Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. AGUST 1993 11 Svavar veifar jámklónm eftir Hrafn Gunnlaugsson Um daginn þegar ég sat úti í sólinni og var að fletta í þykkri bók mér til skemmtunar rak ég augun í broshýrt andlit Svavars Gestsson- ar fyrrverandi menntamálaráð- herra. Bókin heitir Samtíðarmenn. Ósjálfrátt fór ég að rýna í textann undir myndinni af Svavari og rak þá augun í málsgrein sem ber heit- ið Menntun. Þar segir að Svavar hafi stundað „nám í Berlín 1967- 1968“. Þessar upplýsingar komu mér á óvart, því í annarri bók sem mér var gefin um síðustu jól, og ber nafnið Liðsmenn Moskvu, segir að fyrir milligöngu Sósíalista- flokksins hafi Svavar sótt skóla í Austur-Þýskalandi árin 1967-68. í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvemig Svavar hefði getað stundað nám á tveim stöðum í einu á þess- um tíma, þ.e. bæði í Austur-Þýska- landi og í Berlín. Á þessum árum var Berlín skipt í tvo hluta. Vestur- Berlín var nánast sjálfstætt borg- ríki inn í miðju Austur-Þýskalandi, en Austur-Berlín var hluti Austur- Þýskalands. Þegar talað var um Berlín án þess að taka fram við hvorn hlutann var átt, var að sjálf- sögðu átt við þann hluta Berlínar sem var sjálfstæður, þ.e. Vestur- Berlín. Eftir nokkra umhugsun þóttist ég ráða að Svavar kysi nú að kalla þjálfun sína í Austur- Þýskalandi „nám í Berlín“, til að breiða yfir tengsl sín við austur- þýska alþýðulýðveldið og Komm- únistaflokkinn þar. Er nokkur furða? Hver vill kannast við að hafa verið undir verndarvæng Stasí í dag? Að lokinni seinni heimsstyij- öldinni sóru margir Gestapómenn af sér nasismann og þóttust aldrei hafa komið nálægt Hitler. Sama gildir um fylgismenn Stalíns. Gaml- ir stalínistar vilja grafa fortíð sína eins og gamlir nasistar. Fortíðinni er hægt að pakka inn í nýjar um- búðir þegar fela á það sem eitt sinn var. Hræðslan við fortíðina En hvers vegna vill Svavar end- urskapa fortíð sína? Hvers vegna vill hann hafa dvalið í Berlín, þegar hann var í Austur-Þýskalandi. Hvað er það í fortíðinni sem situr eins og fleinn í holdi hans? Árið 1990 flutti Hrafn Jökulsson tillögu á miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins um að Alþýðubandalagið gerði upp fortíð sína varðandi sam- skipti við kommúnistaflokka alræð- isríkjanna í Austur-Evrópu. í niður- lagi tillögunnar segir orðrétt: Alþýðubandalagið á sögulegar rætur meðal annars í Kommúni- staflokki íslands og Sameining- arflokki alþýðu-Sósíalistaflokkn- um. Miðstjórnin harmar að þess- ir flokkar áttu margvísleg sam- skipti við kommúnistaflokka austantjaldsríkjanna, þrátt fyrir það stjórnarfar sem þar var við lýði og þrátt fyrir að öllum mætti vera ljóst að grundvallar mannréttindi voru fótum troðin. Tillögunni lýkur síðar á þessum orðum: Miðstjómin hvetur því til þess að fram fari hreinskilið og opin- skátt uppgjör við fortíðina, með- al annars þau samskipti sem félagar í Alþýðubandalaginu hafa átt við fulltrúa einræðis- ríkja Austur-Evrópu. Svavar lagðist af öllu afli gegn þessari tillögu á fundinum og mátti ekki heyra minnst á að Alþýðu- bandalagið gerði upp fortíð sína. Alþýðubandalagið hefði ekkert að gera upp. Ekkert væri að fela. Ræða Svavars frá fundinum er merkilegt plagg, en umfjöllun um hana verður að bíða betri tíma. Flytjendur þessarar tillögu auk Hrafns voru þeir Össur Skarphéð- insson, Kristján Ari Arason og Runólfur Ágústsson. Svavar Gestsson hefur haft mik- inn áhuga á fortíð minni. Svo mik- inn að honum nægði ekki að Ríkis- endurskoðun færi ofan í mín mál, heldur vildi hann að Alþingi íslend- inga skipaði sérstaka rannsóknar- nefnd til að rannsaka fyrri störf mín. Áhugi Svavars á fortíðinni nær þó ekki til hans sjálfs. Þegar spurt er um fortíð Svavars sjálfs má ekkert rannsaka. Þar er allt slétt og fellt. Eða hvað? Lofsöngurinn um Ceausesku Upp í hugann kemur grein sem Svavar skrifaði í íjóðviljann þann 14. október 1970 til dýrðar Ceau- sesku alræðisherra í Rúmeníu. Svavar hafði fyrr á því ári verið formaður sendinefndar Alþýðu- bandalagsins sem fór til Rúmeníu í boði Rúmenska kommúnista- flokksins. í þessari grein ber Svav- ar mikið lof á þennan „fyrrverandi smala í fjöllum Vallasíu" eins og hann kallar Ceausesku á sinn ljóð- ræna hátt. í greininni er síðan far- ið fögrum orðum um hve ástsæll Ceausesku sé af rúmensku þjóðinni og hversu miklar vonir menn bindi við að þessi farsæli foringi nái sam- an í einn hóp á ný hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Nokkrum árum síðar hafði rúmenska þjóðin tekið þennan farsæla foringja af lífi og afhjúpað hann sem einn skelfilegasta glæpamann aldarinn- ar. Mann sem hafði kúgað, myrt og stjórnað af meiri grimmd en jafnvel Stalín sjálfur. Er furða þótt tillaga þeirra Öss- urs og Hrafns kæmi fram á fundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins? Er furða þótt Svavar vilji ekki hreyfa við fortíðinni? Hvemig skyldi sú fortíð líta út ef hún yrði skoðuð ofan í kjölinn? Hveijir eru lærifeður Svavars? Stalín og Ceausesku. Slík- ir menn notuðu ekki silkihanskana á fólk. Slíkir menn beittu járn- klónni. Þarf einhvern að undra þótt Svavar kvarti yfir því að Ríkisend- urskoðun hafi tekið á mér með silki- hönskum en ekki sýnt þá hörku sem heillaði hann strax í æsku. íslend- ingar geta getið sér til um hvernig stofnun eins og Ríkisendurskoðun yrði skipað að vinna heyrði hún undir Svavar og hann sæti við völd. Félagi Svavar hefur talað Ég rifja hér upp þessi atriði úr fortíð Svavars til að varpa ljósi á þær hvatir sem liggja að baki skrif- um hans og hvert Svavar sækir fyrirmyndina að rógtækni sinni. I þessari grein verður ekki fjallað frekar um fortíð hans, enda ærið verkefni og bíður sagnfræðinga. Tilefni þessara skrifa er grein sem Svavar reit í geðshræringu í Morg- unblaðið nýlega. í greininni heldur Svavar áfram að skvetta úr koppum geðvonsku sinnar yfir mig og notar um leið tækifærið til að saka Þráin Bertels- son formann Rithöfundasambands Islands um ósannindi. Svavar vísar til orða sem Þráinn viðhafði um menntamálaráðherraferil Svavars þegar Þráinn tók við menningar- verðlaunum DV. Þráinn sagði orð- rétt: Svavar Gestsson hefur staðið verr að þessum málum en nokk- ur annar menntamálaráðherra frá því að kvikmyndavorið byij- aði. Svavar hefur farið næst því að drepa niður kvikmyndagerð- ina á þessum áratug. Um þessi ummæli Þráins segir Svavar í greininni: Hrafn bregður á loft gömlum ósannindum sem hann hefur eft- ir formanni Rithöfundasam- bands íslands. Ekki veit ég hversu lengi Þráinn Bertelsson hefur geð í sér til að láta Hrafn nota ummæli sín með þessum hætti. Félagi Svavar hefur talað til Þráins og heimtað játningu um yfirsjón og iðran. Vinnubrögð sem þessi lærði Svavar fyrir austan. Eini munurinn er sá, að þá voru menn sem leyfðu sér að gagnrýna hina opinberu pólitík dregnir fyrir rannsóknarnefndir. Hrafn Gunnlaugsson „Áhugi Svavars á for- tíðinni nær þó ekki til hans sjálfs. Þegar spurt er um fortíð Svavars sjálfs má ekkert rann- saka. Þar er allt slétt og fellt. Eða hvað?“ Um hagsmunatengsl Svavars í grein Svavars er vikið að starfi mínu innan stjórnar Kvikmynda- sjóðs og sagt orðrétt: ... hagsmunatengslin hafa verið sönnuð upp á hann í opinberri skýrslu. Sannleikurinn er, að skýrslan hrakti allan áburð Svavars um hagsmunatengsl við opinbera sjóði eða stofnanir. Eina atriðið sem skýrslan benti á að gæfi tilefni til umhugsunar væri skipun mín í stjóm Kvikmyndasjóðs. En hver skyldi hafa skipað mig í þá stjórn? Það var menntamálaráðherra Svavar Gestsson sjálfur, að feng- inni tilnefningu aðalfundar Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda. Talnaleikir Svavars Fleira fróðlegt mætti tína til úr grein Svavars, en ég lýk skrifum að þessu sinni, með því að víkja að fyrirsögn greinar Svavars, og er svo hljóðandi: „Fór alltaf fram úr áætlunum í þrjú ár sem dag- skrárstjóri." Þessari fullyrðingu til staðfestingar segist Svavar hafa undir höndum beinharðar stað- reyndir „Ríkisútvarpsins sjálfs“. Síðan birtir Svavar tölur sem hann segir frá hagdeild Ríkisútvarpsins. Um þessar tölur er það að segja, að í upphafi hvers árs er gerð lág- marksáætlun, og er í þeirri áætlun ekki gert ráð fyrir hugsanlegri af- notagjaldshækkun á árinu. Niður- stöður hvers árs verður hins vegar að reikna með tilliti til þeirra tekju- og gjaldbreytinga sem verða á rekstrarárinu. Viðmiðun sem gerð er í lok árs, við óbreyttar tölur sem lagt er upp með í upphafi ársins, sýnir því alls ekki hina raunveru- legu rekstramiðurstöðu. Niður- staða áranna 1986 til 1988 er eins og segir í skýrslu Ólafs Jónssonar hjá Hugverki um innlenda dag- skrárdeild. „Jafnvægi komið á í rekstri eftir breytingaskeið tveggja undanfar- inna ára. IDD er innan ramma. Aðrar dagskrárdeildir fara lítils- háttar fram úr fjárhagsáætlun." Fleiri orð ætti ekki að þurfa að hafa um þetta atriði en vegna Morgunblaðsgreinar Svavars þar sem hann beitir rógtækninni enn eina ferðina til að gera störf mín sem dagskrárstjóri tortryggileg barst mér viðbótar greinargerð frá Ólafi Jónssyni framkvæmdastjóra Hugverks. Til skýringar fyrir þá sem ekki þekkja til, skal bent á að Hugverk er ráðgjafafyrirtæki á sviði reksturs og stjórnunar og hefur unnið árum saman fyrir Rík- isútvarpið. í rauninni sinnti Hug- verk þeim störfum sem hagdeildin sér um nú, áður en hagdeildin var stofnuð. Greinargerðin er svo hljóð- andi: Greinargerð vegna skrifa um umframkeyrslu IDD 1986 - 1988 „Áætlanir sem lagt er upp með í upphafi árs verður jafnan að skoða í ljósi þeirra breytinga sem verða á rekstrarforsendum á viðkomandi ári og taka tillit til þessara breyt- inga þegar niðurstöðutölur hvers árs eru skoðaðar. Niðurstöðutölur IDD fyrir árin 1986 - 1988 voru hærri en áætlun- artölur í byijun árs. Þar með er hálf sagan sögð. Ýmsar aðstæður í rekstri og rekstrarumhverfi RÚV breyttust er leið á nefnd ár og því er sú áætlunartala sem lagt er upp með ekki sú fasta stærð sem menn geta ætlað að óathuguðu máli. Það eru einkum tveir þættir sem breyttu forsendum áætlana RÚV 1986-88. Sá fyrri er að verðlagsbreytingar milli ára reyndust ávallt meiri en ætlað var í upphafi árs og endur- speglaðist í áætlunartölunum. Sá síðari er að ákvarðanir um afnotagjald voru ekki alltaf í takt við fjárlög, sem áætlanir RÚV byggðu á, og því voru teknar ákvarðanir um dagskrá síðar á ár- inu sem eðli málsins skv. gátu ekki komið fram í áætlunum í byijun árs. Þær ákvarðanir sem yfirstjórn RÚV tók um breytta dagskrá og mest áhrif hafði á umsvif Innlendr- ar dagskrárdeildar (IDD), voru um aukna hlutdeild innlends efnis í sjónvarpi og að hefja sjónvarpsút- sendingar á fimmtudögum. Þessar ákvarðanir er rétt að skoða í ljósi þess að samkeppni var hafin í ljósvakanum og ef litið er á hag Ríkisútvarpsins þessi þijú ár 1986-88 er ljóst að þessar ákvarðanir stóðust, því árið 1988 er RÚV rekið með 14 m.kr. hagn- aði eftir taprekstur tveggja undanf- arinna ára. Að framansögðu má ljóst vera að ekki er rétt að segja að IDD hafi farið fram úr áætlun nema að tilgreina að miðað sé við óendur- skoðaðar áætlanir frá ársbyijun sem eru ekki í samræmi við breytt- ar forsendur." Hér lýkur greinar- gerðinni frá Hugverki. Höfundur er alþingismaður í lok blaðagreinarinnar segir Svavar: Þess vegna vil ég gleðja hann með því enn að ég mun ekki svara honum frekar með blaða- skrifum. Mér er það lítil gleði að Svavar ætli að hætta að skrifa um mig í blöð. Hann hefur nú þegar rægt mig í skjóli þinghelgi og borið mig svo þungum ásökunum að ekki verður hjá því komist að skrifa áfram - þótt vart verði það til að gleðja höfund óhroðans sem titlar sig sem alþingismann. P.s. Svavar veltir mikið fyrir sér fyrirtækinu Hugverk. Ég bað fram- kvæmdastjóra þess að setja á blað örfáar línur um stöðu Hugverks gagnvart RÚV. Þær fylgja hér á eftir: Hugverk h.f. er stofnað 1977. Fyqstu samskiptin við RÚV voru 1979 þegar fyrirtækið gerði Rekstrarúttekt á RÚV fyrir Fjár- laga- og hagsýslustofnun og RÚV í sameiningu. Síðan hefur Hugverk annast ýmis ráðgjafa- verkefni fyrir RÚV þ.m.t. hönn- un og uppsetningu á fjárhags- legu áætlunar og eftirlitskerfí sem RÚV byggir enn á. Höfundur er rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri og er settur framkvæmdastjóri Sjónvarps til eins árs. FASTEIGN ER FRAMTID £\ ^\ íl FASTEIGNA 'ffÖMIÐLUN SIMI 68 77 68 svmm KRlSTJAmON LÖGGILTUR FASrEICNASALI SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 Sýningarsalur Fasteignamiðlunar er opinn laugardaga frá kl. 11-16 og sunnudaga frá kl. 13-16. Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar. Fjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggii.turfasteignasali Til sýnis og sölu eignir, sem vekja athygli: Úrvalsíbúð - bílskúr - frábært útsýni 4ra herb. íb. um 100 fm á 2. hæð við Digranesveg, Kóp. Nýtt parket. Rúmg. sólsvalir. Sérþvottahús. Stór ræktuð lóö. Á vinsælum stað í Smáíbúðahverfi Steinhús með 5 herb. íb. á tveimur hæðum, samtals 113 fm. Töluvert endurbætt. Nýl. gler o.fl. Svalir. Sólverönd. Vinsæll staður. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Rétt við nýja miðbæinn Glæsileg 6 herb. efri hæð, 143 fm nettó. Sólsvalir. Allt sér. Góðar geymslur í kj. Bílskúr. Glæsil. trjágarður. Mikið útsýni. Eignaskipti hugs- anleg. Á 1. hæð við Hraunbæ vel með farin 2ja herb. íb. 60 fm. Svalir á vesturhlið. Góð sameign, endurbætt. Gott verð. Skammt frá Dalbraut 4ra herb. íb. á 4. hæð. Nýtt gler o.fl. Risherb. fylgir með snyrtingu. Sameign mikið endurbætt. Gott verð. Á vinsæium stað í Garðabæ Nýleg 4ra herb. íb. á 2. hæð. 3 svefnh. Þvottaaðst. á baði. Góður bílsk. Útsýni. Eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Nokkrar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir með „gömlu og góðu“ 40 ára húsnæðislánunum frá kr. 2,5 millj.—3,6 millj. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Fyrir fjársterka kaupendur óskast á söluskrá einbýlishús i Hafnarf. m. 5 svefnh. 2ja-3ja herb. ib. sem næst Háskólanum, skipti mögul. á stærri íb. íbúð í vestur- eða miðborginni, með rúmg. sérherb. ásamt snyrtingu. íbúðum í vestur- og miðborginni. Ýmsar stærðir. • • • Opiðídagkl. 10-14. Teikn.áskrifst. riCTr|pyicjM IU Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 ALMENNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.