Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993 35 Frá vinstri: Ásta Björnsdóttir, Tryggvi Pétursson, Rakel Pálsdóttir, - Alma Guðjónsdóttir, Pálína Björnsdóttir, Beryl Morina og Sigriður Ármann. Luku baUettkennaraprófi Aldrei of gamall Kvikmyndir Amaldur Indriðason Ekkjuklúbburinn („The Cemet- ery Club“). Sýnd í Sagabíó. Leik- stjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Ellen Burstyn, Olympia Dukakis, Diane Ladd, Danny Aiello. I rómantísku gamanmyndinni Ekkjuklúbburinn eða „The Cemet- ery Club“ er fjallað um það vanda- mál sem þijár rosknar konur standa frammi fyrir þegar þær þurfa að fóta sig í tilverunni eftir lát eigin- manna sinna. Allar eru þær í kring- um sextugsaldurinn og í fullu fjöri en tómið sem eiginmennirnir hafa skilið eftir reynist erfitt að fylla. Myndin tekur á málum á gaman- saman hátt en með alvarlegum undirtóni undir leikstjórn Bill Dukes og höfðar efniviðurinn örugglega ekki nema til ákveðins hóps kvik- myndahúsagesta. Þijár valinkunnar sæmdarleikkonur hafa verið fengn- ar í aðalhlutverkin, þær Ellen Burstyn, Olympia Dukakis og Diane Ladd og til að bæta við rómantík- inni hefur Danny Aiello verið feng- inn til að heilla Burstyn upp úr skónum og er sá geðþekki leikari þar réttur maður á réttum stað. Myndin er byggð á samnefndu leikriti en Duke hefur tekist vel að „opna“ það og færa í þekkilegan kvikmyndabúning. Myndin er ríku- lega fyllt af tilfinningahlöðnum andartökum jafnvel svo manni þylct ir nóg um enda á hver þessara þriggja kvenna um sig um sárt að binda. En til að vega upp á móti armæðunni er slegið á léttari strengi bæði á milli þeirra innbyrð- is og í lýsingu á vinkonu þeirra einni sem virðist gifta sig a.m.k. einu sinni á dag. y Burstyn á langan og gifturíkan feril að baki í kvikmyndunum og sýnir hér að hún hefur engu gleymt og stendur upp úr sem kona sem er tilbúin að byija nýtt líf þótt það kosti hana átök. Dukakis er sú trú- fasta, þunglynda og húmorlausa í hópnum en Ladd aftur sú fjöruga. En þótt allar réttu meiningarnar séu til staðar og efniviðurinn for- vitnilegur virkar myndin heldur lítil- fjörleg en minnir sífellt á sjónvarps- þætti um þijár eldri konur sem búa saman. Kannski eru persónurnar full staðlaðar til að koma á óvart. ÞRÍR kennaranemar frá Ballett- skóla Sigríðar Ármann luku ný- lega fyrri hluta kennaraprófs frá „The National Association of Teachers of Dancing" í klassísk- um balett. Prófdómari var Mrs. Beryl Morina frá London. Þessir nemendur eru Alma Guð- jónsdóttir, Rakel Pálsdóttir og Pál- ína Björnsdóttir. Auk kennaranem- anna þriggja tók einn nemandi skól- ans, Tryggvi Pétursson, nemenda- próf frá sama félagi. Kennaranem- arnir þrír hafa stundað nám í klass- ískum ballett hjá Balletskóla Sigríð- ar Ármann sl. 10-15 ár og sl. 3 ár sérstaklega sem kennaranemar. Er þetta í fyrsta skipti sem félagið prófar kennaranema í klassískum ballet hérlendis. Kennari þeirra er Ásta Björns- dóttir en hún er útskrifuð frá sama félagi. HARÐVKJARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHALSI 4 R. SfMI 671010 fEVestfrost Frystikistur staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 36.921,- HF271 92 x 65 x 85 41.013,- HF 396 126 x 65 x 85 47.616,- HF506 156 x 65 x 85 55.707,- SB 300 126 x 65 x 85 52.173,- Frystiskápar FS 205 125 cm 55.335,- FS275 155 cm 62.124,- FS345 185 cm 73.656,- Kæliskápar KS 250 125 cm 49.104,- KS315 155 cm 52.638,- KS 385 185 cm 63.333,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 70.215,- kælir 199 Itr frystir 80 Itr 2 pressur KF350 185 cm 84.816,- kælir 200 ltr frystir 156 itr 2 pressur KF 355 185 cm 82.956,- kælir 271 itr frystir 100 ltr 2 pressur [i | Faxafeni 12. Sími 38 000 I Höfóar til „fólks í öllum starfsgreinum! Núer þrefaldur Lviimiiigur Spilaðu með fyrir kl. 16 á miðvikudag Síðast vai' haiui 132.730.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.