Morgunblaðið - 05.09.1993, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
Guðrún Bima Finns-
dóttir — Minning
Fædd 7. febrúar 1951
Dáin 29. ágúst 1993
„Systir sæl.“
Svona ávörpuðum við hvor aðra
alla tíð. Ég var lánsöm að eiga hana
að systur öll þessi ár. Veröldin væri
betri staður ef fleiri væru eins og
hún. Það má með sanni segja að frá
bemsku og allt til þess að við kvödd-
umst hinsta sinni hafi aldrei brugð-
ið skugga á samverustundir okkar.
Með okkur var að vísu nokkur ald-
ursmunur og því er ekki að leyna
að systir mín nýtti sér hann stund-
um, lét mig skjótast hitt og þetta
fyrir sig og gera ýmislegt sem hún
og vinkonurnar þorðu ekki sjálfar
að eiga beint á samviskunni. Ég
hlýddi möglunarlaust því að í þá
daga voru orð stóru systur lög.
En oftast voru tengsl okkar allt
'önnur á æskuáranum. Gunna mátti
dragnast með mig, litlu systur, hvert
sem farið var, í bíó eða út á leik-
völl. Þá hélt hún i hönd mína og
ég fann styrk frá henni.
En árin iiðu og aldursmunur
skipti ekki lengur neinu máli. Við
urðum einlægir vinir, við unnum
saman, skemmtum okkur saman og
fórum saman til útlanda.
_^,Svo hófst nýr tími í lífí okkar
beggja. Við giftum okkur, eignuð-
umst heimili og börn. En þrátt fyrir
skyldur við aðra ástvini, skyldur sem
kölluðu á mikið annríki og heimtuðu
af okkur mikinn tíma, héldust ávallt
traust vináttubönd á milli okkar.
Áfallið dundi yfir fyrir þremur
árum. Daginn sem mér varð ljóst
að ég gengi með mitt annað barn,
barst mér sú fregn að systir mín
væri með krabbamein. Ég hef aldrei
upplifað jafnmiklar andstæður á
einum og sama deginum. Ég var
’V.Jffí'óð um eðli hins voveiflega sjúk-
dóms. Mér fannst ég hlusta á dauða-
dóm, þegar hún saðgi mér frá niður-
stöðum læknisrannsóknarinnar, en
hún var hugrökk og bjartsýn og
benti mér á hversu margir hefðu
farið með sigur af hólmi í barátt-
unni við krabbameinssjúkdóma.
Nú hallar sumri. Við eigum ekki
eftir að upplifa saman önnur sum-
ur. Gunna barðist af krafti og seiglu,
en mátti að lokum biða lægri hlut.
Haustlitimir era að byija að skreyta
lauf tijánna. Gunnu þótti náttúran
fallegust, þegar hún skartaði haust-
litum, og meðan fyrstu blöðin föln-
uðu á sumargróðri landsins, kvaddi
Elómastofa
Friöfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar,
Skreytingar við ðll tilefni.
Gjafavörur.
m
hún þennan heim í faðmi íjölskyld-
unnar.
Ég hélt oft í hönd hennar síðustu
dagana sem hún lifði. Örlögin hög-
uðu því svo til að við höfðum skipt
um hlutverk frá því sem var þegar
við vorum litlar telpur. Nú var það
ég sem tók hönd hennar í mína:
„Vertu sæl, systir sæl.“
Minning hennar lifir.
Valdís Ella Finnsdóttir.
Hvað er hægt að segja þegar 42
ára kona kveður lífið eftir harða
baráttu við krabbamein? Kona, móð-
ir þriggja drengja sem þarfnast
hennar. Já, hvað er hægt að segja?
Ekkert, ekki eitt einasta orð því að
orðin verða eins og innantómt hjóm,
magnlaus og án áhrifa.
Skáldið sagði:
Svo er því farið:
Sá er eftir lifír
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifír
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfír.
(H.P. 36 ljóð)
Guðrún Birna Finnsdóttir fæddist
í Reykjavík árið 1951 og mun lifa
í minningu minni. Við þekktumst
frá bernsku því að mæður okkar
vora systur og nánar vinkonur.
Móðir hennar, Hanna Ármann, er
uppáhalds frænka mín og faðir
hennar, Finnur Björnsson, er mér
afar kær. Hjá þeim ólst Gunna upp
ásamt Valdísi systur sinni í mikiu
ástríki.
Gunna frænka mín var glæsileg
kona, hávaxin og svipsterk með
bjart yfirbragð. Rithönd hennar er
eftirminnileg fyrir hvað einstaklega
formfögur hún var. Afburða náms-
maður var hún og lauk stúdents-
prófi með ágætis árangri frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Viðkvæm var hún og tilfinningarík
svo að það næstum háði henni.
Hún giftist Grétari J. Guðmunds-
syni verkfræðingi, og eignuðust þau
þijá syni: Elvar Finn þrettán ára,
Heiðar Kristján tíu ára og Hannar
Sindra þriggja ára. Gunna og Grét-
ar voru svo lánsöm að geta stofnað
heimili sitt á Sogaveginum í húsinu
sem Gunna var alin upp í. Þar bjó
hún fjölskyldunni fallegt heimili með
myndarskap. Matargerð og bakstur
lék í höndum hennar og naut fjöl-
skyldan góðs af.
Drengimir voru augasteinar
hennar og lífsfylling. Hún naut þess
að fylgja þeim fyrstu sporin út í líf-
ið. Éftir að hún veiktist talaði hún
um hversu mjög hún saknaði þess
að geta ekki hlúð að þeim með þeim
hætti sem hún óskaði og gefíð þeim
vegarnesti til fullorðinsára. Hún
vissi þó og talaði um að börnin
væra í góðum höndum Grétars, sem
hefur verið henni stoð og stytta í
andstreymi veikindanna.
Finnur var Gunnu einstakur fað-
ir. Ómetanleg er sú aðhlynning sem
hann veitti henni _ undir lokin og
reyndar alla tíð. Á hann virðingu
mína ómælda.
Ég þakka fyrir að hafa átt Gunnu
að frænku og eiga minningar um
hana um leið og ég sakna hennar.
Mikið skarð er fyrir skildi þegar hún
er fallin frá og margir í sárum.
Grétari og drengjunum óska ég
blessunar og bið að þeir megi fínna
frið í hjarta.
Hanna mín, Finnur og Valdís; þið
eigið samúð mína alla.
Arndís Steinþórsdóttir.
Þegar ung kona í blóma lífsins
deyr frá eiginmanni og þremur ung-
um börnum spyijum við hver sé til-
gangurinn. Svar fæst ekki við þeirri
torráðnu gátu. Eftir sitja ástvinir
sem hafa þá einu huggun sem góð-
ur Guð gefur.
Guðrún Birna var fædd í Reykja-
vík 7. febrúar 1951, eldri dóttir for-
eldra sinna þeirra Hönnu Ármann
og Finns Bjömssonar flugvirkja.
Yngri systkinin er Valdís Ella, tölv-
unarfræðingur, gift Jónasi Ólafssyni
viðskiptafræðingi og eiga þau tvo
syni.
Foreldrar Hönnu voru hjónin Arn-
dís Jónsdóttir og Valdimar Ármann,
kaupmaður á Hellissandi, en foreldr-
ar Finns hjónin Guðrún Gunnlaugs-
dóttir og Björn Sigmundsson deild-
arstjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
Akureyri.
Guðrún Birna hlaut nöfn föð-
urömmu og afa síns. Hún var svo
lánsöm að fá að njóta ástúðar og
einstakrar umhyggju þeirra þegar
hún var bam að aldri og dvaldist
hjá þeim á Akureyri um lengri og
skemmri tíma.
Það var mikill hamingjudagur í
lífí Guðrúnar er hún giftist eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Grétari J.
Guðmundssyni verkfræðingi.
Hjónaband þeirra var mjög farsælt
og eignuðust þau þijá drengi, þá
Elfar Finn, þrettán ára, Heiðar
Kristján, tíu ára, og Hannar Sindra,
þriggja ára.
Grétar hefír reynst hinn góði,
trausti og fórnfúsi eiginmaður alla
tíð og ekki síst í langvarandi veik-
indum Guðrúnar. Þar naut hann
einnig stuðnings og styrks sam-
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
hentrar fjölskyldu í baráttu við hinn
illvíga sjúkdóm.
Guðrún var greind kona og góð-
um gáfum gædd. Vegna veikinda á
unglingsárum varð hún að hætta
skólanámi en síðar tók hún upp
þráðinn og lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hún
hafði nýhafíð nám við Háskóla ís-
lands er hún veiktist af þeim alvar-
lega sjúkdómi sem lagði hana að
velli.
Hún var gædd listrænum hæfí-
leikum sem hún nýtti til ýmiss kon-
ar handavinnu og föndurs, svo sem
til að mála á postulín. Einnig hafði
hún sérlega fagra rithönd.
Ég minnist frænku minnar, þegar
hún var lítil ljóshærð hnáta full af
gáska og gleði og svo hrifnæmrar
ungrar glæsilegrar stúlku sem lífíð
brosti við. Þær minningar munu lifa.
Á unglingsáranum voru þær syst-
ur Guðrún og Valdís við sumarstörf
á eyjunni Jersey í Ermarsundi. Þær
hrifust mjög af þessari fögru eyju
og fyrir áeggjan þeirra eyddum við
hjónin sumarleyfinu á þessum yndis-
lega stað. Við minnumst margra
ánægjustunda, sem við áttum með
þeim og hjálpsemi þeirra og greið-
vikni.
Fjölskylda Guðrúnar reyndi eftir
megni að auðvelda henni veikinda-
stríðið með því að gleðja hana á
ýmsan hátt. Meðal annars fór hún
með móður sinni og systur í ferða-
lag til útlanda rúmum mánuði áður
en hún lést. Naut hún ferðarinnar
og voru þetta dýrmætar stundir
fyrir þær allar.
Það haustar að og tré og rannar
taka á sig margbrotna litadýrð, sem
gleður augað. Guðrúnu Bimu þótti
haustlitirnir fallegir og glöddu þeir
fegurðarskyn hennar.
Nú þegar hún kveður þetta jarð-
líf og beður hennar hylst haustlitun-
um bið ég henni Guðs blessunar um
alla eilífð.
Ég og fjölskylda mín vottum eig-
inmanni, sonum, foreldrum, systur
og tengdaforeldram Guðrúnar okk-
ar dýpstu samúð. __ ^
Katrín M. Ármann.
í lífínu eignumst við marga kunn-
ingja, en örfáa vini. Gunna var vin-
ur minn. Hún hét fullu nafni Guðrún
Birna Finnsdóttir, dóttir hjónanna
Hönnu Ármann og Finns Bjömsson-
ar og ólst upp á Sogavegi 76 ásamt
Valdísi yngri systur sinni. Á fullorð-
insárunum fluttist hún aftur í þetta
sama hús og bjó þar þangað til hún
lézt.
Við hittumst fyrst upp úr 1960
10-11 ára gamlar, hún úr Smá-
íbúðahverfinu og ég úr Bústaða-
hverfinu. Á unglingsáranum unnum
við saman sumarið 1966 í frystihús-
inu Sjófangi við að garnadraga
humar. Einn daginn hljóp hrekkur
í Gunnu og tróð hún upp í mig
hráum humri. Ég bókstaflega tryllt-
ist. Á þessum árum var ég mikill
merkjasafnari. Daginn eftir bað hún ■
mig auðmjúklega afsökunar og gaf
mér tvö merki. Eftir þetta slettist
ekkert upp á vinskapinn. Stuttu síð- (
ar stofnuðu nokkrar stelpur úr
hverfinu saumaklúbb. Þar var mikið
hlegið og borðað, við kölluðum
klúbbinn Matgogga. Á því herrans
ári 1968 fórum við alloft saman í
Valgerður Gísla-
dóttir - Minning
Fædd 25. október 1954
Dáin 25. ágúst 1993
Við viljum með fáeinum orðum
minnast Völu vinkonu okkar. Hún
lést eftir stutt veikindi þar sem
almættið tók völdin.
Einhvern veginn er svo fjarlægt
þegar nákomnir vinir eða ættingjar
heyja harða baráttu við dauðann,
að hann muni sigra. Alltaf var sú
hugsun efst að hún hlyti að hafa
þetta af, hún svona kát og kraft-
mikil.
En stundum verða gleði og ham-
ingja að lúta í lægra haldi.
Við kynntumst Völu fyrir sjö
árum. Þær voru ófáar ferðirnar
sem þau komu til okkar Vala,
Gylfi og Gísli Geir, og þá jafnt
þegar hross voru annars vegar eða
hvers konar samverustundir.
Hún hafði mikla persónutöfra
og var alltaf í brennidepli á góðum
stundum með vinum og kunningj-
um.
Þegar við systurnar vorum að
hefja búskap, hver á sínum staðn-
um, laumaði hún alltaf einhveiju
notadijúgu að okkur, allt frá gömlu
eldhúspottunum hennar til hús-
gagna sem þau hjón voru hætt að
nota og var eins og hún hefði okk-
ur alltaf í huga þegar hún var að
leggja nytsama hluti til hliðar og
lét okkur frekar njóta þeirra.
Auðvitað eigum við öll eftir að
sakna hennar, hlátursins og hlýj-
unnar sem frá henni streymdi, en
hún lifir í minningunni og þannig
geymum við hana með okkur.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Megi góður Guð styrkja ykkur,
Gylfi og Gísli Geir, í sorginni.
Guð blessi minningu Valgerðar
Gísladóttur.
Inga, Anna, Ásta, Kol-
brún, Jón og Dana Ýr.
Þótt hásumar sé liðið og við
skynjum andblæ haustsins, átti
enginn von á því, að vinkona okk-
ar, Valgerður Gísladóttir, yrði köll-
uð burt með sumrinu. Fráfall þess-
arar ungu konu, sem lést í blóma
lífsins eftir stutt veikindi, skilur
eftir sig stórt skarð í vinahóp okk-
ar, skarð sem verður vandfyllt.
Það er liðið á annan áratug síð-
an leiðir Valgerðar og Gylfa og
okkar hjóna lágu saman, og hafa
samskipti okkar að miklu tengst
hestum og hestamennsku, en í
henni hafa þau og sonur þeirra,
Gísli Geir, verið mjög ötul og sam-
heldin.
Valgerður hefur starfað mikið
að félagsmálum hestamanna hin
Stílabcekur frá Kassagerbinni StUabœkur frá Kassagerbinni • Stílabcekur frá Kassagerbinni • Stílabcekur frá Kassagerbinni * Stílabækur frá Kassagerbinni Stílabœkur frá Kassagerbinni • StUabœkur frá Kassagerbir