Morgunblaðið - 31.08.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
40
AFGASRÚL fyrir bílaverks / E !T- —= ■ r LUR tæði & y
ESS ol
Olíufélagið hf 603300
Thoro
Vatnsþéttingarefni
- VATNSFÆLUR
-100% ACRYL MÁLNING
- STEYPUVIÐGERÐAREFNI
- GÓLFVIÐGERÐAREFNI
Efni sem standast prófanir
út um allan heim, síðan 1912.
S steinprýði
Stangarhyl 7, simi: 672777.
# LOWARA
JARÐVATWS
DÆLUR
Gæðavara,
mikið úrval,
hagstætt verð,
örugg þjónusta.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SEUAVEGI2 SÍMI 91-624260
Minning
Ragnar Olafsson
Fæddur 21. ágúst 1960
Dáinn 22. ágúst 1993
Elsku pabbi, við þökkum þér þær
samverustundir sem þú áttir með
okkur. Ljóslifandi minning um þig
mun ávallt geymast í hugum okkar.
Flýt þú þér vinur í fegri heim,
krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morpnroðans
meira að starfa Guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson.)
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Arna Rut og Jóna Björg.
Ég hafði undanfama daga virt
fyrir mér lauf birkitijánna. Hinn
dökkgræni sumarskrúði var óðum
að taka á sig gulan lit. Falleg sum-
arblómin höfðu staðið af sér kalt
sumarið. En eftir hið kalda sumar
kom haustið einnig með sína fallegu
liti.
Ég hafði leitt hugann að lögmáli
lífsins og orð spekinganna voru mér
ofarlega í huga: Ekkert líf án dauða
og enginn dauði án lífs. Því hvað
tekur við eftir sumar annað en vet-
ur, og eftir veturinn kemur hið lang-
þráða sumar, sem beðið hefur verið
eftir yfír hinar köldu vetrarnætur.
Það var einmitt á einum hinna
síðustu sumardaga, sem mér bárust
þau hörmulegu tíðindi, að náskyldur
frændi minn væri látinn, aðeins
þijátíu og þriggja ára gamall. Það
er ekki hár aldur, og því koma mér
í hug orðin í söngtexta Vilhjálms,
að eitt sinn verða allir menn að
deyja. En einnig minnist ég orða
heilagrar ritningar þar sem Kristur
segir: „Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig, mun lifa þótt hann
deyi.“ (Jóh. 11:25.)
ERFIDRYKKJUR
frá kr. 850-
ími620200
P E R L A N
Elskulegur frændi minn er farinn
til fundar við Drottin. Yfir þeim
stóra áfanga ættu allir menn að
huggast láta á sorgarstund. Ekki
minni maður en Páll postuli skrifaði
í einu bréfa sinna, að hann vildi svo
miklu frekar fara af jörðunni og
vera hjá Drottni, því það væru svo
miklu betra en að hrærast í illum
heimi. En hann hafði verk að vinna.
Það hafði .frændi minn líka. Þó að
ungur væri að árum öðlaðist hann
mikla lífsreynslu hér á jörðu. Víst
er að hana hefði frændi minn getað
notað öðrum til varnaðar hefði
ógæfumaður ekki bundið enda á líf
hans með því voðaverki sem hann
framdi.
Við Ragnar vorum á svipuðum
aldri. Hann bjó lengst í Kópavogin-
um á meðan við vorum að alast
upp, en ég bjó í Reykjavík. Þó að
við værum systrasynir hittumst við
sjaldan, nema þá helst í stórafmæl-
um, giftingarveislum og ferming-
um. Þótt sambandið væri lítið var
þó grunnt á frændseminni, og seint
gleymi ég hjálpsemi frænda míns
þegar ég stóð í búferlaflutningum
haustið 1986. Þá tók Raggi frændi
ekki annað í mál en ég gisti hjá sér
og sambýliskonu hans á heimili
þeirra, hvar hann sýndi af sér þá
gestrisni, sem sönnum gestgjafa
sæmir. Þar vorum við frændumir
að kynnast í annað sinn eftir æsku-
árin í faðmi fjölskyldunnar.
Skemmtilegs atviks minnist ég
frá unglingsárum okkar. Þá hafði
ég nýlega gengið í siglingaklúbbinn
Siglunes í Nauthólsvík og var með
félaga mínum á bát úti á miðjum
Fossvogi. Þarna komu að bátar frá
Kópavogi. Þegar fyrsti báturinn
kemur upp að okkur, dettur mér í
hug að spyija strákana sem voru
um borð hvort þeir könnuðust ekki
við Ragnar Ólafsson úr Kópavogi.
Þá sneri sér við undrandi drengur
í bátnum. Það var þá Raggi frændi,
sem einnig hafði nýlega gerst félagi
í siglingaklúbbi í Kópavogi. Ekki
entist ég lengi til sjós, en Ragnar
lagði leið sína á sjó seinna meir og
starfaði. sem sjómaður í einhvern
tíma. Síðast þegar við frændurnir
MINNINGARKORT SJALFSBJARGAR
REYKJAVÍK 0G NÁGRENNIS
78 68
Innheimt með gíróseðli
^VEGí 65-S-
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
ai S. HELGAS0N HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
hittumst fyrir nokkrum árum vann
Ragnar við húsasmíðar, enda bæði
handlaginn og harðduglegur, svo
að margir vildu hafa hann áfram í
vinnu.
Ragnari kynntist ég aldrei öðru-
vísi en sem góðum dreng, bæði ljúf-
um og skemmtilegum. Guð einn
veit að oft langaði mig að hafa
meira samband við Ragga frænda,
og vita hvernig honum vegnaði í
lífsbaráttunni, en aðstæður höguðu
því þannig að leiðir lágu sjaldnar
saman síðustu árin. Elskulegur
frændi minn er dáinn, aðeins þijá-
tíu og þriggja ára að aldri. Líf hans
mótaðist nokkuð af hinu kalda
sumri. Þó var hann í blóma lífsins,
þegar hann var kallaður svo snöggt
af landi lifenda á jörðunni. Hann
var baráttumaður, hafði háð marga
orrustuna, þar sem hann hafði sigr-
að þær margar. Það sem mér þykir
gott að vita, er að Ragnar ræddi
oftsinnis við systur sína, hana Siggu
Jónu, um trúna Þar veit ég að hann
hefur fengið gott veganesti fyrir
þá leið sem hann er þegar genginn.
Elsku Hrefna og Óli, Einar, Stefí
og Sigga Jóna. Innilegustu samúð-
arkveðjur færi ég ykkur öllum. Guð
gefí ykkur styrk og einnig von.
Mitt í sorginni er gott að vita að
Ragnar er í góðum höndum og vel
geymdur hjá Guði okkar. Megi
Drottinn blessa hann frænda minn,
sem er látinn langt um aldur fram.
Einar Ingvi Magnússon.
í dimmum skugga af lönp liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafíð,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
(Tómas Guðmundsson)
Þegar síminn vakti mig og mér
var tilkynnt lát bróður míns fagran
sunnudagsmorgun vestur í San Dí-
ego borg, átti ég erfítt með að gera
mér grein fyrir þeim raunveruleika
er fréttin flutti með sér. Það er
ekki fyrr en nú, er ég skrifa þessar
minningar á leið minni heim, að ég
sé, hvað er líkt með fráfalli míns
kæra bróður og þessum hljóðláta
morgni við Kyrrahafsströnd. Sú
hraða, harða, og miskunnarlausa
lífsbraut er hann hafði fetað sig
eftir var öll, og nýtt líf, jafn sak-
laust, fallegt og lofandi og þessi
kalíforníski morgunn, tekið við.
Og því var allt svo hljótt við helfregn þina,
sem hefði klökkur gígjustrenpr brostið.
Og enn veit ég margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
(Tómas Guðmundsson)
Ég man vel það kvöld í ágúst
fyrir yfir þijátíu árum, _er við bjugg-
um inni í Gnoðarvogi. Ég sat ásamt
foreldrum mínum inni í stofu, Stefý
systir var sofnuð og tvær frænkur
okkar, þær Jóna og Sigga Odds,
komnar í heimsókn. Stuttu seinna
þurfti mamma að fara í skyndi upp
á fæðingardeild. Ragnar bróðir var
á leiðinni í heiminn og var hann
fyrr á ferðinni en ráðgert hafði
verið. Þessi fæðing og skjótur að-
dragandi hennar var dæmigerð fyr-
ir þann kraft, það þor og þá fram-
takssemi sem einkenndi skapgerð
hans. Ragnar var oftast fyrstur til
athafna, yfirleitt mætti hann hik-
laust þeim þrautum er urðu á vegi
hans á lífsleiðinni og leysti þær með
glaðværð, skarpri hugsun og skjót-
um svörum. Snöggt og fýrirvaralít-
ið fráfall hans var ekki ósvipað því
lífshlaupi sem hann átti.
Á' þessari stundu minnumst við
Anna Lilja allra þeirra ánægju-
stunda sem við áttum með Ragn-
ari. Af einstökum atburðum ber
hátt þann dag er við heimsóttum
hann þegar hann dvaldist sumar-
langt við sveitastörf að Loftsölum,
þá tólf ára gamall. Hann fór með
okkur út í Dyrhólaey, þar sem hann
hafði eytt mörgum stundum við að
rannsaka og uppgötva margvíslega
leyndardóma þeirrar náttúruperlu.
Sú ferð og frábær fararstjóm verð-
ur lengi í minnum höfð og mun
ásamt smitandi hlátri þessa glað-
væra sveins halda mynd hans í
huga mér skýrri um ókomna fram-
tíð.
Ragnar lætur eftir sig dóttur,
Örnu Rut. Hún og hálfsystir henn-
ar, Jóna Björg, voru sólargeislar
hans, sem honum þótti mjög vænt
um. Ég sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til þeirra, ástkærra
foreldra, systra og annarra að-
standenda. Ég og fjölskylda mín
viljum þakka ástkærum vini fyrir
allar þær minningar sem hann skil-
ur eftir í hugum okkar. Megum við
öll finna þann styrk sem þarf til
að sigrast á sorg okkar.
Dáinn, horfínn! Harmafrep!
Hvílík frep mig dynur yfir!
En ég veit að látinn lifír.
Það er hugpn harmi gep.
(Jónas Hallpímsson)
Einar.
Mig langar með þessum fáu orð-
um að kveðja Ragnar, sem kvaddi
þennan heim svo skyndilega hinn
22. ágúst síðastliðinn.
Ég kynntist Ragnari fyrir nokkr-
um árum er hann hóf sambúð með
systur minni. Árið 1987 eignuðust
þau dóttur, litlu frænku mína, Örnu
Rut, en fyrjr átti systir mín dóttur
og gekk Ragnar hennni í föðurstað.
Fyrir tveimur árum slitu þau
samvistir, en Ragnar hafði reglu-
lega samband við mæðgurnar eftir
það.
Ragnar, þakka þér allar sam-
verustundimar.
Ég og fjölskylda mín sendum
foreldrum Ragnars, dóttur og öðr-
um aðstandendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi guð
styrkja þau í sinni sorg.
Gunnar Orn Arnarson.
Nú ævi er liðin eins mætasta manns,
sem mörpm var vinur og bróðir,
því sakna nú vinimir sárlega hans,
er sælla til flutti og betra lands,
og harmandi drúpa þeir hljóðir.
(Guðm. Sæmundsson.)
Þótt okkar ástkæri bróðir hafi
yfírgefið þetta líf, hefur hann ekki
kvatt okkur. Minning hans mun
ávallt fylgja okkur og vissan um
að hitta hann aftur, huggar okkur
á þessari erfiðu stund.
Við systkinin áttum margar eftir-
minnilegar stundir saman þar sem
margt var brallað. Einar bróðir
flaug fljótt úr hreiðrinu, eftir það
dekruðum við systurnar óspart við
Ragnar, því báðar vildum við eiga
hann. Margt kvöldið kom hann og
sagði okkur skemmtilegar sögur og
einnig voru bernskubrekin oft ritjuð
upp, þá var nú hlegið dátt. Við
þökkum Ragnari fyrir allar þær
stundir er við áttum saman, minn-
ingarnar um þær eru okkar dýr-
mætar.
Við nutum þess að kynnast
Ragnari þessi ár sem hann staldr-
aði við og það gerðu börnin okkar
líka þótt sá tími hafí ekki verið lang-
ur. Barnbetri mann er erfitt að
hugsa sér, það sýndu börnin best,
því þau elskuðu hann. Það var mik-
ið fjör hjá þeim þegar Ragnar
frændi kom í heimsókn. Þau skilja
ekki frekar en við af hveiju hann
þurfti að fara svona fljótt.
Ragnar átti sína ljósgeisla, þær
Örnu Rut dóttur sína og Jónu
Björgu hálfsystur hennar. Við biðj-
um að góður Guð styrki þær, okkar
ástkæru foreldra og alla þá er
syrgja Ragnar bróður.
Stefanía Maria og
Sigríður Jóna.