Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
43
Jóhanna Ágústs-
dóttir — Minning
Fædd 26. ágúst 1907
Dáin 23. ágúst 1993
Við systkinin viljum hér með ör-
fáum línum kveðja elskulega ömmu
okkar.
Amma, Jóhanna Ágústsdóttir,
var borin og barnfædd í Vest-
mannaeyjum, löngum kennd við
Kiðaberg. Hún hefði orðið 86 ára
26. ágúst daginn sem hún var kistu-
lögð. í Eyjum bjó hún lengstan
hluta ævi sinnar, en síðustu árin
bjuggu afi og amma í Garðabæ.
Fyrstu minningar um hana
ömmu tengjast óhjákvæmilega
Vestmannaeyjum og afa að sjálf-
sögðu, hvort kallar á hitt í minning-
unni. Hjá þeim áttum við barna-
börnin þess kost að dvelja langdvöl-
( um í fríum, í því ævintýralandi sem
Vestmannaeyjar voru í augum lítilla
barna frá höfuðborgarsvæðinu. Þær
I minningar tengjast líka skrítnum
farartækjum eins og DC-3-flugvél-
um og óttasleginni ömmu í móttök-
( unni á flugvellinum. Minningar
tengdar gamla Heijólfi og nætur-
siglingu frá Reykjavík til Eyja í
umsjón Sigga O.K. yfirvélstjóra um
borð, kunningja afa og ömmu. Þá
blasti ævintýraheimurinn við þegar
stigið var á land í Eyjum að morgni
og áhyggjufull amma á hafnar-
bakkanum og henni við hlið afí
sallarólegur að vanda.
Þegar þessi minningarbrot eru
rifjuð upp verður okkur ljóst að
amma hafði einstakt lag á okkur
barnabörnunum. Það var ekki síst
vegna þess að hún umgekkst okkur
eins og jafningja. Hún talaði okkar
mál, enda var iðulega einstaklega
i stutt í grínið hjá henni. Þeir voru
t.a.m. ekki ófáir brándararnir sem
hún kenndi okkur krökkunum eða
I þá gáturnar, vísurnar og tilsvörin
sem enn lifa í tungutaki fjölskyld-
unnar. Ég minnist einnig hve viljug
i hún var að segja okkur sögur fyrir
" háttinn. Það var að sjálfsögðu blað-
laust. Hún kunni ótal sögur, t.a.m.
söguna af Grámanni í Garðshorni.
Þá sögu gátum við fengið ömmu
til að segja kvöld eftir kvöld. Alltaf
var sagan jafn líflega borin á borð
fyrir lítil kríli sem, eins og öll böm,
bjuggu jafn harðan til myndir í
huganum af því sem fram fór í
sögunni. Margar af þeim myndum
sitja enn greyptar í huga okkar, svo
oft og svo leikrænt og líflega var
sagan framsett.
Á efri árum rifjaði hún oft upp
atvik fyrir okkur sem höfðu átt sér
stað í þessum heimsóknum okkar.
, Atvik sem við jafnvel höfðum
N gleymt. Þær minningar hennar voru
augljóslega tengdar söknuði til ár-
anna í Vestmannaeyjum.
Þegar afi veiktist mátti endur-
upplifa þá umhyggju og hlýju sem
við barnabörnin nutum á árum áður
( í faðmi ömmu. Afi hafði fengið
heilablóðfall og lamast að hluta til
og var því mikið til ósjálfbjarga
fyrstu mánuðina á eftir, og náði sér
í raun aldrei fullkomlega aftur. Þá
var aðdáunarvert að fylgjast með
henni daglega lesa fyrir hann helstu
fréttir dagblaðanna, hjálpa honum
að matast og yfirleitt að verða sjálf-
bjarga. Hún annaðist hann af alúð
og eljusemi allt þar til að hann lést
fyrir fjórum árum.
Söknuður ömmu við fráfall afa
var eðlilega mikill. Þar fóru tveir
einstaklingar sem voru einstaklega
samrýndir og háðir hvor öðrum,
hvor á sinn hátt, þrátt fyrir ólíkan
(j persónuleika. Oftlega talaði hún um
það hve sárt hún saknaði hans. Það
var hjartnæmur og einstaklega fal-
,j legur söknuður.
Síðustu 25 árin bjuggu afi og
amma í Garðabænum í um fimm
i mínútna göngufæri frá æskuheimili
okkar systkinanna. Þá urðu heim-
sóknimar enn tíðari. Oftlega röltum
við yfir í Arnarnesið þar sem að
sjálfsögðu eins og alltaf voru reidd-
ar fram rausnarlegar veitingar.
Eftir erfitt veikindastríð sem var-
að hefur sumarið, fór heilsu hennar
hrakandi. Oft á síðastliðnum vikum
stóð hún við dauðans dyr en náði
sér ávallt á strik á ný. Jafnvel þá
var oft ótrúlegt að fylgjast með því
hve stutt var í grínið og glettnina
hjá þeirri gömlu.
Við kveðjum ömmu með söknuði.
Baldur Ó. Svarsson, Nína
Björk Svavarsdóttir, Bryndís
Björk Svavarsdóttir.
Nú er tengdamóðir mín, hún Jó-
hanna látin, og langar mig að minn-
ast hennar nokkrum orðum.
Hún var dóttir hjónanna Ágústs
Benediktssonar (1875-1962) frá
Marteinstungu, Holtahreppi, Rang-
árvöllum, og Guðrúnar Hafliðadótt-
ur (1878-1937) frá Fjósum, Mýr-
dalshreppi, V.-Skaftafellssýslu, en
þau bjuggu allan sinn búskap í
Vestmannaeyjum, byggðu húsið
Kiðjaberg við Hásteinsveg, en þar
fæddist Jóhanna hinn 26. ágúst
árið 1907. Heimilið var dæmigert
eins og þá gerðist í Eyjum, heimilis-
faðirinn sjómaður fyrstu árin, tók
þá upp störf í landi tengd útvegi,
en gerðist síðar útgerðarmaður.
Daglegt líf í uppvextinum var því
tengt sjósókn, fiskveiðum og út-
gerð.
Við þessar aðstæður ólst Jóhanna
upp, varð snemma að taka til hend-
inni við dagleg störf ásamt systkin-
um sínum, þeim Sigríði, sem lést
árið 1961, Guðrúnu Ágústu (Lóu),
búsettri í Vestmannaeyjum, og
einkabróðurnum Jóhanni Óskari
Alexis, búsettum í Kópavogi. Jó-
hanna varð snemma ákaflega starf-
söm og harðdugleg innan heimilis
sem utan, enda lífsbaráttan oft
hörð á þessum árum.
Glaðværð og léttleiki einkenndi
systkinin frá Kiðjabergi, sem urðu
vinsæl meðal jafnaldra og sam-
ferðamanna. Söngvin voru þau
mjög, enda öll gædd ágætri söng-
rödd og áttu óvenju ríkulega söng-
gleði. 011 sungu þau systkin á þeim
gamla Vestmannakór og tóku þátt
í ýmiss konar uppákomum í bæjar-
lífínu, sjálfum sér og öðrum til upp-
lyftingar og skemmtunar.
Rúmlega tvítug kynntist Jóhanna
ungum manni, sem flust hafði til
Eyja frá Siglufirði, felldu þau hugi
saman, en árið 1931 gengu þau í
hjónaband. Þar steig Jóhanna áreið-
anlega sitt stóra gæfuspor í lífinu,
Fæddur 6. mars 1919
Dáinn 4. ágúst 1993
í örfáum orðum langar mig til
að kveðja indælan mann, Marinó
Þorbjörnsson, sem lést 4. þessa
mánaðar. Ég var kynnt fyrir hjón-
unum Marinó og Unu í fyrsta skipti
í janúar 1991. A þeim tíma var ég
búin að þekkja Marinó Albert Jóns-
son, sonarson og nafna hans, í rúm-
an mánuð. Hann hafði mikið talað
um afa sinn og ömmu og haft mörg
orð um það hversu rosalega góð
þau væru bæði. Marinó hlakkaði
mikið til að kynna mig fyrir þeim
og ég hlakkaði svo sannarlega mik-
ið til að hitta þau vegna allra góðu
lýsinganna.
Ég varð alls ekki fyrir vonbrigð-
um því að þau tóku á móti mér
með opnum hug og Marinó bauð
mér meira að segja að kalla sig afa
eftir fyrstu heimsóknina. Ég dáðist
að því hvað maðurinn var jákvæður
og skemmtilegur. Það kom mér líka
skemmtilega á óvart að hann var
ekkert fíþminn við að sýna tilfinn-
ingar sínar, því þegar við vorum
því að hjónaband þeirra varð afar
farsælt, urðu mjög samstillt,
styrktu hvort annað og má segja
að hvorugs væri getið, nema hitt
væri nefnt, og bera þessi orð áreið-
anlega glögg merki þess. Fannst
mér hjónaband þeirra bera glögg
merki léttleika og glaðværðar hús-
móðurinnar, yfírvegunar og ná-
kvæmni húsbóndans. Starfaði Bald-
ur starfsævi alla við Útvegsbanka
íslands hf., vann í fyrstu öll almenn
störf, en var með árunum falin
meiri ábyrgð, uns hann tók við
stöðu bankastjóra. Hann varð af-
skaplega vinsæll og vel látinn jafnt
af starfsfólki sem viðskiptamönn-
um, vann bankanum vel og varð
farsæll í starfí.
Fyrstu árin stóð heimili Jóhönnu
og Baldurs á Borg, og voru þau
gjarnan kennd við það hús. Síðar
keyptu þau Ásaveg 5, en er Baldur
varð bankastjóri þeirra Eyjamanna,
fluttust þau í nýbyggingu Útvegs-
bankans við Kirkjuveg. Þau eignuð-
ust þrjú börn, Harald, sem er fædd-
ur 1932, útibússtjóri íslandsbanka
í Kópavogi, kvæntur Gyðu Guð-
mundsdóttur; Birnu sem er fædd
1933, húsmóðir í Garðabæ, gift
undirrituðum; og Lilju Hönnu, sem
er fædd 1944, gift Atla Aðalsteins-
syni, búsett í Vestmannaeyjum.
Aður hafði Jóhanna eignast Guð-
rúnu Ágústu, sem býr í Eyjum. Hún
var gift Hjálmari Eiðssyni, sem lést
á sl. ári. Gekk Baldur henni í föður-
stað og ól hana upp sem eigin dótt-
ur.
Jóhanna eignaðist sjö barnaböm,
og barnabörnin voru orðin 12, er
hún féll frá.
Jóhönnu kynntist ég 1956, er ég
tók að venja komur mínar til Eyja.
Minnist ég glöggt hve vel og elsku-
lega mér var tekið, enda umgerðin
ákjósanleg, sjálf Þjóðhátíðin í Heij-
ólfsdal. Stóð Jóhanna í stafni hús-
að fara þá tók hann létt utan um
mig og sagði: „Blessuð, vina mín,
og láttu sjá þig sem oftast.“ Svo
bætti hann við með glettni í augun-
um: „Og þú þarft ekkert endilega
að hafa hann Marinó með!“ Með
þessum orðum var hann að segja
manni að maður væri alltaf velkom-
inn og það lýsti honum vel.
Öðru hvoru litum við Marinó Al-
bert irin á Lækjargötunni og þá var
alltaf eitthvert góðgæti sem þau
buðu uppá. í apríl 1991 fengum við
Marinó að gista á efri hæðinni á
Lækjargötunni á meðan á próflestri
stóð í páskafríinu. Þetta var góður
tími og okkur leið vel hjá þeim.
Þegar ég var þarna tók ég eftir því
hvað Una og Marinó voru samrýnd
og virtust vera góðir félagar. Ég
hafði orð á því við Marinó Albert
að ég óskaði þess að við gætum
orðið eins og þau á okkar eldri
árum.
Með þessum orðum kveð ég
Marinó Þorbjörnsson og ég votta
Unu og öllum sem þekktu Marinó
mína dýpstu samúð.
Ingibjörg Kristín.
tjalds ijölskyldunnar, útdeildi hefð-
bundnum þjóðhátíðarveitingum af
mikilli rausn, milli þess sem hún
leiddi almennan söng, en lék sjálf
undir af fingrum fram á gítarinn
sinn. Slíkar trakteringar í þessari
sérstöku umgerð voru dreng úr
Reykjavík óvæntar og auðvitað
framandi, en minningin lifir svo
sannarlega. Síðar átti ég því láni
að fagna að dveljast oftsinnis á
heimili Jóhönnu og Baldurs í Eyjum
óg sé ég hana fyrst og fremst fyrir
mér sem rausnarlegu Eyjakonuna,
sem tók mér svo vel.
Vegna starfs Baldurs var heil-
mikill erill á heimili þeirra. Bæði
voru þau ákaflega gestrisin, rausn-
arleg og mannblendin og því mikill
gestagangur á heimili þeirra, bæði
af heima- og aðkomumönnum. Jó-
hanna fann alltaf tíma til alls, með-
fæddur dugnaður og eljusemi nýtt-
ist henni fullkomlega. Hún lét sér
annt um uppeldi barnanna, og lagði
sig mjög fram um að kenna þeim
hina bestu siði, gerði miklar kröfur
til barna sinna en hlífði sjálfri sér
síst. Er barnabörn og síðar barna-
barnabörn litu dagsins ljós, fylgdist
hún glöggt með þeim, og ekki fór
framhjá neinum hve mjög hún bar
velferð þeirra fyrir brjósti.
Eins og ég sé Jóhönnu fyrir
mér, var hún fyrst og fremst. hús-
móðir, í bestu merkingu þess orðs.
Hún hélt fullkominni reglu í sínum
húsum, allt hreint og snyrtilegt,
hver híutur á sínum stað. Sérstak-
lega lagði hún sig fram við matseld
alla, var snilldarkokkur, ef svo má
segja, gerði hinn besta mat með
sínu eigin, sérstaka bragði og skil-
aði þeirri kunnáttu óspart til barna
sinna. í dag eru þau mörg heimilin,
sem fá að njóta hins sérstaka
bragðs hennar Jóhönnu.
Þrátt fyrir eril og önn dagsins,
var ætíð stutt í glaðværðina hjá
henni tengdamóður minni. Við
minnumst hressilegs gleðihláturs,
sem fyllti heimilið og eins er hún
kastaði frá sér verkinu, sem hún
var að vinna, greip gítarinn og söng
af hjartans lyst, til að létta sér lund
og lífga upp á tilveruna. Jóhanna
var ör í skapi, ákaflega fljót að
gleðjast og eins að daprast ef svo
bar undir, en aldrei leið á löngu þar
til hún tók gleði sína aftur. Hún
var margrar gæfu aðnjótandi í lífinu
og fékk að njóta margs, sem ekki
var öllum gefíð á þeim tímum. Þau
Baldur ferðuðust heilmikið erlendis,
löngu áður en slíkar ferðir urðu
almennar. Hún átti alltaf fallegt
heimili, átti heiðursmann að lífs-
förunaut og börn, sem stóðu undir
væntingum uppeldisins. Hún kynnt-
ist ijölda manns vegna starfs eigin-
mannsins, var hvarvetna aufúsu-
gestur og naut sín einkar vel í fjöl-
menni á góðum stundum, þar sem
meðfædd lífsgleði Jóhönnu og létt
skap hreif aðra með. Hún var
heilsugóð lengst af, alyeg fram yfir
áttrætt.
Árið 1968 verða þáttaskil í lífi
Jóhönnu, er þau fluttust í Garðabæ,
eftir 37 ára starf Baldurs við bank-
ann í Eyjum, en hann tók nú við
stjórn útibús bankans í Kópavogi,
við stofnun þess. Nú voru þau orð-
in nágrannar okkar og samskiptin
urðu auðvitað nánari og tíðari.
Ekki varð séð að vistaskiptin
breyttu miklu. Þau samlöguðust
nýja umhverfinu á ótrúlega skömm-
um tíma, eignuðust nú ennþá fleiri
vini og kunningja. Ský dró fyrir
sólu árið 1974, er Baldur varð fyrir
alvarlegum hjartaáföllum, sem urðu
þess valdandi að hann varð að láta
af ævistarfí sínu, eftir 43 ár í Út-
vegsbankanum. Við þessar erfiðu
aðstæður kom meðfæddur dugnað-
ur og ákveðni Jóhönnu enn betur í
ljós. Umhyggja og stuðningur henn-
ar ásamt samheldninni varð til þess
að Baldur náði viðunandi heilsu á
ný. Við, sem hjá stóðum, lærðum
mikið af því hve ótrúlegum árangri
má ná með einstökum dugnaði við
erfiðar aðstæður.
Seinustu árin bjuggu Jóhanna
og Baldur að Boðahlein 20,
Garðabæ, í eigin húsi, en í skjóli
D.A.S. Baldur andaðist í árslok
1988, og varð fráfall hans Jóhönnu
mikið áfall. En hún vildi búa áfram
í eigin húsi og náði sér allvel, þótt
hár aldur hafi háð henni allra sein-
ast. Viljum við færa sérstakar þakk-
ir til starfsfólks D.A.S. fyrir fram-
úrskarandi þjónustu, sem þessi
stórmerku samtök veita skjólstæð-
ingum sínum, en Jóhanna bar mik-
inn hlýhug til þeirra.
Seinustu mánuðina dvaldist Jó-
hanna á St. Jósepsspítala, Hafnar-
fírði, naut alúðar og elskulegheita
lækna og hjúkrunarfólks. Fyrir
þetta vilja aðstandendur þakka af
sérstökum hlýhug.
Að leiðarlokum vil ég kveðja Jó-
hönnu Ágústsdóttur hinstu kveðju.
Hennar er sárt saknað, en ég er
þakklátur fýrir það, sem ég náði
að læra af henni, þakklátur fyrir
endurminningarnar, sem eru mér
afar kærar og veit að hún kvaddi
sátt við alla.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Ágústsdóttur. Megi hið eilífa ljós
lýsa henni á nýjum vegum.
Svavar Davíðssor
Kælir/ frystir Ltr. h. b. d. stgr.verð
140 85 50 60 25.900,-
225 123 55 55 36.900,-
230 139 55 60 38.400,-
321 163 60 60 51.900,-
370 180 60 60 71.900,-
Frystiskápar: 120 85 50 60 33.300,-
210 122 55 60 36.400,-
290 150 60 60 51.900,-
[•]
KJÖLUR hf.
Ármúla 30
Símar 678890 - 678891
Marinó Þorbjöms-
son — Minning