Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
9
Fjölbreytt úrval af
hinum heimsþekktu
sígildu leikföngum.
Barbie
-bestu vinir barnanna!
Fást í naestu
teikfangaversiun.
I. GUÐMUNDSSON & Co. hf.
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
SÍMI 91-24020 FAX 91-623145
ELFA-DELCA uppþvottavélin
kostar aðeins
Tekur borðbúnað fyrir 6 manns. 7 kerfi, þurrkar og
skammtar sjálf þvottaefni, getur staðið á borði, má
einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar.
Mál: Hæð: 49 sm, breidd: 50 sm, dýpt: 52 sm.
Léttu þér störfin!
Eínar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - S 622901 og 622900
□ERTZEN®
STÓRVIRKAR
HÁÞRÝ STIDÆLUR
FRÁDERTZEN
Getum boðið þýsku OERTZEN háþrýstidælurnar fyrir'verktaka og aðra aðila, sem þurfa
kraftmiklar dælur, t.d. til húsahreinsunar, skipahreinsunar og sandblásturs.
Dælur og dælustöðvar fyrir sjávarútveginn.
Sérstakar rörahreinsidælur sem losa og hreinsa úr stífluðum rörum.
Metsölublaó á hverjum degi!
Hagvöxtur á mann 1902-93, %
30
20 -
10-
0 —
-10
-2 0 --------
2 9 14 20 26’ 32 38 44 50 56 62 68 74 80 86 92
Ár \
Kreppur á tuttugustu öld á íslandi
Ragnar Árnaso.n, prófessor við Háskóla íslands, ritar grein um efn-
hagskreppur á íslandi á þessari öld í nýjasta hefti Vísbendingar.
Segir hann að greina megi níu kreppur á þessu tímabili og sé sú
sem nú stendur yfir einhver sú mesta og alvarlegasta af þeim öllum.
Rólyndi eða
sinnuleysi
I grein sinni segir Ragn-
an „Þjóðin á nú við alvar-
legan efnahagsvanda að
etja. Hér hefur ríkt stöðn-
un og afturför í fram-
leiðslu allar götur siðan
1988. Minnkun þjóðar-
framleiðslu hefur rýrt
kaupmátt flestra íslend-
inga. Fylgiflskar sam-
dráttarins, atvinnuleysi og
skerðing opinberrar þjón-
ustu, hafa valdið þungum
búsi^iun á mörgum heim-
ilum. Á hinn bóginn skort-
ir talsvert á það, að minu
áliti, að landsmenn hafi
gert sér nægilega ljósa
grein fyrir dýpt og um-
fangi þessarar efnahags-
kreppu. Jafnframt er
ástæða til að hugleiða,
hvort stjóm efnahagsmála
hafi verið í eðlilegu sam-
ræmi við kreppuna.
Vera má að þetta
óvenjulega rólyndi, mér
liggur við að segja sinnu-
leysi, stafi af þvi að yfir-
standandi efnahags-
kreppa hefur komið yfir
þjóðina með nokkurri
hægð. Við höfum nú búið
við stöðnun og hægfara
minnkun landsframleiðslu
á mann síðan 1988 án þess
að hún hafi -fallið verulega
á neinu einstöku ári allt
fram til 1992. Öfugt við
flestar fyrri kreppur þess-
arar aldar, sem hófust
með kröppum samdrætti,
hefiu- þessi kreppa fremur
laumast að landsmöunum.
Engu að síður virðist hún
ætla að verða einhver sú
lengsta og dýpsta, sem
þjóðin hefur orðið að þola
á þessari öld.“
Níu kreppur
áöldinni
Ragnar segir að út frá
nýlegri skýrslu frá Þjóð-
hagsstofnun um þjóðar-
búskapinn 1901-1945,
sem Torfi Ásgeirsson hag-
fræðingur hefur tekið
saman og fyrri yfirlitum
Þjóðhagsstofnunar um
framvindu þjóðarbúskap-
arins frá 1945 sé nú hægt
að fá heillega mynd af
þróun landsframleiðslu
alla þessa öld. Út frá þess-
um upplýsingum segir
Ragnar að greina megi níu
krepputímabil og eru tvær
kreppur mest áberandi,
kreppan 1916-20 og
kreppan 1948-1952. Or-
sakir þeirrar fyrri hafa
ekki enn verið skýrðar að
fullu en fyrir liggur, segir
Ragnar, að þá fór saman
alþjóðlegur efnahagssam-
dráttur vegna heimsstyij'
aldarinnar fyrri og fyrstu
eftirstríðsáranna og sér-
stök efnahagsáföll innan-
lands vegna frostavetrar-
ins mikla og spænsku veik-
innar. Næstmesta efna-
hagskreppa aldarinnar
var árin 1948-1952 og
átti hún sér stað í kjölfar
mikillar nýsköpunar í sjáv-
arútvegi á íslandi. Krepp-
unni linnti ekki fyrr en
með fiugvallarfram-
kvæmdunum 1953. „í sam-
anburði við þessar krepp-
ur var „kreppan rnikla"
hreinn bamaleikur á ís-
landi. Hvað dýpt snertir
reynist hún einungis í
tæpu meðallagi og hún var
styttri en meðalkreppan á
öldinni," segir Ragnar
Ámason.
Núverandi
kreppa
Áfram segir: „Á mæli-
kvarða vergrar lands-
framleiðslu á mann hefur
yfirstandandi efnahags-
samdráttur staðið frá 1988.
Sé gert ráð fyrir þvi, að
landsframleiðsla dragist
enn saman um 0,8% á yfir-
standandi ári eins og Þjóð-
hagsstofnun spáði í júlí,
verður það sjötta samdrátt-
arárið í röð. Þar með er
efnahagskreppan orðin sú
lengsta á þessari öld. Næst-
lengstar vom hins vegar
kreppumar 1916-1920 og
1948-1952, sem báðar
stóðu í fimm ár. Þær
kreppur vom hins vegar
talsvert dýpri en sú, sem
nú stendur yfir, a.m.k. enn
sem komið er. Miðað við
spár Þjóðhagsstofnunar
fyrir þetta ár, verður yfir-
standandi kreppa í árslok
jafnframt orðin álíka tfjúp
og kreppan 1967-68 og
„kreppan mikla“, 1930-
1932.
Efnahagshorfur á næsta
ári em ekki góðar. Að áliti
Þjóðhagsstofnunar (Þjóð-
hagshorfur 1993 og 1994,
frétt 4/1993) em horfur á
að landsframleiðsla minnki
um 2% á árinu 1994. Þar
með verður yfirstandandi
efnahagskreppa orðin sú
langlengsta á öldinni og
sennilega sú þriðja dýpsta.
Þess ber jafnframt að
geta, að þessari kreppu
hefur fylgt mikið og lang-
varandi atvinnuleysi. Að
þessu leyti er hún miklu
alvarlegri en kreppan 1983
og jafnvel kreppan
1967-8, sem þó fylgdi
vemlegt atvinnuleysi.
Langvarandi atvinnuleysi
hefur gjaman i för með sér
skaðlegar félagslegar
breytingar, sem erfitt er
að snúa við. Áreiðanlegar
mælingar á atvinnuleysi
fyrr á öldinni liggja þvi
miður ekki fyrir. Gögn um
atvinnuleysi í Reykjavík
(sbr. t.d. Tölfræðihandbók
1967) benda hins vegar til
þess, að fara þurfi a.m.k.
aftur til áratugarins
1930-39 til að finna jafn-
mikið og langvarandi at-
vinnuleysi og nú.
Af þessu má (jóst vera
að yfirstandandi efnahags-
kreppa er einhver sú mesta
og alvarlegasta, sem riðið
hefur yfir þjóðina á þessari
öld. Það virðist því brýnt
að leita allra leiða til að
komast út úr henni. Ljóst
er að fjöldi fólks, sem kýs
að vinna, er nú atvinnu-
laus. Jafnframt er ljóst að
margir hinna myndu kjósa
meiri vinnu, ef hún byðist.
Það era m.ö.o. fyrir hendi
vinnufúsar hendur til að
auka verðmætasköpun
landsmaima stórlega. Sú
staðreynd að ekki skuli
vera fyrir hendi störf fyrir
þetta fólk, er sterk vís-
bending um hnökra í hag-
kerfinu og/eða mistök í
stjóm efnahagsmála.“
• RAFTÆKNIVERSI.UN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS •
GROUPE SCHNLlDER-%-
RAFBÚNAÐUR
TELEMECANIQUE er leiðandi fyrirtæki í rofa- og stýribúnaði til iðnaðar
í FARAR-
BRODDI
Allir rafverktakar og hönnuðir þekkja gæði rafbúnaðarins frá
TELEMECANIQUE. Höfum allan algengan TELEMECANIQUE
búnað á lager og útvegum annan búnað með hraði.
Veitum tæknilega ráðgjöf um val á rafbúnaði. Snúið ykkur til
sölumanna og leitið upplýsinga.
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 1Q8 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 51 74
-Mjúkræsibúnaður (soft start)
-Hraðabreytar (riðastýringar)
-Iðntölvur
-Skjámyndakerfi
-Spólurofar
-Mótorrofar
-Skynjarar og íjósnemar
-Almennur rafstýribúnaður
RAFVÉLAVERKSTÆÐI FÁLKAN S
HÖFÐABAKKA 9 • SÍMI: 91-685518
Mótorvindingar, dæluviðgerðir
og allar almennar ratvélaviðgerðir.
Telemecanique
RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS