Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1993 19 Reuter Páfi ítrekar andstöðu við fóstureyðingar JÓHANNES Páll páfi annar kom í fyrrakvöld til Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum þar sem hann verður meðal fulltrúa á æskuþingi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti tók á móti páfa við komuna til Denver og er þetta fyrsti fundur þeirra. Páfi flutti ávarp við komuna til Bandaríkjanna. ítrekaði hann einarða and- stöðu sína við fóstureyðingar og hvatti Bandaríkjamenn til þess að standa vörð um lífið, eins og hann komst að orði. Clinton forseti er á öndverðum meiði um fóstureyðingar. Páfí hitti á sínum tíma forvera Clintons, Ronald Reagan og Geogrge Bush, sem báðir voru skoðanabræður páfa hvað fóstureyðingar snertir. Seðlabankar Svíþjóðar og Finnlands Vaxtalækkanir til að örva efnahaginn Stokkhólmi. Financial Times. SEÐLABANKAR Svíþjóðar og Finnlands lækkuðu í fyrradag forvexti til þess að stuðla að því að efnahagslíf landanna tæki fjörkipp. Finnlandsbanki lækkaði vexti um hálft prósentustig í 6% og hafa for- vextir hans ekki verið lægri í tæp 40 ár. Sænski seðlabankinn lækkaði sömuleiðis helstu viðmiðunarvexti sína úr 8,25% í 8%. Er það önnur vaxtalækkunin á einni viku. Bank- inn hefur jafnt og þétt lækkað vexti frá því gengi sænsku krónunnar var látið fljóta í nóvember sl. Sagði Thomas Franzen aðstoðarbanka- stjóri sænska seðlabankans að vaxtalækkunin hefði verið ákveðin með tilliti til þess að vextir á lang- tímalánum hefðu lækkað áberandi að undanförnu og fjármagnsmark- aðurinn hefði brugðist jákvætt við fyrri vaxtalækkunum bankans. Einnig hefði gengi krónunnar styrkst að undanförnu eftir mikla lækkun fyrr á árinu. Vextir á bæði skammtímalánum og lánum til lengri tíma eru nú lægri en nokkru sinni frá því á átt- unda áratugnum í í Svíþjóð. Þjóðhagsspár í Finnlandi og Sví- þjóð benda til þess að á þessu ári muni efnahagssamdráttur eiga sér stað, þriðja árið í röð. Þar af leið- andi er þörfin fyrir vaxtalækkun til þess að stuðla að endurreisn at- vinnulífs og draga úr atvinnuleysi afar knýjandi. -----»■ •■»■■■■♦- Keppst um tengdason Brezhnevs Moskvu. Reuter. RÚSSNESK einkafyrirtæki kepp- ast nú um að ná ráðningarsamn- ingi við tengdason fyrrum Sovét- leiðtoga, Léoníds Brezhnevs. Tengdasonurinn var náðaður í síðustu viku þegar hann hafði afplánað tæplega helming 12 ára. fangelsisrefsingar fyrir að hafa greitt milljónir í mútur. Fréttastofan Itar-Tass greindi frá því á þriðjudag að símar í innanríkis- ráðuneytinu hefðu verið rauðglóandi síðan fréttist af náðun tengdasonar- ins, sem er 56 ára gamall. Hann var fangelsaður árið 1988 fyrir spillingu. Að sögn fréttastofunnar hafa mörg einkafyrirtæki áhuga á að bjóða Tsjúrbanov ráðgjafastarf. Dularfullt morð staðfest- ir umsvif CIA í Georgíu Einu sinni var EDÚARD Shevardnadze með George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á valdadögum Ron- alds Reagans Bandaríkjaforseta. Sagt er að Shevardnadze, sem var um árabil utanríkisráðherra Sovétríkjanna, njóti gamals kunningsskapar við bandaríska embættismenn og leyniþjónustan, CIA, hafi tekið að sér að vernda Georgíuleiðtogann. YFIRMANNI öryggismála í Georgíu hefur verið vikið tímabundið úr starfi á meðan fram fer rannsókn á morði Freds Woodruffs, bandarisks embættismanns, sem var myrt- ur á sunnudag skammt frá höfuðborginni, Tblisi. Wo- odruff var á ferð í bifreið með Eldar Gogoladze, yfirmanni öryggismála í Georgíu og tveimur ónefndum konum, er honum var banað með einni byssukúlu. Ýmislegt er enn á huldu um mál þetta en það hefur hins vegar orðið til þess að svipta hulunni af umsvifum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Georgíu. Yfirmaður CIA, James Wools- ey, var staddur í Moskvu þegar þær fréttir bárust að Woodruff hefði verið myrtur. Woolsey hélt til Tblisi og notaði þá tækifærið og átti klukkustundar langan fund með leiðtoga Georgíu, Edú- ard Shevardnadze, í fyrirmanna- stofu Tblisi-flugvallar. Woodruff, sem var 45 ára, var skráður sem stjórnmálaráðgjafi við sendiráð Bandaríkjanna í Tblisi og hafði verið þar frá því í júnímánuði. För Woolsey til Georgíu varð hins vegar til þess að í Bandaríkjunum tóku menn að ræða þann möguleika að Woodruff hefði verið í landinu á vegum CIA. Fullyrðingar í þá veru voru síðar hafðar eftir ónafngreindum embættismönn- um. Átti að tryggja öryggi Shevardnadze? Tvær skýringar hafa komið fram á veru Woodruffs í Tblisi. Annars vegar er því haldið fram að CIA hafi gert hann út af örk- inni í því skyni að veita stjórn- völdum í Georgíu ráð um hvernig tryggja mætti öryggi She- vardnadze en á undanförnum vikum hefur hann tvívegis komist í lífshættu í árásum aðskilnaðar- sinna í Abkhasíu. Á hinn bóginn hefur verið fullyrt að Woodruff hafi, ásamt fleiri CIA-mönnum, verið falið að hafa umsjón með þjálfun sveita stjórnarhersins í Georgíu. Báðar skýringarnar eru trúverðugar og samrýmanlegar. Edúard Shevardnadze hefur um árabil átt greiðan aðgang að bandarískum embættismönnum og má rekja það til vináttu sem tókst með honum og George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna í tíð Ronalds Reagans forseta. Þá þjónar það augljós- lega hagsmunum Bandaríkjanna á þessum miklu umbrotatímum í lýðveldum fyrrum Sovétríkj- anna að hafa við völd í Georgíu mann sem stjórnvöld vestra þekkja og eiga greiðan aðgang að. Bandaríkjamenn og þá eink- um CIA hafa oftlega tekið að sér vernd vinsamlegra erlendra þjóð- höfðingja en ekki hefur það ávallt tekist sem skyldi. Frægasta dæmið er trúlega morðið á Bac- hir Gemayel, nýkjörnum forseta Líbanon í septembermánuði 1982 en fáeinum dögum áður liöfðu Bandaríkjamenn tekið að sér að tryggja öryggi hans, líkt og fram kemur í bók blaðamannsins Bob Woodwards, Veil. Morðið í Georgíu verður þó tæpast borið saman við mistök CIA í Líbanon. Undarlegt má það þó heita að enginn annar en Woodruff skyldi týna lífi eða særast í árásinni. Fregnir herma að árásinni hafi á engan hátt verið svarað. Heimildarmenn breska dagblaðsins The Daily Teiegraph fullyrða að byssukúl- unni sem varð Woodruff að bana hafi verið hleypt af í bifreiðinni og fyrir liggur að kúlnagöt voru engin á bílnum. Stjórnvöld í Georgíu hafa sagt að „glæpalýður“ hafi myrt Fred Woodruff. Líklegra þykir að um einhvers konar svik hafi verið að ræða og hermt er að Eldar Go- goladze hafi verið drukkinn er hann sneri aftur til Tblisi. Ónefndur georgískur embættis- maður sagði að Gogoladze hefði löngum verið annálaður fyrir hamsleysi er hann var drukkinn. Þá hafa komið fram getgátur um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið fyrir tilræðinu og eru þær rökstuddar m.a. með tilvísun til þess að bandarískir stjórnarerin- drekar og CIA-menn láti nú til sín taka með skýrari hætti en áður. Þannig hefur Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagt að banda- rískir sendiráðsmenn geti gegnt hlutverki milligöngumanna í þeim fjölmörgu smástríðum sem nú eru háð á landsvæði því sem áður heyrði Sovétríkjunum til. Kann að skaða CIA Morðið á Woodruff kann að skaða CIA verulega. Rússneskir þjóðernissinnar, sem kvartað hafa undan yfirgangi Banda- ríkjamanna og raunar Vestur- landabúa almennt, munu vafa- laust reyna að færa sér tengsl CIA og stjórnvalda í Georgíu í nyt. Mikil spenna og fullkomin óvissa einkennir ástandið í Kákasus-ríkjunum og því er mik- ilvægt fyrir Bandaríkjamenn að halda þar uppi öflugri eftirlits- og njósnastarfsemi auk þess sem einnig gefst kostur á að fylgjast grannt með þróun mála í ná- grannaríkjunum t.a.m. Tyrk- landi, íran og Afganistan. ÁSv tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.