Morgunblaðið - 05.09.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5:.SEPTEMBER 1993
Dansskólí Jóns
Péturs og
Köru byrjar 5.
starfsár
Erna Einarsdóttir og Óttar Guðmundsson
Ný bók um ungt
fólk og kynlíf
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bók sein raunar eru
tvær bækur í einni: Annars vegar Það sem máli skiptir og hins
vegar Orðabók ástarinnar. Höfundar eru hjónin Óttar Guðmunds-
son læknir og Erna Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
í kynningu Forlagsins segir:
„Undir heitinu Það sem máli skiptir
er flallað um ástina, tilfinningar og
kynlíf ungs fólks, hið sársaukafulla
en yndislega tímabil þegar barn
breytist í fullorðna mannveru. Þar
er rætt um sambönd ungs fólks,
vandamál tilfinningalífsins, kynlíf,
getnaðarvarnir, ýmis tilbrigði ástar-
lífsins, barneignir og kynsjúkdóma.
Höfundarnir lýsa efninu á lifandi
hátt með því að kveikja líf í tveimur
ungum sögupersónum á síðum bók-
arinnar, þeim Adda og Evu, og fylgja
þeim eftir í blíðu og stríðu þroskaár-
anna.
Hinn hluti bókarinnar ber heitið
Orðabók ástarinnar og hefur að
geyma um 800 uppflettiorð sem lúta
að ástarlífi og kynhegðun manna. í
hana má sækja margháttaðan fróð-
leik um sögu kynlífsins, læknisfræði-
legar útskýringar sem og gömul og
ný orð um ástir og kynlíf.
Það sem máli skiptir - Orðabók
ástarinnar er 240 bls. innbundin.
Eiður Snorri Eysteinsson tók ís-
lensku ljósmyndimar sem eru í bók-
inni. Grafít hf. hannaði kápu. Prent-
smiðjan Oddi hf. prentaði. Verð kr.
1.995 á tilboðsverði sem „Bók mán-
aðarins" í bókabúðum í september,
en eftir það kr. 2.850.
DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru
hefur nú í haust sitt fimmta starfs-
ár. Boðið er upp á danskennslu
fyrir fólk á öllum aldri og á öllum
stigum, þ.e. byrjendur, framhalds-
hópar og keppnispör.
Fyrir yngstu nemendurna, 4-6
ára, er boðið upp á dans, söng og
leik og þessu fléttað saman við tón-
list svo börnin fái útrás fyrir þá miklu
hreyfiþörf sem þau hafa. Við þetta
bætast síðan samkvæmisdansar, s.s.
cha, cha, cha, samba og enskur vals.
Hjá eldri bömum er strax byrjað
að kenna samkvæmisdansa, þ.e. suð-
ur-ameríska dansa og sígilda sam-
kvæmisdansa svo og helstu gömlu
dansana.
Kennsla í fullorðinshópnum fyrir
byijendur hefur það að markmiði að
kenna fólki dansa sem nýtast á dans-
leikjum og eru það dansar eins og
jive, tjútt, cha, cha, cha, foxtrot og
vals ásamt gömlu dönsunum. f fram-
haldshópnum er haldið áfram að
byggja upp dansinn á þeim grunni
sem fyrir er og er þá bætt inn fleiri
dönsum og spomm.
í skólanum er aðstaða fyrir þá sem
stunda dansinn sem keppnisíþrótt.
Fyrir utan almenna kennslu í hóptím-
um og einkatímum er í skólanum
æfíngasalur sem er opinn alla daga
vikunnar fyrir alla nemendur skól-
ans.
Erlendir gestakennarar heim-
sækja skólann reglulega í vetur og
aðstoða keppendur fyrir danskeppni
vetrarins.
Skólinn býður upp á danssýningar
fyrir alls konar skemmtanir og sam-
komur þar sem bæði nemendur og
kennarar sýna. Innritun á dansnám-
skeið skólans stendur yfír þessa dag-
ana til 8. september kl. 12 tii 19
alla dagana. Kennsla hefst föstudag-
inn 10. september.
Sjómannafélag
Reykjavíkur
Varað við
fiskiskip-
um undir
hentifánum
Chevrolet Stepside 1500 Z-71 ofl road
Af sérstökum ástæðum er þessi glæsilegi vagn til sölu.
Árgerð 1991, ekinn 49.000 km. Vél 350,
sjájfskiptur, ABS bremsur, loftlæsing að
aftan, 35“ dekk á álfelgum, aukaljós og
margt, margt fleira. Verð 2.300.000. Ath.:
Mjög góður staðgreiðsluafsláttur.
Uppl. i síma 676689 og í Bílahöllinni,
sími 674949.
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem
glöddu mig á 95 ára afmœli mínu 30. ágúst
sl. meÖ heimsóknum, heillaskeytum, blómum
og gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurjón Jóhannsson,
Skeggjagötu 6, Reykjavík.
Borðtennisdeild Víkings auglýsir
Spennandi vetrarstarf að hefjast í borð-
tennis í TBR-húsinu við Gnoðarvog.
Toppþjálfarar. Innritun unglinga og fullorð-
inna er hafin hjá borðtennisdeild Víkings í símum 35935
og 36717 á daginn.
Á kvöldin í símum 36862 Pétur, 51775 Sigurður, 641316
Kristján, 72324 Aðalbjörg.
NÝR
SJÁLFVIRKUR
OFNHITASTILLIR
VETRARSKOÐUN
Hefur þú hugleitt að fá
pípulagningamanninn til að stilla
hitakerfið í húsinu fyrir veturinn?
Þannig gætir þú komist hjd
óþœgindum og Lekkað
orkureikninginn.
'w
= HCCNfiN S
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá stjórn
Sjómannafélags Reykjavíkur:
„Á undanförnum árum hefur Sjó-
mannafélag Reykjavíkur átt í úti-
stöðum við íslenskar kaupskipaút-
gerðir sem takmarkalaust hafa viljað
nota erlend kaupskip undir þægind-
afánum til reglubundinna siglinga
að og frá landinu.
Alþjóðaflutningaverkamannasam-
bandið (ITF) hefur um langan tíma
barist fyrir réttarstöðu áhafna þess-
ara skipa, enda aðbúnaður, öryggi
og kjör oft með þeim hætti að með
ólíkinum er.
Fiskiskip undir þægindafána er
nýtt fyrirbrigði hér við land sem Sjó-
mannafélagið hefur jú bent á áður,
og varað við þeirri þróun sem nú er
orðin staðreynd.
Fjölmörg verkalýðsfélög hafa
fagnað komu þessara þægindafána-
skipa og telja hag sinna umbjóðenda
borgið hvað varðar atvinnu. Hér er
um stundarhagsmuni að ræða sem
aðgát skal höfð á.
Hafa verkalýðsfélögin kynnt sér
kaup og kjör hinna erlendu sjó-
manna?
Hafa fulltrúar Siglingamálastofn-
unar ríkisins í löndunarhöfnum þæg-
indafánafiskiskipanna kannað að-
búnað og öryggi um borð?
Stéttarfélög sjómanna verða að
halda vöku sinni hvað þetta mál varð-
ar enda eru íslenskir útgerðarmenn
að skrá fiskiskip undir þægindafána.
Verði áframhald á þessari þróun,
hvað þá með atvinnuöryggi íslenskra
fiskimanna?"
JONS PETURS og KORU
BOLHOLTI6 REYKJAVÍK
s. 91-36645 og 685045
fax 91-683545
riHP
Samkvæmisdansar: standard og suður-amerískir
Gömludansarnir - Tjútt
Barnadansar (yngst 4 ára)
Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar
Allir aldurshópar velkomnir:
Barnahópar - Unglingahópar - Fullorðinshópar
(einstaklingar, pör og hjón)
Kennsla á landsbyggðinni auglýst síðar
Seljum hina frábæru Supadance dansskó
Fjölskylduafsláttur
Systkinaafsláttur
SPORI RETTA ATT!
KENNSLA HEFST
Skírteini afhent í Bolholti 6:
fimmtudaginn 9. sept. kl. 14-21
INN
I SIMUM:
Faglærðir danskennarar - betri kennsla
FÍD Félag islenskra Danskennara - DÍ Dansráð Islands
Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar