Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 17

Morgunblaðið - 05.09.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.1 SEPTEMBER' 1993 1T Aðalsteinn Aðalsteinsson, í veiðijakka úr hreindýraskinni, við Jökuldalsá. neins að bændur sitji heima í sín- um eldhúskróki og skammist um að enginn vilji gera neitt fyrir þá. Það er vissulega gömul hefð að betlarar rétti fram skálina sína til þess að fá í hana en mér finnst þeir orðnir fullmargir í dag sem láta sér nægja að rétta fram skál- ina og ætlast til þess að einhver skammti þeim graut. Þeir eru hins vegar að verða alltof fáir sem eru tilbúnir til þess að elda grautinn sjálfir. Menn vilja fá sína ölmusu, annað hvort frá Steingrími eða Davíð. Þeir eiga að rétta okkur eitthvað án þess að við höfum fyr- ir því. Þetta er hugsunarháttur hnignandi þjóðfélags. Mér hefur alltaf verið illa við það þegar farið er að tönnlast á því hvað þeir ætli að gera. Mér finnst að fyrst komi að því hvað ég, eða við, ætl- um að gera. - Hreindýrin eru þér nákomin og gamalkunnug, er það ekki? Jú, ég byijaði mjög snemma á hreindýraveiðum eftir að þær urðu leyfilegar, einhvern tíma fyrir 1950. Ég hef átt meiri og minni samleið með hreindýrunum síðan. Það hefur reyndar aukist því ég er starfsmaður hjá hreindýraráði og sé um það helsta í þeirri starf- semi. Það er hægt að hafa tekjur af þessum dýrum. Lengi vel voru þau nú fyrst og fremst veidd til þess að borða þau og voru mjög gott búsílag. Eftir að menn fóru að hafa of mikið að borða hefur verið reynt að nýta þau á fleiri vegu og þau geta orðið margvísleg söluvara. Þetta er auðlind að vissu leyti en til þess að svo megi vera verðum við að fá einhveija utan þessa fjórðungs til þess að koma og kaupa það sem við höfum upp á að bjóða. Þannig gagnast þetta heildinni. Bæði hér á landi og ekki síður erlendis er til fólk sem á svo mikla peninga að það veit ekkert hvað það á við þá að gera og ég vil selja því fólki veiðileyfi til hags- bóta fyrir fjórðunginn. Sem starfs- maður hreindýraráðs hef ég veiði- leyfi til sölu og hér á svæðinu höfum við þaulreynda eftirlits- menn með veiðunum því 'það er ekki hægt að hleypa hveijum sem er á hreindýraveiðar. - Hvað segirðu um dýravernd- unarsjónarmið? Eiga hreindýrin ekki rétt á að fá að lifa? Um dýravemdunarsjónarmið er það að segja að þessi dýr lifa á landinu og þess vegna verðum við að takmarka þennan stofn við það sem hagstæðast er. Við verðum að ná fram hámarksnýtingu án þess að gangi á gróður landsins. Hreindýrastofninn má alls ekki ganga fram af sínum eigin kjarn- gróðri. Ef stofninn á einu svæði verður of stór færir hann sig yfir á annað svæði. Þá eru dýrin of stuttan tíma á sumarbeitinni og færa sig of fljótt yfir á það sem ætti að vera vetrarbeit. Það endar í bætiefnaskorti hjá þeim og hor- felli. Hins vegar hefur enginn sjúk- dómur fundist í hreindýrum á ís- landi og þau hafa einungis fallið þegar þau hafa orðið of mörg. Á sínum tíma voru hreindýr á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum. I æsku var mér kennt það að menn hefðu skotið öll þessi dýr og étið þau. En eftir því sem ég hef elst og ég held að ég hljóti að vitkast með aldrinum, verð ég sannfærðari um að þeir stofnar hafi fallið fyrir offjölgun. Veiðiskapur var of lítill. Verði dýrin of mörg er voðinn vís, bæði fyrir landið og stofninn sjálf- an. Þetta hefur gerst erlendis og það virðist reyndar vera þannig með flest villt dýr og fugla að þeim fjölgar stanslaust þegar kjörgróður er í hámarki en þegar fjöldinn er orðinn svo mikill að þessi gróður klárast þá hrapar stofninn. Fléttu- gróðurinn sem hreindýrin þurfa getur verið tuttugu til tuttugu og fimm ár að jafna sig ef hann minnkar of mikið. - Er þetta ekki svipað með ijúpuna? Jú, það er mjög hliðstætt. Það er líka annað sem er athyglisvert í sambandi við hana. Síðan hrein- dýrunum fjölgaði hefur íjúpan aldrei komist í hámark á helstu hreindýrasvæðunum. Ég held að hún nái sér ekki upp vegna þess að hún lifi á svipuðum kjörgróðri og hreindýrin. Það er sama bragð af hreindýrakjöti og íjúpnakjöti sem þýðir að þessar tegundir hljóta að lifa á um það bil því sama. Bragð af kjöti fer alltaf eftir fóðrinu. og það er ekki meira lagt í það en svo að við lendum aldrei í vanda. Eini lagerinn er leðrið sem ég læt súta og það kaupa konurn- ar síðan af mér. Þær fá svo sinn hagnað af fullunninni vöru. - Eiginlega mætti frekar segja að þetta séu samtök en fyrirtæki. Já, í rauninni eru þetta samtök. Þessi samtök eru þannig upp byggð að ég gaf öllum í minni sveit kost á þátttöku. Þær konur sem sýndu áhuga hafa náð tökum á þessu og skyndilega nýtast þar hæfileikar sem áður varð lítið vart við. - Hvernig stendur á því að þú leikur svona stórt hlutverk í þessu? Af hveiju er engin samkeppni? Getur ekki hver sem er staðið upp og sagt: það er ég sem er að gera þetta? Það hefur enginn viljað vera í þessu. Sennilega hefur engum sýnst að í þessu væri nokkur hagn- aður. Ef þetta heldur hins vegar áfram að ganga býst ég við að fljótlega fari að koma að því að einhver standi upp og segi: Nú get ég. Ég hef alltaf haft uppá- hald á sögunni um Kólumbus og eggið. Það var enginn vandi að láta eggið standa á borðinu með því að slá sléttan flöt á það. Hins vegar þurfti einhver að láta sér detta það í hug. Það er ekkert erfitt að gera svona lagað en það vefst fyrir mönnum að hrinda því í framkvæmd. - Þú hefur varla nokkurt einkaleyfí á að nýta þá auðlind sem liggur í hreindýrsskinnum? Nei, ég hef ekkert einkaleyfi á því en ég hafði áhugann og viljann til að gera eitthvað. Það er kannski vegna þess að mér finnst ekki til ! frd núðjiun jepteniber fní velur um 2 til 2 nætm Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum eru 15 manns eöa fleiri. 40.000 kr. spamaöur fyrir 20 manna hóp. lu • stgr- á manninn í tvíbýli í 2 nætur og 3 daga á Seldndia. * Brottfarir á fimmtu-, föstu- og laugardögum. Heimflug á sunnu-, mánu- og þriöjudögum. Perudanskt andrúmsloft, dönsk matargerð, alþjóðleg matargerð, mjög góðir veitingastaðir, krár, kafRhús, skemmti- í Kaupmannahöfn bjóöum við gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: Absalon, Selandia, staðir, næturklúbbar. Öflugt tónlistar- og leikhúslíf, ópera, ballett, jass. Stór vöruhús og vérslunargötur, vörugæði, kjarakaup. Góð söfn. Islendingaslóðir. Astoria, Opera, Esplanaden og Palace. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskattar. Börn, 2ja - 11 ára, fá 13.500 kr. í afslátt. Börn að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfaltagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. *Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. Hafðu samband við söluskrifstofur ol^ar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifttofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18.) FLUCLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.