjármagna há lífs- gæði með hallarekstri á ríkissjóði. Ungt fólk vill að tekið sé á þessum vanda í stað þess að varpa honum Vegna skrifa Kristínar Þórðar- dóttur í Morgunblaðinu 13. ágúst sl. um málefni Sólheima í Gríms- nesi þar sem skilja má að endurnýj- un húsnæðis hafí leitt til veralegrar skerðingar á ráðstöfunartekjum heimilismanna, vil ég taka eftirfar- andi fram: Fram að 1. janúar 1993 námu mánaðarlegar ráðstöfunartekjur heimilismanna á Sólheimum vasa- peningagreiðslum frá Trygginga- stofnun sem voru þá, og eru enn, kr. 10.170,- á mánuði. Frá 1. jan- úar 1993 var rekstrarfyrirkomulagi Sólheima breytt þannig að heimilis- menn fá nú greitt frá Trygginga- stofnun örorkulífeyri og tekjutrygg- ingu. í samræmi við reglugerð og starfshætti á sambýlum er heimilt að nota allt að 75% af þessu fram- lagi til greiðslu vegna húsnæðis, á kynslóðir framtíðarinnar. í öðru lagi hefur forysta SUS unnið ötul- lega að því að kynna sjónarmið ungra sjálfstæðismanna á meðal unga fólksins í landinu og búið svo um hnútana að það fínnur að Sjálf- stæðisflokkurinn er opinn og lýð- ræðislegur stjómmálaflokkur þar««r sem allir er áhuga hafa geta tekið þátt. Framtíðin Það sem blasir við nýkjörnum formanni og stjórn SUS að afloknu sambandsþingi er að koma þeim málefnum sem þingið kemur sér saman um á framfæri innan Sjálf- stæðisflokksins. Framundan er í haust landsfundur flokksins og án efa munu ungir sjálfstæðismenn þar láta mikið að sér kveða. Þetta kjörtímabil SUS mun ekki líða í neinni lognmollu þar sem í hönd fara tvennar kosningar, sveitar- stjórnakosningar á næsta ári og alþingiskosningar árið 1995. Mjög ’ mikilvægt er fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að forysta ungliðahreyf- ingarinnar verði í traustum hönd- um og til þess fallin að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Ég tel engan vafa leika á því að Guðlaug- ur Þór Þórðarson er rétti maðurinn til verksins og hvet alla þingfull- trúa á SUS-þingi til þess að veita honum brautargengi til þess að halda áfram á þeirri braut er hann hefur nú þegar markað. rafmagns, hita og fæðis. Mánaðar- legar ráðstöfunartekjur heimilis- manna á Sólheimum hafa hækkað verulega vegna þessara breytinga, en auk launa vegna vinnu á Sól- heimum, eru mánaðarlegar ráðstöf- unartekjur í dag á milli kr. 14.166,- og kr. 20.166, og hafa því hækkað um allt að 100%. Slíkt hlýtur að vera öllum fagnaðarefni og engin ástæða til að gera slíkar ráðstafan- ir tortryggilegar. Ég harma það að starfslok Krist- ínar, eiginmanns hennar, móður og bróður á Sólheimum hafi leitt hana til þeirrar örvæntingar sem fram kemur í óvönduðum skrifum henn- ar, en þegar Kristín lét af störfum um miðjan júlí sl. hafði hún starfað á Sólheimum í 14 mánuði. HALLDÓR kr. júlíusson, framkvæmdastjóri Sólheima. Höfundur er sljómarmaður í S US. Athugasemd vegna greinar '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.