Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 33 Tölvur Sýning um upphaf tölvualdar á Islandi 25 ára afmælissýning Skýrslutæknifélagsins STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ÞRIÐIUDACSTILBOO / UPPHAFI tölvualdar er yfirskrift sýningar sem verður opnuð föstudaginn 3. september í Geysishúsinu í Aðalstræti. Sýningin er haldin í tilefni 25 ára afmælis Skýrslutæknifélags íslands og verður í Geysishúsinu til sýnis tölvubúnaður og þróun hans á síð- ustu 25 árum. Þeirri þróun verður lýst með gömlum munum og nýjum og mun fylgja ýmis fróðleikur um notkun þeirra. Þróun tölvutækni hefur verið mjög hröð síðastliðin 25 ár. Afkastageta töluvbúnaðar hefur margfaldast og nú eru notkunarmöguleikar þessa búnaðar nánast óþrjótandi. Á sýning- unni verður borinn saman gamli og nýi tíminn í tölvubúnaði eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá Skýrslu- tæknifélaginu. Meðal sýningargripa verða m.a. gataspjaldavél sem nú heyrir sögunni til og Newton handt- ölva frá Apple sem sögð er vera vís- Utsöluverö^^si bjons hja ATVR (1 kippa) 1 i Innfluttur bjór: Kostnaðarverð____ kr. ___158,30 60% verndargjald af cif-verði _ 92,40 21,25% ígildi vörugj. af cif-verði 48,13 45% álag_____________________134,48 Vínandaskattur...............316,37 Skilagjald .. 30,36 24,5% VSK--------------------191,11 Afrúning-----------------------1,15 ... 970,00 ... 185,00 ______46,25 UTSOLUVERÐ_____ Innlendur bjór. Kostnaöarverð— Igildi vörugjalds_ 45% álag. Vínandaskattur Skilagjald..... 24,5% VSK...... Afrúning. ÚTSÖLUVERÐ . 104,07 .316,37 30,36 .167,11 ... -0,84 850,00 ir að tölvu framtíðarinnar. Þróun vélbúnaðar síðasta aldarfjórðung er einnig sýndur í máli og myndum. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar og Póstur og sími munu kynna dæmi um þá þjónustu sem þeir veita ásamt því að standa fyrir sérstökum dagskráratriðum. Á sýningunni verður sérstök dag- skrá hvem dag sem á að sýna eða lýsa notkun á ýmsum munum, jafnt nýjum sem gömlum. Meðal dagskrár- atriða sem verða auglýst sérstaklega má nefna að Ottó A. Michelsen og fleiri munu segja frá því hvemig gömlu tölvurnar voru notaðar, gerð kvikmyndarinnar Jurassic Park verð- ur kynnt með aðstoð tölvu, sýnt verð- ur hvernig tölvutæknin getur verið hjálpartæki fyrir fatlaða, íslenskra menntanetið verður kynnt, en það byggir á nýjustu tækni í tölvusam- skiptum, notkun tölvu við gerð tón- listar verður kynnt og loks verður hugbúnaðargerð kynnt sem ný út- flutningsgrein. Eins og segir í fréttatilkynning- unni er hér aðeins um að ræða hluta af því sem verður í boði á sýning- unni. Dagskráratriðin munu hefjast kl. 16.30 á virkum dögum og kl. 14.30 um helgar. Skýrslutæknifélag íslands býður alla velkomna á sýninguna í upphafi tölvualdar í Geysishúsinu við Aðal- stræti. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9.00-18.00 og um helgar frá kl. 11.00-18.00. Síðasti sýningardag- ur verður 19. september. 1.995,- Stærðir: 25-37 Litur: Svartur Ath.: Loðfóðraðir og með endur- skini í hæl 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1 Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 689212 Afeng Ríkið fær um80% af bjórverði RIKIÐ fær samanlagt í sinn hlut um 80% af verði þess bjórs, sem seldur er í verslunum ÁTVR. Hlut- ur ríkisins í verði innflutts bjórs er rúmlega 83% en um 78% í verði innlendrar framleiðslu. Þessi hlut- föll eru fengin með því að leggja saman ígildi vörugjalds, álagn- ingu ÁTVR, vínandaskatt og virð- isaukaskatt. Þá bætist við þetta sérstakt verndargjald, sem lagt er á erlendan bjór og skilagjald af umbúðum, sem kaupendur geta reyndar fengið endurgreitt. Kippa af algengum erlendum bjór í 33 cl. umbúðum kostar í verslunum ÁTVR 970 kr. Það verð er fengið með þeim hætti, að kostnaðarverð er kr. 158,30, við það bætist 60%. verndargjald af innflutningsverði, 31,25% ígildi vörugjalds, 45% álag sem rennur til ÁTVR, vínandaskatt- ur upp á 316,37 kr., skilagjald upp á 30,36 kr. og 24,5% virðisaukaskatt- ur. Þetta gerir samanlagt 971,15 kr. en frá þeirri upphæð eru til hagræð- is dregnar frá 1,15 kr. til að fá út- söluverðið. Ef miðað er við algengan innlend- an bjór í sams konar umbúðum er kostnaðarverðið á kippu 185 krónur, sem við bætist 25% ígildi vörugjalds, 45% álag ÁTVR, vínandaskattur, skilagjald og virðisaukaskattur. Samanlagt er verðið þá 849,16 kr., sem við er bætt 84 aurum. Nýjung í bílaviðskiptum SUZUKIVITARA með 4ra ára lánakjörum SUZUKI VITARA fæst nú á betri kjörum en nokkru sinni fyrr. Útborgun 25% af kaupverði og eftirstöðvar lánaðar með mánaðarlegum greiðslum í 48 mánuði. SUZUKI VITARA fæst 3ja eða 5 dyra með vali um beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Verð frá kr. 1.985.000 (3ja dyra jLXir beinskiptur)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.