Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. AGUST 1993 SAMKOMULAGSDROG UM SJALFSTJORN PALESTINUMANNA Viðbrögð andstæðinga samningsins Líflátshótanir og svikabrigsl Jerúsalem, Maij Az-Zohour í Líbanon, Amman, Beirút, Damaskus, London. Reuter. VIÐBRÖGÐ harðlínumanna úr röðum Palestínumanna við þeirri mála- miðlun í Palestínudeilunni sem nú virðist ætla að verða að veruleika eru hörð. „Um leið og við minnum Arafat á örlög Sadats og Sartawis og annarra ... minnum við hann einnig á að hann sjálfur og þeir sem með honum eru munu taka afleiðingum gerða sinna,“ sagði í yfirlýs- ingu frá Ahmed Jibril, leiðtoga alræmdra hryðjuverkasamtaka. Anwar Sadat Egyptalandsforseti var myrtur 1981 eftir að hafa samið um frið við ísraela. Sljórnarandstaðan í ísrael er einnig andvíg drögunum þótt á öðrum forsendum sé og heitir því að fella ríkisstjórn Yitzhaks Rab- ins sem muni með tilslökunum sínum auðvelda aröbum að gera út af við ríki gyðinga. íslamska bókstafstrúarhreyfingin Hamas, sem hefur eflst mjög síðustu árin á hernumdu svæðunum, tók í svipaðan streng og Jibril, sagði að væntanlegur samningur PLO og ísraela myndi binda enda á vonir Palestínumanna um sjálfstætt ríki og gæti komið af stað innbyrðis átök- um. Hamas hefur verið andvígt frið- arviðræðunum sem staðið hafa yfir milli ísraéla annars vegar og fulltrúa Palestínumanna og nokkurra araba- ríkja hins vegar. Stuðningur við sam- tökin er sagður mestur á Gaza-svæð- inu. Hótanir Netanyahus Arafat hefur gefið í skyn að hann muni setjast að í Jeríkó á vestur- bakka Jórdanár ef samningarnir tak- ast. Nissim Zwilli, aðalritari Verka- mannaflokksins í Israel, sagðist ekki sjá neitt þvi til fyrirstöðu; Arafat væri óumdeildur leiðtogi Palestínu- manna. „Öryggismál í ísrael og á hemumdu svæðunum verða áfram í höndum Israelshers svo að ísraelski herinn mun gæta öryggis Yassers Arafats," sagði Zwilli. Hægrimaðurinn Benjamin Net- anyahu, leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins í ísrael, Likud, var harðorður um stefnu ríkisstjórnar- innar á sunnudag. „Þeir ætla að af- henda PLO-mönnum brúarsporða á Gaza og í Jeríkó sem þeir munu nota til að stofna sjálfstætt Palest- ínuríki og PLO fer ekki í launkofa með að þaðan sé ætlunin að halda áfram styrjaldarrekstrinum gegn ísrael,“ sagði Netanyahu. Hann sagðist myndu leggja fram van- trauststillögu á stjórn Yitzhaks Rab- ins forsætisráðherra. Þinghlé er í landinu og sagði Netanyahu að finna yrði leið til að þingmenn gætu greitt atkvæði um tillöguna þótt fundir stæðu ekki yfir. ísraelska sjónvarpið fullyrti á sunnudag að æðsti maður samninga- nefndar Israela í friðarviðræðunum, Eliyakim Rubinstein, hygðist segja af sér embætti. Rabin og Shimon Peres utanríkisráðherra hefðu reynt að telja honum hughvarf og Rubin- stein hygðist bíða átekta meðan rík- isstjórnin fjallaði um samningsdrög- in. Reuter PLO til Jeríkó? PALESTÍNUMAÐUR í Jeríkó á Vesturbakkanum leiðir reiðhjól sitt framhjá Vetrarhöllinni, gömlu hóteli í borginni. Heimildarmenn hjá PLO telja að náist samningar muni húsið, sem er við eina helstu götu borgarinnar, hýsa aðalstöðvar samtakanna sem nú hafa aðsetur í Túnis. Vetrarhöllin er sögð hrörleg og þarfnast mikilla viðgerða. Mílliganga Holsts Ósló. Reuter. JOHAN Jorgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, skýrði frá því á sunnudag að hann hefði tekið þátt í leynilegum fundi starfsbræðra sinna frá Israel og Bandaríkjunum, þeirra Shimonar Peresar og Warrens Christophers, á föstudag. Umræðuefnið í Kaliforníu var deilur araba og ísraela og hugsan- leg málamiðlun í þeim. Holst neit- aði að tjá sig sjálfur frekar um fundinn, sagði það vera af tillits- semi við málsaðila. Talsmaður Fundurinn fór fram í Kaliforníu. norska utanríkisráðuneytisins sagði Holst hafa tekið virkan þátt í friðarviðleitni í Mið-Austurlönd- um. Fyrr á þessu ári hitti Holst Yasser Arafat, leiðtoga PLO og í Johan Jorgen Holst Noregsheim- sókn sinni á dögunum hrósaði Peres Holst mjög, sagði hann njóta trausts allra deiluað- ila í Mið- Austurlönd- um. Leynisamningiir um Gaza lykillinn að friði? Jerúsalem. The Daily Telegraph, Reuter. ÍSRAELSKIR embættismenn staðfestu á sunnudag að fyrir lægju drög að samkomulagi stjórnvalda í ísrael og Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) er kvæðu á um sjálfstjórn Palestínumanna á Gaza-svæð- inu og í bænum Jeríkó á Vesturbakkanum. Þá gefa skjöl sem Reut- ers-fréttastofan komst yfir í gær til kynna að í drögum þessum sé að finna áform um takmarkaða sjálfstjórn Palestínumanna annars staðar á Vesturbakkanum. í dag, þriðjudag, hefst í Washington í Bandaríkjunum ný lota viðræðna um frið í Mið-Austurlöndum og er ljóst að um algjör þáttaskil verður að ræða Í 40 ára deilu Israela og Araba takist fulltrúum Palestínumanna og ísraels að ganga frá gerð samnings í þessa veru á þeim fundum. Ríkisstjórn ísraels kom saman til fundar í gær til að ræða þau samkomulagsdrög sem fyrir liggja en grunnurinn var lagður í fyrri viku er Shimon Peres, utanríkisráð- herra Israels, var á ferð í Noregi. Peres átti þá fund með háttsettum embættismanni PLO og er talið að fulltrúi samtakanna hafi verið Ahmed Korai, sem einnig gengur undir nafninu Abu Alaa. Um helg- ina hélt Peres síðan til Bandaríkj- anna og ræddi við starfsbróður sinn Warren Christopher. Að þeim fundi loknum var ákveðið að kynna mál- ið í ríkisstjórn ísraels. Gagnkvæm viðurkenning? Umhverfisráðherra ísraels, Yossi Sarid, sem kemur úr Meretz- flokknum og er til vinstri í ísraelsk- um stjórnmálum, sagði: „Hér er um að ræða samkomulag í formi samnings sem bíður undirritunar.11 í fréttum ísraelska útvarpsins sagði að til greina kæmi að ríkisstjórn Israels viðurkenndi PLO með form- legum hætti og yrði þar um algjör vatnaskil að ræða enda hafa ísrael- ar fram til þessa talið PLO til hryðjuverkasamtaka og öll sam- skipti við fulltrúa þeirra hafa verið bönnuð. Sagt var að á móti myndu PLO viðurkenna tilverurétt ísraels- ríkis og skuldbinda sig til að binda enda á hvers kyns hryðjuverka- starfsemi. Þá sagði og í fréttum útvarpsins í ísrael að Frelsissamtök Palestínu myndu ekki leggjast gegn aðgerðum er miðuðu að því að hefta starfsemi herskárra hópa, sem andvígir eru friðarviðræðun- um, og að gerðar yrðu breytingar á stofnskrá samtakanna þannig að teknar yrðu út setningar sem Isra- elar telja að kveði á um tortímingu ríkis gyðinga. Helstu atriði samkomulagsins Reu ters-f réttastof an komst í gær yfir plagg sem sagt var geyma helstu atriði samkomulagsins. Það var sagt kveða á um að herafli fsrela yrði kallaður burt frá þétt- býlisstöðum en áfram yrði haldið uppi gæslu við landamæri Gaza og Egyptalands og við Allenby-brúna sem liggur yfír ána Jórdan nærri Jeríkó og tengir Vesturbakkann við Jórdaníu. Á Gaza-svæðinu búa um 750.000 manns og í Jeríkó 20.000. Munu Palestínumenn njóta fullrar sjálfstjórnar á þessum tveim svæð- um, samkvæmt skilningi ísraela, en kveðið er á um takmarkaða sjálfstjórn á öðrum svæðum á Vest- urbakkanum. Full sjálfsstjórn mun m.a. fela í sér öryggis- og lög- gæslu en hin takmarkaða þýðir að Palestínumenn munu taka við stjórn heilbrigðis-, mennta- og vel- ferðarmála auk ferðaþjónustu og hvers kyns starfsemi á menningar- sviðinu. Ekki er gert ráð fyrir að hrófiað verði við byggðum ísrael- skra landnema í útjöðrum Jeríkó og Gaza og heraflanum verður ætlað að tryggja öryggi þeirra. Þessi samkomulagsdrög hafa verið nefnd „Fyrst Gaza og Jeríkó“ og er vitað að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur lagt blessun sína yfír þau. Sagt er að gegn því að tryggja sér fótfestu á hernámssvæðunum sé Arafat tilbúinn til að leggja til hliðar kröfur um yfírráð yfir Aust- ur-Jerúsalem og tafarlausa heimk- vaðningu ísraelshers frá afgangin- um af Vesturbakkanum. Greinilegt er að ísraela og PLO greinir á um hvemig túlka beri það samkomulag sem nú liggur fyrir. Palestínumenn telja að ísraelar hafi nú stigið fyrsta skrefíð í átt að brottflutningi frá hernumdu svæðunum og vilja þeir að stofnað verði „ör-ríki“ Palestínumanna á þeim svæðum sem gefin verða eft- ir. „Nú á eftir að koma í ljós hvort það sem fulltrúar Palestínumanna sögðu á fundum okkar stendur enn þegar komið verður til Washington. Hér er ekki um að ræða stofnun sjálfstæðs ríkis heldur bráða- birgðasamkomulag til fimm ára. Afstaða okkar til sjálfstæðs ríkis Palestínumanna liggur fyrir,“ sagði Peres í viðtali. Frekari viðræður boðaðar Fram til þessa hefur ekkert mið- að í viðræðunum vegna þess að ísraelar hafa neitað að ræða hugs- anlegan brottflutning liðsaflans frá hernámssvæðunum, sem tekin voru í Sex daga stríðinu árið 1967. Þótt ísraelar hafi áður látið að því liggja að þeir hafí ekki uppi áform um að innlima í ríki sitt þær tvær milljónir Palestínumanna sem á svæðum þessum búa voru samn- ingamenn þeirra einungis tilbúnir til að semja um takmarkaða sjálf- stjórn til fimm ára. í samnings- drögunum segir hins vegar að tveimur árum eftir að undirrituð hefur verið sameiginleg yfírlýsing um grundvallaratriði í samskiptum ísraels og Palestínumanna skuli hefja viðræður um varanlega lausn á þessu gamla deilumáli. Palestínu- menn hafa fyrir sitt leyti ávallt haft af því áhyggjur að ísraelar hafni frekari tilslökunum verði ISRAEL LIBANON ÞATTASKIL Israel og PLO hafa nað samkomulagi um aðdraganda valdatöku Palestínu- manna á hernumdu svæðunum. þ.á.m. brottflutning allra herja ísraela frá Gaza og Jeríkó. s Damaskus SYR- LAND GOLANHÆÐIR Midjarðarhaf vESTURBAKKNN Á Jeríkó 0®» GAZASVÆÐIB M Dauða- haf EGYPTALAND im.AÍÍÍ Hemumdu svæðin JÓRDANÍA MANNFJÖLDI Gólan- Vestur- Gaza hæðir bakkinn* svæðið Gyðlngar 10.600 78.600 3.000 Arabar 15.300 915.000 750.000 í FRIÐARVIÐRÆÐUM BOkm REUTER samið um sjálfstjórn án þess að fyrir liggi tryggingar fyrir frekari brottflutningi heija. Fréttaskýrendur bentu á að í sjálfu sér kæmi ekki á óvart að Israelar væri tilbúnir til að gefa eftir Gaza-svæðið enda fengi al- menningur í ísrael ekki annað séð en það hefði enga hernaðarlega þýðingu og væri aðeins baggi á efnahagslífinu. Mun erfiðara yrði á hinn bóginn að semja um framtíð- arstöðu Jerúsalem og yfirráð Isra- ela yfir Vesturbakkanum að Jeríkó frátalinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.