Morgunblaðið - 31.08.1993, Síða 56
Umdeilt atvik er bíll valt í aksturskeppni
boði í ísfisktogarana
TVEIR erlendir aðilar hafa sýnt því áhuga að kaupa ísfisktogar-
ana Fisherman og Rex, sem áður hétu Hjörleifur og Arnar og eru
í eigu Skagstrendings hf. á Skagaströnd. Eiga forsvarsmenn fyrir-
tækisins von á tilboði í togarana í dag. Togararnir voru úreltir
þegar Skagstrendingur keypti frystitogarann Arnar og hafa leg-
ið við bryggju síðan.
Aðilar frá Namibíu hafa lýst
áhuga á því að kaupa skipin eða
taka þau á kaupleigu og gera þau
Mikill misbrestur á að nýlegum lögum um gæðamál í sjávarútvegi sé fylgt
Um 1.000 skip og bátar
hafa ekki vinnsluleyfi
út í Namibíu. Mikið framboð er
af togurum til sölu um allan heim
og hátt í tíu skip eru til sölu á
móti hveijum einum kaupanda.
„Það hafa komið inn í þetta
miíliliðir, þýskir og svissneskir,
sem hafa lýst yfir vilja sínum til
að kaupa skipin og gera þau út í
Namibíu. En það koma hingað
Namibíumenn í september til að
skoða skipin og þá er hugsanlegt
að samið verði um kaup eða kaup-
leigu,“ sagði Sveinn Ingólfsson,
framkvæmdastjóri Skagstrend-
ings.
Þá hafa aðilar frá Nýja Sjálandi
verið á landinu og skoðað togar-
ana.
BIFREIÐ Kristínar á hvolfi eftir veltuna. Á innfelldu myndinni
er Kristín vonsvikin eftir að ljóst var að hún var úr leik.
Meistarinn kærði
keppinautana
„ÉG lít svo á að ég hafi verið beitt órétti í úrslitunum, klemmd
milli tveggja andstæðinga stuttu eftir ræsingu, þegar bílarnir
voru komnir af stað. Ég get alveg unað því að tapa, en ekki á
þennan hátt. Ég lít á akstursmáta þeirra sem brot og finnst þetta
óíþróttamannsleg framkoma," sagði Kristín Birna Garðarsdóttir,
núverandi Islandsmeistari í rally cross.
Hún kærði úrslit í keppni á bílnum þegar hún reyndi að kom-
sunnudaginn, þar sem hún taldi
tvo af helstu andstæðingum sín-
um í keppni um íslandsmeistara-
titilinn hafa vísvitandi klemmt bíl
hennar á milli sín. Kristín lenti
fyrir vikið aftarlega og velti síðan
ast fram úr keppinautunum. Tap-
ar hún þar með titlinum ef úrslit-
in standa, en Landssamband ís-
lenskra akstursíþróttamanna er
að skoða kæru hennar. Elías Pét-
ursson vann keppnina, en hann
og Kristín voru jöfn að stigum til
meistara þegar hún hófst.
„Þetta voru ekki samantekin
ráð, eins og hún lætur í veðri
vaka. Ég viðurkenni að ég klapp-
aði bíl hennar lítillega eftir ræs-
ingu, en þetta er það sem gengur
og gerist í svona keppni. Eg tók
bara mína aksturslínu eftir að ég
komst fram fyrir hana. Þetta set-
ur bara leiðindasvip á íslandsmót-
ið, eins og allar kærur,“ sagði
Elías í samtali við Morgunblaðið.
Skagstrendingur á
von á erlendu til-
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Meistarinn á hvolfi
Metúrkoma
á Öræfajökli
VETRARÁKOMA á Öræfajökul mældist 7.000 millimetrar í vatns-
jafngildi í sumar, og er það mun meiri úrkoma en áður hefur
mælst á jöklinum. Veiyulega er ársúrkoman þar kringum 4.000
millimetrar. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir eðlilegt að
meiri úrkoma sé á jöklum en annars staðar — jafnvel tífalt meira
en í næsta nágrenni.
Starfsmenn Raunvísindastofnun-
ar Háskólans mældu á dögunum
þykkt ákomulagsins á Öræfajökli.
Var borkjarninn rúmir 12 metrar,
sem jafngildir um 7.000 millimetr-
um af vatni, að sögn Helga Björns-
sonar, jöklafræðings. Þetta er miklu
meiri úrkoma en menn áttu von á.
Til samanburðar má geta þess
að úrkoma á Kvískeijum, næstu
veðurathugunarstöð við Öræfajök-
ul, er að jafnaði kringum 3.300
millimetrar, að sögn Trausta Jóns-
sonar. Trausti sagði að sér kæmi
þó ekki á óvart þótt hún ætti eftir
að reynast verða yfir 4.000 milli-
metrar nú, þegar tölur hafi verið
teknar saman.
Kuldi á jöklum þéttir rakann
Ástæðu þess að mun meira rigndi
á jöklum en annars staðar sagði
Trausti vera þá, að þegar loft
streymdi að og upp á jökulinn kóln-
aði það og missti raka. Kalt loft
gæti ekki haldið í sér jafnmiklum
raka og heitt, og því skipti engum
togum að rakinn losnaði.
Sem dæmi um mikinn úrkomu-
mun á jökli og á láglendi nefndi
Trausti mælingar Odds Sigurðsson-
ar hjá Orkustofnun á úrkomu á
Hofsjökli. Þar hafi mælst hátt í
6.000 millimetra ársúrkoma, sem
er tífalt meira en á láglendinu norð-
an við jökulinn.
Eiga á hættu að vera svipt veiðileyfum sínum fyrir vikið
MIKILL misbrestur er á því að útgerðarmenn fylgi lögum frá í fyrra
sem miða að því að auka gæði þess afla sem berst að landi. Þannig
var úthlutað fyrir næsta kvótaár tæplega 2.500 veiðileyfum en um
1.000 skip og bátar hafa ekki tilskilið vinnsluleyfi. Sökum þessa eiga
viðkomandi það á hættu að vera sviptir veiðileyfum sínum.
í lögum nr. 93/1992 segir m.a.
að skip sem hafa leyfi til veiða í
atvinnuskyni skuli hafa tölusett
vinnsluleyfi til staðfestingar því að
fullnægt sé settum skilyrðum. Eitt
af frumskilyrðum vinnsluleyfis er
síðan að viðkomandi hafi samning
við viðurkennda skoðunarstofu en
^-SÍfkan samning hafa aðeins um
1.500 veiðileyfahafar af tæplega
2.500. Vinnsluleyfinu sem hér um
ræðir er ætlað að koma í staðinn
fyrir hæfnisvottorðið sem Ríkismat
sjávarafurða gaf út fyrr á árum.
Ýtt á eftir málinu í sumar
—*»■ Halldór Zoéga, deildarstjóri hjá
Fiskistofu, segir að í einhveijum
tilvikum sé um að ræða skip eða
báta sem ekki eru gerð út en kvóti
þeirra hins vegar leigður öðrum
útgerðum. Samt sem áður skipta
skip o g bátar sem hafa ekki vinnslu-
leyfi nokkrum hundruðum og það
ætlar Fiskistofa sér að lagfæra.
„Við höfum verið í samvinnu við
bæði LÍÚ og Landssamband smá-
bátaeigenda í sumar vegna þessa
máls og þessi samtök hafa ýtt á
félagsmenn sína að framfylgja lög-
unum en árangurinn er því miður
ekki betri en þessar tölur segja til
um,“ segir Halldór. „Lögin sem hér
um ræðir voru sett til að herða á
kröfum um gæði þess afla sem
berst að landi enda er það eina leið-
in í dag til að auka andvirði hans.“
Viðurlög gegn brotum á lögunum
kveða á um að hægt sé að beita
Klárir í slaginn
Skagamenn urðu bikarmeist-
arar í knattspyrnu á sunnudaginn
er þeir unnu Keflvíkinga 2:1.
Leikmennirnir höfðu ákveðið að
láta krúnuraka sig allir sem einn
ef þeir ynnu og voru höfð snör
handtök í búningsklefanum eftir
leikinn. Hér má sjá Harald Hin-
riksson svipta lokkunum af Alex-
ander Högnasyni. Skagamenn eru
vígalegir mjög með nýju klipping-
una og tilbúnir í slaginn gegn
albanska liðinu Partisan í Evrópu-
keppninni annað kvöld.
Sjá nánar í íþróttablaði.
sektum og jafnvel varðhaldi. Hins
vegar er svipting veiðileyfis helsta
refsingin og segir Halldór að Fiski-
stofa sé reiðubúin að beita þeirri
refsingu til að fá útgerðarmenn til
að framfylgja lögunum.
Morgunblaðið/Friðþjöfur
Hlutafélag á Kýpur
. Skagstrendingur stofnaði hluta-
félag á Kýpur um rekstur togar-
anna. „Það má ekki hafa skipin í
íslenskri skipaskrá eftir að þau eru
úrelt. Það er auðvitað alrangt því
ef skipin yrðu t.d. gerð út í úthafs-
karfaveiðar þá er hugsanlegt að
úthlutaður kvóti rynni til skipa
undir Kýpurfána," sagði Sveinn.
Uppsett verð fyrir Hjörleif er
tæpar 29 milljónir kr. og um 72
milljónir kr. fyrir Arnar.
FRÁ 1. september 1993
hækkar áskriftarverð blaðs-
ins úr kr. 1200 í kr. 1228.
Að viðbættum virðisauka-
skatti breytist því áskriftar-
verðið úr kr. 1368 í kr. 1400.