Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 34

Morgunblaðið - 31.08.1993, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 Eignaupptaka með gengisfellingum eftir Önund Asgeirsson Síðan 1978 hafa löggiltir endur- skoðendur haft einkarétt á fram- tölum atvinnufyrirtækja og um ákvörðun eigin taxta. Að tillögu þeirra voru tekin hér upp svonefnd „ verðbólguleiðrétt reikningsskil“, sem allir hafa mátt lúta í 15 ár. Með lögunum var fyrirtækjunum gert skylt að kjósa löggilta endur- skoðendur á aðalfundum til að fram- kvæma slíka verðbólgureikninga. Síðan hefir endurskoðendum eðli- lega fjölgað sem gorkúlum á haug, og enginn þeirra hefir andmælt þess- um starfsháttum, né andmælt sí- endurteknum gengisfellingum. í Mbl. 27. júlí birtist viðtal við tvo fremstu taismenn endurskoðenda undir heitinu „Gengisfelling og reikningsskil". Þar er okkur birtur sá sannleikur, að ekki sé lengur þörf á að hafa verðleiðréttingar í uppgjörum fyrirtækja, því að verð- bólga sé hér nú nær engin. Þetta gerist í kjölfar þess, að dollar hefir "ir réttu ári hækkað úr 52 í 72 kr. eða um 38,5%, og skuldir sjávarút- vegsfyrirtækja úr 90.000 milljónum í 125.000 milljónir. Jafnframt er bent á, að minni áhætta væri af gengisfellingum fyrirtækja, sem seldu á útflutningsmarkaði, enda hækkuðu tekjur í framhaldi af geng- isfellingu. Þannig væri staða sjávar- útvegsfyrirtækjanna í hnotskurn. Því miður er þetta ekki rétt, og er allt of löng reynzla fengin af slíkum ráðstöfunum. Þama er aðeins verið að beija höfðinu við steininn. Sjávarútvegurinn hefir aldrei safnað meiri skuldum en á síðasta ári, og mun aldrei greiða þær. Geng- isfellingar hafa um langan aldur verið notaður tii að „bæta rekstrar- stöðu hans“, eins og þetta hefir gjarnan verið nefnt, en þá er ekki tekið tillit til þess, að allt samfélag- ið tapar fjármagni í réttu hlutfalli við hverja gengisfellingu. Afleiðingin er sú, að öll fyrirtæki landsins og einstaklingar eru rúnir fjármagni, bankar eru komnir að þrotum, og ástand örbirgðar hefir skapazt á öll- um sviðum atvinnulífsins. Enginn veit sitt ijúkandi ráð. Hin „góða reikningsskilavenj a“ endurskoðenda hefir snúist upp í andhverfu sína. Endurskoðun stefnunnar er vissu- lega tímabær. Áhrifin á atvinnulífið Gott dæmi um áhrif gengisfell- inga næst með athugun á birgða- haldi olíufélaganna. Olíuvörur eru allar skráðar í dollurum, og með því að miða við sama magn og verð, koma fram bein áhrif gengisfelling- anna á liðnum tíma. Birgðahald olíu- félaganna er tvennskonar. Annars vegar eru hinar svonefndu rekstrar- birgðir, þ.e. þær, sem notaðar eru í daglegum rekstri og venjulega sam- svara um 60 daga sölu. Hins vegar eru svonefndar öryggisbirgðir, eða þær birgðir, sem nauðsynlegar eru til að mæta ófyrirsjáanlegum atvik- um. Alþjóðaorkumálastofnunin ákvað 1980, að slíkar öryggisbirgðir skyldu vera 90 dagar. Island er ekki aðili, og hefir engar öryggisbirgðir. Rekstrarbirgðir Hér er reiknað með, að sameigin- legar rekstrarbirgðir allra olíufélag- anna séu um 28 milljón dollarar. Þegar nýkrónan tók gildi 1. janúar 1981 var skráning hennar 6,25 kr./$, en nú er hún 72 kr./$. Aukin fjármagnsþörf vegna gengisfalls krónunnar reiknast þá þannig: Þannig hafa olíufélögin þurft að leggja fram 153 m.kr. árlega sl. 12 ár í nýju fullsköttuðu fjármagni, aðeins til að viðhalda sömu rekstrar- birgðum. Hækkun dollarans um 20 kr. síðustu 12 mánuði hefir kostað 560 m.kr. í nýju fjármagni. Þetta er auðvitað óviðráðanlegt fyrir félög- in, kannske mismunandi þungt fyrir einstök félög eftir efnum og ástæð- um. Þótt hér hafi verið búið til dæmi, kemur það vel heim við ársreikninga félaganna: Veltuhraði er hér fenginn með því að deila vörubirgðum í árslok inn í Önundur Ásgeirsson „Það er löngu augljóst, að útgerðin ætlar ekki að greiða sínar skuldir.“ kostnaðarverð seldrar vöru, sem aft- ur sýnir endingu birgða rúma 60 daga. Árið 1991 sýnir, hversu við- kvæmt ástand getur skapast, en þar verður eldingartími birgða aðeins 46 dagar, augljóslega vegna seink- unar á förmum fram yfir áramót. Ef reiknað væri með 90 daga ör- yggisbirgðum eða 150 daga heild- arbirgðum, myndi fjármagnsdæmið vera þannig að heildarbirgðir væru 70 milljón dollarar, en dæmið í krón- um væri þannig: Nú voru engar öryggisbirgðir keyptar fyrir myntbreytinguna 1. janúar 1981, og fjármagnstapið er því óraunhæft en dæmið sýnir, hversu mikið hefír tapast í íslenskum krónum á því að kaupa þær ekki. Það myndi nú kosta 2.761,5 milljón- um meira að kaupa slíkar öryggis- birgðir til 90 daga. Kaup öryggis- birgða virðast óframkvæmanleg. Öryggisbirgðir skila engri ávöxtun, gefa engan arð, en eru nauðsynlegar samt. Enginn ber ábyrgð Hvert sinn sem gengisfeliing á sér stað, er okkur sagt að þetta sé nauð- synlegt til að auka tekjur sjávarút- vegsins. Útflutningur botnfiskafla 1992 nam 53 milljörðum, en árlegar afskriftir og vextir af 125 milljarða skuld nemur um 37 milljörðum. Á næsta fiskveiðiári er gert ráð fyrir að veiða 165.000 tonn af botnfiski, eða um helming þess, sem veitt var 1934. Samt er haldið áfram að kaupa ný skip. Fjármálastjórnun er engin, og enginn ber ábyrgð á fjármála- skuldbindingum. Það er löngu aug- ljóst, að útgerðin ætlar ekki að greiða sínar skuldir, og að þær munu falla á samfélagið með einum eða öðrum hætti. Endurskoðendur bera hér mesta ábyrgð. Þeir skrifa undir þessa verð- bólgureikninga sína með klókindum og klækjum, og halda við gengisfell- ingarstefnunni með því að þegja um hið raunverulega ástand. Þeir eru ekki sú styrktarstoð, sem þeim var ætlað að vera. Aðrir trúa þeim, og gera sér ekki grein fyrir að undir- skrift þeirra er aðeins hálfsannleik- ur. Þeir mættu gjarnan fara að segja sannleikann, því að það er enn rétt, sem postulinn sagði, að sannleikur- inn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Olís. m.kr. 1990 1991 1992 Alls Kostnaðarverð seldrar vöru 12.795 13.892 13.247 39.934 Vörubirgðir í árslok 2.317 1.758 2.254 6.329 Veltuhraði 5,5 7,9 5,9 6,3 Eldingartími birgða 66 46 62 58 Rekstrarbirgðir nú $ 28 m. á72kr./$ kr. 2.016 millj. Rekstrarbirgðir 1/1’81 28 m. á6,25 kr./$ kr. 175 millj. Nýfjármagnsþörf kr. 1.841 millj. Verðmæti birgða nú $ 70 m. x 72,00 kr./$ kr. 5.040,0 m.kr. Verðmæti 1/1 '81 $ 70 m. x 6,25 kr./$ kr. 437,5 m.kr. Fjármagnstap kr. 4.602,5 m.kr. Námsmenn komast lengra á Menntabraut! ... ' t % v.„ „fKirULAGSBÖK WM [S: m í/N'Syi-,,,,,, ____yixan MftNatini/u ..{ ^ýsingak ■ 1w “Q btnqn fs 'v........................................ mítintsbioQ Á Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, eru í bobi spennandi möguleikar fyrir námsmenn. Menntabrautin er fjölbreytt þjónusta snibin ab þörfum námsmanna. í bobi á Menntabraut er mebal annars: Lánafyrirgreibsla meb lágmarkskostnabi í tengslum vib LÍN Tékkareikningur meb 50.000 kr. yfirdráttarheimild eftir 3 mánaba vibskipti óháö fyrirgreibslu vegna LÍN Vöndub Skipulagsbók Námsstyrkir. Niburfelling gjaldeyrisþóknunar fyrir námsmenn erlendis vib millifcerslur eba peningasendingar milli landa Greibslukort o.fl. Námsmenn, kynnib ykkur fjölmarga kosti Menntabrautar. Komib og rœbib vib þjónustufulltrúa íslandsbanka um fjármálin, þeir hafa sérhæft sig í málefnum námsfólks. Menntabraut Islandsbanka - frá menntun til framtíbar! MENNTABRAUT Námsmannaþjónusta íslandsbanka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.