Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 3 Breskir þingmenn kynna sér sjávarútvegsmál Hvalveiðar með innanlandsneyslu í huga viðunandi HVALVEIÐAR íslendinga, með innanlandsneyslu eingöngu í huga, væri viðunandi kostur fyrir Evrópubandalagið, að sögn Finley lávarðs, bresks þingmanns Evrópuráðsþingsins. Hvalveið- um í ábataskyni.yrði hins vegar mætt með viðskiptaþvingunum gegn íslenskum sjávarafurðum. Finley er einn fjögurra þing- manna sem staddir eru hér á landi til að kynna sér málefni ís- lensks sjávarútvegs. íslandsnefnd Evrópuþingsins stóð fyrir heimsókninni, sem styrkt er af sjávarútvegsráðuneytinu og Sam- tökum atvinnurekenda í sjávarútvegi. í samtali við Morgunblaðið sagði Finley lávarður heimsóknina að hluta koma til vegna ræðu sem Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, hélt í Evrópuráðinu í vor um hvalveiðar Norðmanna. Tilgangur heimsóknarinnar væri að kynnast íslenskum sjávarútvegi og ræða mál er tengdust úrsögn ís- lands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu. Vísindarök skipta ekki máli „Við höfum átt í athyglisverðum viðræðum við hérlenda aðila. Okkur hafa verið kynnt þau sjónarmið sem horfa við þjóð sem byggja 80% út- flutnings síns á fiskafurðum, en ég kom þeim skilaboðum á framfæri að hvalveiðar í ágóðaskyni eru ekki viðunandi eins og er fyrir margra hluta sakir - mannúðarlegra og annarra - en að sjálfsögðu er skiln- ingur á því er Island varðar, að einhveija hvali verði að veiða fyrir innanlandsneyslu. En ef íslendingar tækju upp hvalveiðar í ábataskyni á ný, í líkingu við Norðmenn, myndi það næstum örugglega leiða til meiriháttar viðskiptalegra refsiað- gerða á íslenskar fiskafurðir," sagði Finley. Þess má geta að Norðmenn ákváðu að 'selja ekki hrefnuafurðir úr landi í sumar heldur voru þær settar á innanlandsmarkað. Aðspurður sagði Finley lávarður engu máli skipta í þessu sambandi hvort til staðar væru fullgóð, vís- indaleg rök fyrir nýtingu hvala- stofna. „Ég held hins vegar að ef menn útskýrðu mál sitt vandlega, yrði hvalveiðum til neyslu innan- lands ekki mætt með refsiaðgerð- um.“ Hann kvað engar beinar nið- urstöður hafa orðið af fundunum aðrar en þær, að nú væru menn betur í stakk búnir til að taka-á hvalveiðimálum er þau kæmu upp í Evrópuráðsþinginu. Að sögn Bjöms Bjarnasonar, al- þingismanns og formanns íslands- deildar Evrópuráðsþingsins, er um þessar mundir verið að ræða um sjávarspendýr á vettvangi þingsins. Björn sagði þingmönnunum hafa verið kynnt staða íslensks sjávarút- vegs og stefna íslendinga í hvala- málinu, auk þess sem fiskvinnslu- fyrirtæki var heimsótt og fundað með forystumönnum stærstu út- flytjendasamtaka sjávarútvegsins. Að lokum hafi þingmennirnir átt fund með fulltrúum Hafrannsókna- stofnunar þar sem þeim voru kynnt- ar vísindarannsóknir sem fram hafa farið á vegum stofnunarinnar. Heimsókninni lýkur á sunnudag. Lambakjötsútsala Hagkaups Kjötið 200 krónum undir skráðu verði SKRÁÐ verð á fyrsta flokks lambakjöti í hálfum skrokkum er nú 498 krónur á kílóið. Lambakjötið sem Hagkaup býður á til- boðsverði þessa dagana, 299 kr, ódýrara. Miklar birgðir eru nú af kinda- kjöti í iandinu og hafa framleiðend- ur, sláturleyfíshafar, afurðasölu- fyrirtæki og verslanir verið að undirbúa söluátak til að rýma til í frystigeymslunum fyrir sláturtíð í haust. Til hefur staðið, sam- kílóið, er því um 200 krónum kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, að lækka verðið um 100 kr. frá skráðu verði og reyna þannig að selja 500 tonn fram að sláturt- íð. Tilboð Hagkaups á 100 tonnum sem nú stendur er því mun hag- stæðara. Loðnan dreifðari Loðnugöngur fyrir Vestur- og Norðurlandi SÆMILEG loðnuveiði hefur verið á miðunum við Jan Mayen að undanförnu en bátarnir þurfa að leita meira en áður. Álíta margir að loðnan þar verði óveiðanleg innan skamms. Loðnu- göngur hafa fundist fyrir Vestfjörðum og grunnt út af Norður- landi en ekki er vitað hvort þær eru veiðanlegar. Krökkt er af hnúfubak á miðunum og hefur hann valdið töluverðu tjóni á loðnunótum. Rúmlega 200 þúsund tonn hafa borist á land á vertíðinni. Víkingur AK landaði um 1200 tonnum á Seyðisfirði í gær. Að sögn Erlings Pálssonar stýrimanns virðist loðnan við Jan Mayen hafa dreift sér nokkuð og sagði hann að margir sjómenn álitu að hún yrði óveiðanleg eftir nokkra daga. Erling sagði að vart hefði orðið við loðnugöngur út af Vestfjörðum og grunnt undan Norðurlandi. Myndu bátamir eflaust reyna við þessar göngur ef loðnan brygðist norðurfrá. Hval hefur fjölgað Erling sagði að mikið væri um hnúfubak á loðnumiðunum og sækti hann mjög í loðnuna. Væri algengt að bátar fengju tvo eða þijá hvali í nótina sem oft yrði fyrir skemmdum þegar hvalurinn færi út úr henni. Hann sagði að hnúfubak hefði greinilega fjölgað mikið og ógrynni af hrefnu væri nú á grunnslóð fyrir Norðurlandi. Fræðst um hvali FRÁ fundinum í Hafrannsóknastofnun í gær. Við borðið frá vinstri: Guðmundur Bjarnason, varaformað- ur íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Bjöm Bjarnason, formaður, Rhodrey Morgan, Halldór Eyjólfs- son, Poul Flynn, Finley lávarður og John Ward. Standandi em Jakob Jakobsson, Erlendur Hauksson og Jóhann Sigurjónsson. Honda Accordfrá Vatnagörðum - Sími 689900 Opið 9-18 virka daga ’gÓð fjárfeStÍTlg og 12-16 laugardaga. "'Óháð tryggingarfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.