Morgunblaðið - 31.08.1993, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1993
íslendingar hafa aðgang að upplýsingakerfinu INFOTERRA
Þátttaka getur skapað
mikla möguleika
ÍSLENDINGAR gætu haft mikið gagn af upplýsingakerfinu IN-
FOTERRA sem miðlar upplýsingum varðandi umhverfisóhöpp og
umhverfismál. Upplýsingaþjónusta Háskóla íslands hefur annast
milligöngu við INFOTERRA og fyrirspurnir hafa verið gerðar frá
Islandi og fyrirspurnir borist hingað. Innan skamms munu íslenskir
aðilar og stofnanir með þekkingu og tækni sem tengist umhverfismál-
um fá tækifæri til að skrá sig inn í upplýsingakerfi INFOTERRA.
INFOTERRA kynnt
FRÁ blaðamannafundi Utanríkisráðuneytisins þar sem INFOTERRA
var kynnt. F.v. Jón Erlendsson forstöðumaður Upplýsingaþjónustu
Háskólans, Mik Magnússon, upplýsingafulltrúi INFOTERRA, Magnús
Jóhannesson ráðuneytissljóri Umhverfismálaráðuneytis, Þórir Ibsen
deildarstjóri og Sigurður Á Þráinsson upplýsingafulltrúi.
INFOTERRA er alþjóðlegt upp-
lýsingakerfi sem veitir aðgang að
upplýsingum um stofnanir og fyrir-
^æki sem hafa tækni og tæki til
að takast á við umhverfisóhöpp.
Umhverfisráðuneyti íslands
tengist INFOTERRA gegn um
Umhverfisvemdastofnun Samein-
uðuþjóðana, UNEP. Á blaðamanna-
-fundi sem Umhverfisráðuneytið
efndi til kom fram að samskipti
íslands við INFOTERRA hafa þeg-
ar skilað árangri. Með þátttökunni
tengjast íslendingar í alþjóðastarfi
varðandi umhverfismál, mögulegt
er að komast í samband við aðila
og stofnanir sem hafa þekkingu á
hvernig bregðast skuli við umhverf-
isóhöppum og eins gefa fyrirspum-
ir erlendis frá íslenskum aðilum
kost á að kynna þekkingu sína og
tækni. Um þessar mundir er mikl-
um fjármunum varið til umhverfis-
mála víða um heim og skapar þessi
þjónusta því mikla möguleika fyrir
aðila og stofnanir sem hafa yfir
þekkingu og tækni að ráða varð-
andi umhverfismál.
24 þús. fyrirspurnir
INFOTERRA var stofnað árið
1975 í framhaldi af ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna um umhverfi
mannsins sem haldin var í Stokk-
hólum árið 1972. 155 þjóðlönd taka
nú þátt í starfsemi INFOTERRA,
starfseminni er stjórnað frá 11
svæðisstöðvum en höfuðstöðvarnar
eru í Nairobi í Kenýa. Á hvetju ári
berast meira en 24 þúsund fyrir-
spurnir til stofnunarinnar um um-
hverfismál.
í gagnabanka INFOTERRA eru
skráðir yfir 6.000 aðilar sem veitt
geta upplýsingar á svið umhverfis-
mála. Mikill hluti þeirra eru hvers-
kyns rannsónkarstofnanir. Hlut-
verk INFOTERRA er fyrst og
fremst að benda á aðila og stofanir
er starfa á því sviði sem spurst er
fyrir um og veitt geta upplýsingam-
ar. Uppi eru hugmyndir um að efla
til muna á komandi árum upplýs-
ingamiðlun um tæki og tækni til
umhverfisverndar sem boðin er á
almennum markaði.
Odýr og vænleg leið
Mik Magnússon, sem er upplýs-
ingafulltrúi INFOTERRA, sagði á
blaðamannafundinum að skráning
í gagnabankann væri ódýr og væn-
leg leið til að markaðssetja á al-
þjóðagrundvelli þekkingu og tækni,
sem liti að umhverfismálum.
Jón Erlendsson hjá Upplýsinga-
þjónustu Háskólans sagði að hver
fyrirspurn til INFOTERRA kostaði
frá 5 til 15 þúsund krónur en upp-
lýsingar sem leitað væri eftir væru
að sjálfsögðu misjanfnlega kostnað-
arsamar. Sagði hann að upplýs-
ingar úr skýrslum sem þegar hefðu
verið gerðar gætu verið mjög ódýr-
ar en sérfræðiþjónusta væri að öllu
jöfnu dýr. Hann lagði áherslu á að
yfirleitt væri miklu ódýrara að leit
_ Ólafsvík.
ÓVENJU annasamt var hjá lög-
reglunni í Ólafsvík um helgina.
Nokkuð bar á skemmdarverk-
um og auk þess var brotist inn
í sundlaug staðarins.
Nokkur ungmenni höfðu fengið
sér sundsprett í sundlaug Ólafs-
víkur auk þess að synda höfðu þau
með sér þrjú þúsund krónur í pen-
ingum. Ungmennin skyldu eftir
sig nærfatnað í lauginni þannig
að það þurfti að tæma sundlaugina
daginn eftir og þrífa eftir þessa
sundgarpa. Umgengnin var væg-
ast sagt slæm er sundlaugarvörður
mætti á staðinn eftir þetta nætur-
upplýsingar varðandi vandamál en
reyna að þróa aðferðir heimafyrir
til að finna lausn. Jón sagði að inn-
an skamms gæfist íslenskum aðil-
um kostur á að skrá sig og skapað-
ist þar gott tækifæri fyrir þá sem
hefðu þekkingu eða tækni sem nýst
gæti erlendis í sambandi við um-
hverfismál.
ævintýri ungmennanna. Að sögn
lögreglunnar er málið upplýst.
Á laugardagskvöldið voru unnar
nokkrar skemmdir á þremur bíl-
um. Einn þeirra er rúta Pláhnet-
unnar en hljómsveitin lék fyrir
dansi um kvöldið en rannsókn
þessara skemmdaverka er ekki
lokið. Nokkrir ungir menn reyndu
að sanna karlmennsku sína með
því að beija hver á öðrum. Engir
alvarlegir áverkar hlutust af þess-
um mannalátum ungu mannanna.
Óvenju fjölmennt var á dansleikn-
um enda lokaball sumarsins.
- Alfons.
----♦ ♦ ♦---
Merkjasala
Hjálpræðis-
hersins
HINIR árlegu merkjasöludagar
Hjálpræðishersins á íslandi
verða að þessu sinni frá mið-
vikudeginum 1. til föstudagsins
3. september.
Merkjasala Hjálpræðishersins
er þýðingarmikil . fjáröflunarleið
fyrir starf hans hér á landi. Tekjur
af merkjasölunni eru einkum not-
aðar til að fjármagna barna- og
unglingastarfíð sem nú er að hefj-
ast að afloknu sumarfríi.
Merkið, sem er hringlaga límm-
iði með áprentuðu blómi, verður
selt á götum Reykjavíkur og Akur-
eyrar, og einnig verður víða selt
í húsum. Verðið er hið sama og
undanfarin ár, 100 kr.
Kringlukráin
Lifandi
tónlist
SÖNGKONAN Margrét Eir
heldur tónleika í Kringlu-
kránni í kvöld, þriðjudaginn
31. ágúst, en hún er nýkom-
in að utan. Henni til aðstoð-
ar verður Ari Einarsson.
Margrét Eir og Ari hafa
áður komið fram á Kringlu-
kránni en tónleikarnir í kvöld
hefjast kl. 22 stundvíslega.
Morgunblaðið/Ámi Heigason
Eldri borgarar til Vestfjarða
AFTANSKIN heitir félagsskapur eldri borgara í Stykkishólmi og hefur
hann starfað í nokkur ár og hefur boðið upp á fjölbreytt félagsstarf.
Nýverið fóru Aftanskinsfélagar í árlega skemmtiferð. Nú var farið með
Baldri yfir Breiðafjörðinn og heimsóttir sunnanverðir Vestifírðir. Þetta
var tveggja daga ferð. Þátttakendur í ferðinni voru 34 félagar. Formað-
ur Aftanskins er Kristín Bjömsdóttir og var hún fararstjóri í þessari ferð.
- Árni.
II
JONS PETURS 09 KORU
BOLHOLTI6 REYKJAVIK
s. 91-36645 og 685045
fax 91-683545
Samkvæmisdansar': standard og suðun-amerískir
Gömludansarnir - Tjútt
Barnadansar (yngst 4 ára)
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Allir aldurshópar velkomnir:
Barnahópar - Unglingahópar - Fullorðinshópar
(einstaklingar, pör og hjón)
Kennsla á landsbyggðinni auglýst síðar
Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Fiölskylduafsláttur
Systkknaafsláttur
SPOR I RETTA ATT!
INNMTUN í SÍMUM: 36645 og 685045
ALLADACA 1.-8. sept. kl. 12-19
KENNSLA HEFST
10. sept. 1993
Skírteini afhent í Bolholti 6:
fimmtudaginn 9. sept. kl. 14-21
Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar
Faglærðir danskennarar - betri kennsla
FÍD Félag islenskra Danskennara - DÍ Dansráð íslands
RAÐGREIÐSLUR
Órói í Ólafsvík