Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
Ábyrgð embættismanna
eftir Þorvald
Gylfason
Það er lofs og þakkar vert, að nú
loksins - eftir öll þessi ár! - skuli
viðskiptaráðuneytið hafa tekið á sig
rögg og snúizt á sveif með þeim, sem
hafa reynt að vekja athygli á kostn-
aði fólksins í landinu vegna landbún-
aðarstefnu stjórnvalda á liðnum
árum. Viðskiptaráðherrann nýi á
þakkir skildar fyrir það.
I. Þögnin rofin
Þögn og afskiptaleysi ráðuneyt-
anna - og þá ekki sízt viðskiptaráðu-
neytisins, sem fer með neytendamál
- hafa valdið miklum skaða á liðnum
árum. Þetta sést bezt á því, að núver-
andi stefna í landbúnaðarmálum
kostar fólkið í landinu um 50 milljón
krónur á dag (!) samkvæmt skýrslum
Hagfræðistofnunar Háskóla Islands
og öðrum upplýsingum, jafnvel þótt
útfiutningsuppbætur hafi verið lagð-
ar niður á þessu ári. Það gerir rösk-
lega tvær milljónir á tímann allan
ársins hring. Ráðuneytin hafa þagað
yfir þessu - þar til nú, að viðskipta-
ráðuneytið hefur loksins rofíð þögn-
ina.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með viðbrögðum annarra ráðuneyta
á næstunni. Fjármálaráðuneytið á
við gríðarlegan vanda að etja í ríkis-
fjármálum eins og jafnan fyrr, en
þaðan heyrist þó hvorki hósti né
stuna, þegar landbúnaðarmál eru
annars vegar. Samt er það deginum
ljósara, að skilyrði ráðuneytisins til
að koma böndum á ríkisbúskapinn
myndu gerbreytast til batnaðar, ef
núverandi fjáraustri í landbúnaði
væri hætt. Ofbeit og uppblástur
lands vegna lausagöngu búfjár eru
alvarlegasti umhverfísvandi þjóðar-
innar, en umhverfísráðuneytið hefur
hingað til að minnsta kosti iátið
nánast eins og því komi málið ekki
við. Bæði þessi ráðuneyti verða að
taka sig á. Þeim ber skyida til þess.
Á hinn bóginn virðist ekki vera
mikil von til þess, að hægt sé að
koma vitinu fyrir landbúnaðarráðu-
neytið. Fyrstu viðbrögð ráðherrans
á þeim bæ við nýrri skýrsiu Hag-
fræðistofnunar Háskólans um dag-
inn voru þau, að það færi „misjöfn-
um sögum af þeim mönnum, sem
íjalla um landbúnaðarmál í Háskóla
íslands". Þetta var haft eftir honum
hér í Morgunblaðinu.
II. Sendiráö sérhagsmuna
Ég er þeirrar skoðunar, að það
eigi að leggja landbúnaðarráðuneyt-
ið niður. Sem fyrst.
Höfuðrökin fyrir því að leggja
landbúnaðarráðuneytið niður eru
þau, að þetta ráðuneyti hefur orðið
uppvíst að því að draga taum hags-
munasamtaka í landbúnaði á kostn-
að fólksins í landinu. Ráðuneytið
hefur vanrækt að koma réttum upp-
lýsingum um stuðning stjórnvalda
við landbúnað á framfæri bæði innan
lands og utan. Ekki nóg með það:
bæði núverandi og fyrrverandi land-
búnaðarráðherra hafa ráðizt með
offorsi gegn þeim, sem hafa kynnt "
réttar upplýsingar fyrir almenningi.
Ráðuneyti eiga ekki að vera sendi-
ráð sérhagsmuna. Þeim ber þvert á
móti skylda til að gæta hagsmuna
fólksins gagnvart harðsnúnum sér-
hagsmunahópum.
Þessari skyldu hefur landbúnaðar-
ráðuneytið brugðizt. Þess vegna á
að leggja það niður.
Með sömu rökum ætti reyndar að
loka sjávarútvegsráðuneytinu líka
og stofna heldur eitt atvinnuráðu-
neyti til að sinna iðnaði, viðskiptum,
samgöngum, sjávarútvegi og land-
búnaði. Þannig var skipan Stjórnar-
ráðsins háttað fyrr á öldinni. Með-
fram þessari skipulagsbreytingu
þyrfti að draga verulega úr afskipt-
um ríkisins af öllum þessum atvinnu-
vegum.
Kjarni þessa máls er sá, að ráð-
herra og embættismenn í nýju at-
vinnuráðuneyti kæmust ekki upp
með að draga taum einstakra at-
vinnuvega. Ráðuneytið yrði þvert á
móti að taka hagsmuni allra atvinnu-
vega og almennings með í reikning-
inn við stjórnvaldsákvarðanir. Til-
hneigingin til þess að skara eld að
sinni köku myndi minnka til muna.
Þessi vandi er ekki bundinn við
ísland. Dagens Nyheter, helzta
morgunblað Svíþjóðar, hefur til að
mynda lagt það til með svipuðum
rökum, að landbúnaðarráðuneytið
þar verði lagt niður. Sænska ríkis-
stjórnin er þegar búin að setja slag-
brand fyrir húsnæðisráðuneytið í
Stokkhólmi einmitt til að taka fyrir
sjálfsafgreiðslu sérhagsmunahópa í
því ráðuneyti. Ég á von á því, að
landbúnaðarráðuneytið í Stokkhólmi
og víðar í Evrópu fari sömu leið inn-
an tíðar. ítalar eru búnir að ryðja
brautina. Þeir ákváðu með yfirgnæf-
andi meiri hluta atkvæða í þjóðarat-
kvæðagreiðslu nú í vor að loka iand-
búnaðarráðuneytinu í Róm (og flytja
sum verkefni ráðuneytisins til sveit-
arfélaga). Þetta er liður í þeirri
hreingerningu, sem nú stendur yfir
þar suður frá.
Sami vandi steðjar að starfshátt-
um Alþingis hér heima. Það þarf að
leggja niður landbúnaðarnefnd
þingsins, sjávarútvegsnefnd og aðr-
ar svipaðar nefndir og sameina þær
í einni atvinnunefnd til að koma í
veg fyrir mismunun á milii atvinnu-
vega. Einmitt þetta hefur Lindbeck-
nefndin, sem skilaði áliti til sænsku
ríkisstjómarinnar fyrir nokkru, lagt
til, að verði gert í Svíþjóð, og ríkis-
stjórnin þar hefur lýst sig fylgjandi
þessum hugmyndum í höfuðdrátt-
um. Þó er vandi Svía í þessum efnum
miklu minni en vandi okkar Islend-
inga - eins og sjá má af því til
dæmis, að stuðningur stjómvalda
við landbúnað í Svíþjóð er næstum
helmingi minni en hér heima.
III. Skyldur embættismanna
Og svo er það Seðlabankinn. Það-
an hefur aldrei heyrzt orð um nauð-
syn þess að draga úr fjáraustri á
altari landbúnaðarins, jafnvel þótt
allir skyni bomir menn hijóti að
gera sér grein fyrir því, að óbreytt
landbúnaðarstefna stendur í vegi
fyrir skynsamlegri stjóm peninga-
mála. Eitt einfalt dæmi ætti að duga
til að bregða birtu á þetta samhengi.
Síðustu vikur hefur verðlag hækk-
að verulega og kaupmáttur rýrnað
vegna gengisfellingar krónunnar í
lok júní. Það hefði verið hægt að
Þorvaldur Gylfason
„Ráðuneyti eiga ekki
að vera sendiráð sér-
hagsmuna.“
koma í veg fyrir þetta með verðlækk-
unaraðgerðum til mótvægis, til
dæmis með því að greiða fyrir inn-
flutningi ódýrrar matvöru til lands-
ins til að vega upp á móti verðbólgu-
áhrifum gengisfellingarinnar. Þetta
var ekki gert. Og þess sjást ekki
heldur nein merki, að Seðlabankinn
hafi reynt að rækja þá skyldu sína
að mæla með stuðningsaðgerðum til
að stemma stigu við aukinni verð-
bólgu í kjölfar gengisfellingarinnar.
Ein ástæðan til mikillar verðbólgu
hér í landinu á liðnum árum og
rangrar gengisskráningar krónunn-
ar er einmitt sú, að Seðlabankinn
hefur ekki sett skipulagsmál at-
vinnuveganna í skynsamlegt sam-
hengi við verkefni bankans. Flestir
eða allir helztu hagfræðingar bank-
ans hafa fullan skilning á samhengi
veiðigjalds og gengisstefnunnar til
dæmis, en þess sér þó hvergi stað
í opinberum skýrslum bankans eða
í málflutningi bankastjórnarinnar út
á við. Ástæðan virðist vera sú, að
bankastjórnin hefur ekki kunnað við
að styggja hagsmunahópana í sjáv-
arútvegi og erindreka þeirra í ráðu-
neytunum. Þessari „Finnlandíser-
ingu“ Seðlabankans verður að linna.
Þrískiptingu bankastjórnarinnar á
milli þriggja stjórnmálaflokka virðist
þó einmitt vera ætlað að tryggja
óbreytt ástand enn um sinn.
Nú kann einhver að hugsa sem
svo: en ekki láta seðlabankar ann-
arra Evrópulanda málefni landbún-
aðar og sjávarútvegs til sín taka,
þótt landbúnaðarstefna Evrópu-
bandalagsins sé augljóslega röng.
Þetta er alveg rétt, en ástæðan er
sú, að Evrópubandalagið stendur
straum af miklum útgjöldum til land-
búnaðarmála með skattheimtu fyrst
og fremst. í þessum löndum eru því
tiltölulega lítil tengsl á milli landbún-
aðarstefnunnar og viðfangsefna
seðlabankanna.
Þessu er ekki að heilsa hér heima.
Hér hafa stjórnvöld rekið ríkisbú-
skapinn með þráfelldum halla á liðn-
um árum með milligöngu Seðlabank-
ans. Þau hafa í raun og veru prent-
að peninga og safnað skuldum í út-
löndum til að geta haldið áfram að
ausa fé í óhagkvæman landbúnað
auk annars, þótt yfirdráttarheimild
fjármálaráðuneytisins í Seðlabank-
anum hafi að vísu verið takmörkuð.
Þess vegna á Séðlabanki íslands að
láta landbúnaðarstefnuna til sín taka
og skipulagsmál atvinnuveganna
yfirleitt. Án gerbreyttrar stefnu í
landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum
getur Seðlabankinn ekki rækt það
höfuðhlutverk sitt að halda peninga-
þenslu, skuldum og verðbólgu í
skeij'um til frambúðar. Þetta sam-
hengi verða ábyrgir embættismenn
að sjá og skilja og haga málflutn-
ingi sínum í samræmi við það. Ann-
ars vanrækja þeir skyldur sínar.
Höfundur er prófessor i hagfræði
við Háskóla Islands.
Alþjóðle|t samstarí
um avöxtun
a þmum peningum!
Fjárfesting í erlendum verðbréfum er áhugaverður fjárfestingarkostur. Nú höfum við
gengið til samstarfs við enn fleiri erlenda aðila, þannig að þú getur valið um sjóði sem
eru í umsýslu Skandia International, Enskilda Asset Management, The Vanguard
Group, Gartmore Indosuez Asset Management og Perpetual.
Hér er um að ræða úrval hlutabréfa- og skuldabréfasjóða, og er einungis fjárfest í
verðbréfum sem skráð eru í erlendum kauphöllum. Að okkar mati er skynsamlegt að
fjárfesta í erlendum verðbréfum til langs tíma, til að dreifa áhættunni í
verðbréfaviðskiptum. Að auki er vert að benda á að ásókn í erlend verðbréf hefur farið
mjög vaxandi að undanfömu, ekki síst vegna efnahagsbata í heiminum.
Æás.
Perpetual
Offshore Asian Smaller Markets Fund
Offshore International Growth Fund
Offshore Emerging Companies Fund
Offshore Global Bond Fund
Offshore European Growth Fund
Offshore UK Growth Fund
Offshore American Growth Fund
Offshore Far Eastern Growth Fund
Offshore Japanese Growth Fund
THEVanwardGROup
WonrnisimrcoMmnB
Vanguard 500 Portfolio
Vanguard European Portfolio
Vanguard Pacific Portfolio
91
GARTMOREINDOSUEZ
ASSET MANAGEMENT
Gestion France Plus
Gestion France Index
Inodsuez OAT
Gestion France Securties
ENSKILDA ASSET MANAGEMENT
Skandia
Skandia US Equities
Skandia US Bonds
Skandia Japanese Equities
Skandia Japanese Bonds
Skandia German Equities
Skandia German Bonds
Skandia UK Equities
Skandia UK Bonds
Skandia Spanish Equities
Skandia Spanish Bonds
Skandia Skandinavian Equities
Skandia Skandinavian Bonds
Skandia Sviss Equities
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Skandifond
Global
Continental Europe
United Kingdom
Mediterranean
Nordic
North America
Far East
Japan
Emerging Markets
Natural Resources
Bond International
Europe Bond
Dollar Bond
DM Bond
Sweden Bond
Sweden Currency
Dollar Currency
m.
Skandia
Fjárfestingarfélagiö Skandia hf.
Ráðgjafar okkar veita þér fúslega aliar frekari upplýsingar x síma 619700 eða 689700. Að
sjálfsögðu ert þú líka velkomin(n) í ný húsakynni okkar á Laugavegi 170 eða Kringlunni 8-12.