Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1993
37
ATVINNUAUGÍ YSINGAR
Barnfóstra á Islandi
Ástralska stúlku, sem starfar í Englandi,
langar að vinna sem „au pair“ eða barn-
fóstra hjá íslenskri fjölskyldu. Getur byrjað í
janúar eða febrúar 1994 og verið á Islandi
í allt að fimm mánuði.
Áhugasamir hafi samband við: Tracey Hoff-
man, Hartrigg House, Buckden, North York-
shire BD23 5JA, Englandi.
Byggingavöruverslun
Starfsmaður óskast í byggingavöruverslun.
Starfið felst í sölumennsku úr verslun og
afgreiðslu.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðar-
mál.
Tilboð óskast send til auglýsingadeildar
Mbl. merkt: „Reyklaus vinnustaður-3875“.
Markaðsmaður
Verslanakjarni í Reykjavík óskar eftir starfs-
manni til að sinna markaðsmálum.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „Hug-
myndaríkur - 10549“, fyrir 10. sept. nk.
Sölufólk
Yfirverkstjóri
Frystihús á Austurlandi óskar eftir að ráða
í starf yfirverkstjóra/framleiðslustjóra. Starf-
ið er laus frá og með 1. október nk. Starfsem-
in er hefðbundin bolfisk- og síldarfrysting.
Starfsmenn eru um 70. Umsóknir óskast
sendar til Morgunblaðsins merktar: „MB -
1313“ fyrir 13. september nk.
Járniðnaðarmaður
Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar að ráða
járniðnaðarmann til starfa sem fyrst.
Húsnæði á staðnum.
Upplýsingar veitir Ólafur Sverrisson í síma
96-44190 milli kl. 8 og 16 og í síma 96-44124
á kvöldin.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingur
óskast á 30 rúma legudeild.
FSÍ er nýr og glæsilegur vinnustaður og vel
búinn tækjum og búnaði. Starfsaðstaða er
til fyrirmyndar. Þarferfram öll almenn lækn-
ismeðferð og hjúkrun á sviði hand-, lyfja- og
slysalækninga, fæðingahjálpar, öldrunar-
lækninga og endurhæfingar. Fjölbreytni í
starfi er mikil og starfsandi mjög góður á
deildinni. Gott samstarf er við heilsugæslu-
stöð sem rekin er í starfstengslum við sjúkra-
húsið.
Því ekki að athuga málið og kanna aðstæður!
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri f síma
94-4500 á dagvinnutíma og í síma 94-4228
á kvöidin.
Traust og drífandi sölufólk óskast á eftirtöld-
um stöðum:
Selfossi, Keflavík/Njarðvíkum, Stór-Reykja-
víkursvæðinu og Akranesi/Borgarnesi.
Svör merkt: SG - 5949“ sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 13. sept.
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á allar
vaktir. Fullt starf eða hlutastarf. Sveigjanleg-
ur vinnutími.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
26222.
Tvær stöður
aðstoðarframkvæmdastjóra
Óslóar-Parísar nefndanna
Umhverfisráðuneytið vekur athygli á því að
lausar eru til umsóknar tvær stöður aðstoð-
arframkvæmdastjóra Óslóar-Parísar nefnd-
anna á skrifstofu nefndanna í London. Önnur
staðan verður veitt frá 1. janúar 1994 en hin
frá 1. september 1994. Nefndirnar fara með
framkvæmd Óslóar-Parísarsamninganna um
verndun Norðaustur-Atlantshafsins gegn
mengun.
Umsækjendur skulu hafa hlotið háskóla-
menntun í sjávarlíffræði eða efnafræði og
a.m.k. fimm ára starfsreynslu.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð
er hægt að fá í alþjóðadeild umhverfisráðu-
neytisins.
Umhverfisráðuneytið.
Aðalbókari
Tölvuvinnsla
íslenskt markfang hf., útflytjandi á sjávaraf-
urðum, óskar eftir að ráða nú þegar í starf
aðalbókara, sem á að hafa yfirumsjón með
bókhaldi og færslu bókhalds.
Auk þess felst í starfinu að vera þátttakandi
í endurskoðun á tölvukerfi fyrirtækisins og
aðlaga það auknum umsvifum.
Leitað er að dugmiklum einstaklingi með
góða skipulagshæfileika, fagþekkingu og
starfsreynslu.
Nánari upplýsingar veitir Björn Bragason,
fjármálastjóri fyrirtækisins, í síma 91-
680700.
Skriflegar umsóknir sendist í síðasta lagi 15.
september 1993 til undirritaðs.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
ICEL4ND
MflTERS
ÍSLENSKT MARKFANG H.F.
ICELAND WATERS LTD.
HÖFÐABAKKA 9,
PÓSTHÓLF 12080,
132 REYKJAVÍK.
w
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp-
eldismenntun óskast til starfa á eftirtalda
leikskóla:
Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240.
Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727.
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230.
Gullborg v/Rekagranda, s. 622455.
Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023.
Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana:
Gullborg v/Rekagranda, s. 622455.
Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810.
Einnig vantar deildarfóstru í 50% starf e.h.
á leikskólann Fálkaborg v/Fálkabakka, s.
78230.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik-
skólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Okkar vinsæli veitingastaður/matsalur
leitar að
faglærðum yfirþjóni
Starfið felst í:
★ Rekstri á veitingastað, matsal og veislu-
sal.
★ Umsjón með starfsþjálfun, starfstilhögun
og lærlingum.
★ Umsjón með sölu í deildinni.
Við leggjum áherslu á vinnusemi, heiðar-
leika, samstarfsvilja, þjónustulund og frum-
kvæði. Meðmæli óskast frá fyrri vinnuveit-
endum. Við höfum yfir góðu og starfsömu
fólki að ráða. Góður aðbúðnaður og laun
samkvæmt samkomulagi. Ráðningartími eftir
samkomulagi. Útvegum húsnæði.
Upplýsingar veitir Edmund H. Utne, sími
90-47-054-61100, símbréf 90-47-054-
61520. Skriflegar umsóknir berist fyrir 20.
september '93.
tiotel
Ullensvang
5774 Lofthus - Hardanger- Noregi.
Hotel Ullensvang er eitt af stærstu fjarðahótelum Noregs. Þar er
aðstaða til ráðstefnuhalds. Innanhússtennis, squash, keilusalur og
baðaðstaöa. Nýr veitingastaður 1990 og '92, nýtt eldhús 1991, nýr
móttökusalur 1992. 140 herbergi, 280-380 rúm.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Norræna listamiðstöðin
í Helsingfors leitar að:
framkvæmdastjóra
Starfssviðið felst m.a. í:
Að vera ritari stjórnar „Nordisk Konst- og
Konstindustrikommitté" (NKKK) sem í eru
tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna.
Sem yfirmaður sér framkvæmdastjórinn um
daglega starfsemi í miðstöðinni og ber
ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og end-
urmati, svo og umsjón fjármála hvað varðar:
- Útstillingastarfsemi,
- Uppiýsingastarfsemi,
- Listatímaritið SIKSI
- Útstillingafundi og ráðstefnur,
- Gestavinnustofur,
Umsækjandi þarf að hafa góða innsýn í nor-
ræna list og listalíf.
Umsækjandi þarf að hafa vald á einu norður-
landamálanna; sænsku, dönsku eða norsku,
svo og ensku.
Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og
reynslu af starfsmannahaldi.
Framkvæmdastjóranum til aðstoðar eru 10
starfsmenn í heilsdags- eða hlutastörfum
ásamt starfsmönnum í tímabundnum sér-
verkefnum.
Starfið er svoköllað norræn staða sem skip-
að er í til fjögurra ára í senn með hugsanleg-
um möguleika á framlengingu. Laun eftir
samkomulagi. Fyrir embættismann sem ekki
er Finni, er að auki greiddur aðlögunar- og
dvalarstyrkur, sem er skattlagður í Finn-
landi, svo og flutningsstyrkur.
Fallegur bústaður, þar sem móttökuherbergi
eru að hluta til búin húsgögnum, stendur til
boða, í uppgerðu 18. aldar menningarhúsi í
Sveaborg.
Umsóknir sendist forsvarsmanni stjórnarinn-
ar Jorunn Veiteberg, í síma í Osló 90-47-22-
457221 eða til núverandi forstjóra, Staffan
Carlén, í síma í Helsingfors 90-358-0-
668143.
Staðan er laus frá 11. maí 1994 eða eftir
samkomulagi.
Umsóknin þarf að berast miðstöðinni í síð-
asta lagi 18. 10. 1993
NORDISKT KONSTCENTRUM,
SVEABORG, SF-00190 HELSINGFORS.