Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. AGÚST 1993 37 þennan dag var haft eftir Sigurði Sigurjónssyni sérlegum forsvars- manni greiðabílstjóra að þegar greiðabílstjórinn hefði verið að koma miklum ljósmyndagræjum og öðru slíku fyrir í bílnum, hefðu lögreglu- menn komið óvænt á vettvang og sögðu fyrirhugaða ferð bílstjórans ekki lögum samkvæma. Síðan tóku þeir farangurinn út úr bílnum og settu í leigubíl sem var þama mætt- ur. Þama hefði greinilega verið um að ræða ferð, sem ætti heima í greiðabílum en ekki leigubílum og vitnaði hann þar í vilja sinn til að fylgja lögum um leigubifrgiðar og lög um virðisaukaskatt. Það telst vera frétt í mínum huga, þessi nýtilkomni áhugi Sigurðar Siguijónssonar á að lög um leigubif- reiðar væm virt. Það hefur nefnilega verið eitt af verkefnum forráða- manna leigubílstjóra um langt ára- bil að sjá til þess að hann og bif- reiðastjórar á þeirri stöð sem hann rekur virtu þessi lög. Ég hlýt að fagna þessum sinnaskiptum, sem em merkileg og vonandi til vitnis um að hann standi með okkur í baráttunni fyrir því að atvinnubíl- stjórár standi saman um að virða lög og reglur og þau réttindi sem löggjafinn hefur veitt þeim. í því felst meðal annars að engir aðrir en leigubílstjórar, á til þess skráðum bílum, megi aka farþegum gegn greiðslu. Þetta er svo ótrúlega ein- falt, enda þótt menn hafí séð ástæðu til að rengja það hvað eftir annað. En það er víðar en á Bylgjunni sem menn hafa ekki sýnt fullkomna ást á sannleikanum. Vitna ég þar til ummæla í DV fimmtudaginn 29. júlí, þar sem haft er eftir marg- nefndum greiðabílstjóra að hann hefði orðið fyrir árás af hálfu lög- reglu og líkir aðfömm þeirra við leynilögreglu sem starfaði fyrr á þessari öld og siðmenntaðir menn vilja helst ekki láta bendla sig við. Þar kemur einnig fram að bíllinn hefði verið pantaður að Sundahöfn og hlýtur það að hrekja þá kenningu að vinskapur hafi valdið því að hann ætlaði að aka með ljósmyndarana að Gullfossi og Geysi. Þar hefðu tveir eða þrír farþegar átt að fylgja með. Þetta em undarlegar staðhæf- ingar í ljósi þess að bílstjórinn hefur tvívegis áður flutt þessa fjóra ljós- myndara á Gullfoss og Geysi. Þá segir bílstjórinn að farangurinn hefði enginn leigubíll getað tekið. Það telst meira en lítið sérkennilegt miðað við þá staðreynd að einungis var um að ræða það sem teljast verður óveralegur farangur. Þeir félagar bílstjórinn og sérlegur tals- maður greiðabílstjóra em síðan ekki á sama máli um hvemig flutningi á þessum farþegum og hinum viðam- ikla farangri hafi verið háttað. Ann- ar segir að hringt hafi verið í sendi- bíl á annairi stöð en hinn segir að lögregla hefði raðað farangrinum í leigubíl. Þegar menn grípa til lyginnar í svo ríkum mæli eins og þeir félagar hafa gert, er hætt við að menn verði tvísaga. Við leigubílstjórar emm sein- þreyttir til vandræða. Við viljum geta stundað okkar störf í samræmi við lög og reglur. Við viljum líka að félagar okkar í stétt sendibíl- stjóra njóti sinna réttinda. Við telj- um að ágreiningur sá sem uppi hef- ur verið hafi verið eins konar „ein- leikur" manns sem haldinn er þrá- hyggju og vilji með þessum hætti bijóta niður starfsvettvang okkar. Það teljum við vera óréttlætanlegt og kannski nær því að vera mann- réttindabrot heldur en sú krafa manns sem ekki hefur ekið leigubif- reið um margra ára skeið að þurfa ekki að vera í félagi, sem enginn vill að hann sé í. Pjölmiðlar gegna mikilvægu hlut- verki í nútímaþjóðfélagi. Ábyrgð þeirra er mikil og felst meðal ann- ars í því að kynna sér mál til hlítar og skoða þau frá öllum hliðum. Það virðist hafa gleymst í umfjöllun um greiðabílamálin. Þar virðist því mið- ur meira vera lagt upp úr hressileg- um fyrirsögnum en hlutlægni. En hún þarf að koma númer eitt vilji fjölmiðlar að þjóðin treysti þeim. SIGFÚS BJARNASON, formaður Bifreiðarstjórafélagsins Frama, Fellsmúla 24-26, Reykjavík. „Góði maðurinn“ Frá Arbjörgv Ólafsdóttur: Þegar ég var barn og orðin sjálf- bjarga í lestri las ég söguna um „Góða manninn". Hún birtist í Unga íslandi, barnablaði sem gefið var út í nokkur ár, að mig minnir. Sagan var eitthvað á þessa leið: Einu sinni var til svo góður maður að hann ákvað að hætta að borða kjöt eða nokkuð af dýri. Hann setti sér það að borða aðeins það sem óx á jörðinni. Hann byijaði á því að fara út í matjurtagarðinn og fá sér kál að borða. Er hann beygði sig niður til að ná í kálið, hrópaði kálið til hans: „Æ, snertu mig ekki, ég er lifandi.“ Nú, jæja, ég fer þá upp á heiði og tíni ber, þau em líka sæt og góð. Er hann kom að heiðaijaðrinum lagðist hann niður við fyrsta lyngið sem hann kom að. Er hann ætlaði að grípa fýrstu berin hrópaði eitt berið: „Æ, snertu okkur ekki, við erum lifandi og langar að lifa lengur.“ Nú, jæja, ég fer þá þarna að lindinni sem streymir þarna undan heiðarbrún- inni. Hann hélt að lindinni og lagð- ist niður til að svala sér á vatninu. „Láttu mig vera,“ sagði lindin. „Ég er að flýta mér, er á leið til lækjar- ins“, þá fer ég að læknum. Góði maðurinn hélt í átt að læknum, sem bullaði og blaðraði við bakkann; nú lækurinn var bráðlifandi og sagði: „Láttu mig vera, ég er að flýta mér“ og hentist áfram hlæj- andi fram hjá góða manninum. Nú átti Góði maðurinn verulega bágt, en hann hélt göngu sinni áfram í fæðuleit en allstaðar þar sem hann laut niður til að finna eitthvað til að seðja hungrið, þá var allt lifandi. Loks gafst Góði maðurinn upp; enda orðinn dauð- þreyttur og ægilega svangur. Hann lagðist ofan á grasið og sofn- aði — en — hann vaknaði ekki aftur. Hann dó — úr hungri. Já, þannig fór fyrir Góða manninum. Óll þurfum við að afla lífsbjargar, án þess lifum við ekki, innst úr jurta- og dýraríkinu. Eins og bíllinn gengur ekki án bensíns eða olíu. Við komumst ekki langt án fæðu. Maðurinn er vera jarðarinnar, skapaður í Guðs mynd. — Og hann sagði við okkar fyrstu foreldra: „Verið ftjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna." Þess vegna gaf hann mannkyninu fijósama jörð og hafið fullt af lífi. Hann gaf manninum líka vald, vit og vilja. Hvergi lesum við um það í Bók bókanna að við eigum að gjöra upp á milli lífsbjargræðisins. Það er hvergi skráð að við eigum að virða stórhvelið meira en beijarunnann eða ávaxtatréð. Við eigum að lifa af móður náttúru, sem sagt næ- rast og klæðast af gæðum jarðar. Hann gaf okkur andlegan þroska til að hugsa rétt, breyta rétt, segja satt, sýna hvort öðru skilning og kærleika. Enginn veiti yfirgang, Drottinn er hegnari að því líka. Við eigum að vera sjálfum okkur trú og virða náungann, bera virð- ingu fýrir sannleikanum, leita sannleikans ef við emm í vafa. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa" sagði Kristur. „Vér treyst- um því sem hönd Guðs hefur skráð, í hveiju fræi er var í kærleika sáð býr fyrir heiti um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa drott- ins náð“ sagði Tómas Guðmunds- son. Hvenær kemur himnaríki á jörð; ekki á meðan við reynum að troða skóna hvert af öðra. Það er nú einu sinni í sögu mannkyns og alls lífs á jörðinni að allt þarf næringu og viðhald. Nú, við mannskepnurnar eins og aðrar skepnur verðum að afla okk- ur fæðis. Við lifum bæði á jurtum og dýrum, einnig á lífi sjávar. Ég, til dæmis, er eins og hvalirn- ir. Besti matur sem ég get hugsað mér er saltaður þorskur, með mör- floti, nú mörinn er auðvitað úr sauðskepnu fenginn. Mér einni nægir einn meðalstór þorskur í mánuði ef ég er ein um hann. Það fer lítið fyrir honum 4 smáhveli í eina máltíð. Takið nú eftir rang- eygðu hvalavinir. Ekkert dýr á jörðu eða sjó drepur meira sér til matar en hvalirnir. Ekki skuluð þið ímynda ykkur að hvalimir vor- kenni þorskinum þegar hann krem- ur hann á milli tanna þó þeir séu (hvalirnir) stórgáfaðir og hjarta- góðir. Um gáfur dýra efast ég ekki því ég er sveitabarn og var ekki gömul þegar ég vissi að ég gat talað við hana kisu, hún skildi allt sem ég sagði við hana. Ég vil minna hvalavini á það að öli þau ósköp sem hvalir innbyrða af sjávarfangi gengur sem úrgang- ur fæðunnar i gegnum þá út í hafið því það verður úr hveijum belg að fara sem í hann er látið og mikið verður sjórinn óhreinn og fjörarnar viðbjóðslegar, sem þessum gtóru skepnum fjölgar ár frá ári. Eitthvað af úrgangi frá þeim skolar upp á fjörurnar þegar fram líða stundir. Nú hugsum við þegar til lengri tíma er litið. Hvalirnir eyða öllu lífi í höfunum og hvalavinir hugsa aðeins um að þeir fái að lifa til að deyja úr hor og hungri þegar ekkert er orðið eftir til að lifa á í sjónum. Þið eruð ekki miklir dýra- sálfræðingar. Þið hugsið ekki um vanlíðan dýra sem kveljast af hungurkvölum og fá að deyja síð- an. Hvalavinir, hugsið þið nú til þessarar stundar. Þegar allt líf er búið í höfunum, hvemig er þá kom- ið fyrir lífinu á jörðinni þegar allt er búið í sjónum, verður farið að beijast um brauðið og lífsbjörgina á landi (löndum). Hvers vegna ekki að jafna mat- arforðann niður á alla lífsbjörgina og halda því í jafnvægi að því marki sem hægt er. Hvers vegna á illhvelið meiri rétt á sér til lífs en beijarunninn, ávaxtatréð eða hinar smáu lífverar sem maðkar (rækja), nú allt niður í smæstu maura sem bæði fuglar og skordýr nærast á. Því þó hluti skordýra séu skaðleg er stór hluti skordýra nauðsynleg lífkeðjunni. Já, er ekki betra að jafna fæðunni skynsam- lega niður svo það fari ekki fýrir hvalavinum og öðram eins og Góða manninum. Það er eins og það fornkveðna segir: Að í upphafi skyldi endinn skoða. ÁRBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Suðurhólum 30, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Athugasemnd Náttúrverndarráð óskar eftir því að fram komi eftirfarandi leiðrétt- ing við grein Huldu Valtýsdóttur „Friðlýsing og skráning" em birt var í Morgunblaðinu sunnudaginn 8. ágúst. I greininni kemur fram að menntamálaráðuneytið fari með yfimmsjón náttúrverndarmála. Rétt er að menntamálaráðuneytið fór með yfíramsjón náttúraverndar- mála en þau fluttust yfír í umhverf- isráðuneytið við stofnun þess. Frið- lýsing öðlast því gildi þegar um- hverfisráðuneytið hefur staðfest hana og auglýst í Stjórnartíðindum. Þá eru í greininni nokkuð misvís- andi upplýsingar um friðlönd þar sem segir „en þau era talin þurfa að njóta verndar samkvæmt mati sérfræðinga - sum allt árið, eins og Surtsey, sum tímabundið t.d. yfir varptímann, eins og Grótta." Hið rétta er að friðlýst svæði njóta verndar allt árið en sum hver era lokuð fyrir umferð eins og t.d. Surtsey og önnur eru lokuð tíma- bundið eins og t.d. Grótta yfm varp- tímann. __________ Þaktónleikar Hverfisgötu í grein um tónleikahald SSSólar í Fólki í fréttum er rangt farið með staðsetningu hljómtækjaverslunar- innar Hljómbæjar. Rétt er að tón- leikar Sólarinnar verða haldnir á þaki verslunarinnar á Hverfisgötu í dag, laugardag. Fjölskyldu- dagar á Hótel Loftleiðum í LÓNINU og Blómasal Hótels Loftleiða verða Fjölskyldudag- ar á sunnudögum út ágústmán- uð. Leikin verður lifandi tónlist fyrir matargesti og einnig verð- ur boðið upp á skemmtiatriði fyrir yngstu fjölskyldumeðlim- ina. Það er margt rétta á boðstólum á Fjölskyldudögunum. Snemma í hádeginu verður boðið upp á „Brunch" sem er sambland af morgunverðar- og hádegishlað- borði, en heitið er samansett úr ensku orðunum „breakfast" og „lunch“. Þegar líða tekur á eftirm- iðdaginn tekur við kaffihlaðborð óg síðan er boðið upp á steikar- hlaðborð um kvöldið. Fjölskyldudagamir eru sérstak- lega sniðnir fyrir börnin og verður Jóki trúður með skemmtiatriði og fleira verður á boðstólum sérstak- lega fyrir þau. Börn undir tíu ára í fylgd foreldra fá matinn í boði hússins og Emmess ís á eftir. Nýir aðilar hafa tekið við veit- ingarekstri Hótels Loftleiða en það eru hjónin Guðvarður Gíslason og Guðlaug Halldórsdóttir sem áður ráku Jónatan Livingstone Máv og Gauk á Stöng í Tryggvagötu. (Fréttatilkynning) Þú svalai' lestrarjþöif dagsins ájsíóum Moggans! HARÐVKJARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 Tvö hlaðborð á einu verði kr. 990. HÚSIÐ Á SLÉTTUNNI, HVERAGERÐI, í DAG ÖG Á MORGUN OG NÆSTU HELGAR: Rjómasveppasúpa Pitsuhlaðborð ojj pastaréttur, hrásalat og bakaðar kartöflur. Kökuhlaöborð með heimabökuðu bakkelsi, brauðtertum o.íl. o.fl. Tvö hlaðborð í einu höggi kr. 990. Fyrir börn undir 10 ára kr. 390. A iS&J Kópavogskaupstaður FEGURSTU LÓÐIR KÓPAVOGS 1993 Umhverfisráð Kópavogs hefur veitt eftirtöldum lóð- um viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi 1993: Bjarnhólastíg 20 Búnaðarbanka íslands, Hamraborg 9 Grænatúni 12 Hjallabrekku 20 Sæbólsbraut 15 og 17 Trönuhjalla 1, 3 og 5 Þinghólsbraut 18 Lóðirnar verða til sýnis bæjarbúum sunnudaginn 15. ágúst nk. milli kl. 13.00-16.00. Umhverfisráð Kópavogs. Húsbréf * a Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram sjöundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1991, fjórði útdráttur í 3. flokki 1991, þriðji útdráttur í 1. flokki 1992 og annar útdráttur í 2. flokki 1992. Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1993. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði og í DV laugard. 14. ágúst. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofúnni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C^l HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.